Ísafold - 05.01.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.01.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Lestur leikritsins af nýju eftir fyrstu leiksýning fræddi mig um það, hversu óhjákvæmilegt er, að naum- ast missist nokkurt orð úr, en ys og þys í leikhúsinu fyrsta kvöldið ásamt leikskelk og bar« af leiðandi festuskorti bæði í orðum og æði leikenda, lét talsvert á vanta, en úr því bætt siðari kvöldin. Eg ætla eigi að fara út í efni sjálfs leikritsins, né dæma um það frá höf. hendi, því að hér í blað- inu hefir tvívegis áður verið á það minst, í 28. tbl. i fyrra í ítarlegum ritdómi eftir Á. J. og i 53. tbl. þar sem teknir voru upp ritdómar danskra fagurfræðinga um leikritið. En þeir hæla því á hvert reipi, telja það hið langbezta leikrit, er sýnt hafi verið i Danmörku um langt skeið, sbr. t. d. það, sem ritstj. blaðsins »Ugens Tibkuer* segir um viðtökurnar fyrsta leikkvöldið í kgl. leikhúsinu; >að ieikgestir Kaup- mannahafnar hafa sýnt, að þrátt fyrir smekkspillandi leikhúsgutl, hafa þeir varðveitt hæfileikana til að meta hið sanna og mikilsverða, þeg- ar það birtist af nýjuc Og hinn kunni leikdómari Berlinqs, Julius Clausen ritar eftir fyrsta leikkvöldið: >Loksins kom sýningin, sem menn hingað til hefir þyrst eftir, sýning sem loks bar með sér andvarann af hinni sönnu og stórfeldu list, sýn- ing, þar sem alt gleymdist fyrir einu orði og einu augnaráði« — og dóm sinn endar hann á þvi, að >ef þetta leikrit verði ekki sótt sé eng- in listnæmi lengur til í Danmörku*, >og þá er alveg eins gott að loka þjóðarleikhiisinuc Það er svo sem eigi urntalsmál, að >Hadda Padda« hefir fengið á sig alt annan og meiriháttar búning i kgl. leikhiisinu í Khöfn bæði um sjálfan leiksviðsbúnað og eins um meðferð einsiakra hlutverka. Þess vegna getum vér eigi tekið undir svo mikið og hávært lof, sem að ofan getur. En svo er leikriti Kamb- ans háttað, sem einkenni er um bezta skáldskap, að^ þau vinna við hvern Iestur. Og sd ¦mun og raunin á verða við leiksýningarnar hér, að Höddu Pöddu rrmnu áheyrendur njóta miklu betur annað skifti en hið fyrsta o. s. frv. Þrátt fyrir sýningargallana! Hrafnhildur eða hin gælu-nefnda Hadda Padda er leikin af Guðrúnu sem þingið samþykti, að almenn at- kvaðaqreiðsla allra kjósenda skyldi fram fara, samhliða næstu kosning- um til alþingis (á hausti komanda), um það, hvort >lögbjóða skuli skyldu- vinnuc o. s. frv., eins og menn geta séð í ísafold frá 25. sept. s. L, en þá birti blaðið bæði tillögu þessa og (minnihluta) nefndarálitið í n. d., er skrifað var af Matth. Ólafssyni. Hann kom málinu inn á þing að þessu sinni. • A síðastliðnu hausti skrifaði Einar Helgason garðyrkjumaður grein i landbúnaðarritið »Frey« og lýsti sig þar andvigan framgangi málsins. — Og úr hópi Ungmennafélaga hefir eitthvað verið skrifað um það, til meðhalds því (t. d. Steinþór Guð- mundsson stud. theol.). Er nú talið það, sem fram hefir komið í málinu, en nú virðist, svo sem eðlilegt er, vera farið að bóla á fundahöldum, til skýringar þvi, og er þá ekki síður nauðsynlegt, að al- þjóð manna fái að sjá það rætt i blöðum vorum, frá báðum hliðum. í því, sem hér fer á eftir, verður málið dálítið athugað, eins o% pað liqgur nú jyrir. Indriðadóttur. Heiglum hent er það hlutverk eigi. Finst mér, sem hverja leikkonu muni óa við að eiga að »iklæða holdi og blóðic svo óvenju- lega konu og hún er frá skáldsins hendi, svo er hún ólík og ofar því sem flestir menn kannast við í eðlisfari nútiðarkonu. Hún er, eins og einhver hefir sagt, nokkurskonar nútíðarinnar Guðrún Ósvífursdóttir. Af slíkri konu er krafisí nærri hins yfirnáttúrlega — í svip, andlitsfalli og framkomu allri. Þetta á leikkona þessi eigi í fari sínu, og er eigi tiltökumál í sjálfu sér, en svipmeiri og mikilúðlegri hefði HrafnhUdur mátt vera en frú G. I.'á kost á að gera hana. En hún gerir margt svo framúr- skarandi vel í gerfi Hrafnhildar, að mestu virðing hlýtur að vekja fyrir listviðleitni hennar og óvenjumikl- um leikhæfileikum — mælt á íslenzka vog. Á framsögn hennar vill að vísu stundum bresta, setningar nokk- uð >tafsaðar«, en hinn þögli leikur, augnaráð og látæðis-tilbreytingar voru á köflum fyrirtaksgóðar — og frú G. I. er ein örfárra, eða líklega ein af tveim leikkonum hér, sem getur stundum synt á leiksviðinu lifið sjálft, en ekki leik. Hún er nú ein af aðalstoðum íslenzkrar leiklistar og vér fáum vonandi að njóta hennar sem lengst við þá list, sem er henni auðsjáanlega alvara, en ekki leikur. Andstæða Hrafnhildar er systir hennar, Kristrún, >rándýrið«, sem veiðir Ingólf >í snöru síns óhemj- andi fjörs«, konan sem Ingólfur segir um: >Sumar konur ættu ekki að hafa leyfi til að vera fríðar*, þessi undurmjúki, síkviki kven-»köttur», skinnmjúkur, ea klógrimmur. Það var hin mesta synd, sem hægt var að drýgja gagnvart svo góðri leik- konu, sem jungfr. Emilia Indriðadóttir er á sínu sviði, að hún skyldi þurfa að leika þetta hlutverk. Hún hafði ekkert í það, nema venjulega sam- vizkusemi sína — að gera silt bezta, en hún dugði ekki til og var það mesti gallinn á leiksýningunni, hversu mjög Kristrún var fjarri því, sem vakað hefir fyrir höfundinum og endilega þurftiað vera til þess að~geraT~atburði leiksins* skiljanlega áhorfendum, er eigi höfðu kynt sér leikritið vandlega áður. Þriðja aðalhlutverkið, Ingólf, lék hr. Jens B. Waage. Það finst mér ^Eins og menn^Jsjá, er^stofnað^hér til «þjóðar-atkvæðís«, líkt og i bann- málinu. Þetta er sú hála braut. sem ætla hefði mátt að löggjafarnir rös- uðu ekki út á aftur fyrst um sinn. Aðferð þessi er og hið mesta hættu- spil, getur orðið með öllu óhafandi og blátt áfram hneykslanleg. Sam- kvæmt stjórnskipulögum réttum er það löggjafarþingið, sem þjóðin kýs fulltrúa til, ásamt hinu æðsta fram- kvæmdarvaldi, er lögin setur. Með þeim hætti hafa reynst bezt tök á að vanda til lagasetninga (sem gengur nógu erfitt samt), og þjóðin hefir með fulltrúum sínum hönd í bagga, að það eitt nái fram aðj ganga, er bygt sé á skynsamlegu viti (frá hennar og þeirra sjónarmiði). I þessu skyni hefir hún þessa fulltrúa, því að langt er síðan, að menn sáu að ókleift var að >almenningur« setti sjálfur lögin beinlínis. Það er því í fyrsta lagi óreglulegt, að vera að víkja hinum eða þessum löggjafarmálum lit fyrir þeirra rétta svið. Og í öðru lagi getur það verið hreinn voði, þegar um stór- tnál er að ræða, — ekki sízt er þau þá eru lítt eða alls ekki rannsöktið einna óskiljanlegast frá höf. hálfu, að Hrafnhildur skuli hafa orðið svo ást- fangin af ekki meiri manni, af — mér liggur við að segja, öðrum eins mannræfli, eins og Ingólfur í raun- inni er. Og mér fanst leikandinn taka Ingólf helzti hátíðlega yfirleitt. Hans er að vísu getið sem »glæsi- legasta manns á Islandi* á vörum ásthrifinnar stiilku. En eftir því, sem höf. fer með hann, hlýtur það aðeins að liggja í framgöngunni og yfirlitinu, og mér finst leikritið allviða krefj- ast þess helzt, að Ingólfur sé glaðlegur, hvatlegur, hraður i máli, hraður i hreyfíngum og hafi á sér >kvenna- gullanna« innantóm einkenni. Þetta fanst mér eigi njóta sin i meðferð Jens Waage, þótt að öðru leyti kendi i mörgum atriðum tilþrifa hins greinda og þaulvana leikara. Annara hlutverka er naumast ástæða að geta sérstaklega, svo smá sem þau eru, nema hvað þau voru fl^st snoturlega af hendi leyst. Þó get eg ekki bundist þess að minnast fljótlega á það í sambandi við þessa leiksýning — mun síðar gera það nánar — hversu leitt það er, að eigi skuli meira tilstreymi nýrra kraýta í Leikfélaginu en raun ber vitni. A þetta einkum við kvenna- megin. í þessu leikriti eru t. d. 4 kvennahlutverkin, Haddapadda, Krist- rún, bæjarfógetafrúin og Grasa-kouan — 4 meiriháttar hlutverkin leikin af 4 systrum. Hversu sýnt sem þeim væri um að leika, hverri í sinni röð, hlýtur þeim þó að veita erfitt að afmá einkenni hins mikla skyldleika í málrómi og fasi — og þegar áhorfendum, eins og hér á sér stað, er svo kunnugur skyldleikinn — verða áhrifin því sterkari i hugum þeirra. Þetta er býsna óheppilegt og það er víst, að ef framhalds-gróð- ur á að komast í leiklistina hér — þá þarf nýja unga krafta — til end- urnýjunar. Annars kemur lognmolla og síðan kyrkingur í hana. Bfo. ur seldi afla sinn í Fleetwood fyrir 1840 sterlingspund, Snorri goði fyrir 1080 sterlingspund og Marz fyrir 1250 sterlingspund. 011 skipin munu nú vera á heimleið aftur. Skipafregn. Hekla (skipstjóri Guðm. Kristjánsson) kom hingað á gamlársdag, hlaðin vörum. G u 1 1 f o S s fór frá Leith á nýárs- morgun. Kom til Vestmanneyja kl. 6 { morgun. Hræring nokkur hefir orðið hér í bœ meðal mjólkurframleiðenda út af því, að verðlagsnefndin gaf út það boðorð, að hámarksverð mjólkur skyldi vera 22 aurar potturinn. Hóldu þeir fund út af þessu, og horfðist allófrið- lega á um þær mundir. En nú hefir stjórnin gefið út bráðabirgðalög með refsingarákvæðum fyrir að brjóta móti boðum verðlagsnefndar, og mun því eigi meiri urgur að verða að sinni, nema þá að mjólkurframleiðendur ger- breyti búskaparfyrirkomulagi sínu og hætti að mestu við mjólkurframleiðslu. Að verðlagsnefndin hafi beitt þá rangsleitnl mun mjóg ólíklegt, þar sem m. a. stendur svo á, aðformaður henn- ar er sjálfur forseti búnaðar- fólags íslands. Nýárssundið er nú orðin föst venja, sem eigi er frá brugðið við nein ára- mót. Þetta sinni þreyttu 7 kappar sundið, og varð þeirra hlutskarpastur nú sem fyrri Erlingur Pálsson sund- kennari. Hlaut hann að lauuum silfur- bikar þann hinn mikla, er Guðjón heit- inn Sigurðsson úrsmiður hafðl gefið í fyrra, þá er fyrri gjöf hans var full- unnin. Sundskeiðið var 50 stikur, og svam Erlingur það á 34J/2 sek., en næstur varð Bjarni Bjarnason á 43 sek., þá Magnús Arnason á 46, Sveinn Normann á 46y2, Hannes Friðsteins- son á 48, Pótur Mock á 49 og Egill Olafsson á 53. — Sjávarhiti var á ný- ársmorgun tvö og hálft stig, en loft- hiti 4 stig. — Eftir kappsundið flutti Bjarni frá Vogi ræðu, og mintist m. a. maklega Guðjóns heitins Sigurðs- sonar, og var minning hans rómuð með ferföldu húrrahrópi. Brezkt beitiskip kom hingað á nýarsmorgun og dvaldist hór sólar- hringsbil. Fisksalan í Bretlandi. Skallagrím- eða upplýst. Það er fljótséð, til hvers það getur ieitt, ef löggjafarnir fara að taka upp á þvi, að kasta út til þjóðarinnar hálfköruðum vanda- málum, til þess að Mn taki >álykt- unina«, sem þeir hvorki þora né treysta sér till Þeir þykjast vera að koma fram með einhver >nýmæli« eða »hugmyndir« — en í stað þess að rannsaka þau eða gera a. m. k. sjálfum sér ljós, til þess að þeir geti gengið frá þeim, svo að skammlaust sé, gera þeir sér létt verk og lítið fyrir og varpa >ábyrgðinni« á fram- gangi jmálsins [— óundirbánu — á kjósendurnal Þann veg geta van- hugsuð og skaðleg mál komist fram og á hinn bóginn líka góðar og nýtar hugmyndir hindrast, eftir því hvernig »atkvæðin> falla. Því að hvernig á alþýða manna alt í einu að gera sér fullajgrein fyrir þvi, sem aldrei hefir verið rakið til hlitar og sjálfir löggjafarnir sýnilega ekkert grynna í? Er það ekki ósvifni og ósómi að ætlast til slíks ? Hugsanlegt væri það meira að segja, og reyndar alls ekki ólíklegt, að þeir, sem greiða kynnu atkvæði með pví að >lögbjóða« skuli eitthvað — t. d. þegnskylduvinnuna — menn, Yeðurskýrsla. Miðvikudaginn 29. des. Vm. logn, hiti 2.2. Bv. logn, hiti 2.8. íf. logn, hiti 2.0. Ak. s. kaldi, hiti 5.3. Gr. logn, frost 0.5. Sf. v. kaldi, hiti 3.2. Þh. F. logn, frost 0.7. Fimtudaginn 30. des. Vm. a. snarpur vindur, hiti 3.2. Rv. a. gola, hiti 2.8. ísafj. logu, frost 1.8. Ak. s.s.v. andvari, frost 6.0. Gr. s. kul, frost 7.0. Sf. logn, frost 4.1. Þórsh., F. s.a. stinningsgola, hiti 4.2, Til launanefndarinnar. Tillaga. I stað þess er verið hefir, aO laurt opinberra starfsmanna landsins hafa verið greidd mánaðarlega fyrir- fram, séu þau goldin mánaðar- lega eftirá. Málsbætur. Öllum þorra landsmanna, er fyrir launum vinna, er goldið kaupið eft^ irá, viku-, mánaðar- eða ár-lega, og eins þeim, er atvinnu hafa hjá und- antekningunum, sem fyrirfram fi goldið. Jafnrétti kemst því á ao þessu leyti. Með fyrirkomulaginu sem er, tap- ar landssjóður fé i hvert sinn er opinber starfsmaður fellur frá, ef það eigi vill til í sjálf mánaðarlokin. Næði breytingin fram að ganga, græddist lanssjóði talsvert fé: 1. Hann hatti að tapa vöxtum af samtaldri fjárhæð, er öll fyrirfram goldnu launin neroa mánaðarlega. 2. Hann qraádi (i raun) saman- talin mánaðarlaunin öll, og 3. eilifðarvöxtu af sömu fjárhæð. Fróðlegt væri að vita 'hve miklu fé þetta nymdi, en hér eigi gögn fyrir hendi. Beinn gróði landssjóðs við þessa fyrirkomulagsbreytingu væri góður styrkur mörgu þvi nytsemdarmál- efni, er hann annars á bágt með a& styrkja. Ogfyndist >launamönnunum« það lýsa of miklu kaldlyndi landssjóðsr að breyta til og stinga peningunum þegjandi í vasann, þá gæti hann t.. d. látið beina gróðann, mánaðarlaun- in, — tugi þúsunda —, ganga tií styrktar landsspítalahugmynd kven- fólksins í einhverri mynd. Holti imdir Eyjafjöllum, 21/ia--'T5- Guðbrandur Maqnússon. sem fylgjandi væru hugmyndinni, hugsað eða í hugsunarleysi, að þeir, þegar til kæmi, jeldu si% allsekkivið fyrirkomulaðið eða löqin sjdlf. Um það eru þeir sem sé ekki spurðir ráða. Þeir greiða atkvæði sin ger- samlega í blindni um þetta atriði. Þess vegna er öðru máli að gegna x\m pá aðferð, að bera ýullbáin %, afgreidd frá alþingi, undir þjóðina, til samþyktar eða synjunar. TJm það á almenningur að geta myndað sér ákveðna skoðun, skjótlega, hvort hann vill þessi lögin, eins og þau eru úr garði gerð, eða ekki. En um slikt verður ákvæði að vera i stjórnskipunarlögum, og hjá oss er það nú að eins >sambandsmálið«, er þeirri tilhögun hlítir. — Þvi verður ekki neitað, að >bann- málið« liggur hér nærri ttil saman- burðar (við þegnskyldumálið), ekki að eins að því leyti, að bæði leggja þau höft á frelsi einstaklinganna — þótt ólíkum tilgangi sé saman að jafna —, heldur líka hvað meðferð- ina snertir. Eg og margir aðrir (í rauninni bindindissinnaðir menn) hafa verið eg eru þeirrar skoðunar, að engin nauðsyn hafi rekið til að smella bannlögunum á; bindindis- hreyfingin var, góðu heilli, orðin svo útbreidd og hafði gripið þannig hugi manna, að málið mátti telja hér í bezta gengi, sigurinn vís, fyrir upplýsing og frjálsa tilhneiging, þótt ekkert lögbann væri við lagt. En nú var því dembt lit til »þjóðarat- kvæðis«, og gat þá varla farið öðru vlsi en fór, því að allir vita, a& aldrei hafði veiið rædd nema önnur hlið málsins. »Umræðurnar« komu fyrst eýtir á. En er bannlögin voru sett (hversu þörf eða óþörf sem sumum kann að finnast þau), gat ekki [verið um annað að tala, fri sjónarmiði allra heilbrigðra manna, en að reyna þau, láta þau sýna sig í framkvæmdinni. Svo er því og varið um þegn- skyldumálið. Fram að þessum tíma hefir ekki verið rædd nema önnur hlið þess (og mest í hugmyndum og getgátum). Það er með öðrum orðum alveg órannsakað mál, því að einhliða útmálun getur enginn kall- að rannsókn. Þetta ber að benda á, áður en það er orðið um seinan. Eins og of seint mun vera að iðrast eftir dauðann, eins býst eg við að lítið stoði að opna þá fyrst augun, er alt er um garð gerlgið. ^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.