Ísafold - 05.01.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.01.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 árin 1707—1709. (Nl.) Eftir þetta dvaldi Karl konungur nokkrar vikur í Zenkov. Rússakeis- ari var þar fyrir norðan með aðal- her sinn og sat í Lebedin. Hann hafði sent tvo hershöfðingja sina, Goltz og Ifland vestur til Wolhyn- iu til þess að tefja fyrir framsókn þeirra Stanislásar og Krassau og varna þeim þess að sameinast aðal- hernum. Auk þess sendi hann tvo aðra hershöfðingja Sjéremeteo og Rínne til þess að ónáða Svía og og gera áhlaup á hliðar hers þeirra. Þetta þoldi Karl konungur eigi. í lok febrúarmánaðar hélt hann enn áfram og ætlaði sér nú að ráð- ast á Rússa. En þeir hörfuðu und- an eins og þeir voru vanir, en höfð- u góðan bakhjarl innan sinna eigin landamæra. Hjá Oposjuja stóð snörp orusta. Urðu Rússar að flýja, en Karl konungur og herforingjar hans settust þar að ágfetri máltíð, sem rússnesku herforingjarnir höfðu orðið að hlaupa frá. En aftur á móti varð konuugur nauðugur viljugur að fara fram hjá borginni Achtyha, sökum þess að hann var ramlega viggirtur en konungur hafði engar umsáturs fallbyssur. Hjá Krasuokutsk stóð aftur á móti talsverð orusta, sem sögur fara þó af, og þar rak Karl konungur á flótta io þúsundir Rússa undir herstjórn Rónnes. Meðan Svíar eltu flóttann fór konungur eft- ir venju með lítinn flokk manna langt á undan aðalhernum. Vissi hann þá ekki fyrri til en Rússar höfðu slegið hring um hann og höfðu þeir ógrynni liðs. Þó tókst konungi með naumindum að brjóta herhringinn og komast til aðalhers- ins aftur, en þar féllu margir kapp- ar hans. í þessari orustu skeði það, að þýzkt herfylki neitaði að hlýða, er því var skipað að ráðast fram móti óvinunum. Sneri það í stað þess við og komst við það rugling- ur á fylkingar Svia. Þetta sýndi það vel hve hermennirnir voru orðnir þreyttir á hinum hvildarlausu og til gangslausu hergöngum; þeir sáu enga frægðar né sigur von lengur. Karl konungur var nú kominn III. Matth. Ólafsson skýrir frá því í n.áliti sínu, að hann hafi gerst flutn- ingsmaður málsins fyrir tilstilli fé- lags Mentaskólanemenda. Heyrzt hefir, að Ungmennafélöqitt, er næst standa málinu, hafi ekkert um þetta vitað (eða stjórnir þeirra), og að framkoma þess nú, eins og hún er, sé í ópökk peirra eða leiðtoqa peirra, er telja málið ellsendis ótímabœrt um sinn. Sé þeim næst skapi að ætla, að gráðugir þing-krummar hafi gripið hugmyndina, af því að þeir hugðu hana eitthvert fylgi hafa »með- al lýðsins*, hafandi lítið til brunns að bera af sjálfsdáðum, er þeir gæti »skreytt«: sig með (sbr. krákuna með rupluðu fjaðrirnar)! — Ef þessu er þannig háttað, er það víst, að Ung- mennafélögin bera enga ábyrgð á, hvernig nú er komið, enda þótt æskilegt hefði verið, að þau heíðu gefið þetta þegar til kynna, síðastl. sumar, er málið kom fram í þing- inu, þvi að liklegt er, að, meiri var- úðar hefði þá gætt hjá þingmönn- um, er sjálfsagt hafa haldið, að þarna ynnu þeir sér þó hylli »ungu kyn- slóðarinnart. Það er og einatt, að óhjákæmilegt er að hafa gát á, að nokkuð inn í Rússland sjálft og neytti nú þeirrar hernaðaraðferðar Rússa að brenna þorp og bæi. En hann varð fljótt að snúa aftur, því að nú hlánaði og urðu vegir allir hálf ófærir, en leysingavatnið flæddi yfir stórar landspildur. Vorhitinn kemur skyndilega í Rússlandi eftir vetrarstormana og loftslagið verður óholt. Viðureignin hætti því alveg sjálfkrafa og var ekki barist lengi. Rússakeisari fór til Voronesj, sem er hjá Don, til þess að lita eftir Svartahafsflota sínum, og Karl XII dreifði her sínum milli Psjol og Vorskla, sem eru tvær ár og renna í Dnier. Aðalherbúðir hafði hann Budisjtje, en var stöðugt á ferðalagi fram og aftur til þess að neimsækja hersveitir sínar, og oft fór h^nn alla leið suður undir Poltava til þess að líta eftir því hvernig borgin mundi víggirt. Og nú dregur að lokum til hins mikla sorgarleiks, eftir allar hörmung- arnar sem Svíar höfðu liðið um veturinn. Karl XII. fékk nú að lokum að kenna áhrifana á þeirri þrá kelkni sinni að hlýða ekki ráðum þeirra Pipqrs og Gyllenkrooks að hverfa aftur yfir Dniepr og reyna að sameinast hernum í Póllandi. Og hann fekk einnig að kenna á því, að Pétur mikli hafði ekki verið að- gerðarlaus á meðan. Að nú fekk hann óvæntan liðstyrk þegar Zaporo- gamir (Kósakkarnir hjá Neðri-Dniepr) gengu f lið með honum. En aldrei varð af uppreist f Ukraine. Karl konungur vildi skjóta hlífiskildi yfir Mazepa þvi að hann mátti hvergi um frjálst höfuð strjúka eftir það sem á undan var gengið, og hina aðra óróaseggina í Suður-Rússlandi kúgaði Pétur mikli miskunnarlaust til hlýðni við sig. Karli konungi var því jafn- vel farið að lítast svo illa á blikuna, að hann hafði gert Krassau boð og skipaði honum að safna liði i hinum þýzku löndum Svia og sam- einast siðan her Stanislásar í Póllandi og halda þaðan yfir Wolhyníu til Ukraine. Hann hafði ennfremur gert sendimenn á fund Tyrkjakeis- ara og landstjórans á Krím og skor- að á þá að segja Rússum stríð á hendur. Bjóst konungur við því ef hann fengi þessa bandamenn, að hann gæti þá um sumarið komist til Moskva. vinir einhvers máls leiði það ekki á glapstigu með gönuhlaupum; þeir %eta orðið hættulegri en »óvinirnir«. Það gefur nú að skilja, að gera verður ýmsar kröfur til fylgismanna málsins, eða þeirra, sem varpað hafa því fram í »pólitík dagsins«. Af peim verður að krefjast þess, að þeir sýni fram á með rókum, en ekki ein- tómum orðutn og tilgátum, til hvers þegnskylduvinnan muni leiða í fram- kvæmdinni. Þessu getur hún ekki verið undanþegin fremur en hvert annað mál, er hagkvæmt gildi á að hafa. Og öllum kemur víst saman um, að hér er um þýðingarmikið mál að ræða, er á að baka þjóðinni byrðar (frelsishöft og tilkostnað), sem meðmælendur þess telja þó eðlilega að ágóðinn vegi á móti eða meir. Það, sem þeim ber fyrst og fremst að gera grein fyrir, er i) beini kostn- aðurinn eða útkoma hans gagnvart 2) hinum beina ábáta. Svo og í hvaða hlutfalli 3) óbeini kostnaðurinn muni standa við 4) hinn óbeina á- bata eða hagnað. Að sjálfsögðu verður þetta aldrei »áætlað« nákvæmlega fyrirfram. Beini kostnaðurinn er fjárframlög- in, er ganga verða til undirbúnings Lét hann nú lið sitt setjast um Poltava og beið þess jafnframt að sér kæmi liðstyrkur. Með þessu móti hugðist hann geta vilt óvinum sínum sýn og jaínframt vildi hann láta hermenn sína hafa eitthvað fyrir stafni. Það hefir sennilega aldrei verið alvara hans að taka Poltava herskildi, enda þótt hann hefði gert sér skotgrafir og jarðgöng alla leið upp að kastalamúrunum, og hefði getað hafið áhlaup hvenær sem var. En til þess að ná svo traustu vígi skorti konung bæði fallbyssur og skotfæri; það hafði rekið svo langt, að menn tóku eftir því, að sænsku hermennirnir tindu upp kúlur fjand- mannanna, og það lítið, sem herinn átti enn af púðri, var svo slæmt að þegar skotin riðu af var hvellurinn ekki hærri — segir einn sjónarvott- ur — en þá er maður slær saman tveim hönzkum. — Það sem hér fer á eftir er kunn- ara en frá þurfi að segja. Pétur mikli kom aftur til hers síns í önd- verðum júni mánuði. Dró hann þá enn að sér ógrynni liðs, fór með það yfir ána Vorskla og færði sig sem næst sænska hernum. Þá höfðu allar vonir Karls konungs brugðist og þá varð hann að grípa til þess óyndisúrræðis að ráðast með her sinn, þreyttan og skotfæralausan, á ferfalt fleira lið, sem auk þess hafði 130 fallbyssur. Sá ójafni leikur fór eins og vænta mátti. Sviar biðu al- gerðan ósigur og fám dögum síðar króguðu Rússar herleifar þeirra hjá Perevolotina í landtungunni, þar sem Vorzkla rennur í Dniepr, og hand- tóku alla nema hér um bil 1500 menn, sem ásamt konunginum kom- ust yfir Dniepr. En áður en mað- ur sleppir efninu, má geta þess, að skiftar skoðanir eru um það, hverju þessi mikli ósigur sé helzt að kenna. Sumir kenna það þvi, að konungur særðist á fæti og gat ekki sjálfur stýrt liði sínu. Aðrir kenna það óljós- um fyrirskipunum Rehnskölds, eða því að Lewenhaupt var skipað að halda kyrru fyrir, einmitt þá er hann bjóst til þess að gera áhlaup á óvin- ina. En hvað um það — ósigurinn var vís, jafnvel áður en orustan hófst. Og orustan sjálf er ekkert annað en síðustu fjörbrot hraustasta hers í Norðurálfu, hers, sem ekki gat gefist upp orustulaust. Og enda og framkvæmdanna, þar með undir- búningur »lærimeistaranna«, verk- færi og viðurværi í viðtækasta skiln- ingi. Allar líkur eru fyrir því, eftir reynslu í öðrum efnum að dæma, að þessi útgjöld fari langt fram úr því, sem þegnskyldumenn sýnast gera ráð fyrir. Beini ábatinn er verkið sjálft, sem unnið verður (og landið fær). Þegar tekið er með í reikninginn, að þessa vinnu eiga að framkvæma ungling- ar, óharðnaðir og óreyndir og van- kunnandi í verkunum, sumir nauð- ugir eins og gengur (en til skyldaðir) — um fárra mánaða tíma, svo koma »nýir« —, þá er ekki vel trúlegt, að »verkið* nái því, að vega upp kostnaðinnl Og til munu þeir vera, er telji, að þessu hljóti að fara mjög fjarri. — Óbeini kostnaðurinn, þ. e. öll þau óþægindi, frelsisskerðing, vinnutap m. m. (þar á meðal ef til vill ein- hver útbúnaður), sem beðið er við, að þetta fólk er tekið út úr sínum verkahring, frá þeim störfum, sem það ella á að vinna o. s. frv. Það skal játað, að þótt þetta yrði metið til einhvers verðs, þá mundi hver einstaklingur verða að hafa þar »yfir- þótt að svo ólíklega hefði nú farið, að Svíar hefðu unnið sigur, þá hefði eigi breyzt mikið við það. Karl konungur var alveg einangraður í fjandmannalandi og umkringdur af óvígum her. Sigur hefði því aldrei getað orðið annað en stundarfrestur. Enda þótt Svíar hefðu aldrei beðið ósigur hjá Poltava, þá hlaut þó alt- af að fara sem fór hjá Perevolotjna. Hér er þá á enda rakinn þráður þess efnis er vér höfum valið. 1 stórum dráttum höfum vér lýst her- för Karls XII til Rússlands og sýnt fram á hvernig fyrirætlanir hans breyttust smán saman og verða djarfari og æfintýralegri. Fyrirætlan sú, er hann hafði á prjónunum haustið 1707, að halda til Pleshov og Eystrasaltslandanna, komst því miður ekki í framkvæmd. Um vorið 1708 var í þess stað hinni djörfu fyrirætlan klakið út í herhúð- unum i Smorgony og Radoszkowice, að konungur skyldi halda beint til Moskva og hafa til þess stuðning upphlaupsmanna í suðri og vestri. En eftir þriggja mánaða tilraunir varð þó konungurinn aftur að hverfa frá þeirri fyrirætlan, vegna þess að hann sér, að hún er óframkvæman- leg. Siðan er tekið til ‘þess ráðs haustið 1708, af því ekki var á því völ, að fara til Ukraine, og fá þar góða vetrarhvíld og siðan, ef til vill, að sækja um vorið norður á bóginn og reyna að fá keisarann til þess að leggja til höfuðorustu. Þá sýndi það sig fljótt, að það var hrapallega misráðið að konungur beið ekki fyrst eftir Lewenhaupt, og enn var það óheillavænlegt glappa- skot af konungi að hann skyldi eigi hverfa aftur yfir Dniepr, eða reyndi til þess að minsta kosti að ná hönd- um saman við herinn í Póllandi, er það kom í ljós að Masepa gat ekki hafið uppreist. í þess stað hélt kon- ungur her sínum til Eípra-Ukranie og vann það eitt við það, að útslíta hermönnum sinum svo á þreytandi göngum og tilgangslausum skærum, að herinn var miklu ver til reika um vorið og liðfærri heldur en þurft hefði að vera. Oft sýndi Pétur mikli það, að hann gerði bezt í því að bíða átekta. Hann einangraði her Svía með því að senda herlið fram vestan við þá og í milli hers kon- mat«, hvað hann sjálfan áhrærir. En ekki býst eg við, að það lækki þennan híuta »kostnaðarins«. Mundi nú óbeini ábatinn jafnast á við þenna kostnað (og það, sem standa kynni eftir af beina kostnað- inum) ? Eða mundi hann gera miklu meir, eins og þegnskyldumenn hljóta að áætla? — Hér er vafalaust komið að kjarna málsins. Og miklu mætti þar til kosta, ef ávinningur yrði eins mikill "og menn hafa leyft sér að fullyrða. Tvent kemur hér til niála og at- hugunar: a) í hverju þessi (óbeini) hagnaður sé fólginn, og b) hvort hann næðist ekki með öðrum skap- iegri hætti en lögboðinni þegnskyldu- vinnu, ef á annað borð eru sýnileg ráð til að öðlast hann. (Framh.) Markmiðinu er náð! Stórkostleg endurbót samfara verðlækkun. »Vega K.« heitir hin endur- bætta »Vega II«-skilvinda, skilur 130 ltr. á klukkustund, kostar að eins kr. 80.00. Engin skilvinda jafnast á. við »Vega K.«-skilvinduna. Einkasala í Yerzl. B. H. Bjarnason. cT// fiQÍmalitunar vl^urm sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum. fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér ráða. mönnum til að nota heldur vort svo nefnda Castorsvart, því þessilitui er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á islenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. éZuctis €&arvefa6rifí Krisfján Ó. Skagfjörð umboðsmaður brezkra verksmiðja, dvelur til febrúarloka 32 Margaret Street, Hull, England. ungs og þess hers, sem var í Pól- landi. En jafnframt dró keisarinu æ þéttari og öflugri herhring utan um þreytta og vanbúna hermennina. Lokaósigurinn hjá Poltava og Pere- vlotina (sem hafði svo mikla þýð- ingu fyrir alla sögu Norðurlanda) má því eigi álita sem nokkurs kon- ar einstakt óhapp, sem hægt hefði verið að komast hjá, heldur sem eðlilega afleiðing, hvernig hin fyrri atvik herferðarinnar liggja. Þetta er sorglegt en þannig er það samt. ----—-.... .............. ..... Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Frá Kameroon. London 4. jan. Flotamálastjórnin tilkynnir 3. jan.: 1. janúar tók brezka liðið, undir stjórn Gorges ofursta, Jaunde, höf- uðborgina í Kameroon. Ovinirnir héldu undan suður á við og i suðaustur. Lið vort á i höggi við afturfylkingar óvinanna. Þýzku embættismennimir flýðu allir frá Jaunde.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.