Ísafold - 19.02.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.02.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD II. Yfirmat: ASalm. Guðmundur bóndi Ögmundsson, Fjaröarhorni og Björn hrstj. Halldórssnn, Smáhömrum. Varam. Ingimundur hrstj. GuSmunds son, Hellu, og Guðm. bóndi Pótursson. Ófeigsfirði. Vestur- Húnavatnssýsla. I. Undirmat: Form. Tryggvi hrstj. Bjarnason, Kothvammi. Varaform. Gunnar hrstj. Kristófers- son, Valdarási. Austur-Húnavatnssýsla. I. Undirmat: Form. Björn hrstj. Sigfússon, Kornsá. Varaform. Arni hrstj. Þorkesson, Geitagerði. A. & V-Húnavatnssýsla II. Yfirmat: Aðalm. Þórarinn hrstj. Jónsson, H]altabakka og Hjörtur hrstj. Líndal, Efra-Núpi. Varam. Guðm. alþm. Ólafsson, Asi °g Páll hrstj. Leví, Heggsstöðum. Skaqajjarðarsýsla. I. Undirmat: Form. Jón hrstj. Kon- ráðsson, Bæ. Varaform. Albert bóndi Kristjánsson, Páfastöðum. II. Yfirmat: Aðalm. Ólafur alþm. Briem, Álfgeirsvöllum og Björn hrstj. Jónsson, Dbrm., Veðramóti. Vararu. Arni hrstj. Jónsson, Marbæli og Magnús hrstj. Gíslason, Frostastöð- um. Eyjafjarðarsýsla. L Undirmat: Form. Bened. hrstj. Einarsson, Dbrm., Hálsi. Varaform. Stefán bóndi Stefánsson, Fagraskógi. II. Yfirmat: Aðalm. Páll hrstj. Bergs- son, Ólafsfirði og Hallgr. hrstj. Hall- grímsson, RifkelsstöSum. Varam. Davíð hrstj. Jónsson, Kroppi og Gísli bondi Jóusson, Hofi. Akureyrarkaupstaður. I. Undirmat: Form. Böðvar banka- gæzlustj. Jóusson. Varaform. Björn málaflm. Líndal. II. Yfirmat: Form. Bjarni bankastj. Jónsson. ASalm. Sigtryggur trósmíSameistari Jónsson og Magnús kaupm. Kristjáns- son. Varaform. Björn ritstj. Jónssou. Varam. Davíð trésmiður Sigurðsson og Asgeir kaupm. Péturssaon. Suður-Þinqeyjarsýsla. I. Undirmat: Form. Ingólfur hrstj. Bjarnason, Fjósatungu. Varaform. Sigurjón bóndi Friðjóns- son, EinarsstöSum. Norður-Þinqeyjarsýsla I. Undirmat: Form. Björn bóndi Sig- urðsson, Grjótnesi. Varaform. Björn bóndi Þórarinsson, Víkingsvatui. S. & N.-Þin%eyjarsýsla. II. Yfirmat: ASalm. Pótur umboðs- maður Jónsson, R. af Dbr., Gautlönd- um 0g PáU hrstj. Jóhannesson, Aust- ara-Landi. Varam. Jóhannes hrstj. Þorkelsson, Syðra-Fjalli og Hjörtur hrstj. Þorkels son, Ytra-Alandi. Norður-Múlasýsla. I. Undirmat: Form. Guttormur bóndi Vigfússon, Geitagerði. Varaform. Jón alþm. Jónsson, Hvanná. Yfirmat: Aðalm. Björn alþm. Halls- son, Eangá og Hallur hrstj. Björns- son, Kóreksstöðum. Varam. Hannes hrstj. Siguðssou Bakkagerði og Sigurður hrstj. Jónssou. Þórarinsstöðum. Seyðisýjarðarkaupstaður. m }' Undirmat: Form. Eyjólfur útbús- Btó*i Jónsson. Varaform. Stefán Th. Jónsson, kon- sull, R. af Dbr. II. Yfirmat: Form. Sveinn yfirfiski- matsm. Arnason. ASalm. Tryggvj kaupm. Guðmunds- son og Stefán P. trósmiður Runólfsson. Varaform. Einar bankagjaldk. Metú- salemsson. Varam. Hermann skósmiður Þor- *on 0g Ingvar trósmiður ísdal. Frh. Björgvinjarbruninn mikli. Hér kotna tvær myndir frá hinni fögru vesturstrandar- > drotningu « Norðmanna og sýnir önnur þeirra borgini fyrir brun-mn, en hin á- standið, þegar Rauður riddari var i algeyrcinpi, cyðandi og tortí-nandi hjarta borgarinnnr og spillindi fast- eignum óg íjármunum, svo að í upphnfi var talið nema 80 eða j'jfrj- vel 100 miljónum, en eftir á mikln minna, sð sumra frásögn ekki nema 35 miljónum eða svo. Enginn bær í heimi mun hnfa grætt að tiltölu jafnmikið og Björg- vin á heimsstyrjöldinni. Hún hefir m. a. fætt :>ísér tuttugu nýja miljónar- eiíreiidur þnr í bænum. Björgvin var orðin, eins og á fnif- öldunum, ein af miðstöðvum heims- viðskiftann.-', sambandsstöð milli Bretlands og Vesturheims annars- veg.ir, en Rússlands, Norðuilarda og Mi^-EvnSpu hinsvegar. En nú hefir »Logi reiður« kipt ekki lítið úr björtum framtíðarvon- um bæj.irins og af sér leitt tjón, sem talið er þjóðar-óhamingja. Eldurinn kom upp í vörugeymslu- húsi, er sést fyrir aftan krossinn á ann- an myndinni. Höfðu verkamenn tveir verið þar og farið eitthvað óvarlega mcð ljós; kviknaði í tjörguðum kaðli •og læsti eldurinn sig ,svo fl'ótt um húsið, að verkamennirnir fengu við e kert ráðið, en hörfuðu á flótta til ið bjarga lífi sinu. Ofsaveður var $, rorðvestan-rok og skifti það engum togum, að eld- urinn, rann hús ur hiisi, eins og í sinu og varð eigi slöktur fyr en fengið hafði 393 hús að bráð i mið- biki borgarinnar. Auk margra gistihús.i og verzl- unarhúsa brunnu hús eit i fárra blaða, meðal annars »Gulu tíðinda*, sem Alþ^ðnfræðsla Stúdentafélagsins. Bjarni Jónsson frá Yogi flytur erindi: Menningarstraumar og ómenska, Sunnudag 20. febr. 1916 kl. 5 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 15 aura. Nýir siðir. Eftir Auqust Strindberq. Skáldsaga þessi, eftir heimfrægasta skáld Svía, byrjaði að koma út hér í blaðinu sumarið 1914 og voru af henni komnar 40 bls., er hœtt varð birting hennar, af óviðráðanlegum ástæð- um. En nú verður henni haldfö áfram jafnt og þótt í blaðinu og verði henni vel tekið, sem naumast þarf að efa mun önnur saga eftir Strindberg »Sam- vizkan« fara á eftir þessari. Til þess að hver lesandi geti þegar fylgst með í þessari sögu skal í fám orðum sagt frá efninu í upphafi hennar og þangað til þar er komið, sem byrjar í blaðinu í dag. Ung stúlka, Blanche að nafni, er alin upp af tveim gömlum frænkum sfnum og hefir aldrei fengið að njóta nokkurs frelsis að einu, né neinu leyti, veriS sífelt kúguð, en aldrei fengið aS »Iyfta vængjunum«. Frænkurnar "hafa hald- ið henni mjög til Iesturs og henni tekst að ná lofsamlegu stúdentsprófi. Á gleSisamkomu félaga sinna stúd- entsdaginn fær hún auðvitað ekki að vera með, en er þeir koma heim úr skóginum um nóttina syngja þeir henni lof fyrir utan hús hennar. Húnþráir hið frjálsa, glaSa líf, vill brjóta af sér ófrelsishlekkina, en brestur til þess þor. Gerist hún síðan læknisnemi að loknu stúdentsprófi. Svo á að verða stúdenta- fundur, og eftir miklar v/fillengur fær hún loks leyfi frænkanna til að fara þangað, með því móti, að hún só kom- iu heim kl. 10. Hún fer á fundinn og hlustar þar á mjög vísindalegt erindi um fram— þróunarkenningu. Fjórir aðrir kven- stádentar eru þar, og vekur einn þeirra (þó ekki Blanohe) athygli fyrir feg- urðar sakir. Þegar erindinu er lokið fá karl- mennirnir sór öl og þess konar, en enginn skiftir sór af stúlkunum óg þykir Blanche lítiS varið í slíkt »jafn- rétti«. Því að ella só kvenfolkið vant aS sjá karlmennina jafnan sem þjón- andi anda. Fuudarstjóri sér, að eigi er alt meS feldu og vill láta karl- mennina skifta sór meir af stúlkunum og rekur nú hvern manniun á fætur öSrum til aS tala við þ æ r — og á því orðinu hefst sagan í dag. Mikil andagift, sannur skáldskapur, djörfung og hreinskilni jötunvaxins spámannsanda lýsa sór í þessarri sögu, eins og flestum öðrum skáldritum Strindbergs. Oss vitanlega mun sama sem ekkert vera til á íslenzku eftir þenna mikla snilling, og væntum vór því, aS lesendur vorir fylgist þegar meS i sögunni og lesi hana með at- hygH. ÞýSingin er gerð af Ársæli Árna- syni meS leyfi erfingja Strindbergs og bókaforlags Bonniers í Stokkhólml. Gjafir og áheit til Kvenfélagsins >Hringurinnc. ? — Frá Birgi Magnússyni kr. 10.00 — N. N. — 20.00 — Hildi Arnfinnsdóttur — 100.00 — Magnúsi Biöndabl — 3.60 frú Olsen — 7.13 frk. Sigriður fónsdóttir — 5.00 }ón E. Jónsson — 3.00 Magnús Vigfússon — 10.00 Samt. kr. 158.73 Fyrir hönd Kvenfélagsins »Hring- urinn« votta eg gefendunum beztu þakkir. Kristin V. Jacobson forstöðukona. Skrifstofusíörf. Atvinna við skrifstofustörf fæst nú þegar; helzt ætluð ungum manni. Tilboð merkt: Skrifstofustörf, sendist á skrifstofu ísafoldar fyrir mánudagskvöld. mörgum hér á landi eru góðkunn. Mikil fórnfýsi lýsti sér þegar, meðan á stóð brunanum, fyrst og fremst hjá Norðmönnum sjálfum. Forseti stórþingsins, Mowinckel út- geiðarmaður, sjálfur Björgvinjar- maður, sendi t. d. þegar í stað 50.000 krónur til líknar bágstödd- um. Hákon konungur 20.000 kr. o. s. frv. Mikil framtakssemi lýsti sér hjá þeim, sem fyrir tjóninu urðu, eins og þeir hugsuðu, likt og Ólöf ríka: »Ekki skal gráta Björn bónda, held- ur hefna!« — þ. e. hefna með því að láta hinn brunna bæjarhluta risa fljótt og vel úr rústum og svo vel vígbúinn fyrir vopnum Loga, sem bezt má verða. Aflabrðgð ágæt suður með sjó. Vélbátar frá Sandgerði t. d. fengið þetta 10—16 skpd. í róðri. Embæitisaprófl i læknisfræði hefir nýlega lokið Halldór Kristinsson (prófasts Daniels- sonar, á Útskálum). Ný bygginga-aðferð. Svo heitir mjög fróðleg grein eftir Guðjón Samúelsson, sem væntanlega kemur i næsta blaði ísafoldar. Þegnskylduvinnan. Sú hugmynd virðist hafa allmjög ýtt við landsmönnum. Ekki minna en 5 greinar um það mál, úr ýms- um áttum, bíða birtingar i ísafold — sumar með og sumar móti. Vegna atkvæðagreiðslunnar i haust telur ísafold ser skylt að birta allar sæmilegar greinar um það mál, sem henni eru sendar, eftir þvi, sem rútn leyfir. Yflrréttardómur í máli þvi, sem hr. Sig. Hjörleifs- son höfðaði gegn ritstjóra ísafoldar fyrir nál. þrem árum mun væntan- legur einhverntíma í næsta mánuði. Málið var lagt í dóm 14. þ. mán.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.