Ísafold - 31.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.12.1913, Blaðsíða 2
408 ISAFOLD Ætlar ungling að fara austan úr miðj- um Flóa til Rvíkur, 70 km. veg, með $ vagna, hlaðna báðar leiðir og vera 3 daga i ferðinni, með viðstöðu i Rvík. Telur hann ferðina kosta 18 kr. eða 6 kr. á sólarhring fyrir mann, 4 hesta og 3 vagna með ak- tygjum. Þetta dæmi er áreiðanlega bygt á kunnugleik, því enginn mað- ur nú á tímum metur sig, hesta sína og áhöld svona litils og ekki nálægt þessu. Eftir minni reynslu og kunn- ugleik á flutningskostnaði get eg ekki imyndað mér, að nokkur mað- ur flytti vörur á klyfjahestum, né vögnum frá Rvík austur í miðjan Fióa, ef hann ætti kost á að fá vör- una flutta fyrir 1 eyrir pd. Þeir timar eru liðnir að vinna manna og hesta sé litils eða einskis metin. Um flutning sauðfjár með járn- brautinni verður fráleitt að ræða á meðan vér höfum þá vegi sem vér höfurn*, segir B. K. ennfremur. Hver einasti maður, sem til þekkir, hlýtur að lita hinn veg á, að slátur- fé sé einmitt sú vara, sem mestur hagnaður væri að fá flutt með járn- braut, af því að sauðfé leggur mjög mikið af við langan rekstur á haustin hvað hægt sem rekið er. B. K. segir reyndar, að ef menn læri að reka eins og Skaftfellingar gera létt- ist fé ekkert við reksturinn. Ekki hefir mér heyrst á Skaftfellingum, sem eg hef átt tal við, að þeir teldu fé ekkert léttast á leið til Rvíkur, enda er það fjarri reynslu allra, sem veitt hafa því eftirtekt og óhugsandi að svo geti verið. Féð er tekið úr ágætum högum, þar sem það hefir verið i kyrð og næði alt sumarið og spikfitnað; er svo rekið marga daga eftir hörðum vegum og hagleysi og látið standa inni í fjárréttum um nætur. Erfiði og hungur marga daga. Hver trúir, að fé leggi ekki af við slíka meðferð og hversu fegn- ir mundu menn ekki verða að losa féð við þær þrautir, þó enginn peningalegur hagur væri að því. Verði járnbrautin einhverntíma lögð, mun það sýna sig að sauðfjárflutn- ingur verður drjúg tekjugrein. í samanburðinum, sem B. K. gerir á járnbrautum í Noregi, Danmörku og hér, er ýmislegt villandi. í sam- anburði hans við járnbrautina um Jaðarinn í Noregi, sem hann telur að beri sig mjög illa, er það athug- andi, að sú braut liggur meðfram sjó, um hrjóstrugt land, milli tveggja hafnarbæja, svo að flutningur getur þar farið sjóleiðina. Braut sú er viðlíka löng og vegurinn frá Rvík að Þjórsá. Væri nú góð höfn við Þjórsárbrú, eins og við báða enda Jaðarsbrautarinnar, mundi engum vera farið að koma í hug að leggja járnbraut þangað frá Rvík. Hér eru ástæðurnar svo gagnólikar og á Jaðri, þar sem hér er um að ræða að tengja víðlent, frjósamt hérað, hafnlaust við góða höfn og höfuðstað landsins. Samanburður B. K. á þéttbýli hér Og i Danmörku er líka hálf boginn, þar sem hann dreifir fólkinu hér um alla jöklana og öræfin, miðar fólks- töluna við flatarmál alls landsins. Réttari samanburður hefði verið að taka flatarmál Suðurlands og ibúa- tölu þess tii samanburðar. Þá gerir B. K. fróðlegan saman- burð á kostnaði við járnbrautina og verðmæti allra jarða í Árnes- og Rangárvallasýslum og alls leigubærs búpenings þeirra sýslna, og fær út af þeim samanburði það, að »allar tekjur af eign beggja sýslnanna mundu hvergi nærri nægja til að borga tekju- hallann af járnbrautinni*. Til dæmis um það hvað þessi útreikningur er ábyggilegur, skal eg að eins benda á, að hann telur ársarð af kúm og ám 15% af vefði þeirra. Allir, sem nokkuð þekkja til sveitabúskapar, vita að kýr og ær gefa 50—ioo°/o arð og þar yfir. En þó svo að eitt- hvað væri hæft í þessum saman- burðarreikningi, er ekkert á honum að byggja, af því, að þegar járnbraut væri komin, mundi búfénaði fjölga og afurðir hans hækka í verði, eins og eg hefi áður bent á. Þó eg sé B. K. mjög ósamdóma um þörfina á að leggja hina um- ræddu járnbraut og um tekju-áætlun- ina fyrir hana, þá er eg á sama máli og hann um það, að frumvarp það, sem kom fyrir þingið, væri óað- gengilegt, og ekki síður er eg hon- um samdóma um það, að þörf sé allrar varúðar við þvi, að slíkt fyrir- tæki sem járnbrautin er, verði hættu- legt fyrir sjálfstæði landsins. Þess þarf þing og stjórn vitanlega vel að gæta. Þykir mér sennilegt að sú hlið málsins hafi valdið því að B. K. lagðist svo fast í móti málinu, fremur en það, að hann hafi ekki séð þörfina fyrir járnbraut eða lík- urnar fyrir hagnaði af henni, þó hann réðist einnig á þá hliðina. lAfúst Helgason. II. Svar frá Birni Kristjánssyni. Tveir mikilsvirtir bændur hafa nú tekið að sér að gagnrýna nefndarálit mitt í járnbrautarmálinu, þeir Björn Bjarnarson bóndi í Gröf, og Ágúst Helgason bóndi i Birtingaholti. Áð- ur en eg sný mér að því, að svara þessum höfundum, vil eg leyfa mér að fara fáeinum orðum um meðferð málsins í járnbrautarnefndinni. Eins og kunnugt er, hélt nefnd þessi marga fundi, var lítið á þeim að græða, því flestir nefndarmenn báru svo mikið traust til skýrslu og áætlunar Jóns Þorlákssonar lands- verkfræðings, að nefndin gæti Htið við hana bætt. Eg fór því að hugsa um málið upp á mínar eigin spýtur, og komst að þeirri niðurstöðu, er minni hluta nefndarálitið sýnir. Af því eg sá hvað málið var frá- leitt í alla staði, og hvað undirbún- ingur þess var lélegur frá öllum hlið- um skoðað, þá réð eg það við mig, að bjóða meiri hluta nefndarinnar að lesa álit mitt upp fyrir nefndinni, áður en meiri hlutinn tæki ákvörð- un um, hvernig hann vildi taka í málið. Eg gerði þetta, sem gagn- stætt er þó venju, til þess að nefnd- inni allri gæfíst kostur á að sjá málið frá fleiri hliðum en einni, áður en hún semdi nefndarálit sitt, og til þess að fyrirbyggja, að óvinátta gæti spunnist út úr svo dauðfæddu máli. Nefndarálit mitt afhenti eg svo til prentunar 3. september. Aðalorsökin til þess, að eg lagði talsverða vinnu í það að glöggva mig á þessu máli, og að skrifa álit mitt var það, að eg komst brátt að þeirri niðurstöðu: 1. að þetta fyrirtæki hlyti að baka þjóðinni meira árlegt tap, en hún væri fær um að bera, ofan á aðrar skuldir og þarfir. 2. að eigi væri hægt að gera sér neina ábyggilega grein fyrir flutn- ingsmagninu eftir skýrslum þeim, » sem fyrir lágu. 3. að með því að taka frumvarpinu á þeim grundvelli, er það láfyr- ir, hlaut landið að missa sjálf- stæði það, sem það hefir þó nú. 4. að eg sá fram á, að ef enginn i nefndinni reyndi til að bægja frá þeirri siðmennilegu veiklun, sem undirbúningur málsins og frum- varpið virtist vera grundvallað á, þá ætti þing og þjóð- áfram á hættu að fá álíka einhliða undir- búning i stærri málum, sem lög- gjöf landsins yrði svo bygð á í blindni, til ómetanlegs tjóns fyrir þjóðina. Eg get þessarar fjórðu ástæðu hér, þó matið á tilfinningunni fyrir þeirri hlið málsins, kunni ekki að verða ýkja hátt hjá sumum. Eg hefði lík- lega átt að kalla þá hlið »framsýni« eða »dugnað« eða eitthvað í þá átt, til þess að gera alla ánægða. Um viku eftir að nefndarálit mitt var prentað, eða 10. september, kom meiri hluta nefndarálitið í járnbraut- armálinu. Hafði meiri hl. þannig vikufrest, með aðstoð landsverkfræð- ingsins, til þess að gagnrýna álit mitt, en það gerir meiri hlutinn ekki, né að sanna hið gagnstæða. Þvert á móti leggur hann til, að málinu sé frestað, að ný rannsókn verði látin fara fram af járnbrautarverkfræðingi, og nýtt fé sé veitt til þess, 18000 kr., að snjóþyngsli sé mæld áfram, og umferð og flutningur sé rannsak- aður á ný, að verði járnbrautin lögð, þá sé. það gert fyrir reikning lands- sjóðs, og loksins segir meiri hlutinn: »að ekki ætti að ráða málinu til lykta fyr en stjórnin hefði leitað við- ar fyrir sér um fé til járnbrautar- lagningarinnar, eða tilboð um lagn- ing og rekstur*. Það verður því ekki annað sagt, en að meiri hlutinn hafi jallist á álit mitt i aðalatriðunnm, þó hann eigi beint vildi láta það uppi. Aðalágrein- ingurinn var sá, að meiri hl. vildi veita fé til nýrrar rannsóknar, en eg ekki, og að hann t>teluri járnbraut austur muni borga sig óbeint, ej ekki beint, án pess að leiða neinar líkur að því. Og þegar þess er gætt, að lands- verkfræðiugurinn var pá hlr í bœn- um, og starfaði að málinu með meiri hluta nefndarinnar, verður ekki ann- að séð, en að hann hafi líka, að minsta kosti í bili, Jallist á aðalástceður mín- ar. Að minsta kosti hefir hann pá engin svör haft á reiðum höndum og ekki enn þann dag i dag. Að öllu þessu athuguðu virðist vera dálítið kynlegt, að tveir bændur, þó skynsamir séu, skuli taka að sér að ryðja brautina fyrir verkfræðing- inn og þá menn, sem ákvarðaðir voru til að skrifast fyrir einkaleyfinu fyrir Dani, samkvæmt þessu fræga járnbrautarfrnmvarpi. Eðlilega vantar þá flest gögn til þess, að geta sett sig nægilega vel inn í það mál eins og nauðsyn krefur. Eg gekk að því vísu, þegar eg skrifað álit mitt, að það mundi ekki verða vel séð af sumum vinum mín- urn, að eg mundi missa þeirra hylli, bæði þeirra vina minna, sem við fyrirtækið voru flæktir af beinum hagsmunalegum ástæðum, og vina tninna, sem töldu járnbrautina nauð- synlega fyrir sig og sitt hérað. En i svona stóru og þýðingar- miklu máli áleit eg rétt, að skoða mig þingmann alls landsins, en líta ekki að eins á einn hluta þess, né hagsmuni einstakra manna. Eg kem þá að sjálfum greinunum. Björn bóndí í Gröf. Grein hans þarf ekkl að svara, hún mun svara sér að mestu leyti sjálf, því hún snertir alls eigi nein aðalatriði álits mín, heldur smá auka atriði, sem ávalt má deila um. »Tónninn« í gieininni bendir líka til þess, að eigi sé það aðaltilgang- urinn að seilast langt inn í kjarna málsins, heldur að reyna i sem al- mennustum orðum að fá menn til að trúa því, að járnbrautin komi upp í hendurnar á okkur alveg kvaðalaust, og sé það því að eins meinsemi af mér að vilja ekki unna nærsýslun- um að njóta gæða hennar. Til þess þó að ganga ekki alveg framhjá þessari löngu grein, vil eg minnast á eina höfuðástæðu hr. B. B. Það er jarðabæturnar í nágrenní við Reykjavík. # Höf. þykir eg gera heldur lítið úr þessum stórstígu jarðabótum í Gröf og víðar. Telur hann upp jarða- bætur nokkurra jarða í grend við Reykjavík í 15 ár, sem hann telur stafa nálega eingöngu af bættum sam- góngum og markaði, eða að þeir bæir höfðu igildi járnbrautar. Meðal ann- ars talar hann um, að á þessum 15 árum hafi verið unnin 1017 dags- verk að jarðabótum í Gröf og stein- hús bygt. En hann gætir ekki að taka það fram, að mjög víða hafa eins miklar jarðabætur verið gerðar síðustu 15 árin, og víða stórum meira á öðrum stöðum, sem alls ekki höfðu þetta járnbrautarígildi, veginn, og að vera nærri Reykja- vik, og lágu langt Jrá Reykjavík. — Dæmi eru til þess, eftir þvi sem flest eða öll Reykjavíkurblöðin hafa skýrt frá, að einn bóndi upp í hrepp hafi nú á einu ári unnið 1200 dags- verk að jarðabótum, og liggur sá staður langt frá Reykjavík og aðal- vegum. Er þetta meira en bónd- inn í Gröf telur sig hafa unnið á 15 árum að jarðabótum. Og mörg dæmi lík mætti benda á, sem sjá má í búnaðarskýrslum. Annars kemur fleira til álita en dagsverkatala jarðabóta og veglegar húsabyggingar, þegar verið er að telja fram hvað miklar jarðabætur séu unnar. Þess ætti líka að vera getið, hvort þær eru framkvæmdar af arði búsins, eða hvort mestalt sem til þeirra fer er tekið að láni. Og loksins kemur þá til álita hvort búið getur staðið straum af þeim lánum sæmilega ört, eða hvort grípa verður til þess að taka lán á lán ojan, til þess að geta haldið sér á floti. Geti búið ekki borgað jarða- bæturnar, getur það leitt til þess að bóndinn lendi í braski og vandræð- um áður en hann veit af. Læt eg svo úttalað um grein Björns bónda í Gröf. Ágúst bóndi Helgason. Ágúst er einn af mínum gömlu vinum; hefi eg nú brotið af mér hylli hans í þessu máli, og ef til vill í fleiri málum. Hann er vel greindur maður, að mörgu leyti á undan sínum tíma, og kurteis í rit- hætti sínum. í grein hans kemur þvi engin rætni fram hjá honum, held- ur talar hann um ágreiningsatriðin eins og siðuðum manni sómir. Höf. getur þess fyrst, að hjá öll- um siðuðum þjóðum, séu járnbraut- irnar taldar lifsnauðsynlegar, og fyrsta skilyrði fyrir fljótum framförum i atvinnnrekstri. Án þess að fara langt út i það álit manna, vil eg þó leyfa mér að taka fram, að eigi á sama álitið í þessu efni við hér eins og í út- löndum. Járnbrautarþörfin erlendis byrjar með því, að stóru löndin, víðáttu- miklu, fólksmörgu og ríku, leggja hjá sér járnbrautir, i Jyrsta lagi til þess að þau geti á ófriðartímum komið her sínum og vistum sem skjótast þangað, .sem hann þarf að komast, eins og gefur að skilja; — i öðru lagi til þess, að koma pósti sínum sem greiðast áfram, og í priðja lagi til þess að flytja vörur og farþega á skjótari hátt en hægt er að gjöra með vögnum. Þegar stóru löndin hafa tekið þennan sið upp, pá verða smærri löndin, sem standa í beinu sambandi við þau stóru, nauðug viljug að haga sér eins, því bæði er það, að þau hafa her og þurfa að verja sig, og svo verða þau, vegna sambandsins við hinar stærri þjóðir, að koma póst- inum jafn greiðlega áfram eins og stærri þjóðirnar gera. Eg tel mjög liklegt, að væri hægt að ryðja þess- um tveim ástæðum úr vegi, þá væri járnbrautir ekki lagðar nema þar, sem flutningsþörfin væri svo mikil, að járnbrautirnar borguðu sig. Ln hvorugri aj pessutn ástæðum, er að jraman er ávikið, er hér til að dreija. Það er mikli munurinn. Þess vegna knýr oss ekkert áfram til að leggja járnbraut, fyr en vissa er fengin fyrir að fyritækið geti borgað sig, beint og óbeint. AlvöruleysiB. Höf. er hissa á því, að annað eins stórmál skuli hafa verið flutt- inn i þingið, án þess hugur fylgdi máli. Hann þarf alls ekki að efast um að hugur hafi fylgt máli, en hann áttar sig ekki á því, að meiri hluti nefndarinnar varð beinlínis að fallast á, og var svo ráðvandur að fallast á, aðalástæður minnihlutans, og landsverkfræðingurinn líka. Ætti sízt að lasta þá ráðvendni, eins og bent er á hér að framan, vegna þess, að aðalrökin voru og eru óhrekjandi. Það er alls ekki rétt að segja að eg áliti járnbraut óþarfa, ef hún er lögð svona upp í hendurnar á okk- ur kvaða lítið, eins og höf. virðist byggja á. En eg hefi reynt í áliti mínu að benda á, að kvaðirnar séu svo miklar og þungar, að nærsýsl- urnar séu sælli að una við vegina og sjóleiðina fyrst um sinn, og not- færa sér þessar samgönguleiðir á sem beztan hátt. Og eg stend við það, að hægt er að nota sjóleiðina til Eyrarbakka á miklu arðsamari hátt fyrir sýslurnar en verið hefir. Skip, eins og eg hefi bent á, get- ur ávalt komist út og inn á Eyrar- bakka þegar ræði er jyrir opin skip. Og eins og mönnum er kunnugt, byrjar vetrarvertíð þar í byrjun marz, eða jafnvel í febrúar. Skip sem bíður þangað byrjar, t. d í Reykja- vík eða i hinni væntanlegu höfn i Vestmanneyjum, getur því þegar í marzmán. flutt þangað vörur og tekið vörur, ef þær eru þá til. Eg játa, að á sumrum geta einnigverið frátök um tíma, en sjaldan svo, að veru- legur bagi geti orðið að, þegar ekki er um Jarpegaíintning að ræða, sem eg ekki geri ráð fyrir. Dæmið um gaddavirinn, sem höf. talar um, á alls ekki við htr, því eg hefi ávalt tekið skýrt fram, að báturinn ætti að haga ferðum sínum ejtir veðri, eu ekki eftir Jastri Jerðaáætlun, þar sem ákveðinn farardagur er settur 7a Ari fyrir fram eins og verið hefir. Eg er einmitt að benda á, að pað jyrir- komulag verði að leggjast niður, þar sem svo hagar til. Mér þykir vinur minn taka munn- inn nokuð fullan, þar sem hann seg- ir, að alt Suðurlandsundirlendið megi heita útilokað frá erlendum markaði með vörur sínar hálft árið. Hann meinar víst að eigi sé hægt að senda smjör yfir Hellisheiði, um aðrar vör- ur er naumast að ræða um hávetur- inn. En eg get fullvissað höf. um, að allan veturinn er smjör flutt aust- an yfir heiði hingað suður, þó á því séu örðugleikar. Niðurl. í 104. tbl. Tvö blöð af ísafold i dag, 103 og 104.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.