Ísafold - 19.02.1916, Page 1

Ísafold - 19.02.1916, Page 1
n Kemur út tvisvar í viku. VerfS árg. 5 kr., erlendis kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Ólafur Björnsson. Talsimi nr. 455. XLIII. árg. Reykjavik, laugardaginn 19. febrúar 1916. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in 8Ó til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 13. tölublað Alþýöufél.bókasaín Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og W? Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og '—7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8&rd.—10 Alm. fundir fid. og sd. 81/* siðd. Landakot.skirkja. Guósþj. 9 og 6 & hel&am Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. N&ttúrugripasafnib opib lJ/«—21/* & sunnud. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarr&bsskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl, Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifil8tabahælib. Heimsóknartimi 12—1 f»jóömenjasafnið opib sd., þd. fmd. 12—2. HnmilJirgrímTTTrri Klæðaverzlun H. Andersen & Sön.l Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. þar eru fötin saumuð flest þar eru fataefnin bezt. | vnjjfi ULUJiummmn Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, íyrir nautgripi, eldri og yngri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Kjör prestastéttarinnar. Áskorun til launanefndarinnar. (Merkur, maður utan af landi, sendir »ísafoldc eftirfarahdí áskor- unar-hugvekju til launanefndarinnar, og er hún vissulega þess verð, að henni sé gaumur gefinn.) Nú situr víst á rökstólum nefnd sú, er fjallar um launakjör embættis- manna Islenzku þjóðarinnar. Þarft verk er það og ekki vandalaust að haga svo seglum, að embættismenn- irnir séu sæmilega launaðir, en laun þeirra hinsvegar talin sem minst eftir af þjóðinni. Verkið, sem fyrir er þá það, að bæta úr því misrétti, sem úrelt launafyrirkomu- lag orsakar, og sömuleiðis færa til betra vegar það, sem reynst hefir óhaganlegt i nýrri ráðstöfunum. Eitt atriði langaði mig til að minn- ast á í þessn sambandi. Eg hefi sem sé heyrt því fleygt, að nefndir mundi ekki taka til neinna álitu launakjör presta þjóðkirkjunnar. Finst mér það þó næsta ótrúleg saga, þar sem þeir eru sú embættis- stéttin, sem vitanlega verður fyrir langmestu missréttinn. Væri því miklu líklegra, að nefndin byrjaði á þeim vanda að leysa úr því, á hvern hátt þeir yrðu settir nokkurnveginn iafnfætis öðru embættismönnum rík- isins. Svo sem kunnugt er, var fyrir nokkrum árum skipuð milliþinga- nefnd í kirkjumálum. Ávöxtur henn ar var sá, að þingið 1907 gaf út ýms kirkjulög og þar á meðal prest- launulög. Auðvitað áttu þau að bæta kjör presta, en aumlegri »um- bót« hefir aldrei sést. Líun allra presta voru gjöið jöfn, 1300,00 kr., hækkandi á 22 árum upp i r 300,00 og 1700,00 kr. Við þetta skánuðu nokkur aumustu sultarbrauðin, en hinsvegar urðu öll álitlegu embættin líka sultarbrauð. í stað þess að áður voru víðsvegar um landið á gætisstaðir, sem færustu menn keptu um, þá voru með þessu allir prestar settir á þau laun, sem engum búðar- manni mundu þykja girnileg. Mönn- um var boðið að kosta sig við 10 —11 ára nám fyrir þetta í aðra hönd. Og um leið voru embættin gjörð margfalt erfiðari með brauða- samsteypum, sem næstum ókleif, sakir víðáttu eða vegleysu. Þetta launafyrirkomulag er alls- óhajandi, og er það brýn skylda launanefndarinnar, að kippa þessu í lag, það gerir stórskaða. Því að auk þess, hve launin eru sett ákaf- lega lág, þá hlýtur jötnuðurinn, von- leysið um betri stöðu fyrir þá hæf- ustu, að vera til algers niðurdreps fyrir prestastéttina. Þangað hljóta nú að veljast þeir mennirnir, sem ekkert treysta sér i samkepninni, því að þar verða þeir hverjum jafn- snjallir. En þeir, sem einhvern dug finna í sér, velja heldur þær leið- irnar, þar sem dugnaður og vand- virkni og samvizkusemi fá einhverja viðurkenningu. Því að við verðum að muna að einnig prestarnir verða að standa í lifsbaráttunni fyrir sig og sina, og að það eru hæfustu mennirnir, sem mest langar i slíka stöðu, að þeir megi láta kraftana óskifta ganga til sinnar embættis- færslu. Það er eins og lögin áður- nefndu, frá 1907, reyni að girða sem vendilegast fyrir allan mun á embætjunum. Jafnvel ekki sá mun- ur mátti haldast, sem fólginn var i mismunandi góðum bújörðum prest- anna, heldur er nú sem því svarar dregið af launum viðkomandi presta. Sumstaðar eiga prestar jafn- vel að borqa öll launin cða tneira cftir ábýlisjörð sínal Alveg sama er að segja um fjölmennu prestaköllin. Nærri má geta hversu miklu vanda- meira er preststarf í stórum bæ, heldur en í fámennum, og þyrfti þvi að vera meira launað, auk þess hve starfið er miklu meira (eg á aðeins við óborguðu aukaverkin). Auk þess hygg eg, að óhætt sé að fullyrða, að í fjölmennum bæjum sé ekki annar maður þarfari en góður prestur, sem algerlega getur gefið sig við sínu starfi, og það jafnt frá þeirra sjónarmiði, sem ekki eru »kirkjulega« sinnaðir. Og hvað hafa svo prestlaunalögin gert til þess að tfyggja fjölmennari bæjunum góða presta? Þau hafa fart launin niður tvöfak 0% prcfalt, á sama tíma, sem allir játa að embættismannalaun þurfi að hækka sakir dýrari lifnaðarhátta 1 Þau láta kaupstaðarprestinn hafa sín- ar 1300 krónur að lifa af auk auka- verkra, sem aldrei geta orðið nema lítil, máski í fjölmennustu bæjunum Tryggíng fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við V. B. H Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Yerzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Einar Jíjöríeifsson les ' nokkura kafla úr nýsaminni skáldsögu Sdíin vaknar sunnudaginn 20. febr. 1916, kl. 5 síðd. í Bárunni, Aðgöngumiðar að tölusettum sætum verða seldir á 30 aura í Bók- verzlun ísafoldar laugardag 19. febr. og í Bárunni sunnud. 20. febr. kl. 4—5 síðd., ef þá verður nokkuð óselt. Aðrir aðgöngumiðar en að tölusettum sætum verða ekki seldir. Að gefnu tilefni skal pess getið, að hr. Olafur Rósenkranz, eins og áður er auglýst, hefir nú eigi önnur störf á hendi fyrir lsafoldarprentsmiðju en undir- búninq hinnar dansk-islenzku orðabókar, og eru við- skiftavinir mínir pví beðnir |um eftirleiðis að snúa sér með öll viðskifti til mín eða til prentsmiðjustjór- ans, hr. Herberts M. Sigmundssonar. Reykjavík 12. fébrúar 1916. Olafur Björnsson. komið launum prestins upp í 2000 krónur. En á sama tíma borga bæirnir þúsundir króna i prestsgjald til annara prestakalla. Fjölmennustu bæimir, svo sem Reykjavik, Akureyri, ísafjörður og Hafnarfjörður verða þannig að borga þúsundir króna til annara prestakalla, en á sama tima sitja þeir máske með ónýta presta af því, að enginn dugandi maður vill líta við embætt- unum. Að hverju stefnir þetta? Líklega hefir óánægjan með þennan hróplega órétt ekki brotist út ennþá vegna þess, að í þessum embættum hafa fram að þessu setið prestar, sem hafa tekið laun eftir eldri lög- unum. En jafnóðum og þetta breyt- ist mun einnig óánægjan koma. Og afleiðingin hlýtur þá að verða sú, að fjölmennustu bæjarfélögin segi sig algerlega úr þjóðkirkjunni, til þess að halda sinum sóknargjöldum heima. Og þá fær landssjóður fá- tækari prestaköllin á sina arma. Þá væri þó viturlegra að setja undir lekann strax, og það er verk launanefndarinnar. Auðvitað eru margar leiðir færar. T. d. mætti bæta sveitaprestaköllin og gera mun á þeim með þvi, að láta presta hafa bújarðirnar eftirgjaldslausar. Það væri ekki drepandi fyrir landssjóð, þó að hann misti þau eftirgjöld. Þá mundu rísa upp merkir staðir víðsvegar um landið, eins og áður var. En í bæj- unum ættu prestar að fá aukaborg- un í hlutfalli við fólksfjölda, t. d. 23 aura fyrir hvern meðlim eða annað, sem því svaraði. Það yrði ekki ýkjamikil upphæð, en mundi þó létta töluvert fyrir kaupstaða- prestum að kljúfa skuldirnar. Þetta eru nú að eins lauslegar bendingar, og vafalaust finnur nefnd- in margar heppilegri leiðir en þess- ar. Því að eg trúi ekki þessum kvik- sögum, að launanefndin ætli að sleppa úr heilli stétt embættismanna rikisins. En sé svo, þá verður þing- ið að taka í taumana og bæta úr þessari hneisu. Það eru skiftar skoðanir um hvort ekki ætti að skilja ríki og kirkju. Um það skal eg ekkert segja. En um hitt ættu ekki að vera skiftar skoðanir, að meðan rikið hefir kirkj- una á sinurn örmum, þá er það skyldugt til að launa presta sína jafnsómasamlega og aðra embættis- menn. pd. Gandreiðin. HugleiOingar um iandsins gagn og nauOsynjar. Eftir Siqurð Guðmundsson á Selalæk. Y Niðurl. Eg leit á stefnur ýmsra flokka- félaga og einstakra manna, og mér sýndist óvíða lágt í hlutdrægnismæl- unum. Eg rendi huganum til hinna svo kölluðu andans manna. Þar var margt að sjá. »Sumt var gaman. Sumt var þarft. Sumt vér ekki um tölumc. Þeim er mest lof sungið. Enda eiga sumir það skilið fyrir viss and- ans störf. List kemur þar fram eins og verið getur í hverju efni, sem menn leggja sig mjög eftir. Birkibeinn lofar þá mjög. En hann telur þá ekki geta lifað án styrks. Nokkur galli. Hann vill ryðja bændum og öðrum af þingi, sem ekki styðja and- ans menn. Verður þjóðin þá ekki öll að and- ans mönnum? Öðlast hún ekki öll hnossið? Þá verður ekki skortur á orðunum. En verk og framkvæmdir ? Þá er takmarkinu náð að segja, en ekki að sýna. Þá á bezt við að snúa að gómlu orðunum og segja: Sig mér trú þlna, og trúin er lifandi án verk- anna, o. s. frv. Eitt vill þó Birkibeinn sýna: leikrit andans manna. Byggja al- mennilegt leiknús í Reykjavík fyrir þjóðina, til að sýna auðlegð andans. En hvernig fer, ef einhverjir lands- menn fara á mis við það. A hverju eiga þeir að lifa? Mörgum sýnist þó eins holt að ala ekki andans menn órcynda, en aðeins að vcrðlauna verðlaunaverð andans störf. Skáldsögur? Esóp o. fl. urðu að kenna skoðun sína með skáldsögum og dæmisögum, til þess að halda lífi. Nú geta menn iýst skoðun sinni án skáldsagna, nema helzt sveitabændur vegna aðstöðu þeirra gagnvart kaup- stöðunum. Mér sýndist þjóðin vera að mis- skilja skáldskapinn. Ekki kunna að aðgreina skáldsögur frá lygasögum og ekki lygi frá skáldskap. En hver keppast við annan að skálda. Eg reyndi að athuga, hvort rétt væri, að andans menn gætu ekki lifað óstuddir, og mér sýndist í þeim orðum sorglega mikill sannleiki. Sýndist þeim takast þetta miður en fávisustu mönnum, og þeir távísu verða að styðja hina vísu. Þá leit eg til orsakanna, og virtist þær vera á þess leið. Margir andans menn sleppa sínum eigin stjórnartaumnm og komast út á villigötur. Gjöra sér byggingar úr orðaskrúði mælsku sinnar, æsandi og spennandi, laðandi og leiðandi fyrir fólkið. En vegna þess að byggingarnar vantar máttarviði stað- reyndar og virkileika lífsskilyrðanna, þá eru þær ónýtar og hrynja í storm- um lífsins, svo jafnvel hinir fávisu vérða þrásinnis að bjarga lífi meist- aranna. Mér sýndist íslenzku þjóðinni ekki

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.