Ísafold - 26.02.1916, Page 2

Ísafold - 26.02.1916, Page 2
2 ISAFOLD sig fyrir blutum í félaginu, þannig að sýna hlutatölu þá, sem hver ein- stakur maður hefir lofast til að kaupa, og hve mikið hver er nti þegar bú- inn að greiða af því hlutafé. En þess biður nefndin hér með einlæglega alla þá, sem nokkur ráð hafa á því að gera fullnaðar borg- anir á hlutum sínum fyrir kjörfund- inn þann 16. febrúar n. k., að gera það fyrir þann tíma, svo að þeir geti þá talist réttir hlutbafar og átt atkvæði á fundinum. Nefndin vonar. einnig og biður, að Vestur-íslendingar sýni hlýhug sinn til félagsins með því að taka þeim vel, sem taka að sér að selja hluti í félaginu og að þeir taki að sér nægilega hluttöku til þess að fullgera það sem enn skortir á upp- haflegu tölurnar. Winnipeg 14. janúar 1916. Mentunni eflir alla dáð. „Traustir skulu kornstsrnar , hárra sala. I kili skal kjörviður11. J. H. I. >Það verður hverjum að list, sem hann leikur*. Góðum málara veit- ist auðvelt að mála myndir af mönn- urb, af því að hann hefir æfingu í því og hæfileika til þess, en gáfu- maðurinn gerir það ekki betur en hvert meðalbarn, ef hann vantar æfingu og hæfileika málarans. Stærð- fræðingur leysir þung likingadæm'i, sem málfræðingur ræður ekkert við. Þannig má leggja ýmsar þrautir fyrir vaxna menn, sem þeim tekst ekki betur að leysa af hendi, heJdur en börnum, ef mentun þeirra og þekking er á öðru sviði. Þetta hafa mennirnir fyrir löngu vitað, og því hafa þeir iðkað það öðru fremur, sem þeir hafa ætlað að gera að lífs- starfi sínu. Þess vegna hafa nú allar mentaþjóðir reist skóla, þar sem menn geta numið hvers konar störf og fræðigreinar, er að gagni mega koma í lífinu. Þannig eru mýmörg embætti einungís skipuð mönnum, sem náð hafa tiltekinni mentun, t. d. prests- og lækna-embætti Og svo langt eru kenslumálin komin á veg í landinu, að sá kennari skal ganga fyrir öðrum, sem lokið hefir kennaraprófi, þótt stundum sé nú vikið frá þessum lögum. Mönnum, sem enga þekkingu hafa á uppeldis- máium, er nú af mörgum ekki treyst til að ala upp ungu kynslóð- ina. Miðar slíkt óneitanlega til þjóð- þrifa. Það er nú gott og blessað, að kennarar hafi kennaramentun og alveg sjálfsagt, að dómi þeirra, sem skyn bera á slík mál. Mætti senni- lega vænta mikilla nota af starfsemi þeirra, ef þeir fengju að njóta og neyta hæfileika sinna, en það er síður en svo. Yfir kennurunum ráða fræðslu- eða skóla-nefndir, sem undantekningarlítið hafa enga sér- þekkingu fengið í uppeldismálum, einmitt þeim málum, sem þær eiga að sjá um, að séu i lagi. Það er ekki von, að vel fari. Einn góðan veðurdag eru menn, sem aldrei hafa rekið höfuðið inn fyrir skóladyr, skipaðir í skólanefnd. Þeir hafa því eðlilega óljósa hugmynd um hvað í skóla gerist eða á að geraát í raun og veru. Enda er það svo. Marg- ir þeirra telja utanbókarlærdóminn þungamiðjuna, sem börnin hafi þó ekkert gagn af, þegar þau fara að ryðga í honum. Með öðrum orð- um, þeir hafa dálilla hugmynd um notagildi námsins, en enga hug- mynd um menningargildi þess. Þessum mönnum á svo að vera trúandi til að sjá um kenslumál í heilu skólahéraði. Ekki þarf að furða sig á, þótt kennurum, sem fengið hafa kennaramentun, þyki hart að fara að ráðum slíkra manna í kenslumálunum. Þann kostinn verða þeir þó oft að taka, því ger- ist kennari mótfallinn ráðstöfunum skólanefndar, þá getur neindin sagt honum að hypja sig burt á næsta ári. Við því er ekkert hægt að segja. Þetta eru lög,sem gilda. II. Slæm skólahús. Vandi er að lifa svo ölium líki, ekki sízt fyrir þá, sem opinberum störfum hafa að gegna. Margar skólanefndit* gera náttúrlega efur beztu sannfæringu, en þó sú sann- færing sé á litlu viti bygð hjá sum- um þeirra, það er ekki nema ofur- eðlilegt, eins og þegar hefir verið bent á. Svo er heldur ekki eins og þessar nefndir séu einráðar, ef um fjármál er að ræða. Bæjar- stjórnirnar taka þá fljótt í taumana, stundum til þess að spara eyririnn, en eyða krónunni, ef á alt er litið. Það sem eg vildi sérstaklega benda á, af vamækslusyndum þessara nefnda, eru skólahúsin. Þau eru mörg í því ástandi, að ekki má lengur við una. Til sveita eru viða notaðar kaldar og litlar slofur til að kenna í. Bændur vilja ógjarnan lána góðar stofuf fyrir skólahús, eins og við er að búast. Fræðslu- nefndir verða því oft að sættá sig við mjög léleg húsakynni fyrir kenn- ara og börn. Eg hefi kent í sveit og þekki þetta því af eigin reynslu. Eitt sinn kendi eg í svo litlu her- bergi, að ógjörningur var að hafa viðunandi íoft. I annað skifti kendi eg í köldu þinghúsi. Börnin komu stundum sveitt af ganginum, eða hálfblaut í fæturna, og urðu aðsetj- ast í nistandi kalt þinghúsið. Eg kom skjálfandi innan úr bænum, því að hvergi sást ofn. Naumast þarf að lýsa hversu slæmar afleið- ingar þetta getur haft. — Að öðru leyti leið mér afbragðs vel í sveit- inni, meðan eg kendi þar, og lengi ,mun þeirri ljúfmensku verða á lofti haldið, sem farkennarar mæta á góð- um sveitaheimilum. En köldu hús- in eru næg ástæða til þess, að eg get ekki hugsað til þess að verða farkennari framar, meðan ekki er ráðin bót á þeim. í kaupstöðunum er einnig viða pottur brotinn. Skólahúsin stækka ekki að sama skapi sem börnunum fjölgar. Enda munu sum þeirra vera nokkurskonar gróðrarstíur ýmsra kvilla og langt á eftir tímanum. Um daginn sagði kennari mér eftirfarandi dæmi: Fyrir nokkurum árum var reist skólahús í kaupstað, hæfilegt fyrir börnin, er þar voru, og einníg átti skólastjóri að hafa þar ibúð. í þess- um kaupstað eru nú um þrefalt fleiri börn á skÓlaskyldualdri, og enn þá ef notað sama húsið. Hús- ið alt er ekki stærra en svo, að þar er hæfilegt rúm fyrir meðalfjölskyldu, og má nú gera ráð fyrir, að skóla- stjóri geti ekki gert sig ánægðan með minna húsnæði. Enda hefir hann ekki getað notað þá lélegu *) Það sem hér er sagt um skóla- nefndir og bæjarsjóði, á einnig viða heima um fræðslunefndir og hrepps- sjóði. íbúð, sem honum er til boða i skóla þessum, og vonandi verður aldrei ráðið svo andlaust uxahöfuð fyrir skólastjóra, að íbúð þessi verði hæfi- leg. Afleiðingarnar af þessum slæmu húsakynnum hafa orðið mjög al- varlegar. Skólastjórarnir, sem mest hafa dvalið i skólanum, eru nú, — fleiri en einn, búnir að missi heils- una. Marga grunar, að það sé slæmu húsnæði að kenna, enda hafa börn- in ekki heldur verið vel heilbrigð. Kennurunum fanst loks ekki fýsi- legt að lifa lengur við svo búið, og bentu skólanefnd á, að húsið væri ekki samkvæmt nútímans kröfum, og í fyrra kvað heilbrigðisfulltrúinn það vera ótækt i flesta staði, en við það varð þó náttúrlega að una árið út. Skólastjóri taldi sjálfsagt að skifta svo oft um loft, sem unt væri, og við það eyddust náttúrlega meiri kol, enda hefir hann fengið að heyra, að hann færi ekki sparlega með þau. »En hvað hefir svo skólanefnd og bæjarstjórn gert síðan ?« spurði eg. — »Ekkert, ekki svo mikið sem mála húsið um langt skeið«. Hér eru bendingar kennara að engu hafð- ar, og ummæli heilbrigðisfulltrúans einskis virt. Ljótt er þetta, en satt er það. Vonandi eru fá dæmi sem þetta, þó gæti eg bent á eitthvað svipað. Hvernig stendur nú á, að skóla- nefnd og bæjarstjórn láta þetta við gangast? Vafalaust er þröngur fjár- hagur nokkur orsök í þvi, en einn- ig sú einfalda, en of algenga ástæða, að nefndirnar hafa ekki vit á öllu, sem þeim er falið að leysa af hendi. Er því sjálfsagt gustuk að minnast orðanna: Fyrirgef þeim, því þær vita ekki hvað þær gera. Og þó skólanefndin skilji, hvað ber að gera, þá getur bæjarstjórnin, sem hefir fjárveitingarvaldið, haldið nauðsyn- legum framkvæmdum í tjóðurbandi sinnar eigin vanþekkingar og aftur- haldssemi. Einkum er það sökum vanþekkingar á skólamálum, að bæjarstjórn neitar að veita fé til skólabyggingar, sem er jafnnauðsyn- legt og hér hefir verið bent á. Mér dettur ekkí í hug, að hún stofni heilsu fjölda barna og kennara í voða vísvitandi. Nei, hún skilur ekki að hér sé nein hætta á ferð- um. Það er bölvunin. En væru aliir, sem sýkjast í skólum, kostaðir beinlínis af bæjar- eða sveitar-sjóði, þá er mér nær að halda, áð meira væri hugsað um að vanda skólahús, heldur en gert er. Þá er ekki orðið óalgengt að kenna hér allan daginn í barnaskólum, eða tvísetja I þá. Frá heilbrigðislegu sjónarmiði er þetta afarhættulegt. — Loftið verður miklu óheilnæmara, og vafalaust sýkjaat fleiri fyrir bragðið. Erlendis hafa rannsóknir leitt í Ijós, að börn sýkjast oftar, sem ganga í skóla síðari hluta dagsins. Auk þess eru það afarmikil óþægindi fyrir kennara að vera bundinn við skól- ann allan daginn. Starf hans verður alt í molum og getur meira að segja leitt til leti og ómensku fyrir bragðið. En þetta er svo miklu ódýrara, segja menn. Um það er víst vandi að segja, þegar á alt er litið. Það er ekki svo gott að meta til peninga þann skaða, sem þjóðin héfir á að missa heilsu efnilegra sona og dætra, og vafalaust er mikið leggjandi í söl- urnar til þess að sjá henni borgið. III. Framtiðar skólahús og leikvellir. Skólahús eiga að vera hlý, björt og rúmgóð og standa á þurrum og fögrum stað, sé þess nokkur kostur. Ætíð þykir fagurt útsýni stór kostur. Menn ferðast land úr landi, til þess að skoða fagra staði um stundarsakir. Mikið fé mundu sumir auðkýfingarnir vilja gefa fyrir suma fossana okkar, ef þeir gætu flutt þá heim til sín. Fagutt útsýni veitir ljósi og yl inn í hugskot manna og gerir þá þýðari og betri í viðmóti. Gerir þá blátt áfram betri menn. Standi skóli á fögrum stað, þá þykir bæði kennur- um og börnum vænna um hann, og því vænna sem börnunum þykir um skólanu sinn, því meiri líkur eru til, að skólaveran hafi blessunarrík áhrif. Þetta þarf víst naumast skýringar við. Allir ættu að skilja, að skólahús, sem stendur á blautum og Ijótum stað og er sjálft kalt og þröngt, hlýtur að hafa lakari áhrif á börn og kenn- ara, heldur en það hús, sem er vand- að í alla staði, með góðum leikvelli umhverfis og fögru útsýni. Erfiðast er að fá nógu stóra og góða leikvelli inni í stórbæjum, en engu að síður eru þeir nauðsynlegir. Eg veit neyndar, að sumir telja ó- þarft fyrir börn að leika sér í frí- mínútunum og mundu klappa þeim kennurum lof í lófa, sem svo væru strangir, að börn þyrðu ekki fremur að hreyfa sig hjá þeim i frlmínútum en kenslustundum. En slikir kenn- arar væru stórgallaðir að dómi allra, sem þekkja dálítið barnseðlið, og mundu gera margt efnisbarn að lík- amlegri og andlegri hengilmænu með því að bæla um of æskufjörið og drepa starfslöngunina, sem kemur fram i barnaleikjunum. Má það dæmalaust heita, að fullorðið fólk skilur ekki þetta. Búast má þó við, að mörgum, sem kominn er af barnsaldri, veitti full erfitt að sitja á trébekk 5—6 tíma og rétta sig naum- ast upp. Hvernig skyldi mönnum geðjast að því að sitja svo lengi í kirkjunni? Vel gæti eg trúað, að einhver vaknaði við hroturnar í sessu- naut sinum fyrir messulok. Flestir virðast ánægðir af að sitja í kirkju 1—2 tima í senn og það þótt full- orðnir séu. Samt ætlast þessir bless- aðir menn til þess, að börn þurfi naumast að rétta úr sér hálfan dag- inn, en geti þó tekið eftir með brenn- andi áhuga í kenslustundunum. Nei, leikjunum má ekki útrýma, þeir auka líkams- og sálarþróttinn, útheimta oft snarræði og stjórnsemi og margfalda ánægjuna. Hitt er satt, að það er bæði þreytandi og hættulegt, að börn leiki sér á götunum. Þær eru engir leikvellir og eiga ekki heldur að vera það. Um göturnar eiga börnin að ganga eins og siðprúðir menn, en á leikvöllunum eiga þau að leika sér. Þetta væri vist vinningur að kenna þeim, ef leikvellirnir væru til, en þá vill víða vanta, eða mjög ófullkomnir. Skólaleikvellir þurfa að vera vel girtir og ættu helzt ekki að vera við aðal- götur, þar sem umferð er mikil. Leikir barna eru svo ólíkir götulífinu, eins og það á að vera, að með því er enginn hjónasvipur. Það tvent getur ekki farið saman. Einmitt vegna þess, að börnin neyðast til að leika sér á jafn óheppilegum stöðum og göturnar eru, þá verða leikirnir alt annað en þeir eiga að vera, oft ekki nema óp og óhljóð og jafnvel ryskingar. Af þessu leiðir einnig, að þau gera lítinn greinarmun á, hvort þeim er leyfilegt að leika sér og hvort ekki, en gera það allstaðar, þar sem því verður við komið, bæði úti og inni, án þess að hugsa mikið um afleiðingarnar eða óþægindin, sem af því stafa. Með öðrum orð- um, börnin hljóta að verða ver upp- alin og óþekkari, ef þau ekki hafa sæmilega leikvelli. Vík eg svo aftur að sjálfum skóla- húsunum. Hafa nú kaupstaðir efni á að byggja svo stór skólahús fyrir börnin, að ekki þurfi að tvísetja í þau, og 1 öðru lagi er nauðsynlegt að hafa svo stór skólahús ? Hér verður að vísu ekki gerð nein kostnaðará- ætlun. Tilgangurinn með línum þessum er sá, að fá menn til að hugsa meira um uppeldismálin, en fátt verður rökrætt hér að þessu sinni. Hugsum okkur kaupstað með 1000 íbúum og meðalefnahag. í honum mundu vera um 100 börn á skólaskyldualdri, og fyrir þau þyrfti 4 kenslustofur, ef ekki væri tvísett. Mundi nú slíkur kaupstaður vilja láta spyrjast, að bann hefði ekki hug í sér til þess að byggja 4 kenslustofur, en þó væri það nauðsyo? Mikið tel eg það ólíklegt. En geti hann það ekki, þá liggur nærri að spyrja: »Er hann fær um að eiga 100 börn« ? Athugum svo nánar muninn á einsettum og tvísettum skólum, ef eg mætti komast þmnig að orði. Einsett skólahús kosta náttúrlega töluvert fé í svipinn, en í þeim á heilsu barna og kennara ekki að vera hætta búinn, sé heilbrigðiskröfunum fullnægt. Störf barna og kennara verða miklu eðlilegri og haganlegri og undir eins ánægjulegri. Tvísett skólahús kosta minna fé í svipinnr en af þeim hlýtur ætíð að stafa meiri sýkingarhætta, og er það auðvitað langalvarlegasta atriðið. Það er óheppilegt að spara svo í eitt skifti fé til húsagerðar, að menn þurfi oft að borga lækni stórfé, sök- um ófullnægjandi húsakynna. I öðru lagi hlýtur vinna kennaranna að verða öll í molum, ef ekki eru bekkjar kennarar eins og þegar hefir verið bent á. Tel eg miklu heppi- legra, að hver kennari kenni þær námsgreinar, sem hann er færastur í, heldur en allar námsgreinar í ein- um bekk. Þannig er það líka við alla æðri skóla og dettur víst fáum í hug að breyta þvf. Bekkjarkenslan er vafalaust að flestu leyti óheppi- legri. En hvernig skyldi kennurum hinna æðri skóla líka, ef tvísett yrði í þá og þeir mættu hanga yfir kensl- unni allan daginn? Eg er hræddur um, að slík breyting yrði óvinsæl, Alt mælir með einsettum skólum,. nema efnaleysið. Þeir kosta meira í bili. Samt tel eg líklegt, að ekki verði tvísett í barnaskóla með fram- tíðinni, fremur en aðra skóla. Ýms erl. tíðindi. Ofriðarfréttir eru fremur fáskrúð- ugar um þessar mundir, meðan sæ- síminn er slitinn, svo sem verið hefir nú um þriggja vikna tíma. Brezk blöð nýkomin hafa þó frá miklum sigri Rússa að segja og að þeir hafi hertekið um 100.000 af her óvinanna. Frétt er og komin um, að þýzkt Zeppelins-loftskip hafi heimsótt borg- ina New-Castle á Englandi og gert af sér mikinn usla. Manntjónið orð- ið mikið — 800 manns. Bretar kváðu nýlega hafa stofnsett nýtt ráðherraembætti, sem í er skip- aður Sir Robert Cecil. Ahann að fást eingöngu við mál, er snerta erlenda verzlun og siglingar erlendra hlut- leysis-skipa. Loks eru sagðar talsverðar trölla- sögur af aðstöðu Svía til ófriðarins, að þeir séu komnir á fremsta hlunn um að taka þátt í honum. En var- lega skyldi treyst þeim fregnum.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.