Ísafold - 23.02.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.02.1916, Blaðsíða 2
2 I5AFOLD Með því að hér gat ef til vill verið um mjög mikilsvarðandi mál- efni að ræða fyrir okkur íslendinga, því eftir lýsingunni að dæma leit út fyrir, að þessi byggingaraðferð ætti mjög vel við hér á landi, athugaði eg þessa byggingaraðferð nánar í sumar. á þeim stöðum, er hún var notuð. í sumar var að eins byrjað að nota þessa aðferð á tveimur stöðum, Arósum í Danmörku og Björgvin í Noregi; var mér enn fremur sagt, að þessi aðferð myndi verða notuð í Kaupmannahöfn mjög bráðlega. Eg fór fyrst til Arósa til þess að kynna mér þessa aðferð; var þar í byggingu eitt hús með þessari að- ferð, og hafði sá, er stóð fyrir því, keypt einkaleyfi fyrir Jótland. Eg hafði tækifæri til að skoða húsið að utan og innan eftir vild, sömuleiðis gáfu verkamennirnir, er við það unnu, mér ýmsar upplýsingar og leiðbein- ingar, og skal eg hér stuttlega skýra frá húsi þessu. Var það að stærð 7,15 X 7>7° (n°9" X I2°6") með kjallara, porti og risi, með íbúðarherbergjum á öll- um þessum hæðum. Utveggir voru frá 0,12 m. til 0,15 m. á þykt, inn- veggir frá 0,08 m. til 0,10 m. í veggjunum voru reistir stafir úr greni 0,08 m. í þvermál, með 1,80 m. millibili, og náðu frá kjallaragólfi upp í syllur. Mynduðu þessir stafir þannig nokkurs konar grind í húsið. í þessa stafi má einnig nota járn- pípur eða járnteina eftir þvi, sem bezt hentar. A milli stafanna voru strengdir vírþræðir nr. 12 og 14 með 0,10 m. millibili. Utan á staf- ina var svo lagður tjörupappi, og var vanalega fjórði hver þráður inn- an við pappann. Þráðunum var ætíð stungið gegnum pappann við stafi, aldrei á milli stafa, og var þessum þráðum mjög haganlega fyrir komið. Utan við pappann var siðan steypt 0,03 m. þykt lag úr sementi og öðrum efnum, er eg ekki vissi hver voru; þó segir Gulbrand að ekki þurfi að nota sement í þetta lag heldur kalk, ef hægara sé að ná í það. Innan við pappann er siðan steypt 0,10 m. til 0,12 m. þykt lag af leir eða því efni, sem hendinni er næst, blandað á þann hátt, er Gulbrand sjálfur'segir fyrir um. Eftir því sem eg gat bezt séð er hér ekki um neitt nýtt efni að ræða, heldur að eins nýja aðferð, og er kalk vist aðallega notað sem bindi- efni í steypuna, en það fekk eg ekki að vita sökum þess, að byggingar- fræðingurinn hefir einkaleyfi á því. Síðan eru þessir steypuveggir dregnir yfir með kalkþynnu, og hvíttaðir og líta þeir mjög vel út. Eg spurði þá er unnu við þetta hús, hvort þeir álitu að hægt væri að nota hvaða efni sem væri i þessa steypu, því þeir notuðu næstum eingöngu Ieir. Sögðu þeir mér, að þeir teldu mik- inn vafa á því, að hægt væii að nota öll þau efni, er Gulbrand teldi upp. Kostnaðurinn við þetta hús var áætlaður 2700 krónur, og er það mjög lítið. Eg hafði einnig tækifæri til að sjá hús það, sem bygt var í Björgvin. Var það af likri stærð og hitt, og byggingaraðferðin hin sama. Að eins lögðu þeir vírþræðina á annan hátt, en ekki gazt mér eins vel að þeirra aðferð eins og hinna. Nú munu flestir spyrja, hvernig ætli þessi aðferð reynist? Er þetta hlýtt, rakalaust, traust og endingar- gott? Þvi verður auðvitað ekki svar- að með vissu, til. þess ér aðferðia alt of ný, og styðst við enga reynslu. Því reynslan ein getur skorið úr um gagnsemi aðferðarinnar. Eg ætla þó að láta lauslega álit mitt í ljósi um þetta. Að mínu áliti geta húsin verið hlý. Pappinn, sem er í veggjun- um, eykur dálítið á hlýindin, einnig er steypuveggurinn fyrir innan papp- ann hlýr. Þó vil eg taka það fram, að steypuveggir í húsum hér, sér i lagi til sveita, yrðu að vera tölavert þykkri en í fyrnefndu húsi; því húsið í Árósum mun hér um bil jafngilda steinsteypuhúsum hér, sem þiljuð eru og pappalögð; en slík hús eru of köld með lítilli upphitun. Hvort hús, gerð eftir þessari að- ferð, eru rakalaus, get eg ekki sagt um með vissu. Eg spurði þá er unnu við húsið í Björgvin, hvort þeir álitu að steypan væri vatnsheld, og sögðu þeir, að hún myndi ekki vera það. Pappinn er því það eina sem á að verja regnvatninu að kom- ast í gegnum veggina, og verður hann því að vera algerlega vatns- heldur. Eins og fyr er sagt, er fjórði hver þráður stunginn gegnum pappann, og þótt þessu sé mjög haganlega fyrirkomið, verður því ekki neitað, að git koma á pappann, ogl má búast við því að vatn komist gegnum þ»u og inn í vegginn, og á þann hátt getur veggurinn að minu áliti ekki verið algerlega vatnsheldur. Styrkleikann álit eg mjög mikinn. Sem dæmi skal eg geta þess, að eg sló með stórri sleggju á 0,07 m. þykkan vegg, og lét hann sig ekki neitt, að eins kom smá dæld undan sleggjunni. Síðasta spurningin verður þá sú, hvernig þetta endist? Þeirri spurn- ingu get eg ekki svarað með neinnri vissu, en álit mitt er það, að end- ingin geti tæplega orðið góð. Aðal- atriðið við þessa byggingaraðferð er tjörupappinn, og að mínu áliti er framtið þessarar aðferðar undir end- ingu tans komið. Þeir er unnu við fyrnefnd hús, álitu pappann mjög góðan og héldu, að hann myndi endast mjög lengi. Þjóðverjar hafa reynt að leggja tjörupappa á stein- steypuveggi, en þeir segja, að hann hafi reynst mjög illa. Eg býst við að hér yrði reynslan hin sama, að pappinn yrði ónýtur með tímanum, og er húsinu þá stór hætta búin, þvf bæði tréstafirnir og hin Hfrænu efni í veggjunum myndu fúna á skömmum tíma. Býst eg því við, að þessi byggingaraðferð hafi litla framtíð eins og hún er nú. Flestir munu nú álíta eftir þvi, sem fyr er sagt, að þessi nýja að- ferð hljóti því ^ð hafa litla þýðingu fyrir húsagerð framvegis. Hve mikla þýðingu hún hefir, er auðvitað erfitt að segja, en að minu áliti er þó ekki loku fyrir skotið, að þessi nýja hugmynd geti fengið töluvert gildi; því ekki verður þvi neitað, að að- ferðin ber vott um töluverða at- hugun í ýmsum greinum. Hvað okkur íslendingum viðvíkur, get eg ímyndað mér, að við með tímanum ef til vill getum haft gagn af þessari nýju aðferð. En reynslan verður að skera úr um notagildi hennar, hvort takast muni að end- urbæta hana, því eins og henni er nú varið, býst eg vart við, að hún komi íslendingum að verulegu gagni. En sporið er máske stigið í átt- ina, er mun gera okkur Islending- um það mögulegt, að nota ýms þau efni, er hér finnast í landinu, á miklu haganlegr. hátt en hingað til hefir átt sér stað. Vænti eg því síðar meir að fá tækifæri til að rita nánara um þetta mál. Þingmaður Barðstrendinga. FurSulegar frásagnir um fáránlega framkomu þingmanns Barðstrendinga á leiðarþingum þar vestra í haust — hafa »ísafold« borist. Hann er sagður hafa s/nt sig þar »þversum«-maun í staurblindasta lagi og jafnvel hafa viljað bendla mestalt síðasta þing við »óheiðarleika« út af eftirvaradeilunni, svo að eigi stæðu, nema 1—2 heiðar- leikans-klettar upp úr því hafi. »ísafold« á bágt með að trúa þess- um sögusögnum, þótt á hinn bóginn blandist henni ekki hugur urn hinn »heillaða Hákon« — illu heilli í »þversum« blindninni. Svo laglegur og liðtækur þingmaður sem Haga bóndinn hefði getað orðið — eins og hann á ætt til að rekja —og átt að verða, þá hefir — því miður — af sérstökum astæðum, nokkuð ann að orðið uppi á teningnum. Og e f sannar eru sögurnar, sem hingað hafa borist um »leiðarþingin« hans í vetur, þá trúum vór naumast, að hann verði gráhærður í þingmanns-sessi Barðstrend- inga. Svo mæta menn, sem Barðstrendingar hafa oft átt á þingi, verða þeir að vanda vel þingmannskosningu — og kunna að meta þá, sem 1 ó 11 v æ g i r eiga að finnast. ReykjaYíte-annálI. Sögnlestur Einars Hjörleifssonar. Ekki að því að sf>yrja, að Bárusalurinn var troðfullur við sögulestur Einars skálds Hjörleifssonar á sunnudaginu, en margir urðu frá að hverfa. Hátt á aðra klukkustund stóð lest- urinn, en mundi hafa verið þakksam- lega tekið — miklu, miklu lengur. Eftir því s/nishorni, sem E. H. gaf þarna af n/ju skáldsögunni »Sálin vaknar«, má gera sér vonir um, að í henni muni E. H. komast lengra i snild en nokkurri fyrri bóka sinna. Fjóra kapítula las hann. Alvara og gaman hóldust í hendur og í lestrinum lók hr. E. H. svo vel á strengi, að stundum hristist salurinn af hlátri, en stundum mátti ekki heyra andartak. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga von á þessari n/ju skáldsögu E. H. núna á næstunni. Hjúskapnr. Friðrik Jónasson cand. theol. og jungfrú Ásdís Guðlaugsdóttur (heit. bæjarfógeta) voru gefiu saman í hjónaband 13. þ. mán. Samskot til sjúkraskýlis að Stórólfshvoli frá sýslubúum Rangárvallasýslu. Ur Ran^árvallahreppi: Frá Odda, kr. 25.00, frá Selalæk 73.50, E. Geldingalæk, 24.00, Stóra-Hofi 10.00, Brekkum 500, Selsundi 11.00, Koti 7.00, Reyðarvatni 20.00, Heiði 11.00, Minna-Hofi 10.00, Vestri-Geldinga- læk 15.00, Galtarholti 6.00 kr, Fróð- holtshjáleiga 5.00, Bakkakoti 5.00, Bolholti 5.00, Lambhaga 8.00, Varma- dal 17.00, E.-Fróðholti 5.00, Krumla 5.00, Kraga, 5.00, Oddhóli 51.00, Ástúni 5.00, Gaddsstöðum 5.00, Keldum "10.00, Reynifelíi 10.00 Rauðnefsstöðum 4.50, Fossi 5.00, Næfurholti 16.50, Haukadal 1.00, Svínhaga 5.00, Kaldbak 10.00, Gunn- arsholti 4.00 E-Kirkjubæ 16.00, Vestri-Kirkjubæ 22.00. Þingskálum 5.00. Samtals kr. 473.50. Ú r A u s t u r-L andeyjahreppi: Frá Krossi kr. 2.00, Lundi 10.00, Tjarnarkoti 3.00, Gulárósi 800, Fag- urhól 6.50, Hallgeirsey (austur) 13.50, Hallgeirsey vestri 7.20. Hallgeirseyjar- hjáleigu 9.00, Syðri-Úlfsst. 6.00, Úlfs- staðahjál. 4.00, Efri-Úlfstaðahjál. 5.00, Oddakoti 2.00, sama bæ 3.00, Kambs- stöðum 12.00, Ossab 2.25, sama bæ 4.00, Voðmúl8stöðum 5.00 Voðmúls- staða-Austurhjál. 6.00, Voðmúlsstaða- Miðhjál. 5.00, Voðmúlsstaða-Suðurhjál. 7.00, Seli 11.00, Selshjál. 5.00, Miðey 25.00, Miðeyjarhólmi 5.00, Efri Vatns- hjál., 2.00 Syðri-Vatnshjál. 3.00, Alpt- arhóli 5.00, Búðarhóli Norðurhjáh 10.00, Búðarhóli-Austurhjál. 10.00, Búöarhóli 8.00, sama bæ 6.00, Spækli 20.00, Hólmum 15.00, Hólmbjál. 7.00, Bakka 10.00, Rimakoti 5.00, Onundarstöðum 8.00, Kirkjulandshjál. 10.00, Kirkju- landi 6.00, sama bæ 5,ú0, Lágafelli 10.00 Ljótarstöðum 8.00, Bryggjum 5.00, Snotrum 10.00, Vatnshól 20.50, Kú- hóli 3.00, Skíðbakka 12.00, sama bæ 5.00, Skíðbakkahjál. 3.00, Stóiu-Hild- isey 8.75, Stóru-Hildisey 7.00 Litlu- Hildursey 5.00, Gulárhjál. 8,00- Hólmi 7.00, frá lausam. Árna Jóns- syni 8.00, frá Stefáni Finnbogasyni úr Vestm.eyj. 200, Bryggjum 2.00, Voð- múlastöðum 3.00. Samtals kr. 425.70. Úr Fljótshlíðarhreppi: Frá Fljótsdal kr. 8.50, Barkarstöðum 11.00, Háamúla 5.00, Árkvörn 3.50, Eyvindar- múla 12.50, Múlakoti (austurbæ) 15.00, Múlakoti (vesturbæ) 6.00, Hlíðarenda- koti 9.00. Nikulásarhúsum 4.75, Hlíð- arenda 7.00, Hallskoti 2.50, Neðri- Þverá 8.50, Hærri-Þverá 3.00, Deild 10.25, Valstrítu,5.05, Heylæk (austur- bæ) 6.25, Heylæk (vesturbæ) 3.00, Teigi (austurbæ) 10.00, Vesturbæ 9.50, Bitru 8.50, Arngeirsstöðum 6.00, Kirk- julæk (austurbæ) 2.75, Kirkjulæk (mið- bæ) 3.75, Kirkjulæk (vesturbæ) 4.75, Kirkjulækjarkoti 4.75, Lambalæk (aust- urbæ) 5.00, Lambalæk (vesturbæ) 5.75, Ámundakoti 3.00, Miðkoti 9.50, Bolla- koti 3.00, Hellishólum 8.00, Kvoslæk 6.00, Ormskoti 8.00, Litla-Kollsbæ 3.00, Stöðlakoti 1.30, Kollsbæ 10.00, Tindastöðum 6.25, Tungu 9.00, Vatns- dal 9.00, Áustur-Torfastöðum 7.00, Sama bæ (vestri) 5.00, Vestur-Torfa— stöðum (austurbæ) 4.00, Sama st. (mið- bæ)" 4.00, Vestur-Torfastöðum (vestanl. bæ) 2.00, Kotmúla 3.00, Austustu Sámsstöðum 10.25, Mið-Sámsstöðum 3.00, Vestustu Sámsstöðum 15.25, Árnagerði 5.00, Háakoti 7.00, Bjargar- koti 5.25, Arnaseli 5.00, Breiðabóls- stað 21.00, Flókastöðum 15.00, Núpi (austurbæ) 23.00, Núpi (vesturbæ) 7.00, Grjótá 6.00. Samtals kr. 405.35. Úr VesturEyjafjallahreppi: Frá Varmahlíð kr. 12.00, Hellnahól 4.00, Ormskoti 6.00, Vallnatúni 6.00, Holti 15.00, Efstu-Grund 5.00, Mið- Grund 5.00, Syðstu-Grund 5.00, Ind- riðakoti 5.00, Björnskoti 5.00, Mold- núpi 9.00, Skálakoti 5.00, Ásólfsskála 2.50, Mið-Skála 9.00, Yzta Skála 8.00, Sama bæ 6.00, Núpi 24.00, Hvammi 15.00, Sauðhúsvelli 8.00, Áuðunn í Hól 1.00, Syðri Kvíhólum 3.00, Efra Holti 3.00, Vestur-Holti 3.00, Lamb- húshóli 6.00, N/jabæ 5.00, Fornu- söndum 5.00, Helgusöndum 3.00, Efri- Ro^um 10.00, Fitjam/ri 5.00, Fit 5.00, Seljalandi 8.00, Sama bæ 5.00, Selja- landsseli 5.00, Tjörnum 13.00, Brún- um 15.00, Borgareyrum 3.00, Dalseli 10.00, Steinmóðarbæ 10.00, Hamra- görðum 10.00, Neðri-dal 3.00, Dals- koti 5.00, Eyvindarholti 10.00, Syðstu- Mörk 3.00, Mið-Mork 2.00, Stóru-Mörk 8.00 + 10.00 + 10.00, Seljalandi 2.00. Samtals kr. 335.50. Úr Hvolhreppi: Frá Stórólfs- hvoli kr. 61.00, Götu 10.00, Króktúni 13.25, Þinghóli 4.00, Miðhúsum 5.50, Efra-Hvoli 33.10, Kotvelli 7.50, Velli 4.00, sama bæ, 2.00, Argilsstöðum (austurbæ) 10.00, Markarskarði 2.00, Þórisnúpi 9.00, Uppsölum 6.00, Brekk- um 3.00, Langagerði 6.00, Giljum 2.00, Vindási 2.00, Litla-Moshvoli 2.00, sama bæ 2.00, Stóra-Moshvoli 4.00, do St. M. 8.00, E ystri-GarðBandi 45.75, Dufþekju 9.00, do D.þ. 13.00, Mið- krika 8.00, Garðsaukahjál. 5.00, Vestri Garðsauka 16.00, Móeiðarhvoli 10.00. Samtals kr. 303.10, í Ú r V e s t u r-L andeyjahreppi;: Frá Eystri Kví kr. 5.00, Skeggja- stöðum 5.00, Vestri-Tungu 5.00, Eystri- Tungu 7.00, Klasbarði 3.00, Strönd (austur bæ) 3.00, Hemlu 25.00, Alf- hólum 10.00, Brók 5.00, Akurey (vest- urbæ) 5.00, Fíflholtshjál. 6.00, Fífl- holti-Vestra 1.00, Strandahjál. 3.50, Klanf 3.00, Bergþórshvoli 6.00, Arn- arhóli (austurbæ) 20.00 Miðkoti 4.00, Akurey (austurbæ) 3.00, Vestra-Fífl- holti 5.00, Eystra Fíflholti 8.00, Suð- urhjál. (Vesturbæ) 1.00, Norðurhjál 5.00, Stíflu 4.00, Berjanesi 7.00, Ey (miðbæ) 6.00, Ey (austasta) 16.50, Strandarhöfða (austurb.) 11.00,Strandar- höfða (vesturbæ) 9.00, Strönd (vestur bö) 2.00. Kálfsstöðum 13.00 Forsæti 2.00, Sleif 3.00, Stefáni Jóns- syni 1.50, Káragerði 5.00, Skipagerði 14.00, Gerðum austur bæ 2.00. Sam- tals kr. 234,50. Ur Landmannahreppi: Frá Skarfanesi kr. 10.00, Efra Seli 10.00, Fellsmúla 10.00, Skarðsseli 2.00, Krók- túni 13.00, Hrólfsstaðahelli 10.00, Flagbjaruarholti (neðri bæ) 9.50 Holt- múla (austur bæ) 13.00, Snjallsteins— höfða 13.00, Vindási 1050, Flagbjarn- arholti 12.00, Hvammi: Jóni Gunnars— syni 9.00 sama bæ Eyjólfi dbm. Guð- mundssyni 25.00, Látalæti 17.00, Vatna- garði 3.00, Galtalæk 17.50, Snjall- steinshöfðahjál. 4.00, Sveinbikka 12.00, Neðra-Seli 20.25, Stóra Klofa 2.00, Skarði 15.00, Bjalla 2.00, Yrjum 2.00, Minni-Völlum 3.00, Hjallanesi 3.00, Þúfu 10.00, Húsagarði 10.00, Hellum 15.50, Lúnansholti 15.50, Hjaltanesi Þórði Þórðarsyni 4.00, Lækjarbotnum 7.00. Ósgröf 1.50, Heysholti 5.00, Stínuvöllum 5.00, Holtsmúla: Gíslínu Arnadóttir 11.00, Austvaðsholti 13.00. Samtals kr. 344.75. Til kaupenda isafoldar. Þau eru vinsamleg tilmasli útgef- anda ísafoldar til kaupenda blaðsins: utan bæjar og innan, að þeir muni nú að nota góðærið til þess að losa sig við skuldir sín- ar við blaðið hið allra fyrsta. Góð skil kaupenda eru undirstaða þess að hægt sé að auka blaðið Og gera efni þess sem fjölbreyttast. Látið eigi blaða-skulda-sýkina grafa um sig meira en orðið er. Hellerup Husmoderskole Bengtasvej (nær ved Kbhvn) Sommerkursus beg. 4. Maý Forlang Skoleplan. Petra Laugesen. Húsnæði. Stórt og rúmgott hús í Borg- arnesi til leigu frá 14. maí þ. á. Uppl. gefur Gísli kaupm. Jónsson, The North British Ropework Co, Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilímir og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað' Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínnr og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við og þá fáið þér það sem bezt er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.