Ísafold - 31.12.1913, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.12.1913, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1J dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erleiiíis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD IUppsögn (skrifl.) hundin við áramót, er ógild nema kom- in só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Talsími 48. XXXX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 31. des. 1913. 103. tölublað Járnbrautarmálið. 1. Nokkrar athugasemdir. Enginn, sem þekkir til þess kostn- aðar, þeirra erfiðleika og óþæginda, sem hafnleysið sunnanlands veldur Sunnlendingum, mun furða sig á því, þó heldur lyftist á þeim brúnin í sumar, þegar sú fregn bart, að vænt- anlegt væri til þingsins frumvarp til laga um járnbrautarlagning austur írá Reykjavík. Fæstir okkar sveitamanna þekkja nokkuð til járnbrauta að öðru en sögusögn. Við vitum, að með þeim má ferðast á einni kl.st. þá vegar- lengd, sem við þurfum heilan dag til að komast, og að með þeim geta menn fengið fluttar vörur hvenær sem maður vill, fyrirhafnarlaust, en auðvitað fyrir borgun; og við vitum, að hjá öllum menningarþjóðum eru járnbrautir taldar lífs-nauðsynlegar og fyrsta skilyrði fyrir öllum at- vinnurekstri, og skilst okkur, að svo muni einnig geta verið hér, þar sem hafnir vanta til þess að geta notað sjóleiðina. Vonin, sem hjá mönnum vaknaði við fregnina um járnbrautarfrum- varpið, hefir að líkindum verið eía- blandin hjá mörgum, sjálfsagt fáir búist við því að minsta kosti, að málið fengi framgang á þessu þingi; en hver mundi hafa trúað — eftir því sem málinu þó var tekið við fyrstu umræðu — að það steinsofn- aði eins og raun hefir a orðið. Maður gat ekki búist við, að ann- að eins stórmál væri flutt inn á þing, án þess að hugur fylgdi máli hjá flutningsmönnum þess, en þess hefir lítil merki sést. Málið komst í nefnd og í nefndina voru kosnir allir flutn- ingsmenn frumvarpsins. Nefndin klofnaði svo, að einn maður varð í minni hluta, af 7 nefndarmönnum. Þessi eini maður, Björn Kristjáns- son bankastjóri, mælti eindregið á móti málinu, og virðist svo, eftir nefndarálitinu að dæma, sem hann hafi kveðið hina sex algjörlega í kút- inn. Nefndarálit minni hlutans er mjög ítarlegt og ber það með sér, að manninum hefir verið alvara að sporna við framgangi málsins, en meiri hlutinn hefir lítið að segja málinu til stuðnings. Ymislegt er þá í nefndaráliti minni hlutans, sem hægðarleikur virðist hafa verið að hrekja, því að þar virðist margt sagt af ókunnugleik á staðháttum hér og lifnaðarháttum manna, eins og þeir eru nú. Úr því að enginn hefir enn, mér vitanlega, orðið til þess að mæla á móti neinu í nefndaráliti minni hlutans (Br. Kr.)1), dettur mér í hug — sem kunnugum hér — að benda á nokkur atriði, sem mér sýn ast fjarri því rétta — og til þess að rjúfa þögnina um þetta mál. B. Kr. heldur því fram, að járn- braut sé óþörf, þar sem hægt sé að nota sjóleiðina, og segir: »Það er kunnugt, að eigi er mönnum enn orðið ljóst, hvað auðvelt er að koma ') Höf. vissi eigi um grein B. B. Ritstj. vörum til Eyrarbakka og Stokkseyr- ar og jafnvel til Víkur, ef skynsam- lega er að farið«. Það sé aalhægt með hentugum skipum þegar veður leyfir«. Jú, það er mönnum fyrir löngu ljóst, að vörum má koma til nefndra kauptúna peqar veður leyfir. En það vita allir, sem hér eru kunn- ugir, að annan helming ársins leyfir veður það örsjaldan, og um sumar- timann koma líka oft langir kaflar, sem engu skipi er lendandi á þess- um stöðum fyrir sjógangi, »því haf- gang þann ei hefta veður blíð«. Og mikil fjarstæða er að halda því fram, að sjóleiðin til hafnanna austanfjalls, með veginum yfir Hellisheiði, »full- nægi sannri flutningaþörf sýslnanna austanfjalls«. Sannleikurinn er, að alt Suðurlandshéraðið austanfjalls má heita útilokað frá erlendum markaði með vörur sinar hálft árið eða leng- ur. T. d. geta rjómabúin ekki starf- að nema nokkra mánuði á ári, af því að ókleift er að koma smjör- tunnunum á útflutningsstað meðan snjór liggur yfir Hellisheiði. Spillir það mjög fyrir sölu smjörsins, með því að ekki er unt að halda föstum viðskiftamönnum í Englandi, sem eðlilega vilja fá smjörið stöðugt árið um kring, Og þi er það er ekki smáræðis hnekkir fyrir smjörsöluna, hvað smjörið skemmist við hinn langa og erfiða flntning á sumrin dögum saman í miklum hita. Hagnaðurinn við að geta sent það daglega árið um kring með járnbraut mundi svara vöxtum af mörgum þúsundum, þó ekki væri um að ræða meira smjör en það sem mi er framleitt á Suð- urlandi, hvað þá, ef áveiturnar úr Þjórsá og Hvítá kæmust í framkvæmd og stórstíg túnrækt, sem þeim mundi fylgja, vegna áburðaraukans, sem nf þeim leiddi. En um þau fyrirtæki — svo glæsileg sem þau eru — getur reyndar naumast verið að ræða, ef engin von væri betri samgöngu- færa en þessarra, sem B. Kr. telur fullnægjandi. Því til hvers er að framleiða vöru, sem ómögulegt er að koma á markað fyr en hún er orðin stórskemd. Þá mætti benda á eitt, sem kaup- maður og bankastjóri ætti að þekkja: hver munur er á því að verða, sök- um hafnleysisins, að kaupa alla út- lenda vöru til ársins þegar á vorin, eða að geta fengið hana smátt og smátt eftir þörfum. Mundu margir losna við að leita á náðir bankanna um lán, ef þeir gætu fengið vöruna smátt og smátt, jafnótt og þeir selja sina vöru. Nd eru bændur hér aust- anfjalls neyddir til að kaupa allan ársforða sinn á vorin, til þess að geta flutt hann að sér fyrir sláttinn; eftir slátt eru venjulega öll sund lok- uð austanfjalls, en of dýrt að flytja þungavöru frá Reykjavík. Skal eg benda á eitt dæmi, sem sýnir hvað sjóleiðin er ábyggileg: Fyrir 2 ár- um pantaði sveitarfélag í Amessýslu girðingarefni frá dtlöndum í samgirð- ingu fyrir sveitina, sem átti að setja upp um haustið. Girðingarefnið kom með strandferðabát til Eyrarbakka seint í ágdstmánuði, en náðist ekki í land fyrir brimi; flæktist svo skip- ið með girðingarefni þetta fram og aftur alt haustið, og varð loks að leggja það upp í Vestmannaeyjum til vetrargeymslu því að aldrei varð því komið á land á Eyrarbakka. Fengu kaupendur það svo næsta sumar, stórskemt eftir alt volkið og urðu eðlilega að borga vexti af verði þess heilt ár áður en það varð not- að. Dæmi þessu lík eru óteljandi. Hve »fullnægjandi« samgöngur voru þetta, ef hallæri kæmi, jökulvetur og almennur fóðurskortur fyrir fénað svo að fljótlega þyrfti að ná í út lent fóður til bjargar. Hvers virði gæti þá verið að geta fengið það rneð járnbraut inn á miðbik Suður- landsundirlendisins ? Undarleg ályktuu er það hjá B. Kr., að góð samgöngutæki (járnbraut) veiti aðeins þægindi, en bæti ekkert efnahag manna. Það er víst gagn- stætt reynslu allra þjóða. Til sönnunar því, að góðar eða greiðar samgöngur auki ekki fram- leiðslu né bæti efnahag manna tek- ur hann dæmi af nokkrum bændum i Mosfellssveit, sem búa á hrjóstr- ugum smábýlum, sem hann nefnir, en hafi ekki auðgast á síðustu árum né gert stórfeldar jarðabætur, þó þeir búi nálægt Reykjavík og við þjóð- veg. Sannar það dæmi lítið, þar sem jarðir þær, er hann nefnir hafa mjög slæm ræktunarskilyrði. Til þess að koma á skjótii framför í jarðrækt, telur hann að hér vanti bæði fólk og fé. Er að vísu mikið hæft í því, en hann gæt;r þess ekki, að járnbrautin mundi einmitt flytja hvorttveggja með sér. Atvinnulitill kaupstaðalýður leitar þangað sem at- vinna býðst eý sam^'ónqur eru qreið- ar og efnahagur bænda batnar við það, að fá qreiðan aðgang að mark- aði með afurðir sínar. En þó að svo færi að fólki fjölgaði ekki ört á Suðurlandi við járnbrautarlagning- una, álít eg að framfarir, bæði í jarðrækt og bdpeningsrækt gætu samt sem áður orðið stórstíga, því að kesfaflið má nota margfalt við það sem nú er gert, bæði við jarðrækt og heyskap, og mundi járnbrautin brátt stuðla að því að hestarnir yrðu meira notaðir til þeirrar vinnu, þeg- ar vöruflutningunum létti á þeim að miklum mun. Annars dettur mér ekki í hug að halda, að B. Kr. sé svo svartsýnn, að honum sé alvara með það að járnbraut mundi ekkert stuðla að frarnförum i jarðrækt í Arnes- og Rangárvallasýslum, þar sem jafn álitleg ræktunarfyrirtæki blasa við eins og t. d. áveiturnar úr Þjórsá og Hvítá, þurkun Safamýr- ar o. fl. Það sem B. K. segir um áætlanir landsverkfræðingsins ætla eg að mestu að leiða hjá mér — býzt við að landsverkfræðingurinn svari því sjálf- ur — ætla aðeins að minnast á fá atriði, sem mér eru kunnust. Eg get verið B. K. sammála um það að vafasamt sé að mjög mikið yrði um heyflutning með brautinni, þó þætti mér ekki óliklegt að Reyk- víkingar öfluðu sér heys handa kúm og reiðhestum austur í Flóa, þegar áveitan væri komin i framkvæmd og ekki væri heldur ólíklegt að bændur í Þingvallasveit öfiuðu sér þar heyja» sem hafa hina ágætu haga, en litlar slægjur. Óliklega þykir mér tilgetið, að ekk- ert yrði um mjólkurflutning með brautinni, þvi að þó svo væri sem B. K. segir, að Reykvíkingar kæri sig ekki um -meiri mjólk en þeir hafa nú, þá býzt eg við að þeim fjölgi ekki siður hér eftir en hingað til og þurfi þar af leiðandi meiri mjólk. En væri óhugsandi að verk- smiðjur risu upp í Reykjavík, sem þyrftu mikla mjólk, bæði niðursuðu- verksmiðjur og smjörlíkis? Væri það ekki nær, heldur en að inn flytja kynstur af niðursoðnum matvælum og smjörliki? Um fiutning á kartöflum með járnbrautinni segir B. K.: »Nægt berst af kartöflum til Reykjavikur frá Akra- nesi og öðrum nálægum stöðum«. Hvað meinar hann með »nægt« ?. Verzlunarskýjslurnar 1910 (hefi ekki nýrri við hendina) segja að til Rvíkur hafi fluzt frá útlöndum það ár 120} runnur af kartöfium. Akurnesingar hafa því ekki alveg fullnægt það ár- iðll Væri nú ekki nær að þessar kartöflur, væru ræktaðar hér á Suður- landi, heldur en að kaupa þær af Dönum? Og ekki einungis þessar kartöflur, sem til Rvíkur flytjast, heldur allar þær kartöflur, sem til landsins flytjast. Á Suðurlandi mætti fljótlega auka svo kartöflurækt, að fullnægt gæti öllum landsmönuum, sem kartöflur þurfa að kaupa. Væri það sæmra en að kaupa það alt frá útlöndum. Eg veit um marga bænd- ur í Árnessýslu og Rangárvalla, sem vildu selja kartöflur, ef þess væri nokkur kostur, en ógjörningur er að flytja þær til Rvíkur með þeim flutningatækjum, sem nú eru fyrir hendi. Getur enginn efi á því leik- ið, að mjög mikið yrði flutt af kar- töflum til Rvikur, ef járnbraut kæmi. Þá segir B. K., að ekki sé »nein átylla til að áætla, að x/4 af vörum, sem til Eyrarbakka og Stokkseyrar ftytjast nii sjóleiðina, flytjist fyrst til Rvíkur til þess að flytjast þaðan aft- ur austur, fyrir 2 kr. 200 kg. með járnbraut*. Þar er eg alveg gagn- stæðrar skoðunar og skal reyna að færa ástæður fyrir þeirri skoðun minni. Sökum hafnleysis á Eyrarb. og Stokkseyri verða kaupmenn þar og kaupfélög að fá allan vöruforða sinn snemma sumars, verða að kaupa vörur til ársins því nær í einu, þar af leiðandi þurfa þeir miklu meiri fjárhæð og miklu meiri húsakynni til verzlunarinnar en kaupmenn í Rvík, sem fengið geta vörnr með hverri ferð árið um kring. Kaup- menn austanfjalls geta því ekki selt vörur með sama verði, sem kaupm. í Rvik og gjörðu það ekki heldur. Verðmunur er víst aldrei minni en 1 eyir á pd. eða 2 kr. á 100 og oft miklu meiri og jafnvel það þá a. m. k. við flutningskostnað með járnbrautinni, en það sem aðallega mundi gera breytinguna og flytja verzlunina til Rvíkur er það, sem eg hef áður bent á, að þegar járnbraut væri komin, hættu menn að kaupa allan ársforða sinn í einu, en fengju hann smátt og smátt eftir þörfum og þá frá Rvík með járnbrautinni. Með því spara menn hálfs árs vexti af vöruforða sínum og þeir, sem búa fyrir austan og ofan brautina, þar að auki fiutn- ingskostnað frá Eyrarb. upp á braut- arstöðvarnar, sem svarar 1 kr. fyrir 100 kg. Það er þvi auðsær hagn- aður að þvi að fá vörurnar frá Rv. heldur en frá Eyrarb., þó borga þurfi 2 kr. fyrir 100 kg. í járnbrautar- »fragt«. Þá heldur B. K., að áætlun verk- fræðingsins um tekjur af mannflutn- ingi með brautinni s£ of há, með þvi að menn mundu ekki hætta að ferðast á hestum, þó járnbraut kæmi; mönnum þyki ánægjulegra að ferð- ast á hestum og svo séu hestarnir »kostnaðarlaus flutningatæki«, þegar menn eigi þá hvort sem er. Það et nú svo I Um ánægjuna skal eg ekki dæma; það geta verið skiftar skoðanir um það, en ekki þykir mér ánægjulegt að koma með hesta til Reykjavíkur, til þess að láta þá svelta þar í flagtroðnum girðingum, meðan við er staðið. A haustum og vetr- um er það betra að því leyti, að þá má oftast fá hey handa hestum, en þá verða þeir ekki lengur kostnaðar- laus flutningatæki; enda bendir B. K. til þess á öðmm stað, þar sem hann segir, að nokkur hluti þess sem menn flytja nú í vögnum til Reykjavíkur sé hey til fóðurs handa ferðahestun- um. Til dæmis um kostnaðarleysið: Tveir menn fara frá Þjórsárbrd til Reykjavíkur um haust. Fer annar lausríðandi og hefir 2 til reiðar; á hann sjálfur báða hestana og þarf ekki að borga leigur af þeim, en hestarnir leggja af við ferðina og þurfa fyrir það fóðurauka á eftir, geri eg það og járnaslit 50 aura á dag fyrir hvorn hest og er lágt reikn- að. Maðurinn er il/2 dag hvora leið og stendur við í Rvík 3 daga. Ferð- in hjá honum kostar þá; Fóður tveggja hesta í 6 daga 1.00 á dag fyrir hvorn, kr. 12.00 Áður talinn brúkunarkostnaður 0.50 fyrirhvornhest á dagkr. 6.00 Daglaun handa manninum og og gisting á leiðinni og i Rvík 5 kr. á dag, kr. 30.00 Samtals kr. 48.00 Hinn maðurinn fer með járnbraut- uini; er V2 dag hvora leið og stend- ur við í Rv., eins og hinn, 3 daga. Ferðakostnaður hans verður þá: Fargjald með brautinni báðar leiðir kr. 8.00 Daglaun, eins og hins, 5.00 á dag, kr. 20.00 Samtals kr. 28.00 Ferðin hefir því orðið honum 20 kr. ódýrari en hinum, sem fór á sínum eigin hestum og er þó auðvitað ekki réttur samanburður, að reikna enga leigu eftir hest, þó maður eigi hann sjálfur, því hesturinn kostar mikið yfir árið, fóður, fyrning og vextiraf verði. Nei, hestarnir eru langt frá að vera kostnaðarlaus flutningatæki. B. K. heldur að sd staðhæfing verkfræðingsins að flutningur á vögn- um og klyfjahestum milli Rvíkur og Árnessýslu mundi leggjast niður þeg- ar í stað, ef vörur austur i miðjan Flóa yrðu fluttar fyrir 1 eyri pd. »stafi eflaust af ókunnugleik*. Setur hann upp dæmi því til sönnunar;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.