Ísafold - 29.01.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.01.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD »í hvaða lífsstöðn, sem hann hefir verið — hefir hann gnæft jafnhátt yfir alla aðra. Sterkur vilji sannrar ættjarðarástar og óbifanleg trú á getu Grikklands, er samtvinnað hjá hon- um. Hann hefir sjálfur þroskað stjórnmálastarfsemi sína. Persóuu- hæfileikar, lipurð bæði í umræðum og framkvæmdum hafa skapað hon- um öndvegið meðal annara foringja. Þeir, sem vilja hrósa honum, geta með sanni gert úr honum fyrirmynd stjórnmálamanna. Andstæðingar hans geta, án þess að ganga of nærri sannleikanum, vænt hann bæði um veikleika á köflum og óþarfa hörku stundum. Naumast hefir nokkur nú- lifandi stjórnmálamaður verið eins hlífðarlaust auri ausinn og hann. í öllum innanlandsmálum hefir hann veitt frjálslegum hugsjónum nútíðar- innar viðtöku með fögnuði, og er það einkenni, er skilur hinn nýja stjórnvitring frá eldri flokkarígs- mönnunum. Hann hefir reynt að innræta þjóð sinni, að hún mætti eigi hvílast á lárberjum forfeðranna, frægð Forn- Grikkja, heldur eigi þjóðin að upp- yngja forna frægð með ötulli atorku*. Bæjarstjórnarkosningin. Á mánudaginn stendur slagurinn sá — kapplítið þó af aðilja hálfu, nema helzt verkmanna. 1 Tveir nýir listar eru komnir fram auk þeirra, sem áður er getið: Kvenfólkið hefir sett upp þenna lista: Inga L. Lárusdóttir, Ragn- hildur Pétursdóttir, Geir Sigurðsson, Samúel Olafsson og Pétur Halldórs- son. Út af því, sem kvað hafa verið borið út um bæinn að karlmennirnir hafi viljað meina kvenþjóðinni sæti á bæjarstjórnarlistum skal þess getið, að jungfrúnni, sem efst er á þess- um lista var boðið að velja um sæti á Sjálfstæðisfélagslistanum. Síðasti listinn, sem vér höfum séð, E-Iistinn lítur svona út: Thor ensen, Pétur Halldórsson, Geir Sigurðsson, Guðm. Gamalíelsson, Flosi Sigurðsson. mannanna á vigstöðvunum. »Sá fell- ur sem fyrirhugaður er, þegar hans augnablik kemur* hugsa þeir og dag- legir viðburðir styrkja þá i þeirri trú: Af tíu mönnum í hóp, kemst aðeins einn lífs af — hvers vegna? Hans augnablik var ekki komið. Næsta dag fer ef til vil kúla gegn- um höfuðið á þessum eina, þar sem hann er að kveikja eld til vatns- hitunar. Þar kom hans augnablik! »Enginn má sköpum renna«. Slík forlaga-trú annars kristinna her- manna er engan veginn þýðingar- laus. Hún eykur án efa mörgum þrek og áræði. En þegar þesc nú er gætt, hve miklir oft og einatt erfið- leikarnir eru á því að varðveita trúna á guðlega forsjón undir þeim kring- umstæðum, sem hér ræðir um — allra helzt trúna á vísdómsfulla og gæzku- ríka forsjón, því meiri ástæða er til að dáðst að því, hve lifandi og óbil- ug forsjónartrú getur bærst í brjóstum margra vitandi kristinna hermanna. Það er dásamlegt hve fastheldnir þeir geta verið við þá skoðun, að alt verði samkvæmt vísdóms- og kærleiks-vilja, enda það sem kemur öðrum, og það hinum vitrustu, fyrir sjónir sem einber meiningarleysa. Þarf sízt að taka það fram hvílikur óviðjafnanlegur styrkur slík trúarfesta er hermanninum í raununum, sem hann ratar í. Og það sem öllu öðru Eins og áður hefir verið minst á hér í blaðinu þykir oss sjálfsagt, að eigi fari bæjarbúar að taka svo dug- andi mann úr bæjarstjórninni, eins og Geir skipstjóra Sigurðsson, eftir að eins ársdvöl. Er þess að vænta, að drjúg verði fylkingin um þann listann, sem hann er efstur á (Sjálf- stæðisfélags-listann) eigi síður fyrir þá sök, að hinir tveir mennirnir eru nýtustu menn og vænlegir til góðra framkvæmda i bæjarmálum. Kjósið því B-listann. Brunabótafélag íslands. Með lögum 22. nóv. 1907 var ákveðið að stofna skyldi »Brunabóta- félag íslands*. Átti landsstjórnin að gangast fyrir stofnun þess. En ekk- ert varð úr því sökum þess að ekki var hægt að fá samninga um endur- tryggingu hjá erlendum brunabóta- félögum. Síðasta alþingi gerði þá breytingu á lögunum, að félagið skyldi stofna, þótt eigi fengist endur- trygging, ábyrgð landssjóðs var í því skyni aukin og ýmsar aðrar breyt- ingar gerðar til að tryggja félagið. I lögunum er ákveðið að félagið skuli taka til starfa svo fljótt sem verða má. Hugsað er nú að láta félagið taka til starfa 1. október þ. á. Hefir landsstjórnin kjörið Svein Björnsson yfidómslögmann til þess að koma félaginu á laggirnar og hafa á hendi framkvæmdarstjórn þess. Mun hann fara utan nú með »íslandi« í þeim erindum. Nýr botnvorpungur. Nýlega. var stofnað hér í bæ hlutafélag með nafninu Geir Thor- steinsson & Co. Hefir það gert samn- ing við skipasmíðastöð í Hollandi um smiði á nýjum botnvörpung af sömu gerð eins og Baldur og Bragi eru. Búist við, að hann verði til seint á þessu ári. Framkvæmdarstjóri þessarar nýju botnvörpungsútgerðar er Geir Thor- steinsson kaupmaður. fremur eykur henni gildi er, að hún er ávalt samfara lifandi bxnarlífi og trúnni á krajtaverk af guðs hálfu. Á því er enginn minsti vafi, að bœnrækni hefir aukist stórkostlega í löndunum síðan er heimsstyrjöldin hófst, segir höf. Sumir ætla jafnvel að engin kynslóð hafi haft af jafn- mikilli bænrækni að segja og sú, sem nú er uppi. Það má vel vera, að ýmsir vankantar séu á þeirri bæn- rækni hjá öllum þorra manna, og að ekki væri vanþörf á, að menn leituðu til meistarans með bænina gömlu: Kenn oss að biðja! En hvað sem því líður — bænrækn- in hefir eflst dásamlega síðan ófrið- urinn hófst. Og ekki sízt á víg- stöðvunum lærist mönnum að biðja. Þess eru dæmi, að menn, sem álitu sig vera guðneitendur, ve;ttu þv/ með undrun eftirtekt, þegar þeir voru staddir í mikilli hættu, að þeir voru alt í einu farnir að biðjast fyrir. »Eg hefi séð og reynt allar hörm- ungar nútíma-hernaðarins«, ritar einn þeirra, er áður var gallharður van- trúarmaður, og hafði ekki viljað eiga nein mök' við neina kirkju. »Alt í kringum mig logaði hinn ákafasti sprengikúlna-eldur. Eg heyrði fé- laga mína æpa um hjálp, og eg sá að loku var skotið fyrir sérhverja mannlega aðstoð. Eg veit, ‘að á slíkum augnablikum spennir hver mað- Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, fyrir nautgripi, eldri og yngri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Látnir merkismenn ny rðra. Nýlega eru Iátnir tveir merkis- bændur norðanlands Guðm. Bárðar- son á Bæ í Hrútafirði faðir Guðm. jarðfræðings. Varð sjötugur að aldri. Lézt 16. jan. En þ. 21. jan lézt Inqvar Þor- steinsson bóndi á Sólheimum, bróðir síra fóhanns Þorsteinssonar og þeirra systkina. Vegna anna í prentsmiðjunni, áður en póst- arnir færu, kom ísafold ekki út á miðvikudaginn. ReykjaYíkar-annáll. Gas-vandræði. Sem stendur er mjög mikil tregða á, að fá gaskol frá Bretlandi og beint afsvar um það ný- lega, að hingað mætti flytja gaskola- farm, sem keyptur var í Bretlandi 4. des. síðastliðinn. Landstjórnin hefir látið málið til sín taka og símað til Bretastjórnar um útflutningsleyfi. Svar við þeirri málaleitan er ókomið enn. Vegna þessara ástæðna hefir gasstöð- in beint þeirri áskorun til almennings, að spara gasið eins og unt er. Skipafregn: í s 1 a n d kom hingað á miðvikudags- morgun eftir mjög harða ferð frá Skot- landi. Skamt frá Orkneyjum laust eld- ing niður í skipið og skemdi alla átta- vita. Varð skipið síðan að sigla átta- vitalaust hingað til lands — og mundi eigi öllum skipstjórum hent, að leika það eftir Aasberg. Farþegar voru: Einar skáld Benediktsson, Geir Thor- steinsson kaupm., Aage Berlóme stór- kaupm., Þ. Clementz, Haraldur Böðv- arsson kaupm. frá Akranesi með sinni frú. Grnðsþjónnstur : í dómkirkjunni kl. 12 cand. theol. Sigurbj. Á. Gíslason, kl. 5 síra Bj. J. ur greipar og horfir til hæða. Eg hefi aftur lært bænarlistina og blygð- ast mín ekki fyrir að kannast opinber- lega við það. Ef einhver kemur til þin og fer að verja sinar nýju fri- hyggjukenningar, þá spurðu hann að eins hvort hann vilji ábyrgjast þær á þeim augnablikum, þegar hættnrnar umkringja oss. Ef hann skyldi ypta öxlum við því, geturðu sýnt houm þetta bréf. Látum hann halda þvi fram eins og honum þókn- ast, að trúin okkar sé bábylja; eg veit, að þegar neyðin steðjar að, þá leitar margur til guðs, og finst hann ekki geta án hans verið — margur, sem áleit sig áður nógu hygginn, til þess að geta komist af án hans«. — Einnig forlagatrúar-hermenn grípa til bænarinnar, þegar sverfur að þeim. Hér reynist sem oftar »náttúran nám- inu ríkari«. Þá má geta nærri, að vitandi kristnir menn vanræki ekki bænariðjuna undir slíkum kring- umstæðum, enda er það trú margra liðsforingja, að því fleiri bænarinnar mönnum, sem þeir eigi yfir að ráða, því vísari sé þeim sigunnn. Og að guð heyri bœnirnar, er auðvitað hlut- ur, sem slíkir menn eru sannfærðir um, og þá ekki síður hitt, að hann framkvæmi krajtaverk þeim til bless- unar. Aftur og aftur er svoaðorði komist í bréfum hermanna: »Sá, sem hér ekki trúir á bænheyrslu, í frfkirkjunni kl. 12 síra öl. ÓI., kl. 5 síra Har. Níelsson. Fermingarbórn Fríkirkjusafnaðarins eiga að koma í kirkjuna næstkomandi mánudag kl. 1 e. h. Verzlnnarmannafél. Reykjavíkur átti 25 ára afmæli á fimtudaginn var, 27. þ. mán. Var afmælisins minst með hátíðlegum fagnaði í Iðnaðar- mannahúsinu. Hafðí fólagið 9 af stofn- endum fólagsins (ásamt frúm þeirra) í boði sínu sem heiðursgesti. Voru það: Björn Kristjánsson bankastjóri, Borg- þór Jósefsson bæjargjaldkeri, Ditlev Thomsen konsúll, Einar Arnason kaupm., Guðm. Ólsen kaupm., Helgi Zoega kaupm., Jakob Jónsson verzlun- arstj., Sighvatur Bjarnason bankastj, og Th. Thorsteinsson kaupm. Yfir borðum voru haldnar margar ræð- ur. Fyrir minni heiðursgestanna mælti Ól. Björnsson ritstj., fyrir minni Verzl.- m.fól. Sighv. Bjarnason bankastj., fyrir minni Verzlunarskólans Ditlev Thom- sen konsúll, fyrir minni fsl. verzlunar- stóttar Ól. G. Eyjólfsson, fyrir minni kvenna Jón Sivertsen skólastj. o. s. frv. Erindi Jóns Ólafssonar um ófriðinn síðastliðið laugardagskvöld var ágæt- lega sótt. Borist hafði út um bæ, að til stæði pípnablástur o. fl. af hálfu Þjóðverjasinna hór í bæ, en lftið sem ekkert hafði úr því orðið. Þegnskylduvinnan var á dagskrá í Stúdentafólaginu um síðustu helgi. Flutti aðalfrömuður bennar H e r - mann Jónassou rithöf. ftarlegt erindi og öflugt sínu máli til stuðn- ings. — Umræður verða á næsta stúd- entafundi. Næsta nauðsynlegt er, að halda þessu máli vakandi með þjóðinni fram að kosningum, svo eigi verði atkvæði um það greitt út í bláiun. Erl. símfregnir (frá fréttaritara íaf. oy Morgunbl.) Kaupmannahöfn 21. jan. Friðarsamningarnir millí Austurríkis og Svartfjalla- lands hafa strandað. Skilmálar Austurríkis- manna þykja óaðgengi- legir. Svartfellingar halda á- fram hreystilegri vörn hann hlýtur að vera blindur«. «Ef þetta er ekki kraftaverk, þá hefi eg aldrei vitað hvað kraftaverk er«. Og þótt einatt fari á annan veg en um var beðið, þá er ekki fyrir það efast um kraft og blessun bænar- innar. Einn úr hjúkrunarliðinu seg- ir svo frá: »Kvöld eitt átti eg tal við allmarga mjög trúhneigða her- menn. Bænheyrsla bar á góma. Tilfærð voru ýms dæmi þess, að guð heyrði alls ekki ávalt bænir manna um varðveizlu á lífi. Þá hvíslaði einn þeirra að mér: »Eg get sagt yður það með sönnu, að hvað sem öðru líður, hljóta þeir, sem temja sér bænariðju, skjjitan og léttan dauðdaga. En spottarinn deyr við mikil harmkvæli«. Á þann veg reyna þeir að sannfæra sjálfa sig og aðra um að bænin sé aldrei árang- urslaus*. Enginn ætli, að hér eigi sér eng- ar undatitekningar stað. Fjarri fer því. Hörmungarnar geta orðið svo mikla.r, að þær valda, ef svo má segja, »sprengingu persónuleikans*. Maðurinn verður kaldur eins og is eða harður eins og stál, gersamlega tilfinningarlaus fyrir virkileikunum óttalega, sem hann er staddur í. — Einn hermaðurinn skrifar : »Mér gat ekki dulist, að því varð ekki afstýrt, sem fram átti að koma. Hugsun þeirri skaut upp hjá Molde brennur. Kaupmannahöfn 22. jan. Bærinn Molde í NoregL brennur, og er mestur hluti hans þegar ein ösku- hrúga. 1000 menn hafa orðiö húsnæðislausir. Tjónið er metið 4 mil- jónir króna. Russar sækja fram 1 Galizíu og Armeníu. Kaupmannahöfn 24. jan. Rússar hafa rofið miðfylk- ingu Tyrkja í Kákasus. Rússar sækja fram til Er- zerum. Nikita Svartfellingakonung- ur er farinn til Lyon á Frakk- landi. Mirko prins hefir tekið að sér að safna saman leyfum hersins. Austurríkismenn hafa tekið Antivari og Dulcigno. Kaupmannahöfn 25. jan. Austurríkismenn hafa tekið Skutari og Podgoritza. Rússar hafa hafið ákafa stór- skotahríð á Erzerum. Kaupmannahöfn 27. jan. Austurrikismenn halda áfram að afvopna Svartfellinga. Austurríkismenn sækja fram hjá Isonzo. Áköf stórskotahríð á vestur- vígstöðvunum. rrér: Margir segja, að í svonæ- kringumstæðum sé ekki annað að gera en að grípa til bænarinnar. En mér var ómögulegt að biðjast fyrir. Hve feginn sem eg hefði viljað, gat eg ekki með neinu móti talið það' líklegt, að til væri nokkur persónu- leg vera, sem stýrði heimsviðburð- anna rás, og vegna bænar minnar gæti tekið í taumana*. Annar skrif- ar: »Þegar neyðin var á sínu hæsta stigi, veitti eg því með undrun eft- irtekt, að eg ósjálfrátt var tekinn að stama fram »faðirvor«. En er eg kom að þriðju bæninni, hló eg að sjálfum mér, því að mér er gersam- lega ómögulegt að trúa þvi, að nokk- ur guð sé til«. — í sérstökum kafla um »kirkjujerð- ir« hermanna á vígstöðvunum gerir höf. grein fyrir því, hverja þýðingu sálmasöngurinn hafi meðal hermann- anna. Þegar þeir —- sem mjög er algengt — taka sér gisting í kirkjum, sé alvenja, að sálmar séu sungnir, ef einhver kann að leika á orgelið, meðan menn geta haldið sér vak- andi. Syngur þá hver með sínu nefi og fær það ekki dul- ist hver ánægja og uppbygging her- mönnunum er að þessu. s Einnig eru sálmar oft sungnir í skotgryfj- unum. Þarf oft ekki meira til, en að einhver einn taki að raula fyrir munni sér eitthvert sálmalag, taka

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.