Ísafold - 01.03.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.03.1916, Blaðsíða 3
IS A F O L D lin-loftfar úr 1800—2000 metra hæð hjá Bar le Duce. Kom íkveikju- kúla á það mitt og kviknaði þegar i því og féll það til jarðar sem eld- haf eitt. En er að var komið var ekkert eftir nema grindin og í henni fundust 20—30 kolsviðin lik. Zeppelin-loftför hafa skotið á Riga, Jacobstadt og Friedrichstadt og not- uðn til þess miklu stærri sprengi- kúlur en dæmi eru til áður. Fréttaritari franska blaðsins »Petit Journalf símar frá Saloniki, að Búl- garar strjúki nú sem óðast úr hern- um vegna grimdar þýzku liðsfor- ingjanna og matv'ælaskorts. Talið er að alt manntjón Tyrkja muni nú nema 300.000. Frakkar tilkynna að sókn Þjóð- verja í héraðinu fyrir norðan Verdun sé nú nær lokið. Þjóðverjar biðu afskaplegt manntjón. Stórskotahríð stendur nú fyrir austan Verdun. Ollum árásum Þjóðverja í Cham- pagnehéraði hefir verið hnekt. — Frakkar sátu þéttir fyrir í öllum stöðvum sínum. Þjóðverjar hafa skotið stórskotum á Trouville og á Nancy. Franskir flugmenn hafa varpað sprengikúlum á Metz og varnar- virkin þar í kring. Frakkar tóku 400 fanga í Artois- héraði, þar af 9 fyrirliða og 36 und- irliðsforingja. Hríð hefir staðið á vesturvfgstöðv- unum tvo síðustu dagana og hefir hún hindrað hernaðarframkvæmdir. Bretar tilkynna: Stórt farþegaskip rakst á tundur- dufl í Ermarsundi og sökk. Margir farþegar fórust. Búlgarskir herforingjar og her- menn segjast leggja niður vopn ef Rússar ætli að sakja á sig. Þeir vilja ekki berjast gegn Rússum. Rússar tilkynna að þeir eigi nú 15 mílur ófarnar til Trebizond. ítölsk blöð staðhæfa að Tyrkir séu þegar að yfirgefa borgina. Franskt herflutningaskip sökk í Miðjarðarhafinu. 400 komust af. Sókn Þjóðverja hjá Verdun er nú að mestu hnekt. Stórskotaliðsor- usta stendur enn, en vægari en undanfarna daga. I Lothringen tókst Þjóðverjum að komast í skotgrafir Frakka á stuttu svæði, en voru hraktir þaðan aftur litlu sfðar. Bretar skutu á berbúðir Tyrkja á vinstri bakka Tigris f Mesopotamiu og varð að tjón mikið. Fljótið er að minka og er búist við mikium tíðindum þaðan bráð- lega. Þegnskylduvinnan. Nl. Þeir, sem ætla sér að lifa af land- búnaði, geta máske með þegnskyldu- vinnu fengið meiri þekkingu á þess- um vinnubrögðum en nú á sér stað. En vel að merkja: eý verkstjórarnir verða færari og betri menn en nú á sér stað. En svo eru til menn, sem ætla að nema iðnað, hverju nafni sem nefnist, og get eg ekki skilið, að þeir verði færari til þeirra verka, þó tekið sé af námstíma þeirra 3 mánuðir -— senniiega um sumartíma — til þegnskyldunnar, eða þeir, sem stunda bóknám. Fyrir þessum er þessi kvöð eyðsla á tíma þeirra og fjármunum. Og enn þá eru ótaldir þeir — sem stöðugt fara fjölgandi — er ætla sjónum æfistarf sitt. Þeirra vegna ætti þá — ef eg skil þetta mál — að útbúa skólaskip, þar sem sjómenn skulu skyldir til að inna af hendi þegnskylduna (og ætti þetta skip þá um leið að vera strand- varnarskip). En þó eg komi með þessa tillögu, er eg mótfallinn þegn- skyldukvöðinni eins og hún kemur mér fyrir sjónir, og nenni ekki að lýsa þvi núna, hver áhrif þessi 3ja mánaða timi getur haft á efnalitla námsmenn. »Vér gerum ráð fyrir«, segir höf., »að allur þorri þeirra manna, er þegn- skylduna ættu að inna af hendi, gerðu það með ljúfu geði, en ekki eins og ánauðugir þrælar. Yrði nú þetta svo, þá má gera ráð fyrir, að allur fjöldinn hefði bæði gagn og ánægju af vinnunni*. Þetta er fcgur hugsun, sem hefir litinn sannleika við að styðjast. Auk valdboðsins finna margir þessara manna, að þeir eru að eyða dýrum tíma og fjármunum til lítils gagns, því það opinbera fær ekki eins mikið með vinnunni eins og einstaklingur- inn nfissir. A stúlkurnar vil eg ekki minnast með þessari fullyrðing. Þegar eg er að enda þessar línur, fæ eg 9.—10. tbl. ísafoldar með fag- urri lýsingu af þegnskylduvinnunni eftir Pétur Jakobsson barnakennara, sem eg vil svara nokkrum orðum: Rek eg mig þá fljótt á það, að ungiingarnir séu ofgamlir, þegar þeir koma í barnaskóla til þess að þeim verði þar kent að ganga veg dygð- anna. Það er þó varla meining barnakennarans, að þegnskyldan byrji á undan eða komi í stað barnaskóla, þar sem hann tekur það fram, »að með þegnskylduvinnuhugmyndinni sé almenningi rétt hjálparhönd. For- eldrunum rétt höndin og þeim boð- ið að taka börnin þeirra til verklegs náms til að kenna þeim á fullkomn- ari hátt en foreldrarnir geta sjálfir: stundvisí, hlýðni, stjórnsemi, hátt- prýði, reglusemi, hreinlæti. Með fám orðum verið að bjóða foreldrum kenslu fyrir börn sín í öllum þeim dygðum, sem einn mann má prýðat. — Hvað viljið þið hafa það meira ? — Og svo koma verkstjórarnir. Þeir þurfa í stuttu máli að vera fyrir- mynd i öllu sínu- dagfari, kunna vinnuna eftir beztu föngum og geta kent fræðigreinar helzt með^fyrir- lestrum. Eg vil nú spyrja: Er ekki þegar orðið mál, áður en þessi þegnskyldu- vinna verður lögleidd, að fara að búa þessa verkstjóra til, því vel getur farið svo, að einhver utgáfan mis- hepnist! Þeir mega varla vera færri en landskjörnu þingmennirnir og svo vitanlega eins margir varamenn. Ef bannlögin þykja hafa leitt til undanbragða og ólöghlýðni, þá munu þessi fyrirhuguðu þegnskyldulög gera það engu síður. Alt valdboð, í hverri mynd sem það birtist, er hættulegt. Löggjöfin á sem minst að skerða persónulegt frelsi manna. Hér er ekki átt við félagsbönd, sem menn sjálfviljugir leggja á sig. Eg álít það hafi verið rétt af þing- inu, að leggja bannlögin undir al- menna atkvæðagreiðslu. Þá vissu menn um hvað þeir áttu að greiða atkvæði. Þó var meiri hlutinn altof litill, sem mun hafa verið af því, að þingið næst á undan veitti templur- um álitlega fjárhæð til að undirbúa atkvæðagreiðsluna. Sendu þeir svo sína mestu málrófsmenn um land alt til að kenna mönnum hver nauð- syn aðflutningsbannið væri. Á þeim fundum munu fáir hafa hreyft andmælum, svo minni hlut- inn varð altof stór, er lögin voru samþykt. Þó var hér að ræða um afnám þjóðarböls, sem menn eiga nú ekki að gefast upp við, heldur leyfa nú vitinu að ráða, svo það geti unnið bug á tilfinningunni. Eg er að flestu leyti samþykkur þeim herrum Gísla og Einari, sem þegar hafa andmælt þegnskvldutini. Skrifa helzt til þess, að íormælend- ur þessa máls verði varir við fleiri andmæli, og svo ef það gæti leitt til þess, að við fengjum eitthvað að heyra um fyrirkomulagið, þvi eins og málið horfir nú við, ætti þjóðin, eins og eg hefi áður tekið fram, að sýna menningarþroska sinn með því að hafna málinu. Guðtn. Maqnússon Geithálsi. Sæsímaslitin. Þrjár vikur höíum vér verið sam- bandslausir við útlönd. Ekkert hafði um það frézt í fyrra- dag, að Hið Stóra Norræna væri nokkuð farið að gera til þess að bæia símslitin. Fyrir þvi tók landssljórnin það til bragðs — með ráði Velferðarnefnd- arinnar, að láta eigi svo búið standa lengur, og hefir leigt björgunarskipið Geir til þess að fara og gera við sím- ann. Lagði það af stað í fyrrakvöld og fóru þeir biðir með því, Paul Srrith símaverkfræðingur og O. Forberg landsímastjóri. Er það nú vonandi að þess verði ekki langt að bíða að síminn kom- ist í lag. Heimboð til Vestur-íslend- inga. Skólaráð Jóns Bjarnason- aiskólans i Winmpeg, sem í sumar er leið bauð dr. GuOm. Finnboga- syni stöðu við skólann, hefir nú boðið honum að koma vestur í vor, ferðast um íslendingabygðir og halda þar fyrirlestra. Guðmundur hefir þegið boðið og fer, með leyfi Stjórnarráðsins, 4 mán aða ferð vestur. Ætlar hann um leið að kynna sér framkvæmd vinnu vísinda í Ameríku. t Síra Árni Jónssou præp. hon. varð bráðkvaddur að heimili sínu, Hólmum í Reyðarfirði, síðastliðið sunnudagskvöld. Hafði messað i Reyðarfirði um daginn, og verið alheill þá. En um kvöldið, skömmu íyrir miðnætti, hneig hann örendur út af, þar sem hann sat. Æfiminning síðar. Prófastur er skipaður í Mýraprófastsdæmi síra Stefán Jónsson á Staðarhraum. KeykiaYíkflr-anaáll. Um ættanöfn flutti Árni Pálsson bóktivörSur fyrirlestur fyrir Alþyðu- fræðslu Stúdentafólagsins síðastliðinn sunnudag. Tók bann þar til meðferð- ar nefndarálit það um ættanöfn, sem nýlega er útkomið. Ræðumaður rakti fyrst allar röksemdir, er fram hafa komið um nauðsyn eða þörf á ætta- nöfnum og þótti þær harla lóttvægar. Taldi sjálfur ættanöfnin óþörf og jafnvel skaðleg. Þá gagnrýndi hann nefndarálitið; þótti honum nefndinni hafa tekist furðu-óhöudulega, svo að verk hennar væri raunar bezta »inn- legg« gegn ættanafnafarganinu. Ný- nefni nefnarinuar bryti bág við lögmál íslenzkrar tungu og alla óspilta smekk- vísi. Nefndi hann nokkur dæmi af handahófi til stuðnings máli sínu og hlógu menn dátt að. Fyrirlesturinu var vel og skörulega fluttur og með fylstu vægð og kurtéisi í garð höf- undanna. Allir bekkir voru setnir og gerðu menn mikinn róm að máli ræðu- manns. Víst mun mega vænta, að fyrirlesturinn komi út bráðlega. Aheyrandi. Nýja atvinnu eru ýmsir farnir að stunda hér í bænum. Hún er í því fólgin að slæða upp kol af mararbotni, úti á höfn. Er þar margra ára kola- slæðingur, sem oltið hefir út úr bát- um við afferming skipa. Milli 30 og 40 bátar voru að þessari atvinnu í gær og höfðu haft góðan kolaskerf, sumir þetta 4—5 skp. Með því kola- verði, sem nú er verða það milli 40 og 50 kr. t Jórunn Guðnmndsdóttir kaup kona hór í bænum lézt í fyrrinótt. Fékk heilablóðfall fyri'r framan heimili sitt í Þingholstræti í fyrrakvöld og lifði ekki nóttina af. Hún var systir Þorsteins yfirfiskimatsmanns og Björns heit. kaupmanns. Hún stundaði sauma- skap um mörg, mörg ár og síðustu árin rak hún verzlun. Mesta myndar- og ráðdeildar kona. Hún stóð nákvæmlega á sextugu, er hún lézt, fædd aðfara- nótt 29. febr. hlaupárið 1856. Mentunin eflir alla dáð. „Traustir skulu hornsteinar , hárra sala. I kili skal kjörviður11. J. H. IV. Almenningsálitið. Það hefir ekki þótt virðingarverð staða eða vandasöm að vera barna- kennari, en sú skoðun er jafn skað- leg, og hún er vitlaus. Barnakenn- arar þurfa að hafa almenningsálit, því að öðrum kosti fara börnin á mis við margt gott, sem þau eiga af þeim að læra, bæði sjálfrátt og ósjálfrátt. Þetta sést glögt á presta- stéttinni. Hér á landi hafa prestar yfirleitt venð mikils virrir, og ekki langt síðan, að alþýða manna bar svo að segja lotningu fyrir þeim. Þó hafa sumir prestar ætíð f irið varhluta af því. Hafi prestaroir verið bláfá- tækir og tötrum búnir, þá hefir al- þýðu manna ekki fundist ástæða til þess að virða þá á marga fiska, þrátt fyrir góðar meðalgáfur. Fjöldi manna hefir meira að segja látið sér sæma að nefna þá pokapresta. Engum dettur víst í hug, að hinir svo köll- uðu pokaprestar hafi getað gert þjóð- inni jafn mikið gagn, og þeir sem meiri virðingar nutu þótt gáfur og góðmenska hafi verið svipað. Eg þekki prest, mesta góðmenni og tull- kominn meðalgáfumann, sem enginn vildi á hlusta, eg held helzt fyrir það, að hann gekk æfinlega illa til fara og hafði slæm húsakynni. Eg heyrði marga hnýta við honum fyrir lélega barnauppfræðslu, auðvitað án þess að hafa verið við spurn ngar hjá honum. Mörg barnanna, sem til hans gengu, kváðu það vera til einkis gagns. Einu sinni var eg við spurnjngar hjá þessum þresti, og hef eg ekki heyrt marga spyrja bet- ur. Þó virtist mér, sem börnin hefðu þess ekki full not. Heimilin höfðu gefið þeim of lélega hugmynd um prestinn sinn, til þess þau vildi nokkuð af honum læra. Líkt er þessu farið með kennarana. Heyri börnin kennara sinum stöðugt hallmælt heima fyrir, þá má hann hafa mjög gott lag á þeim í skólan- um, ef þau „virða hann sem vera ber, eftir sem áður. Eg held, það séu einar höfuð syndir sumra for- eldra, að þau lítilsvirða kennara barna sinna, svo að börnin heyra. Þó að kennara kunni að vera í einhverju ábótavant, þi er það að eins til þess að gera ilt verra, að fárast um það fyrir skólabörnum hans. Þau forð- ast þá ef til vill að taka sér snið eftir honum, en verða óhlýðin og fara á mis við margt gott, sem væri vert af honum að læra. Likt er þessu einnig varið með námsgrein- arnar. Til eru foreldrar, sem telja ónauðsynlegt og jafnvel skaðlegt að læra sumar þeirra og lama svo eða drepa áhuga barna sinna á þeim. Auðvitað fer álit kennarans mikið eftir því, hvort hann er starfi sinu vaxinn eða ekki, góður kennari eða slæmur. En það eitt, að vera góð- ur kennari, er þó engan veginn ein- hlitt, til þess að ná almenningsáliti. Kennari þarf einnig að vera efnalega sjálfstæður og hafa vit á að klæða sig laglega og má ekki una við lé- legan aðbúnað að neinu leyti. Eftir þvi fer almenningsálitið geysilega mikið, ekki sizt meðan fjöldi manna skilur ekki, hversu mikilvægt starf og vandasamt barnafræðslati er, að undir henni er hamingja og dugnað- ur ungu kynslóðarinnar að miklu leyti kominn. Hún er megingrund- völlurinn, sem þjóðarlikaminn bygg- ist á. Vafalaust skiftir miklu hvernig sá grundvöllur er, það ættu allir að skilja og ekki sizt kennararnir. Og þjóðin þarf að skilja það, að hún roá ekki fremur vera án góðra kenn- ara en skipstjórinn án augnanna, ef sannra þjóðþrifa á að vænta og vel á að fara. Hún þarf að kenna börn- um sinum að elska kennarana og virða. Þá fyrst koma hæfileikar þeirra að fullum notum. Og til Þess að kennarar geti beitt sér fyrir uppeldisstarfinu eins og ve/a ber, þurfa þeir að fá svo góð laun, að þeir geti lifað áhyggjulitlu lífi, hvað fæði og klæði snertir. Það skilja þeir, sem skilja starfsemi kennaranna fyllilega. Átit almennings á barnaskólunum er alls ekki í því lagi, sem vera ætti. Hygg eg, að slæmt eftirlit með lestrarkenslunni eigi voldugan þátt í því. Heimilin dæma mjög um framfarir barnanna i skólanum eftir lestrinum einum saman. Mörg heimili þekkja svo lítið aðrar náms- greinar, sem kendar eru, að þau geta alls ekki dæmt um kunnáttu barnanna i þeim. Nú gera fræðslu- lögin ráð fyrir, að 10 ára börn séu læs, þegar þau koma i skóla. Skól- arnir eiga þvi ekki að þurfa að verja miklum tíma til lestrarkenslunnar. Heimilunum er einkum ætlað að sjá um hana. En hvernig fullnægja heimilin þessum kröfum fræðslulag- anna ? Sum gera það rækilega, önn- ur alls ekki. Mörg börn eru litt stautandi, þótt 10 ára séu. Ýmist taka skólarnir við þeim, eða vísa þeim frá, og er hvorugt gott. Taki nú skóli á móti litt lesandi barni, má fyllilega búast við, að það fari ólæst úr honum aftur, úr því að ekki er gert ráð fyrir að kenna staut- andi börnum lestur i skólanum. Enda er það svo. Til eru bnrn, sem fara 14 ára úr skóla, og eru illa lesandi. Þetta finna heimilin og skella svo sinni eigin skuld á kenn- ara og skóla. Ur þessu má mikið bæta alveg að kostnaðarlausu. Kenn- arar ættu að gefa skólabörnum sínum frí, einn til tvo daga og prófa öll börn i lestri á aldrinum 7 —10 ára, hver i sínum skóla — eða fræðslu- héraði. Það er hvort sem er of seint að hugsa um að kenna barninu að lesa, þegar það á að vera orðið læst. Ef bætt yrði ákvæði i fræðslu- lögin um þetta atriði, *þá mundivíða verða fyr hugsað um að kenna börn- unum lestur en ella. Nl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.