Ísafold - 15.01.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.01.1916, Blaðsíða 1
Kemur it tvisvar ' I riku. Verð arg. 4 kr., erlendis 5 kr. •Oa l'/i doliar; borg- i»t fyrir miðjan júli erlendÍB fyrirfram. LauBasala 5 a. eint. SAFOLD TJppsögn (nkrifl.) . bundin rið áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefand* íyrir 1. oktbr. of b* kaupandi ikuld- Uus Tið bli bl»ðið. ísafoldarprentsmiö j a Rltsíjóri: Úlafur Björnsson. Talsimi nr. 455 XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 15. janúar 1916. 4. tölublað Alþyftufél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—9 Borgaratjóraskrifstofan opin virka daua 11—8 Bœjarfóiretaskrifstofan opin T. d. 10—2 og 4—í Bæ,jare,jaldkerinn Lauf'asv. 5 kl. 12—8 og 'J íalandabanki opinn 10—1. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 ai9ð. Alm. fundir fid. of? sd. 81/a slod. Landakotskirkja. Gufisþ.i. 9 og 8 á helra™ Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landabókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnarjarfélagsskrifgtofan opin fra 12—2 LandBféhirftir 10—2 og 5—8. Landsskialasafnio hvern Tirkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 1—7. NattúrugripasafniO opift l>/«—2'/s a íunnnd. Pósthdsið opið virka d. 9—7, sunnnd. B—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 1—8 Stjórnarraosskrifstofurnar opnar 10—1 dagl. . Talsími Eeykjavlkur Fðsth. 8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—8. ViflUtaöahælio. Heimsiknartimi 12—1 Þjóomenjasaínio opio sd., þd. fmd. 12—2. rxxx. • •'<• m »»'# »«»•»»¦»«• mmmmm Klæðaverzlun H. Andersen & n. Stofnuð 1888. Aðalstr. 16. Sfmi 32. nrx þar ern fötin sanmnð flest þar eru fataefnin bezt. Erl. símfregnir Kaupmannahöfn 10. jan. Rússar berjast djarflega í Galizíu og sækja fram. Nalgast þeir nú Czarno- witz. Brezbi vígdrekinn „King Edward VII." fórst á tund- urdnfli. Öllum mönnum tojargað. Bandamenn eru alfarnir af GallipolÍ8kaga og tókst brottiðrin svo vel, að þeir biðu ekkert manntjón. >King Edward VII.« var smjðaður árið 1905» bar l6.3So smál. og skreið i8V« sÍ°milu á klukkustund. Er það stærsta orustuskipið sem Bretar missa í þessum í ófriði. Kaupmannahöfn 12. jan. Miðríkin gera grimmileg gagnáhlaup í Galiziu. Rússar halda stððvum sínum og haia tekið Czarto- rysk. Austurríkisraenn sækja fram í Montenegro. Kaupmannahöfn, 13. jan. — Austurríkismenn hafa lybt um her Svartfeliinga á alla vegu. Cettinje er í hættu stðdd. Bandamenn hafa flutt leifar Serbahers, sem er aðfram kominn af hungri og erflði, til Korfu. Verð- ur hermðnnunum hjúkrað par og þeir hvíldir um hríð. Björn Jónsson, ritstióri. Hljómaði i hlustum höfði um megn hringing hárödduð himinvéa: Veitt er vígðri mold verðug fórn — höfuð hríðbarið, hærumjallað. Brostin er brá hins bránamikla röska ritstjóra og reynda manns; um hann oflengi öndverð blés — hans um höfuðsvörð haustveðrátta. Brostu Birni i brekku fyr fíflar faðmstórir, fagurleitir; mat hann manngildi, en móti tók sæmd 1 sælingsdal sólarmegin. Var hans viijastál vel og lengi hitað og hert á heima afli; átti orðfimi á við tvo, fylgi og framsókn — fjögramaki. Meðal mannsaldur magni prunginn ypti andviðris «nnibarði; lengi ljósgjöfuU landi og þjóð, bar hann bjarnyl sinn bygð i rústum. Hann var hertogi, harður í sókn, vann með vopnfimi vígi og flokka, vann með vaskleik og vitsmunum, pá með þrautseigju, er þumbast við. Lék hann landsmála lengi og vel, hæfinn, handsöxum, hendi á lofti; barðist berskjalda, brynjulaus, — reiddi röksemda Rimmugýgi. Átti þó öndvegi innanbrjósts allri atgerfi, er úti gekk. Hruðu höfuð að hári dökku hríð og harka — hvitlituðu. Svo fer sérhverjum; sinu og hríms lýtur lögmáli Ijósfrömuður. Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við U^B. H. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritfóngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Tluglysitig. Búnaðarsamband Dala og Snæíellsness vill taka 2 vana plægingarmenn á næsta vori, um lengri eða skemmri tíma, til að plægja og herfa á sambandssvæðinu. Æskilegast væri, að þessir plægingarmenn legðu sér til að minsta kosti 2 hesta hvor þeirra. Þeir, sem kunna að vilja gefa kost á sér til starfs þessa, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs sem fyrst og ekki síðar en fyrir 1. apríl næstk., sem einnig semur um kaup og annað, er að þessu starfi lýtur. Staðarfelli 29. desember 1915. Fyrir hönd sambandsins. Æagnús dtriérifísson. Báru af Birni banaorð harðir haustvindar hvaðanæfa sýld frá svalbarði, sumarstygg næddi nábjörgul norðankylja. — Úti á andnesi eygði eg sjón: elur aldur sinn einn i hreggi blossa-bálviti, bendir vel sjónum sæfara úr svartamyrkri. Byltast bylgjur bjarga tær; syngur í súlum, svellur i gjám; næðir náttvindur, nístir og hvín, gefur glóðfeyki geiflu af salti. Viti á varðbergi varstu, Björn, eldur á andnesi, útvörður skygn; þrífur þrumurödd þess manns eyra; glóð er á gólfi, gler í veggjum. Þrífur þrumumagn þess manns sál, herðir hnúa, hvessir augu; hJeypir hugdirfsku á Hemruvað, keyrir karlmennsku á kjölu Dofra. Standa í stórræðum styttir skap, ganga á glóð og ís gerir viðkvæmni — það var þin æfi þrjátíu ár, vörður vígroða, vökumaður. Eru alt í kring ótal hættur þá sem þjóðmálin þreyta við: vargar á vegum, vopn á lofti, eitur í andrúmi, eldur í jörð. Er frá annmörkum ofurhugi — garpur gunnreifur genginn burt. Fálki fannhvítur floginn er lit úr orrahrið upp í heiði. Guðmundur Friðjónsson. Til Matth. Joehumssonar. Þessa vísu sendi Ólöf, skáldkonan góða, á Hlöðum síra Matthíasi á áttræðisafmæli hans: »Miðinn káta kveðju ber »kónginum< mínum glöðum. Árs og friðar árnar þér Ólöf þin á Hlöðumc. Forustugarparnir í heims-stjórnmálunum. Vér, sem nú lifum, eigum þvi láni(l) að fagna, að vera sjálfir vottar hins mesta og hrikalegasta hildar- leiks, sem háður hefir verið i ver- aldarsögunni — að lifa úrslitamestu timamót, sem stjórnmálasaga heims- ins hefir enn haft frá að segja, þeg- ar um gamlar samvinnu-menningar- þjóðir hefir farið, eins og segir i Gylfaginning: »Bræðr munu berj- ask, ok at bönum verðask«, svo af- skaplega átakanlega hryllilega, að engin er til betri ósk góðra manna en að endurtekning verði óhugsan- leg. Vigasagan er tífalt óskaplegri í þessari styrjöld, en nokkurn tíma áður. Hámarks-framsóknin, sem feng- in var í uppgötvunum og vísindum, sem átti að verða til góðs og gæfu mannkyninu — henni er nú beitt i öfuga átt, til hins ferlegasta niður- dreps andlegrar og efnalegrar orku menningar-fremstu álfu heimsins. Ekkert tímabil mun eins rakið og rætt af sagnfræðingum nánustu fram- tiðar né komandi kynslóða, eins og einmitt þessi árin, sem nú lifum vér Sjálf hernaðarsaga þessarra stór- atburða tima berst oss nær daglega i símfregnum og á annan hátt, en ekki er hins vegar ur vegi að lýsa nokkuð nánar þeim, sem nm stjórn- völinn halda bak við tjöldin, þeim, sem frumkveðar eru, ýmist flaerð- anna eða þá hafa þorað að ganga í berhögg við almennings-álitið til þess að stöðva eða kyrra ólgusjóinn ó- hemjulega, er veltir heimsrikjunum voldugustu i bráðum brotsjóum, svo að enginn veit hvert þeirra annað grefur, enginn veit hvert þeirra að landi skolast og hvert þeirra sökkva muni í sjó, er óveðrinu slotar. Það stendur nú til hér i blaðinu, að víkja að »tjaldabaki< ófriðarins, og draga upp myndir af nokkurum forustumönnunum, sem fremstir hafa staðið »inn á við< í löndum þeim, sem lent hafa í eða rétt við hamramt hafrót ófriðarins. Bismarck Balkanskagans. (Fyrri hluti: Fram að forsætisráðh.-sessi), Það kann ef til vill að þykja' farið aftan að siðunum að byrja á smá-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.