Ísafold - 01.05.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.05.1915, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD lagt, en hreyatin tóm, þó að hún væri mörgum hæfileikum gædd, er smám saman mundu betur birtast; framfara- hugur Serba væri óstöðvandi, enda væri fjöldi þeirra hugsjónamenn; sagSi hann sér hafa mjög brugðið í brún þá er ’nann kom aftur beim eftir 8 ára burtveru, og fann að fjöldi fólks í Serbíu var orðinn spíritistar og fólög komin á /msum stöðum. »Þá var það, að sendimenn bænda nokkurra komu á minn fund þess erindis að fá mig til að þiggja erkibiskupsdæmi í Make- dóníu. Er það til boða, spurði eg. Nei, að vísu svöruðu þeir, en sá erki- biskup, sem þar er, getur ekki talað eitt orð við andlegar verur, en það getur þú. En af því eg hvarf þegar aftur af landi burt, slapp eg við erki- biskupstignina«. (Hlátur). Þar næst gat hann þess, að hann hefði lengi verið móthverfur hreyfingu spíritista, en síðan um tíma tvíátta, og var þá kominn í vinfengi við sinn ágæta fólaga í stjórnmálum, Vilhjálm Stead. »Hvað stendur hreyfingu yðar mest fyrir þrifum«? Eg skal segja yður mína skoðun. Síðan eg varð sannfærður um sannindi hsnnar þótt- ist eg finna aðalmótspyrnurnar; önnur Btafar af vísindunum en önnur af trú- arbrögðunum. Vísindin á þeirra stigi þekkja enga sál sem sórveru eða »substans«, og vísindamenn yfirleitt sjá sér ekki fært að trúa á líf ein- stakra manna eftir dauðann. En klerkar og kirkjan trúa ekki heldur á líf eftir þetta, sem náttúrulög, heldur þykjast hafa einskonar einkarótt frá skaparanum til að boða upprisu og eilfft líf á yfirnáttúrlegan h á 11. Hvað er yfirnáttúrlego? spyrja vísindin — líkt og Pxlatus spurði um sannleikann —; vísindin standa fast á því, að alt, sem til er, só náttúrlegt. Gefið os8 milli’.iðina ! hrópa vísindamenn vorra daga. Og þeir hafa rétt að mæla. Hór stendur hnífurinn í kúnni. Hinn vitrasti maður, sem eg hefi þekt á öllum Balkanskaga, sagði mór, að svo fremi sem eg vildi reyna til að byggja brú milli efnishyggjumanna og trúaðra manna eða dulspekinga, mætti ekki skírskota til fornra fræða eða helgirita, því allar fornar kenningar hafi verið bygðar á gömlum og laus- um þekkingargrundvelli. Sá tími kemur, að alt, sem nú er ráðgátur verða greiddar betur en nú áhorfist, og þó verða það v í s i n d i n, sem hjálpa. Og — bætti ræðumaðurinn við — vísindin munu sýna og sanna að gildi þessarar hreyfingar er að vísu óumræðilega mikið, en þó öldungis ekki það, sem nú er kallað »yfirnátt- úrlegt«. Eg sleppi hór löngum kafla um við- skifti greifans og Steads, og þær vitr- anir sem að lokum sannfærðu sendi- herrann. Þá sagði hann og frá vitr- un miðilsins frú Topson, sem sá fyrir morð konungs og drotningar í Serbíu ; varð sá atburður »æfilangur tregi« fyrir Míkjatovish, því að þeir konung- ur voru ástvinir, én eftir það að Draga varð drotning hlýddi konungur of mjög hennar ráðum. Stökk M. við úr landi; kveðst hann síðan oftlega nafa náð tali við hinn myrta vin sinn, og só hann jafnan hugsjúkur út af æfi- lokum sínum, þótt alt annað só gott og blessað. — Loks tók ræðumaður fram. að hversu ægilegur sem ófriður sá væri, sem yfir stendur, hafi hann verið óumflýjanlegur og muni það síð- ar sýna sig. Serbi einn hafi skrifað sér eftir að þeir tóku Belgrad : »Vór Serbar trúum á annað líf, og bregð- um oss hvorki við sár nó bana«. M. J. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Herliö sett á land báðum megin Hellusunds. London, 28. apríl. Flotamálastjórnin tilkynnir að eftir dægurorustu, þar sem ilt var afstöðu, hafi liðið, sem sett var á land á Gallipoliskaga náð reglulega góðri fótfestu með tilstyrk flotans. Frakk- ar hafa handtekið 500 manns. Eftirfarandi símskeyti hefir verið birt opinberlega í Kairo : Herlið Bandamanna, undir forystu Sir J. Hamilton, hefir gengið á land báðum megin við Hellusund og farn- ast ágætlega. Margir menn hafa verið handteknir og herlið vort sækir stöðugt fram. Þjóðverjar drepa Kanadamenn með gasi. London, 28. apríl. Hermálaskrifstofan tilkynnir að það sé opinberlega skýrt frá því eftir læknisskýrslum að kanadiskir her- menn hafi látið líf sitt i orustunni, sem nú geisar, eigi vegna sára, heldur af eitruðu gasi, sem óvinirn- ir hafa notað, en það er brot á hern- aðarreglum samkvæmt fyrirmælum Haag-samþyktarinnar. London 28. apríl. Útdráttur úr skýrslum Frakka frá 24.-28. aprfl. Þjóðverjar brutust fram milli Steen- straete og Langemarck norðan við Ypres. Komu þeir Frökkum á óvart með því að nota sprengikúlur með kæfandi gasi. Urðu Frakkar að hörfa fyrir og Kanadaliðið að koma her- línu sinni í fyrra horf. Óvinirnir gerðu miklar tilraunir til þess að færa sér það í nyt að þeir höfðu komið oss að óvörum en það mistókst. Þeim tókst þó að ná þorpinu Lizeme á vinstri bakka Yser, en Belgar og Zuavar náðu þorpinu aftur með gritnmilegu áhlaupi og höfum vér sótt fram hinumegin við það. Ovinirnir gerðu áhlaup á lið Breta á ýmsum stöðum en unnu ekkert á. Vér sóttum fram á hægri bakka Yser fljóts með áköfum gagn- áhlaupum. Bretar hafa haldið öll- um stöðvum sínum þrátt fyrir áköf og langvinn áhlaup. Þann 26. sóttum vér mikið fram norðan við Ypres. Hrukku óvinirn- ir fyrir og biðu mikið manntjón. Þjóðverjar ætluðu aftur að nota þetta kæfandi gas sitt en vér höfum gert gagnvarnir, sem reyndust ágæt- lega. Stöðvar vorar höfum vér styrkt og sótt enn lengra fram norð- an við Ypres. Ahlaup Þjóðverja sunnan við Pavroyskóg og á Reichacherkopf voru stöðvuð með fallbyssuskothrið og biðu óvinirnir feikna manntjón. í Champagne, fyrir norðan Beau- sejour kveiktu Þjóðverjar í 5 stór- um sprengivélum og sprengdu þær í loft upp skamt frá skotgryfjum vorum. Lið vort varð fyrri til að setjast í gýgina, sem myndast höfðu við sprenginguna, svo áhlaup Þjóðverja fórst fyrir. í Argonne gerðum vér áhlaup á skotgryfjur óvinanna og tókum tvær vélbyssur og nokkra menn höndum. A Maas-hæðutn gerðu Þjópverjar áhlaup á les Esparges, Stremy og Calonne en biðu algeran ósigur. Þeir lögðu mest kapp á að ná les Esparges á sitt vald, en svo fóru leikar að vér höfðum alt nágrennið á’okkar valdi. Þjóðverjar lágu hrönn- um saman fallnir í hlíðunum. Þjóðverjar skutu af ákafa á Hart- mannsweilerkopf og komust síðan upp á fjallstindinn, sem vér höfðum tekið áður. Nú höfum vér enn náð tindinum á vort vald og sótt fram 200 metra ofan eftir austurhlíðunum. Vér höfum sótt enn fram fyrir norðan Ypres og einnig lið Breta. Vér höfum handtekið marga menn og náð skotgryfjubyssum og vél- byssum. Hjá les Esparges og Calonne hefir áhlaup Þjóðverja verið stöðvað. Á einum stað taldi einn foringi 1000 fallna Þjóðverja. Vér höfum hafið sókn og vinnum á. London 28. apríl. Utdráttur úr skýrslum Rússa 21.—28. aprfl. Ovinirnir gerðu árangurslausáhlaup á stöðvar vorar í Karpatafjöllum hjá Verhkneaia, Jablonka, Polen og Oraszptak. Óvinirnir sóttu á Polen- hæðina af mestu grimd. Þá hæð höfðum vér tekið áður. Óvinirnir mistu margt manna. Nóttina milli 24.—25. apríl gerðu óvinirnir hvað eftir annað áhlaup á stöðvar vorar milli Kalwarja og Ludurnow, en þeim var öllum hrund- ið og eftir síðustu árásina flýðu óvin- irnir sem fætur toguðu. Óvinirnir hafa aukið stórskotahríð- ina nú að síðustu og hafa þeir að líkindum fengið nýjar fallbyssur. Vér höfum hrundið af oss grimmi- legum árásum í Uzokskarði og unnið óvinunum mikið tjón. Þýzk flugvél kom til Bealystok og varpaði eitthvað 100 sprengikúl- um á borgina og drap og særði nokkra alþýðumenn en gerði annars engan usla. Vér höfum skotið á stöðina i Soldau (Austur-Prússlandi) og bar það góðan árangur. 26. þ. m. fór Svartahafsflotinn til Sæviðarsunds og skaut mörgum og stórum skotum á virkin og skot- vígin í landi. Urðu þá miklar sprengingar í virkjunum. Flotinn skaut einnig á tyrknesk herskip, sem voru í sundinu og neyddi þau til að halda lengra inn sundið. Loft- bátur athugaði skothríðina og sagði að herskipin hefðu hitt vel. Orustan hjá Ypres. London, 28. apríl. Eftirfarandi skýrsla hefir komið frá Sir J. French yfirhershöfðingja í dag: Orustan fyrir norðan Ypres stóð enn í allan gærdag. Hernaðarfram- kvæmdir vorar og Frakka hafa al- gerlega stöðvað áhlaup Þjóðverja og hafa þeir ekki hahð þau að nýju. Síðan í gærmorgun hafa engir Þjóðverjar verið vestan við skurð- inn nerr.a hjá Steenstraete, þar sem þeir héldu litlum brúarsporði. Til þess að koma herlínunni í samt lag aftur urðu bæði Frakkar og vér að gera gagnáhlaup norðan við Ypres. Til þess að standast þessi áhlaup gripu Þjóðverjar aftur til kæfandi gass og sprengikúlna, sem eru bannaðar í Haag-samþyktinni. Annars staðar alt tlðindalaust. Simskeyti frá Central News. Þýðingarmikil áhlaup Þjóðverja umhverfis Ypres, neyddu Frakka til þess að hörfa undan að Yser skurð- inum. Notuðu Þjóðverjar þar kæf- andi gastegundir. Áhlaupum á brezkar skotgrafir við Ypres var hrundið. Jpena: Símfregnir skýra frá þvi, að floti bandamanna hafi skotið á Enos og Gulf-Saros. Petrograd: Rússar hafa sótt fram í Galiziu, í nánd við Lutowiska. Öllum áhlaupum Austurrikismanna hrundið. London 28. apríl. Bandamenn hafa sett lið á land báðum megin Hellusunds. Hersveit- irnar, sem settar voru á land á Galli- poliskaga náðu góðri fótfestu eftir dægurorustu, sem var mjög hörð. Bretar hófu sókn á mánudaginn norðan við St. Ypres og sóttu fram i grend við St. Julien. Frakkar hafa aftur náð Het Sas. P a r í s : Bretar og Frakkar sækja enn fram norðan við Ypres. Hafa þeir handtekið þar margt manna og náð miklu af hergögnum. Frakkar hafa náð Hartmannsveiler- kopf aftur. London, 29. apríl. Áhlaup Þjóðverja fyrir norðan Ypres algerlega stöðvuð. Engir Þjóðverjar vestan skurðsins, nenia hjá Steenstraete. Þjóðverjar verjast gagnáhlaupum með kæfandi gasi. P a r í s : Austurríski kafbáturinn »U 5« skaut tundurskeyti á franska beitiskipið »Leon Gambetta« í mynni Otrantosundsins. Beitiskipið sökk. Allir fyrirliðar, þar á meðal Seus flotafor- ingi, og 600 manns fórust. 136 mönnum bjargaði ítalskt her- skip. Leon Gau.betta var 24,416 smálestir að stærð og var skipið smíðað rétt eftir aldamótin. ---------«>//<»-------- Darwin og Hæckel. Háckel karl, sem nú er fjörgamall og hans lærisveinar, hafa fengið þung- ar ávítur hjá náttúrufræðingi Breta, hinum einarða Oliver Lodge. Segir hann að Hæckel hafi snemma trúað á Darwin, en ávalt afleiðis fært skoðanir hins hógværa snillings. Sórstaklega sakar hann Hæckel um misskilning á tilgátu Darwins, að tegundabreyting og bætur í náttúrunni mundi mest því aö þakka, að náttúran veldi ixr, og styddi »hið hæfasta« í lífsstríðinu. Þetta kallaði Darwin (og vinur hans A. R. Wallacge, þótt hvorugur þá vissi af öðrum) náttúru-val (natural selection) og sigur hins hæfasta (svival of the fittest). Úr þeirri kenning segir Lodge að Hæckel hafi búið til hina herskáu þýzku kenningu: rótt hins sterkara. En hór só um engan r é 11 að tala, að Dar- win nefni ekki hinn s t e r k a (the strong), heldur h æ f a s t a (f i 11 e.s t). Hinn veikari só einatt drjúgari í ;bar- áttunni, en hinn sterkari, og oftar en einu [sinni komi það fyrir, að Davíð felli Golíat. Þó só önnur villa Hæckels og hans þýzku vina verri og heimsku- legri. Þeir fylgi því fram að manns- andinn stefni sömu braut og hinir bllndu kraftar náttúrunnar, sem kall- ast mekanisk lög eða k o s m i s k stefna (af kosmos = heimur). Slðalög- málið eða menningarstefnan fer (segir L.) mjög aðra leiÖ, en hin kosmiska, þótt á henni bóli og það til muna i dýralífinu. Síðan lætur Lodge hinn gamla vin sinn og meistara H u x 1 e y tala — Huxley, sem frægastur spek- ingur og náttúruskoðari á Englandi þótti um sína daga. Huxley segir um þetta spursmál: »Manufólagið fer aðra leið og fæst við hið siðferðislega. Þá kemur það fram, að siðuðum mönn- um og siðlausum eða miður siðuðum lendir saman. Hinn siðlausi þekkir ekki annað en láta hendur skifta og berjast til þrautar, en hinn ná sátt- um og friði og vinna sigur, enda befir fleiri ráð í taki en ofstopann einan«. Á öðrum stað kemst Huxley enn betur að orði: »Menn, sem í fólagi lifa, eru líka háðir náttúrulögunum, því má enginn neita. Eins og í ríki dýranua eykst tala manna og margfaldast sí og æ, svo baráttan fyrir tílverunni harðnar eðlilega meir og meir. Þessi barátta hlýtur að segja til hverjir séu drjúg- astir eða hæfastir, eða miður hæfir til að laga sig eftir lífsskilyrðum um- hverfisins. Og þá reynir á hina dug- legustu til að verða hinum miður hæfu yfirsterkari. En áhrif hinna kosmisku laga eða krafta á mannfólagið verða því meiri sem það er skemra komið á þróunarbrautinni. Framfarir mannfó- lagsins eru því ekki í öðru fólgin en stöðugri hnekking kosmiska lögmálsins, en í þess stað yfirráð þess er kalla má siðalögmál; en þess endimark er ekki sigur þeirra, sem kunna að vera hæfastir gagnvart gervöllum lífs- skilyrðum sem fyrir hendi eru, heldur þeim, sem siðferðislega eru hinir beztu«. Góð breytni, segir hann, að eigi í æfinlegu stríði við náttúruna og þá, sem fylgi hennar blindu straumröst- nm. Elti menn með ofurkappi hvað sem þeir girnist, heimtar siðalögmálið hóf og sjálfsafneitun; það bannar að deyða og fótumtroða, hvort sem einn eða fleiri eiga í hlut; það vill að allir megi verða hæfir til að lifa og spyr ekki um skylmingamenn (gladiatora). »Berjist hvotki beint á móti kosmisku lögunum, heldur lærið að hafa í fulkt tré í viðskiftum við það stórveldi«,- M. J. Mannslát. Guðjón Jónsson bóndi í Hlíð í Sknftártungu lézt á sumardaginn fyrsta, þ. 22. þ. m., tæplega fertugur að aldri. Var banamein hans meinsemd í lifrinni. Faðir Guðjóns var Jón bóndi (dá- inn 1911), Eiríksson hreppstjóra, Jónssonar. Hafa þeir feðgar búið þar í Hlíð. Amma Guðjóns, móðir Jóns, en kona Eiríks, var Sigriður dóttir Sveins læknis Pálssonar í Vík, en móðir hans er Guðný Jónsdóttir frá Heiðarkeli, og voru þau foreldr- ar Guðjóns bræðrabörn. Lifir Guð- ný enn. Guðjón átti til góðra að telja, og var óvenjumikið í manninn spunnið, en þrálátir sjúkdómar og ýmsir örð* ugleikar höfðu nú mjög þrengt að hag hans. Var hann þó jafnan ósmár i öllum viðskiftum. Guðjón var maður skynbær i bezta lagi og mun hafa aflað sér af sjálfsdáðum þeirrar mentunar, sem bændum er unt. Nokkuð þótti hann einrænn í skoðunum, og hirti litt, þótt hann stæði einn uppi, ef svo horfði við sannfæring hans. Hann var ein- beittur, hreinskilinn og drenglund- aður. Framfaramaður var hann af alhug, svo sem faðir hans var, og ber óðalsjörð þeirra feðga þess mik- inn vott. Mundi hann þó enn miklu fleiru hafa hrundið af stað, ef efni og ástæður hefði leyft og aldur enst til. Er héraðinu hin mesta eftirsjá að slíkum manni og vinum hans mik- ill söknuður að fráfalli hans.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.