Ísafold - 12.01.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.01.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tviavar i viku. Verð irg. 4 kr., erlendis 5 kr. e&a 1»/, dollar; borg- i»t fyrir miðjan júli erlendii fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. ísafoldarprentsmiðja Rítstjðr!: ÚlEjlir Björnssan. Talsítm nr. 455 TJppsðgn (skrifL) bnndin við iramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir L oktbr. og 8é kanpandi sknld- lans við blaðið. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 12. janúar 1916. 3. tölublað Aljþýnufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 1—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 5 íglandsbanki opinn 10—1. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard,—10 slSd. Alm. fundir fld. og sd. 8>/a siðd. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 6 á helgnm Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Iiandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frA 12—2 Landsféhirbir 10—2 og B—8. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landsslminn opinn dagiangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 1—7. HAttúrngripasafnib opið l‘/«—2»/a A snnnnd. pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. SamAbyrgb Islands 12—2 og 4—6 StjðrnarrAbsskrifstofnrnar opnar 10__1 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. VifilstabahæliB. Heimsóknartimi 12—1 þjóBmenjasafnið opiB sd., þd. fmd. 12—2. V1 Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Stofnuð 1888, Aðalstr. 16. Simi 32. þar eru fötin saumnð flest þar eru fataefnin bezt. 'IJ AJf .1T'il tjinnD3'3vi mjjt’F. Yerzlunaryiðskifti Islands. Trassaskapur hjá sýslumönnum. Nýlega er komið út fri Hagstofu Íslands, hefti með skýrslum um verzl- un íslands 1913. Samkvæmt henni hafa viðskifti landsins numið alls nærri milj. krónutn. Þaraf aðfluttar vörur nál. 16.800.000 kr. og útfluttar 19.130.000 krónur. Árið 1909 var ný aðferð tekin UPP um útreikning aðfluttu vörunn- ar. Fyrir þann tíma var reiknað tít- söluvetð hennar, en síðan hefir verið fariö eftir innkaupsverði, að viðbætt- um flutningskostnaði, en tolli og álagning kauptnannsins slept. Eftir eldri aðferðinni gat útkoman stund- um orðið sú, að aðflutningur reynd- ist talsvert meiri en útflutningur — eins og landsbúskapurinn bæri sig ei. En pað var aðeins á pappírnum, en eigi I verunni. Hagstofan hefir nú unnið það þarfa verk að reyna að >leiðrétta< svo skýrslurnar frá 1895—19°^> að tölurnar verði sam- bærilegar við árin eftir 1909. Hefir hún gert það þann veg, að draga frá útsöluverðinu greidda tolla og að auki 20% af vöruverðinu, sem hún áætlar að svari til álagningar kaup- manna. Þannig leiðrétt verða verzlunarvið- skifti íslands frá 1895 — 1913 á þessa leið: Aðflutt. Útflutt. 1000 kr. 1000 kr. 1895 5.202 7.210 1896 5-9S9 6.634 1897 6.047 6.073 b-i co 'sO 00 5-457 5-999 1899 5.841 7.362 1900 6.528 9.000 1901 7.405 9.136 1902 7.907 10.147 1903 8.226 10.207 1904 8.441 9.877 1905 10.503 12.752 1906 11.747 13-499 1907 13-479 15.426 1908 11.232 12.075 1909 9.876 13.129 1910 11.323 14.406 1911 14.123 IS.691 1912 iS-347 16.558 1913 16.718 19.128 Eins og menn sjá, er það enginn smáræðisvöxtur, sem verzlunin hefir tekið þessi 18 ár, og enn meira mun að honum kveða tvö árin síð- ustu, sem enn vantar skýrslur um. Eins og vant er hefir það komið fram við samning verzlunarskýrsln- auna, hve mikillar vanrækslu eða trassaskapar kennir hjá sýslumönn- um og bæjarfógetum um innkeimtu verzlunarskýrslna. Um þetta efni segir svo í verzl- unarskýrslu Hagstofunnar: »Þar sem um tollvörur er að ræða, hefir útkoman úr verzlunarskýrslun- um verið borin þar sem unt er sam- an við vörumagn það, sem tollur hefir verið greiddur af. Eirs og að undanförnu hefir það hvarvetna kom- ið i ljós, að upphæðin verður minni eftir verzlunarskýrslunum heldur en eftir tollreikningunum. En þar sem það liggur i augum uppi, að minna hefir ekki verið flutt inn eða út af tollvörum, heldur en tollreikning- arnir telja, þá heíir því sem á vant- ar allstaðar verið bætt við útkomuna úr verzlunarskýrslunum, þannig, að sama verð hefir verið sett á það, sem á vantaði, eins og A þvi, sem upp var gefið*. Það sem eftir samanburðinn við tollreikningana hefir orðið að bæta við innkomnar verzlunarskýrslur nem- ar á aðfluttum vörum nærri 1.580.000 kr. eða 15 9%, en á útfluttum vör- um um 3.800.000 kr. eða 29 5%. Á aðfluttum og útfluttum vörum munar þetta 23.6%, eða nærri V* hluta. Athugun hefir aðeins verið hægt að gera á tolluðum vörum, og þó eigi öllum, en alls eigi á toll- frjálsum vörum. En líklegt þykir, að vanhöldin muni eigi minni vera á öðrum vörum, og þykir hagstof- unni liklegt, að á þær vöiur vanti 2—3 milj. kr. virði. Um þetta efni fer Hagstofan þess- um orðum: Samanburður sá, sem hér hefir verið gerður, bregður alt annað en fögru ljósi yfir verzlunarskýrslurnar. í rauninni er það landinu til stórr- ar vanvirðu að láta annað eins sjást, og það hlýtur að veikja traustið á áreiðanleik skýrslna vorra yfirleitt, þegar það sýnir sig, þar sem unt er að koma að nokkurri prófun á þeim, áö þeim er svo stórlega ábótavant. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, ef ske kynni að þeir, sem hér eiga hlut að máli, sæju að hér þarf veralegra umbóta við, og gerðu það sem í þeirra valdi stæði til þess, að skýrslurnar yrðu fullkomnari og betri framvegis. Það sem samanburðurinn einknm virðist leiða t ljós, er það, að innheimtunni á skýrslunum sé harla ábótavant. Það er að vísu ekki tiltökumál, þótt eitthvað falli undan af þeim vörum, sem enginn tollur er greiddur af, því að innheimtumönnum getur oft verið ókunnugt um, þótt eitthvað sé fiutt af sliku, einkum inn í land- ið; á útflutningi ber meira. Hins- vegar virðast skýrslur ættu að geta komið um allar vörur, sem tollur er greiddur af, því að þar er inn- heimtumönnum (sýslumönnum og bæjarfógetum) kunnugt um innflytj- endur og útflytjendur. Það er nú samt varla við þvf að búast að full- komið samræmi geti fengist milli tollreikninganna og verzlunarskýrsln- anna, enda sök sér, þótt eitthvað félli úr af þeim vörum, sem pantað- ar eru af mörgnm í smáum stíl, svo sem vindlum, tóbaki o. fl. En ef litið er á samanburðinn hér að fram- an, þá sést, að af aðfluttu vörunum hafa skýrslurnar einmitt verið einna lakastar um salt, sement, trjávið, kol og steinolíu, alt vörur, sem fluttar eru inn mestmegnis eða eingöngu af fáum mönnum í stórum stíl, svo að um þær virðist innheimtumönn- um hafa átt að vera innanhandar að fá fullkomnar skýrslur, svo að ekk- ert vantaði á, en i því efni hljóta sumir þeirra að hafa gengið mjög slælega fram. Þó vantar tiltölulega enn meir af útfluttu vörunum, sem sjilfsagt stafar að nokkru leyti af því, að ýmsir af útflytjendunum eru útlendingar, sem ef til vill eru farnir af landi burt, þegar farið er að heimta skýrslurnar inn um áramót. Af slikum mönnum ætti að heimta skýrslurnar jafnóðum og þeir flytja út, en bíða ekki áramóta. Það væri auðvitað langæskilegast, að allar verzl- unarskýrslur væru innheimtar jafn- óðum og vörurnar eru fluttar út eða inn, en þó að vöruflytjendur væru fáanlegir til þess að gefa skýrslurnar á þann hátt, er hætt við að það strandaði á innheimtunni, því að við þá breytingu væri þörf á miklu ár- vakrari og natnari innheimtu heldur en\ nú. Annars ætti fyrirkomulag það sem nú er að geta verið sæmi- lega nothæft, ef innheimtumenn gerðu sér alment far um að ná inn skýrsl- um frá öllum þeim inn- og útflytj- endum, sem þeir vita um, og þá fyrst og fremst öllum þeim, sem greitt hafa einhvern toll«. Þessar aðfinningar Hagstofunnar verða þeim sem hlut eiga að máli væntanlega tilbærileg viðvörun fram- vegis. Það er sýslumannastéttinni hneisa, ef annað eins ólag helzt á- fram, eins og legið hefir í landi undanfarið. Og þessar aðfinningar verða von- andi einnig til þess að brýna fyrir öllum öðrum, sem opinberar skýrsl- ur eiga að semja, hve afarmikið velt- ur á. því fyrir sanna þekking um hag landsins, og þar af leiðandi álit þess út á við, að þær séu samdar með samvizkusemi og nákvæmni — ekkert felt undan. Skemdirnar á Goðafossi. Goðafoss skemdist nokkuð fyrir skömmu norðanlands, þó eigi meira en svo, að haldið gat til Khafnar. Var þar gert við hann. Það kost- aði 42.000 kr. Ekki lendir þetta tjón á Eimskipafélaginu, heldur á vátryggingarfélagiuu, sem skipið er vátrygt í. Hlutafél. 'Vðlundur, Trésmíðaverksmiðja — Timburverzlun Reykjavík. Hefir ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskonar lista til húsbygginga. Fræðandi tölur í sambandi við heimsstyrjöldina. íbúatala Frakk- Nýlega eru komnar lands og ófrið- út skýrslur um íbúa- töluna í Frakklandi árið 1914. Þær eru eru eigi ná- kvæmar yfir þau héruð, sem að nokkru leyti lúta nú Þjóðverjum, en þau eru 10 alls. Dánir á árinu eru taldir 647.549 eða 58.740 fleiri en 1913. Fæðing- ar eru taldar 594,222 eða 10.232 færri en árið á undan. Arið 1914 hefir Frökkum fækkað um 53.327 manna. Tala hjónabanda hefir mink- að um 78.742. En ef litið er aðeins á 5 síðustu mánuði ársins 1914, verða áhrif stríðs- ins ljósari. A þeim tima ern taldir dánir 32Í.018, en fæðingum hefir fækkað um 6.676. Hjónabönd eru 67°/0 fátiðari en ella og skilnaðir, er 1913 á sama tíma reyndust nál. 6.300 eru á þessu timabili 1914 ekki flein en 2.014. íbúatala. Þann ^ÚSt r9r5 Berlínarborgar. var íbúatala Berlinar- borgar 1.918.966, en 1. april 1914 2.053.302. Mann- fækkunin nemur I34.f66. Fæðing- ar voru í júlí 1914 3.224, en i júlí 1915 aðeins 2,415. Aftur eru hjóna- vigslur tíðari 1915: í júlf 1914 reyndust þær 1.213, en í júlí 1915 1.429. Hvað striðið Svissneskir hagfræð- kostar á mann. ingar hafa reiknað út, að auknar rikisskuldir vegna stríðsins nemi: í Sviss 80 frönkum á mann, í Ungverjalandi 134 frönkum, f Austurríki 176 fr., 1 Þýzkalandi 260 fr., í Frakklandi 340 fr., í Bretlandi 585 fr. Tekjur Bret- Arsfjórðunginn i. júli lands. —30. sept. námu ríkistekjur Bretlands 51.569.628 sterlingspundum eða 928.253.304 kr., m. ö. o. hátt upp í miljarð, en þetta er 15.888.345 sterlingspundum meira en í fyrra (reiknað í krónum: 285.990.210^.). ... A einu ári frá því tryggingin stnðlð hófst hafa 3 S70i danska. striðs-sjóvátryggingar- skírteini verið keypt í Danmörku. Vátryggingarfúlgan var alls rúmar 567 miljónir króna og iðgjöldin 8 miljónir og 200 þúsund kr. En tjónið, sem bætt hefir verið, er að eins 1.217.000 kr. En til hliðar hefir verið lagt fyrir tilkyntu eða óúrskurðuðu tjóni 4.400.000 kr. Gróði vátryggingarfélaganna því nærri 2 miljónir og 600 þús. kr. íslenzki fáninn. Einkar falleg lit- mynd er komin á markaðinn af (s- lenzka fánanum blaktandi yfir Lög- bergi. Frum málverkið hefir gert Jón prófessor Helgason, sem er snjall mái- ari, þótt í hjáverkum hafi. Prent- myndin er gerð í Leipzig og hefir Pét- ur Halldórsson bóksali gefið út. í baksýn er Þingvallavatn og fjöllin kringum það, framar á myndinni Þing- vallabær, en fremst Lögberg — milli gjánna — og þar fáninn þríliti hátt við hún. Svo er aðalmyndin umkrýnd ótal fánum, en undir henni »röðull ár- faguré! — yfir framtíðarinnar íslandi, með eigin fána. Myndin er sérstök heimilisprýði og ódýr mjög, 2 kr. — Sennilega væri heppilegt að fá einnig af henni minni útgáfu, svo aS sem út- breiddust verSi, »inn á hvert heimili«. Amerfknskipið »Vesla« kom hlng- aS aðfaranótt sunnudags, hlaðiS vörum, sem nú er verið aS hlaða í hið nýja vöru-forðabúr landssjóðs, gamla Lands- bankann. Farþegar voru: Ó. Johnson konsúll og Guðm. Thorsteinsson list- málari. Skipafregn : G u 11 f o s s fór héð- an til útlanda í gær kl. 4. Farþegar: Westskov verzlunarstj. og frú, Matth. Einarsson læknir og frú, Carl Olsen stórkaupmaður og frú, Egill Jacobsen kaupm., Hallgr. Benediktsson kaupm., ungfrú Soffía Helgason, Gústav Grön- vold kaupm., Gunnar Hjörleifsson, Jón Björnsson kaupm., Haraldur Árna- son kaupm., H. S. Hanson kaupm., Pótur Ólafsson konsúll, Hensen bakari, Kristján Torfason kaupm., L. Miiller 0. fl. F 1 o r a fór til Austfjarða og út- landa í fyrrakvöld. Meðal farþega: Síra Pótur Þorsteinsson frá Eydölum með frú sinni. Bæjarstiórnarkosning. Á Akureyri fór fram kosaing á Liugardag. Kosning hlutu Jón Berg- sveinsson síldarmatsmaður (af verk- mannalista) með 174 Va atkv., Ingi- mar Eydal (af sama lista) með 132V* atkv. Auk þeirra voru kosnir Magn- ús Kristjánsson með 74 V2 atkv. og Böðvar Jónsson gæzlustjóri með 56 Ví atkv. Á Isafirði fór einnig fram bæjar- stjórnarkosning á laugardaginn. Kosnir voru: Af A-lista: Arngrimur Bjarnason prentari. Af B-lista: Jón A. Jónsson bankastjóri, Guðm. L. Hannesson konsúll, Sig. Kristjáns- son kaupm. og Sigurjón Jónsson framkvæmdarstjóri. Af C-lista: Helgi Sveinsson bankastjóri, Axel Ketils- son kaupm., Guðm. Guðmundsson frá Gufudal og Magnús Magnússon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.