Ísafold - 31.12.1913, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.12.1913, Blaðsíða 2
412 ISAFOLD ,Alafossk Klæðaverksmiðja. Ódýrasta vinna á Íslandi. — Fljót afgreiðsla. Biðjið um verðsbrá. Afgreiðsla verksmiðjunnar: Laugravegi 32, Reykjavík. Talsimi 404. Allir Upir sem njóta þess afarlága verðs á mél- iKlllI vörum og járn- og stálvörum (af beztu tegundum), er eg hefi til boðs í stórheildum, til allra hafna landsins, beint frá Ameríku; geri svo vel og gefi sig fram. Reykjavík, (hólf 15 A) Stefán B. Jónsson. Hér með eru þeir, sem eiga ógreidd árgjöld til veðdeildar Landsbankans, er féllu i gjalddaga 1. októbermán. síðastliðinn, ámintir um að greiða þau ásamt diáttarvöxtum frá gjalddaga. Stjórn Landsbankans. að verzlunina vanti peninga eða lánstraust, en á því hefir ekki borið svo eg viti. Hiisrúm þarf þar nokk uð meira, það er rétt, en eigi þarf það að vera kostnaðarsamt, þar sem megnið af vörunum er keypt sumar- mánuðina og útgjöldin þar miklu minnni af húsum, lóðaverð og lóða- gjöld o. s. frv. margfalt lægra. Yfir Röfuð finst mér löksemdafærsla höf. um þetta atriði helst til of langsótt. Og að gera flutningsgjaldið af Eyrar- bakka, 11 km., 1 kr., en á 112 km. 2 kr., nær engri átt. Annars kem eg siðar að flutningsgjaldi þvi, sem Eöf. virðist qanqa að visu að verði. Fólksflutningur. Höf. telur að verkfræðingurinn muni ekki telja fólksflutninginn of háan, og fer um það þessum orðum: »Þá heldur B. Kr. að áætlun verk- fræðingsins um tekjur af mannflutn- ingi með brautinni sé of há, með því að menn mundu ekki hætta að ferðast á hestum sínum þó járnbraut kæmi« o s. frv. En hann gengur alveg fram hjá einu aðalatriðinu í umsögn minni um þetta í áliti mínu, bls. 5, að verkfræðingurinn telur með riðandi mönnum alla pd menn, sem nú teyma vöruflutninqsvaqna, og sem því mundu fæstir ferðast, ef járn- braut kæmi. Og yfir höfuð er þessi kafli allmikið rangfærður, og bið eg menn því að bera þetta saman við nefndarálitið. Eins segi eg ekki, að allir muni halda áfram að ríða hest- um sinum, heldur »meirihlutinn«. Það væri full þörf á að taka þenn- an kafla upp úr áliti mínu, en rúm- ið mun ekki leyfa það. Það er rétt, að ferðamönnum er illa séð fyrir högum í Reykjavík, og ætti bæjarstjórnin sannarlega að sjá betur fyrir þeim. Eg kemþáíþessu sambandi að ferðareikningi höf., sem eigi verður talinn óvilhallur. Hann lætur mann fara frá Þjórsár- brú til Reykjavíkur með 2 til reiðar og lætur hann vera 1% dag hvora leið með 3 daga viðstöðu í Reykja- vik. — Reikningurinn er á þessa leið: 1. Fóður 2 hesta í 6 daga I kr. á dag...............12.00 2. Brúkunarkostnaður hesta. 6.00 3. Daglaun, gisting og fæði í 6 daga á c kr. . . . 30.00 Samtals kr. 48.00 Þá lætur hann annan mann fara sömu leið með járnbrautinni, og er sá reikningur þannig: 1. Fargjald fratn og aftur 8.00 2. Daglaun i 4 daga á 5 kr. 20.00 Samtals kr. 28.00 Hér við hefi eg það að athuga: Úr þvi að höf. ætlar riðandi mann- inum að vera hálfan annan dag hvora leið til Reykjavikur frá Þjórsárbrú, þá þarf hann vissulega ekki nema r hest, og sé ferðin gerð að sumarlaqi, er það rétt ein dagleið — einhesta, þegar ferðinni er ekki lengra heitið. Það er þvi óhætt að færa 1. tölulið- inn úr 12 krónum niður í 6. Ann- an töluliðinn þarafleiðandi úr 6 kr. niður í 3 kr. Og sé ferðin gerð að sumarlagi er óhætt að lækka 3. töluliðinn um 5 kr. Dragast þá 14 kr. frá þessum 48 kr. og eftir verða að eins 34 kr. Nú skulum við setja, að maðurinn ætti heima í Birtingaholti, 21 km. frá járnbrautarstöðinni. Yrði hann annaðhvort að koma hestinum, sem hann riði þangað, fyrir á stöðinni í 5 daga, eða þá að láta sérstakan mann fylgja sér til þess að flytja hestinn frá stöðinni heim, o% koma með hann ajtur er járnbrautarferðinni lyki. Og hver yrði þá verðmunurinn ? Þá má og geta þess, að alment ferðast menn ekki eins ríkmannlega og höf gerir ráð fyrir, og ekki þarf að gera ráð fyrir þyngra fóðri fyrir hestana brúkunarinnar vegna, ef ferð- ast er að vor- eða sumarlagi. ■ Og loks getur höf. ekkert um það sagt, hver járnbrautartaxtinn kynni að verða, og sennilega mundu þá heldri bændurnir, sem hann sýnilega miðar við, ferðast á I. farrými á brautinni, sem venjulga er jo% dýrara en hið almenna farrými. Eg skal ekkert deila við höf. um það, hvort eg hafi gert áætlun mína of lága eða ekki um flutning austur í Flóa. Eg vil að eins láta þess getið, að slík dæmi eru til, og þau mörg, að flutningur þangað kosti eigi meira. Ranqt skýrir hann frá, að eg meti ferð þá, er hann nefnir, 18 kr., því að 8 kr. ætla eg auk þeirra fyrir hestana, sem hann minnist ekki á. Eins hefi eg aldrei gengið út frá því, að flutningur með járnbraut austur i Flóa yrði ekki nema 1 eyrir á pd., þó að eg hafi í útreikningum mínum roiðað við þann tnxta, sem landsverk jrœðinqurinn gizkaði á að verða mundi. Og tel eg það mikla bjartsýni af höf., að ganga út frá því sem sjálfsðgðu, að taxtinn verði eigi hærri, því að eg geri ráð fyrir þvi, að hann ætlist ekki til, að þingið geri meira en að leggja járnbrautina, alveg eins og vegina, og eg geng einnig að því visu, að landsverkfræðinguiinn haldi sömu stefnu þar og þeirri, er hann kom að í síðustu vegalögum, að hlutaðeigandi héruð héldu vegun- um við, og þá auðvitað bættu hall- ann af rekstiinum. Samkv. þvíætti viðhald og rekstur brautarinnar að hvíla á Kjósarsýslu upp að há Mosfellsheiði frá Elliðaánum, á Arnes- og ef til vill Rangárvalla- sýslu frá Mosfellsheiði og til braut- arenda, að Evrarbakkabrautinni með- taldri, en á Reykjavík spottinn inn að Elliðaám. Höf. er þvi óhætt að margfalda þennan eina eyii. Nú sem stendur fást vörur flutt- ar fyrir 2*/2 eyri pundið austan úr Rangárvallasýslu. SauOféS. Það er alveg þýðingarlaust fyrir okkur að deila um sauðfjárflutning- inn á meðan við getum ekki sannað, hvort, og þá hvað mikið, féð léttist við reksturinn. Og jafnvel þó það yrði sannað, að einhver hagur væri að því að flytja fé með járnbraut, þá er engin trygging fyrir að menn alment gerðu það. Kunnugir menn þekkja hvað bændum er óljúft að borga út úr vasanum fyrir verk, er þeir geta unnið sjálfir, enda getur það oft verið skynsarr.legt, þegar á alt er litið. Og »marga dagat vil eg ekki láta ganga í að reka fé austan frá Þjórsá, eftir rennisléttum vegi. SamanburOurinn. Þá líkar höf. ekki að eg skuli nota járnbrautina d faðri til samanburðar, þar sem hún liggi meðjram sjó, og hafi því samkepni frá sjónum. Það gerði eg aj pví að verkfræðingurinn notaði hana. En það er velkomið að nefna aðra" brautir. sem liggja trá sjó í Noregi, t. d. »Sæter- dalsbanen«, sem er 78 kílómetrar, lagður 1896, og var 1912 engan arð fnrinn að gefa, Sören-Aamotbanen, sem er 317-8 km., lagður 1875, °8 er engan arð farinn að gefa 1912, o. fl. o. fl. Og þar er þó engri skipasamkepni til að dreifa. FlatarmálssamanburOurinn. Það atriðið, að engir jöklar eða fjöll eru í Danmörku, en mannfjöld- inn svo mikill, og að járnbrautin prátt jyrir pað ekki borgar sig, sann- ar einmitt, að braut hér getur alls ekki borgað sig. Og lítið mundi höf. græða á því, þó Suðurlands- undirlendið væri mælt sérstaklega, enda á það ekki við eins og hér á stendur. Skýrslan. Loksins telur höf. að mér hafi mjög mistekist í því að meta leigu- arðinn af búpeningi i áliti mínu á bls. 15. Þar stendur: 5% eftirgjald eftir allar jarðirnar mundi nema kr. 117.672.75. Þá áætla eg leigufæran búpening kr. 1.473.578.54, og segi: 15% arður af því mundi nema kr. 221.036.78. Af því eg í seinni liðnum nefni leigu-arðinn af búpeningnum aðeins »arð«, þá dregur hann þá ályktun, að eg meini allan brúttó-arð af bú- peningnum, sem hann telur 50— 100%. »Arð« kalla eg þetta auðvitað sam- svarandi arði peim af jörðunum, er eg á við í nœsta liðnum á undan, sem sé leiguarð. Og eg gati heldur ekki annað meint, því annars væri dæmið hrein hugsunarvilla. Ef eg hefði ætlSð að sýna allan arðinn aj búpemngi, þá hefði eg hlotið að sýna allan arðinn aj ‘jörðunum, en ekki að eins hæfilegt eftirgjald. Það atriði, að eg einnig sýni leigu- arðinn af búpeningi í procentum, en ekki með venjulegri leigu, gerði eg til hægðarauka, til þess að þurfa ekki að liða í sundur, og af því að eg vissi að í þessum sýslum er litið um /r%«pening. En eg vísa samt til al rnenns leigumála (eftir kú 12 kr., eftir á 2 kr. og eftir hest 12 kr.). Eg játa, að orðalagið á málsgreininni á eftir dæminu er óljóst og bið vel- virðingar á því, en ekki svo, að »góðfús lesari* hefði eigi getað lesið í málið, einkum þegar þess er gætt, að eg segi í næstu málsgrein á eftir: iAllar pessar tekjur aj eign beggja sýslannat o. s. frv. Þessi orð sýna að eg átti við ejtirgjaldsarð, því að við orðin »tekjur af eign« á maður venjulega við »eftirgjald«. Eg vil svo geta þess, að eg skrif- aði nefndarálit mijt gegn frumvarpi því, sem Jyrir pinginu Id 1913, og skýrslu þeirri, sem þvi fylgdi, en ekki á móti neinu frumvarpi um þetta eða likt eftii, sem enn er óskap- að. Vinur minn sér nú, að mikið greinir á milli okkar, en þrátt fyrir það getur hann verið viss um, að eg viðurkenni þörfina fyrir greiðari samgöngur landveginn austur, og að eg mundi verða fús á að styðja eftir mepni hverja þá samgöngubót, sem sniðin væri eftir efnahag landsins, og sem gæti orðið landinu, Árnes- og Rangárvallasýslum til sannra heilla. Björn Kristjánsson Ingólfslotterfið verðar dregið 2. janúar, kl. 10 árd. Hver hlýtnr hásið? Messur: t dómkirkjunni: Gamlárskvöld : kl. 6 Jöh. Þork. kl. 11*/* 8. Á. Gielason. Nýársdag kl. 12 Bj. Jónsson. ----kl. 5 Sig. Siv. dócent Áramótame8sar Frikirkjannar. I. í Frikirkjunni i Reykjavik: Á gamlárskvöld ki. 6 e. m. Á nýársdag kl. 12 á hád. II. í Frikirkjnnni í Hafnarfirði: Á gamlárskvöld kl. 9 e. m. Nýárssundið Á morgun kl. IO'/j árd. fer hið venjnlega nýárssnnd fram. Með- al keppenda er Erlingur Pálsson, sem bó- inn er að vinna nýársbikar Grettis tvisvar sinnnm, og eignast bikarinn þetta sinn, ef fljótastnr verðnr á snndinn, samkvæmt reglnm þeim, er gefandi bikarsins, öuð- jón úrsm. Signrðsson, setti i fyrsta. Nýa Bió sýnir 4 nýársdag mynd, sem vakið hefir mikla athygli þar sem hún hefir verið sýnd og þótt i fremstn röð kvikmynda. Myndin heitir: >Á úrslita- stnnd< (I det store Öjeblik). Aðalhlut- verkið leiknr frú Ásta Nielsen, hin nafnknnna leikkona, og er svo talið, að eðlilegri og átakanlegri leiknr en hennar sé fáséðnr á kvikmyndum. ------------------------ Leikinót fyrir land alt verður háð hér f Reykjavík i sumar. Samband U. M. F. í. gengst fyrir því. Grein um það kemur bráðlega hér í blaðinu. Sendimaður Vestur-íslend- inga hr. J. J. Bíldjell, sem hing- að er kominn til þess eð vera á stofnfundi Eimskipafélags. íslands af hálfu V.-Íslendinga, er að semja við bráðabirgðastjórnina um ýms atriði þessa dagana. Hr. Bíldfell fór frá Winnipeg þ. 30. nóv. og segir hann, að um það leyti hafi átt að byrja á »yfirreiðt um nýlendur íslendinga til þess að safna hlutafé. Árni Eggertsson átti að fara við annan mann um Argylo, Baldvin Baldvinsson um Selkirk og Jón Vopni um Minneota. Kirkjubruni. Á 2. jóladag kviknaði í kirkjunni á Undirfelli í Vatnsdal — meðan stóð á messu. Kirkjufólkið komst þó út óskemt. Talið, að eldurinn hafi kviknað frá reykháfnum. Skipstrand. Á sunnudaginn árdegis strandaði fiskflutningaskip P. J. Thorsteins- son & Co., »Force« frá Haugasundi, upp við Akranes. Geir, björgunar- skipið, hefir gert margar tilraunir til þess að ná því út, en ekki tekist. Aftur náðist talsvert af fiski, sem í því var. AUs var í Force fiskur fyrir nál. 50.000 kr. Fjðlgun botnvörpunga. Nýlega er stofnað hér í bænum nýtt botnvörpungafélag, er nefnist Fiskiveiðahlutafélagið Njörður. For- maður þess er Elías Stejdnsson út- gerðarmaður, meðstjórnendur Finnur Finnsson og Guðm Guðnason. Fé- lagið á von á fyrsta skipi sínu í önd- verðum febrúar. Fjárbakjarlinn er íslandsbanki. Vegna þrengsla verða ýmsar greinar að bíða næsta blaðs, m. a. niðarlag á svari til síra Sig. í Vigur. Þingmannsefni í Borgarfirði er Halldór skólastjóri á Hvanneyri sagður. Ekki hefir enn spurst hvaða flokki hann fylgi helzt að málum. Misprentast hefir í 89. tbl. ísafoldar nafn frú Solveigar konu Jakobs prests I Saur- bæ. Hún var Pálsdóttir, en eigi Björnsdóttir, eins og þar stendur. Hún dó að heimili sinu, Saurbæ, en ekki á Akureyri, svo sem símað var hingað. ___ t Magnús Ó. Stephensen. I greininni um lát hans í síðasta blaði hafði af vangá Jallið úr heil lína og auk þess misprentast nafn tengdaföður hans, hins nafnkunna sýslumanns, Eiríks Sverrissonar, er nefndur var Einar. í greininni átti að standa, að frú Áslaug ekkja Magnúsar sé dóttir Eiríks sýslumanns Sverris- sonar en systir Sig. E. Sverrissonar sýslumanns i Strandasýslu og Ingi- bjagar sál., konu Eggerts Briems sýslumanns (móður Eiríks prófess- ors og þeirra systkina). Þá má og geta þess, að Magnús sál. í Viðey var bæði þrímenningur og systkinabarn við Magnús lands- höfðingja, því að Ólafur sekreteri var þrígiftur og voru 2 fyrri konur hans systur Maguúsar sýslumanns i Vatnsdal og Hannesar prófasts á Ytra-Hólmi, en dætur Stefáns amt- manns á Hvítárvöllum. Jarðarför Magnúsar sál. frá Viðey fór fram i gær við allmikið fjölmeni. Fögur jólagjöf. Kaupmannshjón ein hér í bænum sendu presti Holdsveikraspitalans (síra Haraldi Níelssyni) 125 kr. rétt fyrir jólin og báðu hann að verja þeim til að gleðja sjúklingana á Laugar- nesspitala. í samráði við lækni spi- talans og yfirhjúkrunarkonu afréð presturinn að skifta fénu meðalsjúk- linganna, svo að þeir gætu keypt það, er þá sjálfa langaði mest til. Var því hverjum sjúklingi afhentur tveggja- krónapeningur við jólatréð á aðfanga- dagskvöldið og þarf eigi að taka fram, að þeir voru þegnir með gleði og þakklætishug til gefendanna. Sjúk- lingarnir eru nú 58. Fyrir 9 kr. sem afgangs voru, voru keypt 8 hefti af Barnabibliunni, sem eiga að liggja á sjúkrastofunum til afnota fyrir sjúk- lingana. í bréfi til prestsins æsktu gefend- urnir þess, að nafns sins vrði ekki getið. Tvö blöð af ísafold í dag, 103 og 104. Aðalfundur Ekknasjóðs Reykjavíkur verður haldinn í Goodtemplarahús- inu niðri 2. janúar næstkomandi kl. 4 e. h. — Stjórnin. Jarðarför móður okkar, Þuriðar Jörunds- dóttur, fer fram næstk. laugardag 3. jan. og byrjar með húskveðju I Landakotsspít- ala kl. ll'/2 f. m. Þaðan verður líkið bor- ið í dómkirkjuna. Guðjón Gamalíelsson. Guðm. Gamalíelsson. Þakkarávarp. Hjartans þakk- ir votta eg öllum þeim, sem hafa sýnt mér hjálpsemi og velvild i hin- um löngu veikindum mínum. Lækn- unum, priórinnunni og systrunum hér við spítalann kann eg beztu þakkir fyrir ágæta hjúkrun og hjálp. Guð launi þeim öllum með mikilli bless- un á nýja árinu. Landakotsspítala, 31. des. 1913. Ragnheiður Rögnvaldsdóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.