Ísafold - 23.02.1916, Síða 1

Ísafold - 23.02.1916, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eSa 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjori: Ólafur Bjbrnsson. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og bó kaupandi skuld- laus við blaðið. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 23. febriiar 1916. 14. tölublað Hlutafél. .Völundur, Trésmíðaverksmiöja — Timbarverzlun Reykjavík. Hefir ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku titr.bri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskonar lista til húsbygginga. Alþýönfél.bókasRln Templaras. 8 bl. 7—9 BorgarstjórHskrifstofan opin virka dajra 11-8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og <* —7 Bœjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og ?—7 íslandsbanki opinn 10—4. •K.F.U^I. Lestrar-og skrifstofa 8 árd,—10 slöd. Alm. fundir fld. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgnxn Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landabankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og B—8. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka tU\fe* helga daga 10—12 og 4—7. jWAttúrngripasafnib opib 1 J/a—2*/a á snnnnd. PósthÚ8Íb opib virka d. 9—7, snnnnd. 9—L Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráóssbrifatofarnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. VÍfilstabahæliÖ. Heimsóknartimi 12—1 X^óbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12-—2. Landskjörið. Listi sjálfstæðisflokksins. í sumar, þann 5. ágúst, á, sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá, sem gekk í gildi 19. janúar síðastliðinn, að kjósa 6 landskjörna þingmenn til Efri deildar. Gera má ráð fyrir því, að óðar en líður verði tekið til óspiltra mál- anna um undirbúuing undir þessar kosningar. Þykir ísafold því rétt að rifja upp i stuttu máli skipulaqs- rcglurnar við landskjörið. Eins og nafnið ber með sér, eiga þingmennirnir, sem hér er átt við, að vera kosmr af öllu landinu, en ekki í einstökum kjördæmum. Þeir eru kosnir til 12 ára og fer helm- ingur þeirra frá sjötta hvert ár. A fyrsta reglulega þingi eftir næstu kosningar þ. e. á þinginu 1917 verður hlutkesti vatpað um það, hverjir hinna landskjörnu þingmanna .skuli fara frá eítir 6 ár þ. e. 1924. Hinir sitja til 1928. Þingrof nær ekki til landskjöriuna þingmanna. Kosningarréttur til lands- kjörs er bundinn nákvæmlega sömu skilyrðum og við óhlutbundnar kosn- ingar, 0: kjördæmakosningar, nema að því leyti að aldurstakmarkið er er hækkað upp i 3 5 ár, og kjör- gengi við landskosningar er miðað við alveg sömu skilyrði og kosningar- rétturinn. Landskosningum stjórnar 3 manna kjörstjórn, sem ráðherra hefir þegar skipað að þessu sinni. í henni eiga nú sæti: Eggert Briem yfirdómari (formaður), Axel Tulinius yfirdóms- lögm. og Þorst. Þorsteinsson hag- stofustjóri. Landslista á að afhenda kjörstjórn- inni 8 vikum fyrir kjördag — að þessu sinni fyrir 10. júní næstk. Engan mann má setja á landslista, svo gilt sé, nema skriflegt leyfi hans Jiggi fyrir og á það að sendast kjör- ■stjóninni ásamt listanum. , Enginn má leyfa nafn sitt, nema á einum lista. Ella verður nafnið numið burt. Um þingmannaefna-fjöldann segja kosningalögin: tramboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri nöfn þingmannaefna en kjósa á þingmenn í hvert skifti, með því að að aðalþingmenn og varaþingmenn, skulu kosnir á sama lista, án nokk- urar greiuingar fyrirfram. Gildur er framboðslisti, þótt á honum standi færri nöfn, en ógildur, ef fleiri eruc. Meðmælendur þarf landslisti að minsta kosti 170 kjósenda í landinu. Af þeim skulu minsta kosti 60 vera úr fyrverandi Suðuramti, 30 úr fyrverandi Austuramti, 40 úr fyrver- andi Norðuramti og Vesturamti, hvoru um sig. Um sjálfa kosningaraðferðina gilda sömu reglur og við bæjarstjórnar- kosningar nú. Það er ekki svo lítið umstang við kosning þessara fáu manna á þing, rúmlega x/7 allra þingmanna — að þessu sinni, en eftirleiðis ekki nema rúman x/i4 hluta þingsins. Er hætt við að mörgum manninum finnist það fullmikið, og naumast að rauna- lausu. En fyrir löggjöfunum mun hrfa vakað, að »það skal vel vanda, sem lengi á að standac, órjúfanleg- an hnapp Efrideildar 12 ár i senn. Talsvert hefir verið um lands- kjör talað og meira að segja stefnt til allsherjarmóts »framleiðendac í landinu í fyrra mánuði við Þjórsár- brú, þótt þar færi nú svo sem orðið er og mjög munu skiftar skoðanir um. Um viðbúnað annara aðilja hefir eigi mikið vitnast enn. l>ó er háft fyrir satt, að þingbændaflokkurinn hugsi sér fyrstan á sínum lista Jósef Björnsson alþingismann. Og aðal- blað hinna gömlu Heimastjórnar- manna hefir skýrt frá, að fullráðið sé, að á þeirra lista verði efstur Hannes Hajstein bankastjóri. Af »þversum«-mönnum segir fátt í þessu efri, helzt þó það, að þeir muni hálfdeigir að setja upp nokk- arn lista, sé hræddir við skellinn. En ef úr honum eigi að verða, muni hann helzt ætlaður sem efsta manni einhverjum þessarar þrenningar: hr. Sigurði Eggerz sýslumanni, hr. Kristni prófasti Daníelssyni, hr. Birni Kristjánssyni bankastjóra. Vér seljum þetta eigi dýrara en keypt- um, en búumst eins við, að eigi verði »formað« að fara á stað með þversum-lista. Svo bert orðið fylgis- leysið við stjórnarskrár-eyóileqqinoar- pólitikina. Um landslista Sjálfstæðismanna er það að segja, að fullráðið er, að efsti maðurinn á listanum verður Finar Arnórsson ráðherra, sá maðurinn, sem í ráðherrasessi hefir m. a. komið fram hinni nýju stjórnar- skrá vorri með algerri fullnægingu fyrirvara alþingis 1914, sá maður- inn, sem síðustu hönd lagði á fána- málið með þeirri niðurstöðu, að nú blaktir íslenzkur þjóðfáni landshorn- anna á milli og kringum strendur landsins. ísafold er kunnugt um, að á lands- lista Sjálfstæðismanna verða auk ráð- herra E. A., ýmsir þjóðkunnir, gamlir sjálfstæðis-þingmenn og aðrir mætir menn úr þeim flokki og þykist mega fullyrða, að svo vel verði þar sæti skipuð, að hinn fjölmenni Sjálf- stæðisflokkur í landinu hljóti að skipa sér óskiftur um landslista Sjálf- stæðisflokksins. Leikhúsið. Tengdapabbi. Gamanleik- ur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijerstam. Ef það er satt, sem margir vitrir, menn mæla, að góður hlátur lengi lifið, þá er þeim það heillaráð, sem langlífir vilja verða að skreppa í Leik- húsið og horfa á hið nýja leikrit, sem Leikfélag Rvikur sýndi fyrsta sinni laugardagskvöldið eð var. Langt er siðan að segja hefir mátt með jafnmiklum sanni um Leikhúsið: »Gleði var i höllc. Leikritið er svo sem ekki veiga- mikið, en samtölin stórhnittin og gáskamiklum viðburðum komið sér- staklega vel fyrir. íslenzka þýðing- in (eftir Andrés Björnsson) óvenju- góð. Efni leiksins verður ekki þrætt hér, nægilegt að geta um hlutverkin helztu. »Tengdapabba« sjálfan, lang- stærsta hlutveikið, fimtugan prófes- sor, sem enn er upp á kvenhöndina, leikur hr. Jens B. Waaqe. Er það fyrsta sinni, sem eg hefi séð hann í gaman-hlutverki, og sýnir það sig, að hann er mjög vel vigur, einnig á þá hlið leiklistar. Hann var ákaf- lega spaugilegur á köflum. Það sem helzt bjátaði á var, að honum var ekki nógu liðugt um tungutak á köflum. Annað há-spaugilegt hlutverk hafði hr. Andrés Bjðrnsson. Hann lék gamlan yfirdómara, erkipiparsvein, og gerði það forlátavel. Konu »tengda- pabbac, ærið umsvifamikinn kven- skörung lék jungfrú Emilía Indriða- dóttir og gerði hún það einkarvel. Sama er að segja um systur hennar frú Mörtu Indriðadóttir í vinnukonu- gerfi og Guðrúnu Indriðadóttir, sem lék hálf-heyrnarlausa gamla konu. Málara, vin prófessorsins frá París, sem að lokum gerir hann að tengda- pabba i annað sinn lék Jakob Möller snoturlega. Tveir nýliðar komu fram í þessu leikriti, jungfru Kristín Norðmann, sem lék unga, fallega heimasætu og v a 1 hvorttveggja og hr. Afúst Jösejs- son, sem lék liðsforingja, unnusta hennar, er fær hryggbrot á endanum leiðinlegt hlutverk, er gaf lítið tæki- færi til að sýna leiklægni. I smáhlutverkum nutu þau sin, frú Stefanía og Friðfinnur Guðjóns- son, sem ætíð finnur upp á ein- hverju, sem gaman er að, hversu smátt sem hlutverk hans er. Yfirleitt var Tengdapahbi óvenju- lega jajn-vel leikinn og trúi eg ekki öðru en að hann eigi oft eftir að fylla leikhúsið hlæjandi áhorfendum. Eqo. Landsbankinn. Eins og kunnugt er sendi banka- stjórn Landsbankans Stjórnarráðinu erindi á aðfangadag jóla með ýms- um aðfinningum á hendur gjaldkera Landsbankans hr. Jóni Pálssyni, og skoraði á Iandsstjórnina að víkja honum frá starfi hans við bankann. Þetta kæruskjal bankastjórnarinnar hefir síðan verið á (erðinni milli banka og stjórnarráðs fram til þessa. Um málið hefir ekki annað vitn- ast, er teljandi sé, opinberlega en að eigi er til að dreifa í kæruskjali bankastjórnarinnar neinu því á hend- ur gjaldkerans, er í námunda komist við nokkura óreiðu eða þesskonar. Málið er nú búið að vera á döf- inni um 2 mánuði. Mun útskurðar Stjórnarráðsins vera að vænta þessa dagana — minsta kosti fyrir viku- lok. ísafold hefir eigi neitt lagt til þessa máls, af þeim ástæðum, að hún hefir eigi með neinu móti viljað, að óþörfu, fara að flækja Landsbankann inn í opinberar deilur og litið svo á, að hér væri um eigi veigameiri atriði að tefla en að lang bezt hefði á því farið og langhollast verið fyrir Landsbankastofnunina, að jöfnuð hefði verið í bróðerni, innan bankans, en aldrei einu sinnu komist það langt, að skotið væri undir úrskurð Stjórn arráðsins. Flóaáveitu-nefnd. Efri deild alþingis samþykti þings- ályktunartillögu í sumar um, að skora á landstjórnina að: I. Láta á næsta sumri 3 hæfa menn rannsaka Flóaáveitumálið og má verja til þess alt að 2500 kr. af landsfé. Menn þe^sir skulu: a) Leita samninga við jarðeig- endur i Flóanum um alt, er til þeirra tekur viðvikjandi á- veitumálinu, sérstaklega hæfi- legt endurgjald í landi, eí verkið er framkvæmt á lands- sjóðs kostnað. b) Athuga og gera áætlun, e:' nauðsyn krefst, um það, hversu lögnám á jörðunum á áveitu- svæðinu yrði framkvæmt, hver kostnaður og áhætta flyti af því fyrir landssjóð. c) Gera tillögur um það, hversu bygðinni, skiftingu lands, býla- stærð og býlafjölda á áveitu- svæðinu, túnstæðum o. þvíl. yrði bezt og haganlegast kom- ið fyrir. II. Að undirbúa að öðru leyti áveitu- málið fyrir næsta þing. í þessa nefnd hefir landsstjórnÍD skipað: Jón Þorláksson landsverkfræð- ing formann og auk þess þá Gísla Sveinsson yfirdómslögmann og Sig- urð Siqurðsson ráðunaut. Gísli er rit- ari nefndarinnar. ---------•>»*■--------- Hin nýja byggingaraðferð C. 6. Gulbrand’s. Eftir Guðjón Samúclsson byggingafræðing. Með þvl að eg hefi fengið svo margar fyrirspurnir viðvíkjandi nýrri byggingaraðferð, er nefnd er eftir höfundinum Gulbrand (»Byggesystem Gulbrandc) og eg í sumar 1 siglmgu minni hafði tækifæri til að athuga, vil eg hér gefa dálitla lýs- ingu af henni, þótt eg áliti, að það íefði verið betra að bíða seinni tíma, unz reynslan hefði leitt í ljós kosti og annmarka þessarar nýju aðferðar. Byggingaraðferð þessi er mjög ný, lítið þekt fyr en í vor, og vakti þá mikla eftirtekt. Sá, er fann hana upp, er norskur byggingafræðingur, C. G. Gulbrand, og hefir hann einka- leyfi á aðferðinni. Fyrsta húsið, er bygt var með þessari aðferð, var árið 1913 á Holmenkollen við Krist- ianiu og var það eingöngu lítið til- raunahús. — Byggingafræðingurinn sjálfur segir, að hann álíti að ein- asta framtíðaraðferðin til bygginga sé steypa, en henni sé mjög mikið ábótávant, eins og hún sé nú. Hann segir enn fremur, að það hafi oft vakið undrun sína hve mönnum sé gjarnt að nota ætíð hinar gömlu að- ferðir og reyna að ráða bót á þeim, án þess að reyna nýjar aðferðir. Eftir þessari nýju aðferð á að vera hægt að steypa hús úr flestum þeim efnum, er hendinni eru næst, leir, mó, hálmi, rudda, tuskum og pappir. Húsin eiga að vera hlý og endingargóð, þola regn, eld og auk þess jarðskjálfta, og eru 2 5% ódýr- ari en önnur hús; er því eigi furða þótt þessi aðferð vekti meiri undrun en flest annað, er komið hefir fram á síðari árum tilheyrandi húsagerð; virtist mönnum því mjög erfitt að festa trúnað á þetta í fyrstu. Til þess að sanna kosti þessarar bygg- ingaraðferðar, lét Gulbrand meðal annars fylla tilraunahúsið með hefil- spónum og var siðan helt steinolín í. Lét hann síðan kveikja í því og varð hitamagnið um iooo0; og er slökt var kom í ljós, að húsið hafði mjög lítið skemst. Auðvitað sprungu rúður og hurðir brunnu, og sömu- leiðis sprakk múrþynnan (pússið) lítið eitt á veggjunum. Húsinu var þessu næst velt út af grunninum, til þess að sýna að þessi byggingaraðferð hæfði mjög vel jarðskjálftasvæðum; var það síðan reist á grunninn aftur og var það þá algerlega óskemt, að undanskildu því, að einn smáveggur á lofti hafði sprungið lítið eitt.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.