Ísafold - 26.02.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.02.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD Stefán í Möðrudal. Um Stefán i Möðrudal mætti skrifa langt mál, þvi hann var einn af merkustu bændum. Því miður vant- ar mig gögn til að skrifa um hann svo vel sem skyldi; en eg var hjá honum unglingur, árin 1884—1890, og — »ef orðin kynni eg svinn, væri mér skyldast skötnum frá að skýra' um fóstra minn.c Stefán var fæddur 23. des. 1848 i Brú á Jökuldal, sonur Einars bónda Einarssonar þar og konu hans, Onnu Stefánsdóttur. Var Stefán í föður- ætt kominn af Þorsteini Jökli, en í móðurætt af Stefáni Ólafssyni skáldi i Vallanesi, og eru ættir þessar rakt- ar í grein um Jökuldal í V. áig. Óðins, eftir Jón Pálsson, systurson Stefáns. Þar er og mynd af Stefáni. Stefán ólst upp hji foreldrum sín- nm á Brú og var þar fram yfir tvítugsaldur. Veturinn 1874—75 v*r hann í Kaupmannahöfn og lagði stund á úrsmíði. Þegar heim kom, kvongaðist hann Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur i Möðrudal og reisti þar bú, en misti konu sína eftir eins árs sambúð. Nokkru siðar kvongað- ist hann i annað sinn, Arnfriði Sig- urðardóttur á Ljósavatni, og mnn hafa buið þar tvö ár, en þá fluttu þau hjánin til Möðrudals og hafa búið þar síðan. Arnfriður lifir mann sinn. Sex börn þeirra eru á lífi: Jón bóndi í Viðidal, Sigurður i Ameriku, Einar í Möðrudal og syst- ur þrjár: Aðalbjörg, María og Hróðný. Stefán í Möðrudal var meðatmað- ur á hæð og svaraði sér vel, kvikur á fæti og snar í hreyfingum. Hann var fríður sýnum, bjartur á hár og skegg, augun grá, augnaráðið fast Og athugult og svipurinn skarplegur. Stefán var gamansamur hversdags- lega, gat verið ertinn og meinyrtur ef þvi var að skifta. Kappsamur var hann og hélt því til streitu er hann hafði upp tekið. Og halda vildi hann hlut sínum við hvern sem hann átti um. Stefán var hagur vel á tré og málma og lagði á flest gjörva hönd; úrsmiður var hann í viðlögum, en stundaði það lítið. Fjármaður var hann ágætur Og hverjum manni fjárgleggri. Þekti hann allar kindur sínar og voru þær þó um 500, þegar eg var hjá hon- um. Öllum ám sinum gaf hann nöfn og eru þau orðin fræg, síðan prófessor Finnur Jónsson skrifaði um þau lærða málfræðisritgerð i Arkiv for nordisk filologi. Stefán »skrúðaðic lömbin á vorin og færði i vasabók sína. A haustin hafði hann svo skrúðann til að átta sig á ætt- erninu, ef hann sá það ekki undir eins af svipnum, en það gat hann oftast. Jafnsýnt var Stefáni um hesta. Var hann ágætur reiðmaður og átti afbragðs reiðhross, hvert efiir annað. Hefi eg aldrei séð fallegri spretti en þegar Stefán sat á »Kvikuc sinni eða »Slettuc. í Möðrudal er hesta- land gott og vegir sjálfgerðir, hvert er vill. Var þar oft sprett úr spori á söndunum. Varla hefi eg þekkt mann, er hneigðari væri til lækninga en Stefán. Hann hafði yndi af að hjúkra mönn- um og skepnum, ef eitthvað gekk að þeim, las læningabækur og var glöggur á sjúkdóma. Skurðlækning á vatnssóttarsauðnm fann hann upp sjálfur og tíðkaði, skar hann upp allmarga sauði á hverjum vetri og tókst það vel að jafnaði. Kunnug- maður segir mér, að Stefán hafi og tekið sulli úr höfði á kindum, en ekki man eg til þess meðan eg var í Möðrudal. A Fjöllum var í þá daga engin yfirsetukona. Tók Stefán sjálfur á móti börnum sinum, og var oft sóttur að. Hepnaðist honum það vel. Oft hefi eg dáðst að þvi, hve at- hugull Stefán var, og hygg eg að sú gáfa hafi verið honum bezt gef- in. Hann rak augun í alt, og efast eg um að smalamaður Helga Harð- beinssonar hafi verið skýrari maður og glöggþekknari. Á háskólaárum mínum kom Stefán til Kaupmanna- hafnar. Borðuðum við einn dag saman miðdegisverð, og voru við borðið 10—20 íslenzkir stiidentar, sem Stefan þekti ekki. Eftir ávildi Stefán vita hvað manna hver þeirra væri, og lýsti þeim öllum svo að eg þekti, og hafði hann gert sér nokkra grein fyrir eðlisfari sumra þeirra. »En hver er það sem hefir boginn litlafiingur á hægri hönd?« spurði hann loks. Það vissi eg ekki. Stefán lýsti þá manninum nánar, og kannaðist eg þá við hann. Það var góður kunningi minn, en ekki vissi eg þetta um fingurinn á honum, fyr en Stefán sagði mér það. Ef stiilka týndi hringnum sin- um ofan í moðbing eða hnífnum i sprekamó, va'r Stefán vis að finna og enginn var fljótari að hafa upp á skepnum, ef þær týndust, en hann. GrasafræMngur kom að Möðrudal og spurði Stefán meðal annars um jurt eina, hvort hún yxi þar í land- areigninni. Stefán þekki ekki nafnið, en svarar, að hann eigi ekki þeirrar jurtar von, ef það sé ekki í fjallgarði einum all- Iangt burtu. Söðla þeir nú hestana og ríða þangað. Stefán leitar þar, sem honum þótti líklegast, og kem- ur með jurtina. »Er hún þetta«? Það stóð heima. Slíkar sögur mætti lengi telja um Stefán. Með engum mundi eg hafa verið öruggari í stór- hríð én honum, þar sem hann var kunnugur. Hann þekti hverja þufu. Möðrudalur var jafnan hið mesta rausnarheimili og glaðværð mikil. Safnaðist þangað ungt fólk og fjör- ugt. Gestum var þar fagnað ágæta- vel og komu þar margir, því að það er i póstleið. Stefán hafði erft nokkur efni, en aukið þau mjög. Mun hann hafa verið einhver fjárauðugasti bóndi á íslandi, enda getur ekki betra sauð- land en Möðrudal. Vel fylgdist Stefán með í nýjungum er til fram- fara horfðu og var hinn hagsýnasti, enda hafði hann kastað heimdragan- um. Árið 1898 fór hann á sýning- una í Björgvin og brá sér þá um leið til Kaupmannahafnar. I þeirri ferð keypti þann sér ýms verkfæri, svo sem hestahrífu, og þóttist aldrei hafa keypt þarfara. þing. 1904 brá Stefán sér til Canada og ferðaðist þar um flestar bygðir Islendinga. Afarmiklar girðingar hefir Stefán gert í landi sinu á síðustu árum, og nú ætlaði hann að fara að reisa stórt og vandað steynsteypuhiis með raf- lýsing. Mjög unni Stefán Möðrudal, enda er jörðin góð og náttiirufegurð mikil. Það hygg eg, að Stefán hafi talið átthaga sína öræfin öll milli Jökuls- ánna, alt inn að jökli. Þar hafði hann oft verið á ferðinni og þótti fagurt á fjöllunum. Siðast er eg sá hann, lofaði hann mér að fara með mér inn á Brúardali, ef eg kæmi að heimsækja hann. Og í vetur var eg að ráðgera að setja Stefáni stefnu einhvern sumardag í Vonarskarði. Eg vissi, að hann mundi bregða við fljótt, láta sækja tíu gæðinga og fira yfir Jökulsá á Ferjuhyl, þar sem Hrafnkell fór, er hann reið til þings, þvi þar hafði Stefán sett ferju. Það hefði orðið skemtileg ferð yfir ör æfin heim að Möðrudal. — En nú verður ekki af þeirri ferð. Guðm. Finnbogason. Snjóflóð. A ísafirði féll nýl. snjóflóð á bæinn Grænagarð, miðja vegu milli Stakka- ness og Seljalands. Bærinn sjálfur barst með flóðinu út á Pollinn, en manntjón varð ekki. í Náttfararvík við Skjálfanda féll snjóflóð á laugardaginn var og lenti á bænum Naustavik. Synir bóndans þar þrír urðu fyrir snjóflóðinu og meiddust töluvert, einn svo mikið, að héraðslæknirinn Guðm. Thorodd- sen varð að hafa hann með sér til Húsavíkur til að græða sárin. ReykjaYlkur-annáll. Loftskeyta áhaldi hafa starfsmenn Landssímans komiS sór upp og getað orðið aðnjótandi nokkurra símfregna frá loftskeytastöðvum erlendum. Þegar sæsíminn er bilaður, ætti það ekki að vera nein dauðasök, þótt birt- ar væru fregnir þær, er hingað ná — í þetta áhald. Sambandslausir við útlönd um 3 vik- ur — það höfum vór nú verið. En ekki þurft að vera það einn einasta dag, ef hór hefði verið loftskeytastöð. Þess er vert að minnast! Skipafregn: G u 11 f o 8 s fór til útlanda í gær. Meðal farþega: kaupmennirnir Ámi Eiríksson (með dóttur sinni), Garðar Gíslason og Jakob Havsteen, Audersen lyfsali frá Stykkishólmi, Ólafur Jóns- son myndamótari, Bendtsen málari o. fl. Látin er hór í bæ frú Nielsen, tengdamóðir Davíðs Ostlunds trúboða, vönduð merkiskona. Fisksalan til Bretlands. íslenzku botnvörpungarnir eru nú sem óðast að koma frá Bretlandi, en ekki hafa þeir selt við nærri eins háu verði og fyrstu ferðirnar. Er sú ástæða til, að afla- brögð eru afargóð; sem stendur við Englandsstrendur og fiskskortur þar í landi því alls eigi tilfinnanlegur. — Síðastur er kominn hingað Baldur og hafði selt afla sinn fyrir 1616 sterl- ingspund. Simslit. Sæsíminn til Vestmanneyja hefir verið bilaður síðustu dagana. Aðkonramenn eru hór tnargir af Vestfjörðum, ra. a.: Ólafur Jóhannes- son konsúll frá Vatneyri, Hreggviðui Þorsteinsson kaupm. frá Ólafsvík, Ing- ólfur Jónsson kaupm. frá Stykkishólmi, Valdemar Ármannsson verzlunarstj. frá Sandi. Hafnarvirkin og skipin. Nú er komin hafskipabryggja við Battaríis- garðinn. Samt sem áður er það eigi nærri ætíð, að farþegaskipin liggi við hana, svo að farþegar geti gengið á skipsfjöl. Síðast var það Gullfoss í gær, sem Iá fyrir utan hafnarvirkin og urðu allir að sækja á skipsfjöl upp á >gamla móðinn«. Þetta eru vonbrigði mörgum, sem hlakkaS höfðu til þæg- indanna að ganga af þurru landi lit i skipin, en þurfa eigi að hafa bæSi aukakostnaS og annað andatreymi við að fara sjóveginu. Alþýðufræðslan. A morgun kl. 5 flytur Árni Pálsson bókavörSur erindi um ættarnöfn. TilefniB mun vera Mannanafnabókin. N, æstu dagana verður farið að vinna með mokstursvél í Reykjavíkurhöfn og verða þeir, sem fara um höfnina, að athuga það, sem hér segir: Mokstursvélin verður bundin með 6 keðjum, nl. einni íramat, einni afturaf og tveim út af hvorri hlið. Keðjunum verður íest með akkerum, eí ekki er hægt að festa þeim í landi. Akkeris-staðirnir verða merktir með rauðum duflum (tunnum). A rá vélarinnar verða höfð þessi merki: þ e g a r dimt er: á öðrum ráarendanum 1 hvítt og 1 rautt ljós hvort upp af öðru, á hinum ráarendanum 1 hvítt ljós; en þegarbjarter: á öðrum ráarendanum 2 svartar kúlur hvor upp af annari, á hinum ráarendanum 1 svört kúla. — Skip, sem fara fram hjá mokstursvélinni, verða að fara mjög gætilega og með hægri ferð, og fara eingöngu þeim megin vélarinnar sem 2 ljós eða 2 kúlur eru. Pað er með öllu bannað að sigla framanvert við vélina, en framendinn er sá endi talinn, þar sem moksturskeðjan liggur ofan í sjó. — Pegar unnið er með köfurum, verða höfð tvö flögg á siglu- tré mokstursvélarinnar og má þá ekkert skip koma nálægt henni. Á mótorbátnum verða í myrkri höfð 2 hvít ljós hvort upp af öðru, þegar hann er með pramma í eftirdragi, en í birtu verða gefnar hljóðbendingar. Reykjavik 24. febrúar 1916. Jíafnarnefndin. Mannanafnabókin er komin út. Aðalnmboð sölu hefir Forlag ísafoldarprentsmiðju. Bókin fæst hja öllum bókselum. Verð: 75 aurar Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Arni Pálsson flytur erindi: Um ættarnöfn Sunnudag 27. febr. 1916 kl. 5 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 15 aura. Þegiiskylduvinnan. 11. (Eins og áður er getið hér í blað- inu, hafa Isafold borist nokkurar greinar, bæði með og móti þegn- skylduvinnu og eru þær tölusettar undir sömu aðalfyrirsögninni). I >Lögréttu« nr. 2 þ. á. fer alþm. Matth. Ólafsson mörguro orðum um væntanlegt ágæti þegnskylduvinn- unnar. Eg er honum samdóma um, >að það hlýtur að vera öllum þorra íandsmanna umhugsunarefni, þar sem við næstu almennar kosningar til al- þingis, sem fram eiga að fara næst komandi haust, á þjóðin að skera lir með atkvæði sínu, hvort hún vill, að þegnskylda sé lögleidd hér i ein- hverri mynd«. Það er enn ekkert ákveðið um, hvernig þegnskylduvinnunni verði hagað. Þetta að vita ekkert um, hvernig þessu verði hagað, ætti að vera nóg til þess, að menn alls ekki greiddu atkvæði um þetta. Það er enginn skyldur til þess, og ef almenningur játar á sig í ár þegnskyldunni, er hann skyldur að þola hana hvað illa sem honum líkar fyrirkomulagið. Að greiða ekki atkvæði er að minu áliti hið máttuga og sjálfsagða svar. Formælendum þessa roáls mun finnast þessi skoðun mín vera sam- kvæm ellinni, að skynja ekki menn- ingaráhrif þau, er þeir vænta að þegnskylduvinnan veiti þjóðinni og sem þeir telja miklu meira virði en ókeypis vinna, sem hið opinbera fær. Það flýgur margt í huga minn, þegar eg hugsa um þetta. Mér finst sem nú eigi með þegnskylduvinn- unni að gera okkur — fremur en nú er hægt — að nýtari og betri mönnum, efla hjá okkur »ást á ætt- jörðu, ást á sannleika«. En mér verður eins og Maríu forðum að spyrja með efa: >Hvetnig má þetta ske?« Alþm. M. O. telur upp ýmislegt, sem þegnskyldunni muni ætlað að gera, svo sem klæða og græða land- ið, undirbúa grasbýli, gera brýr og vegi, hafnarvirki og vita, og svo býst hann við, »að kvenfólkið krefjist þess, að fá að vera með. Og má þá vænta, að það verði tekið upp i Jöggjöfina, ef svo langt kemst, að lög verði sett um þetta efni«. Það vill nú svo vel til, að þæt eldri fá að greiða atkvæði um þetta á næsta hausti, og gæti þá verið, að þær tryðu(!) því, að dætur þeirra yrðu hæfari fyrir húsmóðurstöðuna eftir að hafa tekið þátt í þessum vinnubrögðum með piltunum. Það á víst að vera fyrir þær einskonar háskóli, sem þær stiga upp í úr kvennaskóla, hússtjórnarskóla eða öðrum skólum, sem stúlkum nii er kent í. Af þvi það er tekið fram, að þegn- skvldan sé int af hendi með vinnu, verður að tala um hana á þeim grundvelli. Nl. G. M., Geithálsi. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isatoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á f'erð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Áfgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.