Ísafold - 12.02.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.02.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Netjaverzlun íiÍ*»__Í£ííO Sigurjóns Péturssonar. Símar: 137 og 543. Hafnarstræti 16. Símnefni: Net. Reykjavík. Bezta netjaverzlun bæjarins. Innlendnr iðnaður. Yönduðlvinna og efni. Tijrsta lítwspunaverksmiðja íslands, Bezfa botnvörpuverksmiðja ístands. Fiskimenn! notið að eins: Sigurjóns Botnvörpur: sem fara bezt og eru léttastar”í sjónum. Sannanir og vottorð fyrir hendi. Sigurjóns Tiskilínur: sem fara sigri hrósandi um alt; frá 2 pd. til 6 pd. línur eru til fyrst um sinn. Sigurjóns Lóðarbetgir: sem eru búnir til úr ágætis efni — og eru burðarmiklir. Sigurjóns Borðstokkstjlífar: sem verja skipin bezt. Manilla, Carbide, Bambusstengur m. m. alt selt með atar- lágu- verði. Úfgerðarmenn og kaupmennt Verzlið því að eins við þann mann sem veitir iðnaðinum inn i landið, og það er Sigurjón Pétursson, sínar, því hrakspár kalla eg þetta í garð þjóðarinnar. Eg hefi reyndar heyrt því fleygt. að sumir vildu sjá hvernig hagur félagsins verður við fyrstu reiknings- skilin núna í vetur. Græði það, þá muni þeir opna vasann, annars ekki. I mínum augum eru þetta við- bárur einar. Viðbárur viljaleysis og vantrúar. Það má ekki veikja trú nokkurs Islendings á Eimskipafélaginu, þótt þetta fyrsta ár þess verði ekki gróðaár. Þetta ár, sem líklega að mörgu leyti er eitt erfiðasta árið í allri sögu Norðurálfunnar, fyrir allar samgöng- ur á sjó. Vér megum ekki einblina á það, hvort félagið græðir eða tapar á þessu byrjunarstigi sínu, heldur hitt, að vér verðum að efla það á allan hátt, og lifa svo í voninni um viss- an stórgróða með tíð og tima, bæði beinlínis og óbeinlinis. Vér stöndum alveg jafnréttir þótt vér fáum ekki einn eyri í vöxtu fyrstu árin af fé þvl, er vér höfum þegar lagt i þetta fyrirtæki. Og vér vitum ekkert af því, þótt vér leggjum fram þessar 300 þús. króna, sem Eimskipafélagsstjórnin nú vill fá til nýrra skipkaupa. Sama árið sem vér aukum spari- sjóðsinneign okkar um liklega 1 Y2 miljón króna og eigum inni i spari- sjóðum alt að 10 miljónum. Ekki nema 3/100 þessarar upp- hæðir mælist Eimskipafélagsstjórnin til, að vér leggjum í þann sparisjóð- inn, sem, ef ekki gengur því ver, gefur oss innan skamms margfalda sparisjóðsvexti, og lyftir þjóðinni á hærra menningar og þroskastig en »íslands þúsund ár« hafa hingað til gert. Þessi síðari hlutafjársöfnun ætti þvi að færa Eimskipafélaginu heim í hlaðið ekki einar 300 þúsund kr. heldur að minsta kosti eina miljón króna, það er eitt vænt flutningaskip og tvo strandferðabáta. Þá væri gaman að lifa, íslendingar. Það er ekki nema 1/10 sparisjóðs- inneignarinnar okkar í siðustu árs- lokin. Nú er að sýna sjálfstæðisþrána i verki. Fari samt sem áður svo rauna- lega, að þessar 500 þúsundir fáist ekki, auk heldur meira, þá má Eim- skipafjelagsstjórnin þó fyrir engan mun grípa strax til þess óyndis úr- ræðis að fara í fjárbón til annara landa áður en hún reynir til þrautar meðal sjálfra vor. Vér eigum að gera þetta sjálfir og eg vona að vér gerum það er vér höfum áttað oss á hvílíkt vel- ferðarmál þetta er fyrir land vort. Þjóðarheill og þjóðarheiður vor krefst þess. Gandreiðin. Hugleiðingar um landsins gagn og nauðsynjar. Eftir Siqurð Guðmundsson á Selalæk. Egleit á þjóðfélagsskipunina. Henni sýndist mér þjóðin vera að breyta, í eitthvert viðrini, sem hvorki er fugl né fiskur. Mér sýndist hún hvorki fylgja hinu frjálsa, en sjálfsábyrgðarríka samkepnis-lögmáli, með fullum eign- arrétti, né algerðri einræðisstefnu valdhafanna, sem menn verða að snúast eftir eins og maskínur. Og heldur ekki takmarkalausu frelsi, með afnámi eignarréttar, í því skyni að menn lifi þá ekki fyrir sjálfa sig fremur en aðra. Kenningar margra fanst mér stefna helzt að hinu siðast nefnda, að hver lifi fyrir annan, og hver beri ann- ars byrði. Þetta sýndist mér líka æskileg stefna, eý menn lifðu þá hver fyrir annan af frjálsum og ýús- um vilja, og eý menn öýlluðu þá nóg hver fyrir annan, og ef menn eyddu þá ekki misjaýnleqa. En að þetta yrði þannig er hægt að segja, en er eftir að sýna. Mér virðist afleiðingin verða sú, að menn cettu ekkert. Yrðu t. d. líkir Eskimóum (sbr. lýsingu V. S. í And- vara), sem lifðu að nokkru hver fyr- ir annan, en áttu ekki svo mikið sem værkfæri til að eta með, held- ur nöguðu fiskinn með tönnunum, ýmist hráan og freðinn eða soðinn, og þegar þeir náðu i jarðarber, þá létu þeir lýsi saman við þau, og átu svo með berum höndunum. Sam- eiginlegur sultur og dauði sýndist mér einnig afleiðingin. Tilraun mætti þó gera með einn kaupstað eða hrepp til að reyna þessa stefnu, og prófa áhrif leiðtog- anna, sem segja að hver eigi að lifa fyrir annan. Meðan þessi stefna er ekki tekin, og hver lifir að mestu leyti fyrir sjálfan sig, þ. e. sér sjálfur fyrir sínum eigin þörfum og safnar sjálf- um sér viðlagaforða, þá sýndist mér nefnd kenning óholl, og bera helzt þann árangur, að góðsamir og ráð- litlir menn, sem láta leiðast af henni, hugsa lítið um framtíðarþarfir sín- ar og geta svo ekki fullnægt þeim, og gæta ekki efna sinna, svo hin- um ásælnu veitist léttara að draga þau úr höndum þeirra, og efnin verða þannig ýyrir kenninguna, enn misjafnari. Sumir leiðtogarnir sýndist mér lítilsvirða margt annað, en sínar fógru samúðar- og kærleika-hugsjónir þessarar stefnu. Þeir lítilsvirða t. d. stefnur þerra, sem hugsa um mat- inn í síaa eigin aska, og kenna mönnum að haga sér ekki þannig. Enda hafa þeir sjálfir beztu lyst á mat úr annara öskum. Fáir tala um svínbundna einræðis- stefnu valdhafanna, sem allir verða að hlýða. Þó sýndist mér þjóðin stefna í nokkuru í þessa áttina, en með óreglulegu sleifarlagi. Valdhafar sýndist mér auka drjúg- um vald sitt sjálfir. Þó ekki til þess að sjá um að allir vinni, allir aýii og allir spari, svo menn geti orðið efnaðir og bætt hag sinn og þjóðar- innar. Og ekki tiJ þess að koma i veg fyrir gegndarlausa ásælni ein- stakra manna, á annara efni, eða hættuna, sem af þeirri stefnu leiðir, heldur til þess, að leggja gagnleg- um, en hrapallega mishepnuðum til- gangi, ýmsar hömlur á atvinnufrelsi manna, og til þess að ná saman fé handa skrifstofubáknum, embætta- stofnunum og vissum mönnum, er einatt brjóta sjálfsábyrgðarstefnuna, og loks með því að brúka féð sjálfir eftir eigin geðþótta. Bæði með því að biðja um launaviðbót, sem ráða- mennirnir geta þá sjafdnast verið að neita um, og líka með því að taka viðbótina, eins og þingið gerði ný- lega, ér sumum þingmöunum þótti kaupið oflítið. í stað þess að þing- menn segðu upp vistinni, eins og þjónar gera, tekur þingið féð úr landssjóðnum handa sér, án vilja og vitundar þjóðarinnar. — Sama sem þingið segði: Svona mega allir þjón- ar hafa það, sem þykjast fá lítið kaup. Algerðri einræðisstefnu valdhafa er náð, þegar þjóðin verður sem þrælar þeirra. Drjúgt skref, þráð- beint í þessa átt, er þegnskyldu- vinnan, sem þjóð.n getur lagt á sig með atkvæðagreiðslu um hana, er bráðlega á fram að fara. Þá er að eins eftir, að lengja vinnutímann, þangað til hann verður æfilöng vinna. Samkynnisstefnan frjálsa, en á- byrgðarríka fyrir einstaklingana, sem nú gildir að nafninu um hinn ment- aða heim, og sem mér virtist for- sjónin hafa ætlað manni, sýndist mér hollust þjóðinni. En hreins- unar virtist mér hún þurfa, svo hún sé sem minst glundruð. Samkvæmt þessari stefnu sýndist mér hver maður, sem kominn er til vits og ára, eiga rétt á að vera frjáls, en þá um leið bera ábyrgð á því að fullnægja eigin þörfum, og jafnframt bera ábyrgð á því, að ásælast ekki réttindi annara manna, þeim til skaða. Þá fela menn sameiginlegar þarfir sínar umboðsmönnum til umsjónar. Þeim ber fyrst og fremst að annast um að brjóta ekki stefnuna. Brjóta ekki hin enn óskrifuðu, en sjálfsögðu lög þjóðfélagsskipnnar-réttarins sjálf- ir, og annast um að aðrir brjóti ekki meginatriðin í neinu. Samblands-giautargerð stefnanna, sýndist mér ótrúlega skaðleg. A lagasviðinu er ekki fylgt ákveð- inni stefnu, svo menn skilja ekki grautargerð laganna, og vita ekki til hvers sá grautur þénar. Sumir brúka hann sér til matar, sumir handa kálfum, sumir i hrákadalla o. s. frv. A fræðslu- og kenslu-sviðinu sýnd- ist mér einnig margt sundurleitt og öfugt. Fræðslan mjög dýr fyrir okk- ar þjóð, og það sem lakara er, ganga mest í gagnslítinn þekkingar- lærdóm út á við, sem reynist átta- viltur leiðarsteinn fyrir lífsskilyrðin hér á íslandi. Kenslan sýndist mér oft svo óhag- sýn og röng að hún friðhelgaði alla fátækt, en slepti ábyrgðar-atriðunum bæði inn á við, að sjá fyrir sér sjálfir, og út á við, að ásœlast ekki aðra, og hafði svo fátækt og óreglu í eftirdragi, sem ávöxt iðju sinnar. A flestum sviðum virtist mér kenslan telja ríka í einn flokk, en fátæka í aunan, og dæma svo hvorn flokk fyrir sig. En mér virtist rangt að greina ekki hvorn þessara flokka, í tvo eða fleiri flokka. Rangt að greina ekki1 t. d. samvizkulitla og áleitna gróða-bragðarefi frá sann- gjörnum og sparsömum starfs- mönnum, sem vinna samkvæmt til- ætlun gjafarans að framleiðslu náttúrugæðanna og safna sér þannig alls konar viðlagaforða, sér og þjóð- inni til uppbyggingar, eins og sið- uðum mönnum sæmir. Eins virtist mér rangt, að greina ekki vel í sundur fátæka menn, sem af veikum kröftum leggja mjög hart á sig með vinnu, sparsemi og skil- vísi við aðra, en geta ekki fullnægt brýnustu þörfunum, £rá vinnulitlum og eyðslusömum, óreiðumönnum, sem oft eru strangir í kröfum við aðra, en ávaxta þó ekki neitt sitt pund og gefa fólki þannig háskalegt eftirdæmi. Hinum fyrnefndu ætti öllum að vera Ijúýt og skylt að hjálpa. En hinum síðarnefndu virtist mér skað- legt að hjálpa, bæði vegna þeirra og annara, á annan hátt en þann, að koma þeim á réttari leið. IV. Eg leit á þjóðarbúskapinn og mér sýndist hann ýyrjrmynd óreglu og eyðslu á annara kostnað. Eg sá ekki betur en þesskonar þjóðarbúskapur væri brot á þjóð- félagsskipuninni og réttindunum, sem henni hljóta að fylgja. Brot sem hefir hinar skaðlegustu afleiðingar. Ótrúlega mikið af landsjóðsfénu virtist mér ganga í það að sjá hvar það fengist, ná því inn og skamta. það. Vinnukostnaður við alt þetta margýaldlega of mikill, og úthlut- unarreglan hœttuleg fyrir efnahag og siðmenningu þjóðarinnar. Þingmönnum fanst mér bera að spara fé þjóðarinnar, og auka ekki álögur öðruvísi en eftir kröfum gjaldenda, þegar þeir þykjast ekki geta fullnægt félagsþörfunum, án lagaþvingunar. Mér fanst eins og hér er ástatt enginn annar en nauðsynlegir pjónar pjiðýélagsins ættu að fá neitt öðru- vísi en sem verðlaun fyrir unnin störf, sem jverðlaunaverð eru, og dæmist af öðrum en þingmönnum, og taka þá jaýnan mest tillit til nytseminnar. Góðir mannvirkjafræðingar reilsna út hvernig mannvirkin þurfi að vera, svo þau séu, að öllu leyti nógu traust, en hvergi um of, vegna kostnaðarins. Þannig þarf að haga þjóðarbúinu. Þó sýndist mér fátt við hóf, og einatt tekið af hinu veik- ara til að styrkja hið öflugra. Mér virtist þjóð fremur en þingið ætti að ráða álögunum á sig til fé- lagsþarfa. Bæði hvað miklar þær eru og til hvers þeim er varið. En þingið helzt að annast formhliðina og lögfestuna. Að þingið semji og samþykki. jafnharðan, með örlitlum atkvæða mun þýðingarmikil lög, án vitundar þjóðarinnar sýndist mér óhœý regla, Þessa heimild stjórnarskrárinnar not- ar þingið sér þó ósleitilega, þjóð- inni til skaða og skapraunar. Lagasmiðir, auðugir af orðablaðrir en fátækir f dómgreind, hafa oft yfirhöndina með, að tvinna saman óhæfilega torskilin, þunglamaleg og kostbær lög, sem stefna þjóðfélags- skipunmni til glötunar, i stað fárra drátta, þráðbeint í áttina til sjálf- ræðismanna, með ábyrgðum gagn- vart sér og öðrum. Fyrir ísland sýndist mér hollara, að samþykkja ekki laganýmæli á fyrsta þirigi, og helzt aldrei með minna en 2/g atkvæða. Meðan lögin — föstu lífsreglurn- ar — eru sjálfum sér sundurþykkar og geta ekki orðið samferða öðrum kenningum manna, þá er ekki að vænta að tnenn geti ratað heppilega Hfsleið, þó viljann vanti ekki. Ofætlun er það fyrir æskumenn að rata, þegar einn leiðtoginn leiðir þá út af þeirri braut, sem annar hefir kent þeim að ganga. Ýmsir orðabelgir, sem ekki hafa snefil af stjórnarhæfileikum eða hag- sýnisþekkingu, og lifa sjálfir á sníkj- um, af öðrum mönnum, sýndist mér hættulega villandi, og því meir, sem fleiri dyr opnast þeim að jafn- aði og þeir miðla meira úr hinum mikla, en einatt vanhugsaða orða- forða sínum. Óbrigðulasta ráðið sýndist mér að finna góða, ýasta steýnu, sem allir leiðtogar gætu fylgt —- eins og eg vík að í niðurlagi þessarar greinar. Og bezta hjálpin við villum út af þeirri braut, persónulegt samtal við þá sem villast, með áminningum og ávítunum. Eg hefi orðið fyrir áminningu af hjúi mínu, sem eg minnist með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.