Ísafold - 02.02.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.02.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD Proppó kaupm., Páll Stefánsson um- boðssali, Hjalti Jónsson skipstj., Helgi Helgason verzl.stj., Guðrún Jónasson kaupkona. G u 11 f o s s fór frá Kaupmannahöfn á föstudaginn var. P 1 o r a á að fara frá Björgvin í dag. Látin er síðastliöin sunnudag G u ð- ríður Þórðardóttir, kona Odds Jónssonar hafnsögumanns í RáSagerSi, en dóttir ÞórSar heit. Jónssonar, er lengi bjó á þeirri jörð, ung kona og látin hið bezta. Fjallskilamálið. Eýtir Siqurð Guðmundsson á Selalœk. Nl. Hins vegar eru fjallskilin í eðli sínu fremur tilheyrandi jörðum og fénaði, en öðrum ástæðum manna, enda er óeðlilegt, og mun óvinsælt að leggja þau á búlausk menn, sem engan fénað hafa, svo naumast má taka þennan gjaldstofn nema að litl- um hluta. Um sjötta og síðasta atriðið, sam- blandsgjaldstofninn, er það helzt að segja, að sanngirnin mælir kannske helzt með því að brúka alla gjald- stofnana til samans, en hafa mikið mismunandi gjald á þeim. Mest á jörðunum, þó mikið meira eftir gæð um en tölu, þar næst á búpeningn- um, sem framleiðsluþörfin mælir þó mjög á móti, þó meira á sauð- féð, vegna erfiðari smalamensku, en vegna ástandsins með afréttinn kem- ur það fremur til greina í heima- högum og meira á búpeningi, sem gengur mikið í annarra löndum, vegna óheimillar beitar, en minst á efni og ástæður. En svo kemur framkvæmd- in til sögunnar og hún segir þennan samblandsgjaldstoín óframkvæman- legan. Gersamlega óframkvæman- legan, öðru vísi en eftir ágizkun. En þá hefir sanngirnin litla tryggingu. Enda hætt við að það breyttist í út- svarsupphæðir, eftir efnum og ástæð- um eða hver veit hvað. Eg hefi hér að framan gengið út frá sem mestu atvinnufrelsi og sem minstri lagaþvingun. Sumir vilja taka þetta á annan veg. Vilja þvinga bændur til að nota afrétinn. Reglugerð sýslanna ráðgerir, að menn séu skyldir að reka geldfé og lömb, eftir nánari dkvörðun hrepps- nefndar. En þetta er að því sem eg til þekki, dauður bókstafur. AI- ment tekið gæti þetta þó verið þarf- legt ekki sízt vegna mjólkurpenings, en málið vandast við nánari athug- un. Mér finst sanngirnin segja: Fyrst sumir bændur hafa lagaheim- ild til að hafa i ógirtu landi svo mikið, sem þeir vilja af ám, hross- um og nautpeningi hversu litið sem landið er, þá er ósanngjarnt að skylda þá,' sem fátt eiga í stóru landi að reka vissar tegund, máske þær einu, sem til eru. Sanngjarnara væri, þó erfitt sé, að hreppsnefnd meti hvað bændur mega hafa mikinn fénað alls í sínu landi og þvingi þá, sem hdn álítur hafa of mikið, til að gera við af- ganginn eitthvað af þessu: rekahann á afréttinn, koma honum fyrir hjá öðrum, borga bændum, sem helzt verða fyrir átroðningnum beitartoll eða gjalda meira til félagsþarfa. En að öðrum kosti, að fækka fénaðin- um, og þann kostinn hygg eg að flestir kjósi, sem ekki geta afgirt lönd sín, en bændur, sem afgirt lönd hafa eða litinn fénað í stóru landi hljóta áð yera frjálsir og sjálfráðir í i þessu efni. Að skylda menn til að btia á afréttinum er lítið sann- gjarnara én að skyida þá til að búa á jörðunum. Alt stefnir i þá átt, að hreppsfél- agið verður að borga fjallaskilin, meðan eftirsóknina vantar að nota afréttinn, og að félagið verði að fá borgunina hjá jörðunum. Fjallskilin hafa hér aðallega verið lögð á jarða- talið, og i seinni tíð talsvert á sauð- féð. En útkoman hjá mér verður sú, að tilheyri fremur jarðamati og öllum btipeningi. Jarðamati tilheyra fjallskilin af þvi afrétturinn er tiltölulegur partur hverrar jarðar hreppsins, sem bænd- um ber að gera full skil til hrepps- félagsþarfa, og jarðirnar hins vegar, eftir gæðum, eini tekjustofninn, sem hreppsfélagið hefir að bjóða, og við það er bundinn. Þær eru hreppur- inn sjálfur. Hreppsfélagið með sín- um mörgu skyldum og þungu byrð- um, eftir gjaldþoli, þarf að vera húsbóndi sinna jarða, minsta kosti hvað það snertir, að láta þær gera skil til eigin hreppsfélags þarfa sem af jörðunum leiða, Tekjur sem jörðin ein gefur, ættu þvi fyrst og fremst að ganga til :.reppsfélagsgjalda þeirra, er af jörð- inni leiða, en afgangur til eigandans. En öllum búpeningi tilheyra fjall- skilin af því jafn sanngjarnt er, að leggja f|allskilin í allan búpeninginn, sem heima er, fyrst ekki má leggja þau á fjallféð, og af því, þegar eitt- hvað er rekið til fjalla, þá er það engu síður rekið vegna hins sem er heima. En útkoman bendir einnig til þess, að mikið minni hluta gjaldsins verði að leggja á búpeningin, bæði vegna þess, hvað skaðlegt er að hnekkja framleiðsunni og vegna hins að það má, samkvæmt áður sögðu telja óframkvæmanlegt, án mikilla rang- inda og einlægrar óvissu með gjald- stofninn. Jarðirnar eru eini fasti grundvöll- urinn. Jarðatalið er þó svo ósann- gjarnt að það þaif að dauðadæmast. Jarðamatið er þá aðeins eftir sem eini fasti og mögulegi gjaldstofninn. Sá gjaldstofn styður framleiðsluna, og frátélagsins hlið séð, og euda vegna sanngirninnar ber þeim sem góðar jarðir taka, að annast góð skil til félagsþarfa, en lítil ski) af lélegum jörðum. Að visu hnekkir gjaldið heldur jörðunum fyrir eigendum, en það tel eg minsta skaða, þær mega hvort sem er ekki vera dýrar eða hátt leigðar, svo hægt sé að búa á þeim og nokkur leið sé til, að fraroleiðslan geti þolað samkepnina á heimsmark- aðinum. Fyrst í stað, meðan ekki eru ábú- andaskifti, getur gjaldið þó legið frekara en nú er á sumum Abiiend- um og breytingin heldur skaðað suma leiguliða, en vel má við því gera með þvi að hafa aukagjald til að jafna með þær misfellur. Færa leiðin 1 þessu máli kemur þannig af sjálfu sér. Hún verður að byggjast á möguleikanum í öll- um efnum, og möguleikinn í Asa- breppi og þar, sem likt hagar til, er sá, að fyrst i stað se jarðamatið aðalgjaldstofninn og áður en langt líður eini qjaldstofninn. Auka-gjaldið, sem leggjast mætti á bændur til að jafna með nefndar misfellur, verða hreppsnefndir , að jafna niður, helzt á búpeninginn, sam- anborinn við beitilandið, þó frekara á sauðféð og eftir þvi, sem þær álíta sanngjarnt, með tilliti til breytingar- innar, og hinna margbreytilegu ástæðna hjá bændum. Hve mikill bluti fjallskilanna auka- gjaldið ætti að vera, getur verið álita- mál, og fer mest eftir því hve mikil þörf er á að laga misfellur, sem koma fyrst í stað við breytinguna. en aukagjaldið hlýtur að minka og hverfa með tímanum. Agangur búfjár á annara heima- lönd er annað mál en fjallskilamálið, sem aðrar reglur heyra til um í fram- tíðinni, meðan menn ekki geta af- girt lönd sín. Eins og nú stendur finst mér þetta eina leiðin, sem fær er í íjall- skilamalinu án stðrkosúegrar skerðing- ar sanngirninnar, eyðingar framleiðsl- unnar eða hindrunar framkvæmd- anna. Blómgisl búnaðurinn ekki, þá get- ur naumast hjá því farið, að jarðirn- ar verða að bera jarðakostnað þenn- an meðan þær eru bygðar. En blómg- ist biinaðurinn að mun, svo eftirsókn verði að reka á afréttinn, pá getur afrétturinn farið að bera fjallskila- kostnaðinn að nokkru eða Öllu leyti. Selalæk 26/12 1915. Bítirmæii. 2. nóvember síðastliðinn anðaðist að heimili sínu, Grettisgötu 12 í Reykjavík, húsfrú Raqnheiður *Arna- dóttir. Hiin var fædd 29. september 1866 á Kirkjubæjarklaustri í Skaftafells- sýslu, og voru foreldrar hennar þau Arni Gíslason sýslumaður og seinni kona hans, Elín Arnadóttir frá Dyr- hólum í Mýrdal. En Arsi sýslu- maður var sonur Gísb prests í Vest- urhópshólum, síðar á Gilsbakka, og Ragnheiðar Vigfúsdóttur frá Hiíðar- enda í Fljótshlið. Systkini Ragnheiðar, sem á lifi eru, eru þau Þórarinn bóndi í Her- dísarvík og Helga, gift Páli Þorkels- syni gullsmið i Reykjavík. Þau eru fyrri konu börn Arna sýslumanns; en albróðir Ragnheiðar er Skiili læknir í Skálholti. 14 ára gömul fluttist Ragnheiður með foreldrum sínum að Krísuvík, og var þar hjá þeim þar til hún 1897 giftist Pétri F. Jónssyni verzl- unarmanni frá Hraunprýði í Hafnar- firði. Tóku þau Pétur þá við búi í Krísuvík og bjuggu þar, þar til árið 1900 að þau fluttu sig til Reykja- víkur. Var þá Árni sýslumaður látinn fyrir tveim árum, en Elín, móðir Ragnheiðar, fluttist með þeim hjónum til Reykjavikur, og andað- ist þar hjá þeim árið 1903. Þau Ragnheiður og Pétur eign- uðust einn son, Árna að nafni, en mistu hann rúmlega ársgamlan. Ragnheiður Arnadóttir var í meðal- lagi há, grannvaxin og svaraði sér að öllu leyti vel. Hún var allra kvenna handnettust, og svo hög, að slíks eru fá dæmi um konur; hiin lagði og margt á gjörva hönd, og fórst alt vel. Prýðtsfagra bönd skrif- aði hiin, og betra mál, en títt er að konur skrifi; hafði hún og notið talsverðrar mentunar í æsku, og var jafnan bókhneigð og listunnandi. Hiin var með hárprúðari konum, Ijóshærð í æsku, en hárið döknaði nókkuð með aldiinum. Svipur henn- ar var einkar hreinn og göfugmann- legur, og mátti þar um segja, að »tengd voru saman tign og þokki«; svaraði og öll framkoma hennar til útlitsins. Það hefir verið sagt um hana, og það með réttu, að saman hafi farið hjá henni höfðingsskapur föður hennar og manngæzka móður hennar, sem var bæði elskuð og virt af öllum þeim er þektu hana. Allir þeir, er bezt þektu Ragn- heiði, munu, munu vera samdóma um það, að htin haíi verið afbragð annara kvenna fyrir margra hluta sakir, en hún var fremur fáskiftin og hafði sig litt í frammi og þekti ekki marga. Hún var vinavönd, en eins og titt er um slíkt fólk, þá var hún og vinföst eftir því. A heimil- inu undi hún sér bezt, og þar varð maður að kynnast henni til þess að þekkja rétt mannkosti hennar. Þar sá maður bezt, meðal annars, hina framútskarandi atorku, elju og lipurð, sem samfara háttprýði, blíðlyndi og hógværri glaðværð gjörðu hana svo einkar vel hæfa til að vera hdsfreyju, og kostir hcnnar voru engin upp- gerð. Þeir voru meðfæddir og komu í ljós þegar í barnæsku. Brjóstgæði hennar og hjálpfýsi lýstu sér bezt i nákvæmni þeirri og höfðingsskap, sem hún svo oft auðsýndi þeim er örðugt áttu, og mun engum kunn- ugt til fulls, hve oft þau hjónin réttu snauðu fólki hjálparhönd. Lífsskoðanir Ragnheiðar voru skýr- ar og heilbriSðar, triirækin var hún og fylgdist vel með í þeim efnum, sem öðrum, og ásamt góðu upp- lagi munu trúarskoðanir hennar hafa hafa haft mikil áhrif á breytni henn- ar. Sambúð þeirra Péturs og henn- ar var hin ástdðlegasta, og heimilið sönn fyrirmynd; mun og flestum þeim, er til þeirra komu, vera minnisstæð alrið sti og einiægni, sem einkendi svo mjög gestrisnina á heimili þeirra. » Vist seqja fáir hauðrið hrapa hásfreyju qóðrar viður lát;«. en hitt er og eigi siður víst, að væri allur fjöldi kvenna sannar og góðar húsfreyjur, þá mundi heimur þessi vera öðruvísi og betri, en hann er. Þvi að ekki verður því neitað, að einn af öflugustu hyrningarstein- um heimsbyggingarinnar eru heimil- in, og eiga htisfreyjumar ekki minst- an þátt í að móta þau. S. + H. Hinn 9. sept. 1914 andaðist að Minni-Vogum merkis- og gæða-konan Guðrún Þórðardóttir 67 ára gömul. Voru foreldrar hennar Þórður bóndi i Stapakoti, Árnason, bónda á Stóru- Seilu í Skagafirði Arnasonar; en móðir hennar var Elín Klemenz- dóttir, bónda í Stapakoti, Sæmunds- sonar í Narfakoti í Njarðvíkum. Guðriin sál. fæddist í Stapakoti 4. okt. 1847 og ólst upp í Stapa- koti hjá foreldrum sinum og dvaldi þar þangað til hiin 27 ára gömul giftist etginmanni sínum Klemenz Egilssyni í Minni-Vogum hinn 5. des- ember 1874, sem lifir eiginkonu sína. Þ.iu hjón eignuðust 6 börn og eru 5 þeirra á lífi, 3 synir og 2 dætur, öll upp komin. -— Guðriin sál. var mesta gæða- og sæmdar- kona. Htin var alla æfi leidd af guðsanda. Hjarta hennar var auðugt af trá og ávaxtarikum kærleika. Htin var ástríkur maki og ágæt móðir. ÖU hegðun hennar bæði i orðum og verkum var fögur fyrirmynd. Hvar sem htin var stödd fylgdi henni barnsleg blíða og friður. Barns- lega blíða brosið, sem jafnaðarlega lék á vörum hennar lýsti friðinum og sakleysinu í hjarta hennar. Að hjálpa fátækum og líkna nauðstödd- um var henni sönn ánægja. Htin var ágæt og stjórnsöm húsmóðir. í öllu var htin kvennasómi, enda elskuð og virt af öllum, er kyntust henni. Htin var eins og postullinn lýsjr góðri kona: höfuðpryði manns sins og verndarengill barna sinna. — Blessuð sé minning hennar. A. Þ. Gjaflr og áheit til Heilsnliælisffls. Undanfarna mánuði hafa mér bor- ist þessar gjafi og áheit til Heilsu- hælisins: Gjafir: Frá manni í Skriðdal 25 kr., frá }óh. Einarss. Bakkakoti 3 kr., frá E. M. Einarsson sama stað 33 kr., frá Guðlínu i Mófells- staðakoti 5 kr., frá ögm. kennara Ögmundssyni í Sandvík og fólki hans 50 kr., frá Þórarni Olgeirss. skipstjóra 25: kr., frá skólabörnum i Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum 10 kr. Samtals 151 kr. A h e i t: Frá H. B. í Mjóafirði So kr., frá Þ. A. 10 kr., frá ónefnd. á Stokkseyri 5 kr., íri ]. Þ. og Þ. Þ. 2 kr., frá H. E. Fossi io kr., frá H. s. stað 2 kr., frá ónefnd. 2 kr., frá ónefndum í Dýrafirði 50 kr., frá G. Thorders 5 kr., frá Har. Arnas. 83 kr. 90 a., frá Ó. Þ. 4 kr., frá X 10 kr., frá ónefnd. Rvik 2 kr., frá Margréti Halldórsd. Asakoti 2 kr., frá ónefndri konu 5 kr., frá Birni á Tviskerjum 5 kr., frá stiilku að vestan 10 kr., frá Skagfirðingi jo kr., frá R. R. 2 kr., frá G. E. Seyðisfirði 10 kr., frá >þing« 5 kr., frá ]. E. 2 kr. 60 a., frá Guðrúnu Jónsd. Hlið 5 kr., frá 3 hásetum á »General Gordonc, sem kom frá Kanada 19. jan. 1916 40 kr. Sam- tals 372 kr. 50 a. Rvík 31. jan. 1919. G. Björnsson. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Áruason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Litið á birgðir minar og sfáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. Skrifstofa Isafoídar verður framvegis opin frá kl. n ár- degis til kl. 6 síðdegis. Ritstjóri ísafoldar venjulega til við- tals kl. n —12 árdegis. The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og færi alt úr bezta efoi og sérlega vandað Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við og þá fáið þér það sem bezt er. Tvö eintðk af dönsku orða- bókinni (Jónas Jónasson) verða keypt háu verði nú peqar. Snúið yður á skrifstofu ísafoldar. Skrifvél óskast til kaups nú þegar. Ritstj. visar á. Kristján Ó. Skagfjörð umboðsmaður brezkra verksmiðja dvelur til febrúarloka 32 Margaret Street, Hull, England.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.