Ísafold - 15.01.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.01.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Fræðsla um landshagi. íslendingar eru miklir ættfræðingar. Þeir vilja vita af hverjum þeir eru komnir marga liðu fram, og þekkja skyldfólk sitt lifandi sem lengst þeir geta. En þeim er ekki eins ant um að þekkja til fullnustu landið sitt, hagi þjóðarinnar, viðskifti hennar og efna- hagslíf. Þó er þejta að breytast í seinni tið, siðan skilmerkilegar ár- legar landshagsskýrslur fóru að koma reglulega út. En fjarri fer þó því, að enn sé hið mikla fróðleiksefni og gagnsemd- arhugleiðingar þeirra búnar að ná föstum tökum á hugum manna. Svo er það þó, að engin gögn eru til, sem gefa eins glögga hug- mynd um daglegt framkvæmdalíf, eins og hagskjrslurnar. Lengi hefir sú bábilja rikt, að hag- skýrslurnar væru eigi annað en purr- ar tðlur. Annað verður uppi á ten- ingnum fyrir þeim, sem gerir sér far um að rýna í tölurnar, að finna Ijfið bak við þær. Það ertekki ein- ungis, að þær gefi einkar fróðlega mynd af högum þjóðarinnar, eins og nú eru þeir, beldur eru þær leiðar- stjarna til að sjá — en ekki spá — fyrir um hagi hennar fram í tímann. Allir þeir, sem ant er um þjóð- mál og framtið landsins, ættu því að reyna að kynna sér sem bezt hagskýrslur vorar. — Þær munu reynast þeim betri liðsmaður í öllum hugleiðingumj um hvað gefa skuli yfirleitt til þroska og framsóknar þjóðarinnar efnahags- lega — en margt annað, það er að segja, eý þeir lesa þær eigi eins og kverið fyr meir — til þess að kunna en skilja ekki. Síðan um 1880, er Indriði Einars- son,,-' skrifstofustjóri, fór að sjá um Landshagsskýrslurnar, hefir sívaxandi verk verið i þær lagt. Og árið 1913 setti þingið á stofn hagstoju Islands. Að vísu heyrðust þá einstakar radd- ir um að óþörf stofnun væri. Það mætti komast af án hennar eins og hingað til o. s. frv. En því fór betur, að þessar raddir mis- skilnings-sparnaðar máttu sín eigi meira. Mun hagstofan þegar vera búin að sýna, að hún margborgar sig og á vafalaust eftir enn að sýna það betur. Skýrslurnar frá henni, sem komn- ar eru, beia vott mikillar nákvæmni og elju — sýna það, að hinu aukna starfsfé og starfskröftum, sem hag- íræði landsins þar hefir verið veitt — hefir ekki verið á glæ kastað. Það sem enn vantar, er handhægt kver árlega, er í sér feli í yfirliti aðalkjarnann úr Landshagsskýrslun- um, nokkurs konar landshagsárbók. Væntanlega verður þess eigi langt að bíða, að hagstofan sjái sér fært að koma henni á flot. Hún yrði hverjum þeim, sem um landsmál ,les, hugsar eða ritar — ómetanlegur hægðarauki. þjóðarmanni, Venizelosi hinum gríska, en svo er um þann mann, sem hér er frá sagt, að hann er að mörgu leyti einkennilegasti og mikilhæfasti stjórnmálamaður heimsins, sem nú er uppi, enda verið nefndur »Bis- marck Balkanskagansc, þótt enn sé hann eigi búinn að vinna til þeirrar risa-nafngjafar. Heimildarmaður þessarrar greinar, Arthur Cristensen dr. phil., danskur maður, er þaulkunnugur högum Grikk- lands, hefir dvalið þar langvistum og kynt sér grandgæfilega alla stjórnar- hagi þar í landi. »Eg minnist, segir hann, kvöld- veizlu einnar í háskóla Aþenuborgar vorið 1912. Forvígismenn Grikkja á ýmsum sviðum voru þar saman komnir í virðingarskyni við marg- brotinn hóp vísindamanna víðsvegar að, sem átt höfðu með sér stefnu i Aþenuborg. Georg konungur var allstaðar nálægur í veizlusalnum. Með fjörlegu fasi og unglegu viðmóri gaf hann sig á tal við hvern á fætur öðr- um, jafnvigur á gríska tungu, franska og danska. Ríkiserfinginn Konstantín stóð grafkyrr, kaldur á manninn og þurlegur, í þyipingu nokkurra her- íoringja. Kvæði Guðm. Friðjónsson- ar um Björn Jónsson sendi skáld- ið ritstjóra ísafoldar með þeim um- mælum, að það væri »endurkveðið« kvæði það, sem birt er í Minning- arritinu um B. j. — kveður hann sig heldur vilja »hafa þetta kvæði í helju gleymskunnar, ef gæti«. — Fyrir því er það birt hér í blaðinu í dag og mun á sínum tíma koma í II bindi MinningaTritsins. Veitt læknishórað Guðmundur Þorsteinsson læknir í Þistilfirði hefir fengið veiting fyrir Hróarstunguhéraði. Fisksalan tíl Bretlands. Ingólfur Arnarson seldi núna í vikunni afla sinn í Fleetwood fyrir alls 63.000 kr. og er það hæsta verð, sem enn hefir greitt verið fyrir íslenzkan skipsfarm af fiski. Eggert Ólafsson hefir selt sinn fisk fyrir 2600 sterlingspund og Earl Hereford sinn fyrir 2425 sterlings- pund. Hvorttveggja ágæt sala. Guðsþjónustur á morgun: í dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þork., kl. 5 síra Bj. Jónsson. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól„ kl. 5 BÍra Har. Níelsson. Aggerbecks Irissápa er óviRjaínanlega góO íyrir h&oina. TJppahalti allra kvenna. Beita barnasapa. Biöjio kanp- mens yoar nm hana. En úti i horni gat að líta mann, sem tekinn var að hærast, áliitan nokkuð, í skeggræðum við roskið kvenfólk. Hann var með afarsterk gleraugu, er sögðu til um óvenju- mikla nærsýni — og alt yfirbragðið bar keim aí vísindamanni, viðutan heiminn. Þessi maður, sem ókunn- ugir þegar i stað mundu hafa svarið að væri einhver »lærður prófessor*, var »alræðismaður Grikklands«, Elev- therios Venizelos. Ekki er fyrir það að synja, að meðan hann skeggræddi daginn og veginn við hinar skraut- bdnu konur, hafi blossað í huga hans fullhugans fyrirætlanir, þær er nokkurum mánuðum síðar urðu að þeim tröllaukna ófriðareldi á Balkan- skaga, er af sér skilaði Grikklandi tvöföldu að landi, lýð og völdum*. Venizelos er aðeins rúmlega fimt- ugur maður, f. 1864 í höfuðborg Krítar, Kanea — af spartverskum ættum, og er mælt, að forfeður hans hafi flúið frá Spörtu fyrir 200 árum, vegna ofsóknar Tyrkjans. — Skóla- lærdóm nam hann að mestu í Aþenu- borg — og varð þar doktor i lög- fræði 1887. í'ótti þá þegar mikið til hans koma fyrir allrar atgervi sakir — eigi sizt framúrskarandi Enn um Leikféiagið. Fyrst er það, að mér láðist að minnast eins Ieikandans í Höddu Pöddu um daginn, sem nú sýndi sig fyrsta sinni fyrir Reykvíkingum. Það var frú Halldóra Vifjúsdóttir. Hún lék fóstru Hrafnhildar. Hún kvað hafa áður leikið fyrir norðan og far- ið jafnan vel úr hendi. Svo var það og í þessu fyrsta hlutverki hennar hér. Leikurinn alstaðar blátt áfram og trúr. Er það spi mín, að hún verði Leikfélaginu góður liðsauki á sinu sviði, ef hún fær að njóta sín. í öðru lagi þarf eg að svara ná- unga einum, sem gert hefir ritdóm minn litilsháttar að umtalsefni i einu blaði bæjarins — á sömu vísu og hann er vanur. Það hefir verið segin saga, að jafnan þegar eitthvað hefir verið fundið að vissum leikendum í Leik- félaginu, hversu smávægilegt sem það hefir verið, þá hefir komið hljóð úr horni með einhvern óánægjuskæt- ing og eg er þess alveg sannfærður að hljóðið kemur ætíð úr sama ná- komna horninu — og það er oftast von á því, ef leikdómarnir eru eigi eitt einasta óslitið lofgerðargums um þessa leikendur, ef hreyft er nokkrum galla. Naumast datt mér þó í hug, að hinn afarmildi dómur minn um Höddu Pöddu mundi hleypavindii »lúsina«. En sjón er sögu rikari. Hún er komin á kreik í Vísi á sunnudaginn, hark- litið i byrjun, eins og á sokkaleist- um gangi, en sækir sig, og endar með þvi að betri sé engir leikdómar en slíkir og aðrir eins og minn um dag- inn. Hann var sem sé eigi nógu ofhróss-kryddaður — í kram þessa riddaia. Eg hafði hælt frú Guðrúnu Ind- riðadóttir fyrir óvenjumikla leikhæfi- leika — »mælt á íslenzka vog«. Út úr þessu fær höf. það, að eg telji íslendinga standa langt að baki öðr- um þjóðum um leikhæfileika. Hvergi hefi eg sagt það. Að eins má leiða það út ur orðum míaum, sem hver einasti óblindaður maður mun sam- sinna, að vitaskuld standi frúin ekki á sporði erlendum leikendum með óvenjumikla leikhæfileika, þ. e. eins og þeir gerast beztir. í lok greinar minnar um daginn benti eg á það »1 sambandu við Höddu Pöddu mælsku. Fekk hann svo mjög orð á sig meðal landa sinna á Krit, að hann var kjörinn á Kritar-þingið, er hann var 24 ára gamall. Um það bil hófust hinar viltu væringar milli Máhameðstrúarmanna og kristinna manna á Krít — þær er brögð að urðu svo mikil, að stór- veldin árið 1896 þóttust verða að skakka leikinn. Varð þá Tyrkjasol- dán að skipa kristinn landstjóra og rýmka að öðru leyti til um sjálf- stæði Kríteyjar á ýmsa lund. En Múhameðstráarmenn undu við hið versta og hófu uppreisn gegn íand- stjóranum. Brugðust þá Grikkir við og sendu herskip á hnotskó til Krítar, og skipuðu hersveitum á land 1897. Lýstu þeir Grikkjakonung rétt nefndan Krítardrottin. Þessum tiltektum vildu stórveldin eigi hlíta, heldur lýstu Krit sjálfstjórnarland uudir. valdi Tyrkjasoldáns, og heimt- uðu grísku hersveitirnar úr landi inn- an 6 daga. Grikkjastjórn lét þó eigi að þessum boðum, heldur mat meira almennings vilja á Krít og lét her-- sveitirnar hvergi víkja. Út af þessu hlauzt ófriðurinn milli Grikkja og Tyrkja 1897, sem Grikkir báru svo langsamlega lægra hlut í. hversu óheppilegt væri, að 4 systur skyldu leika meiriháttar hlutverkin i leiknum. Eg greip þetta tækifæri til að minnast á bessa staðreynd, sem þó kom sér enn miklu ver um daginn í »Skipið sekkur«. Og get eg óhikað staðhæft það, að flestir leikhúsvinir hér i bæ eru á sömu skoðun og eg um þetta. Og eg er jafnvel viss um, að þessar gáfuðu systur finna mjög vel til þess sama. Læt eg svo úttalað við þenna ná- únga, sem aldrei getur setið á sér, þegar hann á að gera það, en sný mér að því, sem eg vék að um dag- inn nanðsyn á tilstreymi nýrra krajta í Leikfélagið, ef það á eigi að verða leiksóknarmönnum beint hvimleitt og íslenzkri leiklist til niðurdreps. Erlend leikhús, sem þekkja sinn vitjunartíma, leggja sig mjög í lima um, að fá sífelt tilstreymi nýrra, ungra karla og kvenna í leikenda- hópinn. Þau gera það vegna leik- listarinnar sjálfrar, og gera það vegna fólksins, sem þau lifa af. Og þjóðleikhúsin, sem til þess eru styrkt af almánnafé að halda uppi góðri leiklist og efla og örfa áhuga fólks fyrir henni, telja þetta beina skyldu sína. En svo er ástatt um Leikfélag Rvikur, að það er — mælt á íslenzka vog — þjóðleikfélag vort — styrkt bæði af lands- og bæjarfé til að halda uppi og þroska leiklistiua með hinni íslenzku þjóð. Þess vegna ber því eindregið sú bein skylda að vifina að Jrampróun islenzkrar leiklistar, en má aldrei verða neitt klíkufélag, er metur það mest að eigi missi við áhrifa og valda þeirrar og þeirrar klíku, er í það og það skiftið hefir atkvæðabolmagn í félaginu. Leikfé- lagið á eigi að vera framfærslustofn- un neinnar sérstakrar kliku, heldur almenn leiklistar-miðstöð landsins. Mér mun nii verða svarað því, að þetta geti alt verið gott og blessað. Það eitt bresti á, að ókleift sé að fá nokkurt fólk til að leika. En eg svara því, að það sé fullyrðing ein. Undarlega mætti oss íslendingum vera farið, ef hér er eigi til ungt og gáfað fólk með leikþrána í sér, svo afarrík sem hiin ella er með æsku- lýð annarra mentaðra þjóða. Nei. — Sannleikurinn er sá, að það hefir naumast verið reynt að fá nýja krafta og skoðun og trii al- mennings sd, að það þýddi ekkert Meðan stóð á þessarri feigðarstyrj- öld Grikkja áttu »verndar«-stórveldin svonefnd i bréfaviðskiftum og samn- ingum við uppreisnarmenn á Krít, þ. e. þá, sem þýðast vildu Grikki, en Tyrki með engu móti. Foringi þeirra var Venizelos. Þá er það, að hann ritar Canevaro, hinum italska sjóbershöfðingja, formanni aðmírála- ráðs stórveldanna í ágiistmánuði 1897 m. a. þessi orð: »Eg er óbijanlega sannýarður um, að eina lausnin á Krítarprœtunni er, að eyjan verði inn- limuð Grikklandu. Reyndist hann þar forspár sem ella. Lagði hann þá og til, að tyrknesku hersveitirn- ar, sem þá sátu á Krít, yrðu kallaðar heim, en fekk því eigi til leiðar snii- ið — en þá sem oftar vildi hann heldur »brotna« en »beygja sig« og lagði niðurforingjamensku uppreisnar- manna. Ari síðar, eða 1898, var samt látið að ráðum Venizelosar þann veg, að upp frá því var soldánsfán- inn tyrkneski á stað einum, einmana á Krit, við hlið verndarvaldafánun- um, eina táknið um drottinvald Kali- fans yfir Kritey. Upp úr þessu varð su ráðabreytni, að Georg, sonur Grikkjakonungs, sá er nú ei kvæntur Maríu Bonaparte, að reyna að komast áfram í Leikfé- laginu, því að þeir sem fyrir eru heimtuðu sig í fyrirrumi um Öll meiriháttar hlutverk, bæði vegna list- metnaðar og eins hins að missa eigi spón tir askinum sínum. Auðvitað ætlast eg ekki til þess, að hver sem er, sá eða sú, sem kemur inn af götunni og segir: »eg vil leika« sé fengið hlutverk í hendur. En eg vildi stinga upp á þvi við Leikfélagsforustumennina að þeir t. d. tækju upp þá aðferð, að kjósa sérstaka nefnd til að reyna nýliða, Sii nefnd auglýsti síðan, að þeir sem kynnu að hafa hug á að fást við> leikment sneru sér til sin. Þeim væri svo fengið hlutverk eitthvert til að fást við, og gefinn ákveðinn frest- ur til að setja sig inn í það — og svo yrði haldið nokkurs konar próf yfir þeim á tilsettum tíma. Upp dr þessarri aðferð mundi áreiðanlega hafast einhverir sæmilegir nýir leik- endur. Annars er enginn leiklistar-- jarðvegur til í landinu. Kann að vera, að einhverir hafi betri tillögur í huganum í þessu efni og værí. vænt að fá þeim hreyft. Leikfélags-mál hafa reynst hér — sem annarstaðar — all-viðkvæm mál. Eg man það, að er eg fyrir þrem- árum leyfði mér að vita starfsemi Leikfélagsins, sem mér fanst þá lík—- ust þrotabús-aðgerðum — var mér legið mjög á hálsi og jafnvel ausinn skömmum og auri úr sumum Leik- félags áttum. En þó hafðist þafr samt fram, hvað sem öðru líður, að- mikil tilþrif urðu um að endurbœta- félagið. Mér þykir sennilegt, að eg fái enn »hljóð lír horni« fyrir þessar hug- leiðingar mínar. En kippi mér eigi upp við það, af því þær eru að eins sprotnar af því, að mig tekur sárt til þess, ef íslenzk leiklist lendir í kyrstöðu og kyrkingi og af því eg; veit, að þáð væri handvömm. Ego. Úr verzlunarskýrslunum. Verzlunar- Hér er tekinn upp skuldir kafli úr verzlunarskýrsl- Islendinga. nm Hagstofunnar, sem um það efni fjallar. einum fárra niðja Napóleons mikla^. var gerður að landsfjóra á Krít og um leið umboðsmanni stórveldanna, Skipaði hann ráðuneyti sér við hlið og varð Venizelos dómsmálaráðherra,. en jafnframt »sverð og skjöldur* stjórnarinnar fyrir sakir yfirgnæfandi hæfileika, þótt eigi væri einu sinni hálf-fertugur að aldri, svo að eigt hefði verið landslistahæfur né kosn- ingaréttarbær til þess hefðarsætís £ »þvísa landi* — íslandi. Svo var um Georg landstjóra, að jafnan kvað hann að því við stór- veldin, að »svo væru net úr garðÉ gerð« á Krít, að eitt mundi úrlausn- ar-ráðið það, að sameina hana Grikk- Jandi, en þau daufheyrðust við. Sii daufheyrzla var misskilin af Krítar- búum og kend Georgi saklausum Venizelos var jafnan þessi árin átrún- aðargoð þjóðarinnar og lenti því fyrir atburðanna afl í hálfgildings andófi við landstjórann, þótt eigi muni hann hafa sjálfur beint kosið sér að hall-- ast á þá sveifina. Olli þar og, að< Venizelos var enginn gæðingur »hirðklíkunnar« og varð úr þessu misklíð milli þjóðforingjans og land- stjórans, sem i rauninni átti eigi við réttar stoðir að styðjast, þar sem>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.