Ísafold - 01.03.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.03.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD \u {7Írni Eiríksson \ \ JJusfurstræfi 6. B O Vzfnaðar- tfrjéna- og Saumavörur g M hvergi ódýrari né betri. þvotta~ og dCrGÍnlœíisvorur beztar og ódýrastar. SJ&GÍfiföng og ^œfiifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. annari, því að hver þeirra fyrir sig sér gallana á röksemdafærslu hinna, en ailir fara með rangfærslur og mis- skilning, þegar þeir þykjast vera að skýra réttar frá því, sem átti sér stað, en vorir fornu sagnaritarar. Álita þeir flestir, sagnfræðingarnir norsku, að Haraldur konungur hafi lagt nefskatt á menn og í rauninni ekki eignað sér lönd þeirra, en menn hafi misskilið nefskattinn og haldið að hann hafi verið afgjald eftir land- ið, er konungur hafi eignað sér, enda þótt menn fengju að ráða yfir jörðum sínum jafnt eftir sem áður. Þeir setja fram ýmsar skoðanir í sambandi við þessar kenningar sinar og yrði oflangt mál að gera hér grein fyrir þeim öllum, hverri þeirra fyrir sig. Skiftir meira í þessu sam- oandi, að greina frá skýringum höf- undarins sjálfs á eðli Haraldsréttar, en um það ræðir 2. kafli í bók hans. Höf. bendir á, að menn hafi ekki greint á um það, hversu skilja beri frásagnirnar eftir orðunum, heldur um hitt, hvað frásagnirnar eigi við í raun og veru; en eins og áður var tekið fram, hafa menn ekki vilj- að taka frásagnirnar trúanlegar eftir orðunum. Höf., Eggert Briem, álít- ur frásagnirnar réttar og trúanlegar eftir orðunum, en hann ræðir í þess- um kafla aðallega um, hvað orðið óðal merkir í frásögnum þessum og færir rök fyrir því, að það merki ekki óðaljörð og heldur ekki óbrigði- lega eign, eins og sagt er t. d. í orðabók Fritzners, heldur hafi það verið »sameiginlegt heiti á öllum for- réttindum (privilegii)« og »að Har- aldsrétt beri svo að skilja, að kon- ungur hafi ekki að eins helgað sér allar jarðeignir, heldur og öll for- réttindi«. Það, sem hefir valdið því, að menn hafa ekki viljað trúa hinum fornu frásögnum Snorra Sturlusonar um Haraldsrétt bókstaflega eftir orðun- um, eins og menn alment hafa skil- ið þau, eru ýmsar aðrar fornar frá- sagnir, sem virðast ekki geta sam- rýmst við Haraldsrétt, en höf. held- ur því fram, að það sé ástæðulaus misskilningur, að svo sé. Höf. tek- ur það fram í þriðja kafla, að Har- aldur kon. hafi gert margar undan- tekningar frá Haraldsrétti; fyrst og fremst náði Haraldsréttur ekki til annara landshluta en þeirra, þar sem Haraldur kon. »herjaði land ok átti orrustur«, og »vann ríki undir sik«. Og í öðru lagi virðist höf. það ljóst af ýmsum fornum frásögnum, er hann tinir til, að Haraldur kon. hafi undanþegið þá menn rétti sínum, er ekki höfðu tekið neinn þátt í mót- spyrnunni gegn honum og gerðust hans menn. Þannig eignuðust margir jarðir sinar aftur í þeim landshlut- um, er Har. kon. lagði undir sig og kastaði eign sinni á. Þegar Hákon góði tók ríki í Nor- egi, gerði hann þær réttarbætur í rikinu, að hann gerði alla bændur óðalborna og gaf þeim óðul sín, er á þeim bjuggu. Hefir þetta verið misskilið og í öðru lagi skoðað svo sem röng frásögn, tilbúningur einn af Snorra Sturlusyni, gerður til þess, að hin »ranga« frásögn hans um Haraldsrétt gæti staðist. En nú skýrir höf. þessa frásögn um endur- gjöf Hákonar kon. í samræmi við skilning sinn á frásögnunum um Haraldsrétt, tekur hvorar tveggja frá- sagnirnar eftir orðunum og sýnir fram á, hversu alt kemur heiro, ef rétt er skilið. í næsta kafla ræðir höf. um þýð- ing Haraldsréttar. Álitur hann þess- ar ráðstafanir Haralds kon. gerðar vegna þeirra, er gerðust hans menn, en ekki sakir mótstöðumannanna og að þær standi í nánu sambandi við þýðingu stórgjafa á þessum tímum. Hyggur hann, að Haraldsréttur »hafi því verið settur til þess að koma öllum, er gerðust konungsmenn, í þakkarskuld við hann. En konungi var útlátalaust, að gefa mönnum þeirra eigin jarðir og réttaróðal aft- ur«. En til þessa var Har. kon., sem alkunnugt er, mjög fús, og eins og höf. tekur fram »var hann jafn- an hinn mildasti af fégjöfum við menn sína, og eigi síður ör að gefa þeim framgang og veita ríki, er gerðu sig til þess fallna«; — »ok styrktist ok gladdist hann af þegn- um sínum, en þegnar af honum, en ríkit af hvárutveggja«, segir Snorri. En með stjórnarfyrirkomulaginu, að hafa jarl í hverju fylki, er hefði þriðjung skatta og skyldna, og undir hverjum jarli fjóra hersa eða fleiri »ok skyldi hverr þeira hafa tuttugu marka veizlu*, — með þessu móti höfðu jarlar Haralds kon. meira ríki, en konungar höfðu haft fyirum, svo mikið hafði Har. kon. aukið álög og landskyldir. Þess vegna sóttu til hans margir ríkismenn og gerðust hans menn. Má nærri geta, að ríki Har. kon. hefði ekki staðið svo lengi og með svo miklum blóma, hefði hann að eins beytt kúgun og ofríki við alla, jafnt þá, er þýðast vildu yfirstjórn hans, sem hina, er veittu honum mótspyrnu. Næsti kafli er um mannaforráð og landsforræði fyrir daga Har. kon. og þær breytingar, er á því urðu við ríkisskipun hans. Alítur höf., að önnur tilhögun hafi verið i Þránd- heimi (Frostaþingslögum) fyrir daga Har. kon. en í öðrum landshlutum. Hann álítur, að yfirráð smákonung- anna í Þrándheimi »hafi verið fólg- in í mannaforráðum og þess eðlis, að þau á hverjum tíma hafi verið undirorpin frjálsu, persónulegu sam- komulagi undirmanns og yfirmanns*, líkt og síðar átti sér stað hér á landi. En landsforræði það, er Har. kon. heimti sér til handa, hafði í för með sér gerbreyting á slíkri forræð- istilhögun; »hann vildi einn hafa æðsta vald, og því ekki láta forræði sitt vera undirorpið neinu samkomu- lagi við þegnana. Ríkisvald hans var fólgið í landsforræði, miðað við takmörk lands og óháð geðþótta ein- staklingsins*. Stendur þetta mál í allnánu sambandi við aðalmálefni bókarinnar, um landsrétt Har. kon.; og sömuleiðis umræðuefni næsta kafla: Hernaðurinn og stjórnmálin. Bendir höf. þar á, að hernaðaraðferð Har. kon. er önnur í Þrándheimi og yfirleitt norðanfjalls en vestan og setur hann það í samband við hinar ólíku landsforræðistilhaganir, Skýrir höf. í þessu sambandi aðalganginn i hernaði Har. kon., er hann lagði undir sig allau Noreg. Loks ræðir hann hér um Hafrsfjarðarorustu og um það sérstaklega, hverir voru þar aðalhöfðingjarnir á móti Har. kon. Hafa menn litið svo á, að hinum íslenzku og írsku rithöfundum beri ekki að öllu leyti saman í því efni og hafa norskir sagnfræðingar viljað taka irsku sagnirnar fram yfir þær íslenzku, en höf. bendir á, hve það er öldungis ástæðulaust, að rengja islenzku rithöfundana vegna hinna írsku annálaritara, auk þess sem það sé þess utan misskilningur, að ís- lenzkar og irskar sagnir ríði hér i bága hverjar við aðra, ef rétt sé skilið. Sýnir höf. fram á, að get- gátur og bollaleggingar norsku sagn- fræðinganna eru í þessu efni bygðar í lausu lofti, sumpart af óþarflegri tortrygni á vorum fornu sagnaritur- um, sumpart af vankunnáttu i is- lenzku, sbr. t. d. aths. neðst á bls. 95. í næsta kafla ræðir höf. um al- menninga. Konr. Maurer hefir hald- ið því fram, að þeir hafi í Svíþjóð og líklega eins í Noregi verið eign héraðsmanna, en Briem sannar hér, að þeir hafi verið eign konungs, en héraðsmenn hafi haft á þeim tak- markaðan afnotarétt gegn afgjaldi (al- menningseyrir), sem konungur svo hafi eftirlátið héruðunum að tveim þriðju, þeim til nytja og gagnsemd- ar. Þannig var þessu hagað í Sví- þjóð, og af frásögninni i Knytlinga- sögu (28. kap.), um Knút konung Og Hallandsfarana, ræður höf., að eins hafi þessu verið farið í Dan- mörku, að minsta kosti innan þeirra takmarka, sem skánsku lög ndðu yfir, og ætla má af ýmsu, að lík tilhöe- un hafi verið á eyjunum og J<jtlandi. I erfðalöndum sínum má því ætla, að Har. kon. hafi átt almenningana og í þeim landshlutum, er hann vann undir sig, eignaðist hann alla al- menningana samkv. því, sem átti sér stað í erfðalöndum hans, enda munu almenningar í unnu landshlutunum ekki hafa verið einstakra manna né sveitarfélaga- eða héraða-eignir áður en hann kom til, heldur virðast al- menningar allir hafa verið svo í Noregi sem í nágrannaríkjunum kon- ungseignir jafnt fyrir sem eftir daga Har. kon. Alítur höf. þvi, að engin breyting hafi orðið á pessu, er Har. kon. braust til valda, en viðvíkjandi apnotutn almenninganna ætlar höf., að á þeim hafi orðið stórkostleg breyting. Samkvæmt novsku lögun- um frá einveldistímanum njóta menn almenninganna endurgjaldslaust, en höf. ályktar það af því, sem hér á landi virðist hafa átt sér stað um afréttartolla alt frá upphafi landnáms- tiðar, að menn hafi áður verið vanir við að greiða gjald fyrir afnot al- menninganna i Noregi. Þetta gjald (»almenningseyri«) ætlar höf., að Har. kon. hafi gefið upp í Noregi og með þvi álítur hann, að Har. kon. hafi »treyst sér fólkið«, eins og Snorri kemst að orði um hann. í 8. kafla ræðir höf. um nefgild- ið, skýrir fiásögnina í 4. kap. í Eg- ilssögu um, að þeir hafi allir orðið Har. kon. lýðskildir, »er á mörkina ortu ok saltkarlarnir ok allir veiði- menn«. Sýnir höf. fram á, að þetta hafi verið rangt skýrt áður og beri svo að skilja, að Har. kon. hafi komið lögum yfir þessa menn, en að Jeir hafi sloppið við allar lýð- skildir áður, og ætlar hann, að Har. kon. hafi með þessu áunnið sér hylli og virðingu bænda og alþýðunnar yfirleitt, því’ að hér hafi hann gert alla jaína, látið sömu lög ná yfir alla. Hann minnir á orð Fagurskinnu (13. kap.): »Her eftir siðaðesk landet, guldust skattar hit efra sem et ytra«. Nefgildið, sem nú var farið að kalla þessa skatta, er enginu slapp við að borga, álítur höf. að sé hinir fornu hoftollar. I sambandi við þessar rannsóknir og ritgerðir um landvinninga og landsrétt Har. kon. bætir höf. við nokkrum athugasemdum um annað, er við kemur Har. kon. og fleira, er lýtur að þessum rannsóknum. Er þá fyrst stutt grein um konungs- erfðir, lög Har. kon. um þær. Hafa menn talið þær ráðstafanir harla óheppilegar og kent þeim um hinn blóðuga innanlandsófrið og sundr- ung, er varð eftir á í Noregi. Höf. bendir á, að Har. kon. hafi álitið ííkisskiftinguna meðal sona sinna óhjákvæmilega eins og á stóð, en með konungserfðalögunum hafi hann reynt að koma svo miklu skipulagi á, sem framast var unt, og hefðu synir hans hlýðnast lögum hans, hefði mátt vel fara. En þó að þeir gerðu það ekki, heldur gerðu þvert á móti margt til að sundra ríkinu, þá komu erfðalögin samt að nokkru haldi, því að samkvæmt þeim voru þeir einir réttbornir til ríkis, sem komnir voru í beinan karllegg frá Har. kon., og með stofnun yfirkonungdómsins var einingarmerkið reist, er aldrei síðan hvarf sjónum manna. í næsta kafla ræðir höf. um þær ástæðulausu ávirðingar, sem vorir fornu sagnaritarar og i annan stað Har. kon. sjálfur hafi orðið fyrir nf sagnaritu.um upp á síðkastið, og i 11. kafla ritar höf. um ísland, eink- um landnámin hér, afskifti Har. kon. af þeim og sambandið á milli þeirra og ráðstafana hans í Noregi. Enn- fremur eru hér margar ágætar at- hugasemdir um fyrstu byggingu lands vors og stjórnarfar þess á lýðveldis- tímabilinu. Sérstaklega hrekur höf. mjög kenninguna um hina miklu keltnesku kynblöndun þjóðernis vors við landnámin, og í annan stað ræðir hann um goða- cg höfðingjavaldið, er var sér sjálfu og fullveldi þjóðar- innar til falls, er landið gekk undir Noregskonung. Þá kemur grein um Víkingaöld- ina, og setur höf. þar fram nýja kenningu um tildrög hennar; álítur hann, eins og rétt er, að margs kon- ar menning hafi verið meiri þá á Norðurlöndum en almeut mun álit- ið. Hafa rannsóknir fornfræðinga og annarra, er rannsakað hafa ýms atriði menningarsögunnar á síðustu árum, fært mönnum heim sanninn um, að menning Norðurlanda var bæði orðin mikil og stóð á fornum og föstum grundvelli á víkingaaldar- tímabilinu, þótt þá væri ekki um miklar bókmentir eða vísindi að ræða að hætti síðaii alda. Að lokum gerir höf. í niðurlagi bókarinnar grein fyrir stjórnmála- starfsemi Har. kon. fit á við, vest- urförum hans og öllum afskiftum við Orkneyjar, Svíþjóð og ísland. Bendir á, að hann hafi Noregs vegna sjálfs, til að friða hann fyrir víking- um, er höfðu friðland sitt í Orkn- eyjum, orðið að fara herferð þangað vestur og taka eyjarnar af víkingum og setja þar á stofn jarlsdæmi. Síð- ari ferðina þangað varð hann að fara til þess að heimta fullar bætur fyrir son sinn, Hálfdan hálegg, er veginn>. hafði verið af Orkneyingum; lét hann þá sverja sér trúnaðareiða og gjalda sér 60 merkur gulls. Eins og Ölafur Svíakonungur sagði: löngu síðar við Hjalta Skeggjason »kunni hann (Har. kon.) sér þann hagnað at ágirnast ekki Svíakonungs- veldi. Lét Svíakonungur hann fyrir því sitja í friði«. Höf. álítur, að sendiför Una danska hingað til lands hafi verið forsending ein og Har. kon. hafi vitað, að Unr. var flysjungur og lítilmenni, semr ekki var það ætlandi, að koma ís- landi undir Noreg. Loks gefur höf. stutt yfirlit yfir helztu höfuðatriði rannsókna sinna* og verður samkvæmt þeim þjóðlífið' til forna og saga Har. kon. öll önn— ur og stórfenglegri, en menn hing- að til hafa álitið. Matth. S. Þörðarson. Loftskeyti. Nú er svo komið, að farið er að** birta loftskeyta-slitring þann, sem hingað hefir borist upp á síðkastið,, gegnum hið óbrotna loftskeytatækir sem landsímamenn nokkurir hafa komið sér upp. Veigamikil eru tíðindin ekki. Hér á eftir fara hin helztu: Þjóðverjar hafa dregið saman mik-- ið lið umhverfis franska vígið Verdun: °g Eyggjast að taka það, hvað sem það kostar. Wilson Bandaríkjaforseti hefir var- að Bandarlkjaþegna við því, að taka Sér fari með vopnuðum kaupförum. Má af því sjá að hann muni hafa- fallist á að Þjóðverjar hefðu rétt að mæla, þegar þeir vildu eigi viður- kenna rétt kaupfara til þess að hafa vopn til varnar. Grikkir og bandamenn kváðu nú vera sáttir síðan Sarrail hershöfð- ingi fór til Aþenuborgar og átti tal við Konstantín konung. Rússar segjast hafa tekið 235 liðs- foringja og 12752 hermenn hönd- höndum í Kákasus, 50 milum fyrir' austan Erzerum. Auk þess segjast þeir hafa náð þar 9 fánum og 213: fallbyssum. Frá Rómaborg er símað að Svart- fellingaher hafi komist undan Aust- urríkismönnum i Albaníu. Nýtt ráðherraembætti hefir verið stofnað í Bretlandi og hefir Robert Cecil tekið við því. A hann að hafa umsja með matvælabirgðum þjóðar- innar. Þjóðverjar hafa tilkynt að þeir hafi unnið mikinti sigur í Argonne- héraði, rofið þar herlínu Frakka og handtekið 8000 hermenn, Frakkar mótmæla þessu og segja Þjóðverja ekki hafa tekið 8000 fanga á þess- um slóðum síðan ófriðurinn hófst. Rúmenar hervæðast í óða önn og kalla alla vopnfæra menn í her- inn, jafnt útlendinga, búsetta þar í landi, sem sina eigin menn. Franskir flugmenn hafa farið til Metz og varpað þar niður sprengi- kúlum. Frakkar hafa skotið niður Zeppe--

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.