Ísafold - 11.03.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.03.1916, Blaðsíða 1
n Kemur út tviavar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7a/2 kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ISAFOLD tsafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsimi nr. 455. Reykjavik, laugardaginn n. marz 1916. Uppsögn (skrifl.) buadin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 18. tölublað Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við p. b. n Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt íaland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Bræðurnir Stephensen. Til móöur þeirra. Langt er að preyja, pú Ijós sem ert mín von, og nú er nóttin lengri, pvi á e% engan son. Við undum svo örugg í ástúð og ró, en vanstilt er lukkan á veraldarsjó. Alt var í ýriði og alt ýór svo vel, prátt fyrir aðköst, en pá kom hún Hel. Engin móðir skilur pig alvísa stjórn, ekkert móðurhjarta pig Abrahamsýórn. Fyrst hneig vor Jónas og pað var okkur pungt, er hfjjasta hjartað varð helkalt svo ungt. En lífstein jeg átti, sem létti minn harm er pér, tingi Magnús eg prýsti mér við barm. Við elskuðum n af nið og enn meira af pvi pú heimtir meiri hluttöku kjarta mínu i. Þú haýðir mœtt slysi svo heilsa pin var veil; eg hefði boðið líýið að verða matti’ hún heil. Svo brotnaði báran ó, signaði son, pá sökk niðr’ i hafið vor dýrmatasta von. Að lifið hafi tilgang pvl trúi eg vel; en sárt er að mata pér, sviplega Hel. Og pungt er að skilja pig skammvinna liý, svo oýt sýnist endir pinn örvinglað kíý, Ellin er dauf peirn, sem engan á son; kotn pví og liknaðu oss, liýandi von. Svo tregar pú móðir, svo. hugsið pið hjón, sem hast eigið metorð, sem veitir petta ýrón. Og enginn ykkur láir, við öll erum jöýn, og eigutn vísa lending i sómu tryggu höýn. En höfnin hún er Guð sá er gaý oss og tók, og opnar okkur alliýsins eilífu bók. Og hví viltu hreykja pér haýaldan blá úr hendi Guðs ei ýýkur eitt einasta strá. í febrúar 1916. Matth. Jochumsson. Ohollir stjórnmálastraumar Ef sú spurning væri lögð fyr- ir landsmenn, hvernig þeir yndu því, sem gerðist í ríkisráði*19. júní f. á. mundi svarið verða mjög á eina leið hjá langflestum. Þeir mundu lýsa yfir fullkominni á- nægju með úrslit þau, er færðu oss nýja stjórnarskrá og nýjan ýána, stjórnarskrána með algerri full- næging fyrirvara alþingis 1914, og fánann með gerð, sem ekki heyrist nú, að nokkur amist við, heldur vinni hug landsmanna með degi hverjum, sem hann er dreginn við hún. Ef landsmenn væru beðnir að leggja hönd á hjartað og svara því í fullri einlægni og umsvifa- laust — hvort þeir teldu lands- réttindi vor skert með staðfest- ingarskilyrðum stjórnarskrárinnar — hversu margir haldið þér, að mundu svara þeirri spurningu játandi? Hún mundi eigi beisin, talan sú! Til eru að vísu einstaka menn, sem eru svo einkennilega blind- aðir, að líta svo á af sannfæring. En hinir eru flestir - í að vísu afarfámennum hópi »þversum«- manna, sem látið hafa blekkj- andi óp einstakra leiðtoga í stjórn- málum vorum tevma sig út á skynsemi sneiddar villigötur í þessu máli, án þess að hugsa nokk- uð, og aý pvi, að í þversum-for- sprakkanna hópi eru einstaka gamlir Sjálfstæðis-þingmenn, sem áður hefir borið talsvert á, og því haldið um þá, um hugsunar- laust, að þeir hafi eigi ófyrirsynju farið að ráðast móti konungsfar- ar-árangri þrímenninganna. Það er nú búið að margkryfja svo til mergjar hinar haldlausu átyllur »þversumc-inanna til þess að sporna við því, að við fengjum stjórnarskrá þá, sem nú erigildi gengin, að Isafold virðist tilgangs- laust að vera að fara frekar út í þá sálma — enda Alþingistiðind- in senn komin út, svo alþjóð gefst færi á að dæma milli »þversum- manna og hinna réttneýndu Sjálf- stæðismanna í eftirvaradeilunni. Bezta sönnuninn fyrir því, hvernig sá dómur muni verða með þjóðinni er, að ekki hefir bólað á nokkurri óánægju með gerðir þingsins í eftirvaramálinu — frá nokkurum fundi á land- inu, það vér frekast vitum. En nærri má geta, að eigi hefði sparað verið að hóa saman mót- mælafundum, ef nokkursstaðar hefðu verið tök á því. Tsafold er og sannfærð um, að »þversumc-þingleiðtogarnir vita sjálfir um hið gagngera fylgisleysi í landinu við stjómarskrár-eyðilegg- ingarpólitik þeirra — og að ef hinir gætnari þeirra hefðu mátt ráða, hefði þeir eigi viljað láta sakast nokkuð um orðinn hlut. piano, flygel frá ýmsum ágætusru verksmiðjum Norðurlanda, útvega eg með beztu kjörum sem hér fást. Pantanir afgreiddar strax og hljóð- færin koma með fyrstu skipsferð. Yigfús Emarsson, bæjarfógetafulltrúi í Reykjavík. En svo hefir farið, illu heilli, að hinir æstari og óskammfeiln- ari menn í þeim hóp. hafa mátt sín meira, og sökum áhrifa þeirra er nú verið að reyna að leiða yfir landið stjórnmála-foraröldu, sem upptökin á í blaði, sem ann- ar bankastjóri Landsbankans hr. Björn Kristjánsson stofnaði um nýárið með tilstyrk nokkurra náinna fylgifiska sinna og kallar sig »Landið«. Að hr. B. Kr. skuli hafa látið óskiljanlega kala sinn, eða jafn- vel hatur til einstakra fyrri flokks- manna sinna—teyma sig svo langt að leggja nafn sitt — leynt að visu — við öðrum eins óhollustu- straumum inn í íslenzkt stjórn- málalíf og »Landið« hans vinnur að — hefði ísafold sízt varað. En svo lengi lærir, sem lifir. Siðferðislegu ábyrgðina á fram- ferði þessa nýja blaði ber áreið- anlega fyrst og fremst hr. B. Kr. Og verður hánn þvi, að láta sér lynda, að henni sé að honum beint. Isafold er eigi ljúft að þurfa að höggva hart í garð hans, en hjá því verður ekki komist, með því háttalagi, er hann sýnir í seinni tíð. Hans eina afsökun kann að vera sú, að hann er eigi lengur með fullu fjöri. Einhver sérstök tegund tortrygnis-veiki gagnvart einstökum mönnum sam- fara hreinni »megalomani« hefir gerbreytt honum í seinni tíð, svo að hann er eigi þekkjanlegur fyrir sama mann. Slíkum mönn- um væri hentast í tíma að draga sig út úr stjórnmáladeilum, svo eigi kæfi þeir það sem vel hafa unnið, í foræði hins gagnstæða og flekki þar með að óþörfu stjórn- málaskjöld sinn á gamalsaldri. Það er þetta, sem hr. B. Kr. er að gera nú með »Lands«-póli- tík sinni. »Það er óvandari eftirleikurinn«, segir máltækið. Frá því um nýárið hefir þetta hið nýja blað B. Kr., sem sumir kalla »bankablaðið«, af því að hann, bankastjórinn, er vitanlegur faðir og forráðamaður þess, aus- ið svo úr sér fúkyrðum, fáryrð- um og svívirðingum um fyrri flokk8menn B. Kr., að fádæmum sætir í íslenzkri blaðamensku. Þótt ef til vill væri réttasta svarið við slíkum ólátum, að láta þau sem vind um eyrun þjóta og virða eigi svars, g æ t i þó sú þögn misskilist meðal ókunnugra og þykir oss því réttara við og við að taka »eldhúsdag« til þvott- ar hinu ófélega óskabarni, hr. B. Kr., annars forstjóra Landsbanka íslands. Til þess þarf nokkuð sterkan lút, en vér væntum þess, að þurfa eigi svo oft til hans að taka. .Effir fifíögum' Svo stendur í lögum nr, 12 frá 9. júlí 1909, um stjórn Lands- bankans, að ráðherra skipi bókara bankans og féhirði og víki þeim frá, hvorttveggja y>eftir tillögum« bankastjórnar, En samkvæmt sömu lögum ræður bankastjórnin hina sýslunarmenn bankans og vikur þeim frá. Þótt undarlegt megi vii'ðast, hefir orðið eigi alllítið þref um skilning þessa ákvæðis. Björn Kristjánsson hefir haldið því fram i vetur í blaði sínu, að banka- stjórnin e i n ætti, samkvæmt þessu fyrirmæli, að ráða skipun og frávikningu bókara og féhirð- Í8. Eftir því ættu afskifti lands- stjórnarinnar af því atriði að vera tómt form. En nú er skipun og frávikning starfsmanna þessara stjórnarat- höfn, sem ráðherra ber ábyrgð á, eins og öðrum stjórnarathöfnum 8inum. Fyrir því er einsætt, að hann verður að framkvæma þá athöfn á eindæmi sitt, eins og hverja aðra stjórnarathöfn. Það væri hrein mótsögn í því, ef lög- in ætluðust til þess, að hann fremdi stjórnarathöfn, án þess að mega ráða því sjálfur, hvernig hún væri framin, en bera þó ábyrgð á henni. Á þenna hátt yrði ráðherra verkfæri í höndum bankastjórnar, en hann yrði þó að bera ábyrgð á því, sem hún réði í þessu atriði. Enn gæti svo farið, að banka- stjórn greindi á um umsækjend- ur að störfum þessum: Sinn bánkastjóranna legði með hvorum af umsækjendum, gæzlustjórarnir legðu með þeim þriðja eða sinn með hvorum. Á þann hátt gæti svo farið, að 3 eða 4 hlytu með- inæli bankastjórnar, eins eða tveggja úr henni. Hvernig ætti ráðherra þá að skipa í stöð- urnar »eftir tillögum® hennar? Það væri ómögulegt; með öðr- um orðum: Þetta ákvæði lag- anna væri stundum óframkvæm- anlegt, ef skilningur hr. B. Kr. væri réttur. Til samanburðar má benda á það, að stjórnarráðið skipar póst- afgreiðslumenn »eftir uppástungu« póstmeistara (Stj.tíð. B. 1908 bls. 151). Sumstaðar í lögum stend- ur, að leita skuli »álits« eða »um- sagnar* hlutaðeigandi sýslunar- manns, embættismanns eðastofn- unar (sjá t. d. lög um ræktuhar- sjóð íslands 2. marz 1900, 3. gr., lög um Háskóla íslands nr. 35, 30. júlí 1909, 7. gr.). Slík ákvæði hafa jafnan verið svo skilin, að hlutaðeigandi ætti rjett á að segja álit sitt um málið, en að æðri stjórnarvöld réði því til lykta og að úrskurður þeirra væri á þeirra ábyrgð. Hér er mismunandi orða- lag, en merkingin sama. Banka- stjórn, póstmeistari, háskóladeild 0. s. frv. eiga rétt á því að fá málin til umsagnar. En ráðstöf- unin verður þó g i 1 d, þótt þeirr- ar umsagnar sé eigi leitað eða hún fæst eigi samhljóða, eins og fyrir getur komið og dæmi var til sýnt hér að framan., Björn bankastjóri Kristjánsson kvartaði yfir því bæði á þingi í sumar og síðast nú í blaði sínu, að það sé óheppilegt fyrirkomu- lag, að bankastjórnin skipi eigi alla starfsmenn bankans, þá er undir hana eru settir, og víki þeim eigi frá á eigin spýtur. Vill hann hafa fult einræði banka- stjórnar yfir því máli. Þettahefir þó eigí verið gjört 1909, er lögin um 8tjórn bankans voru sett. Hefir bankastjóra B. Kr. þá eigi þótt þörf slíkra fyrirmæla, og átti hann þó sæti þá á þingi. Þess munu tæpast dæmi, að fram- kvæmdarstjórn banka ráði bók- ara bankans og féhirði. B. Kr. hélt því reyndar fram á þingi í sumar (Alþt. 1915 B. III. 1299. dálki), að framkvæmdarstjórn ís- landsbanka skipaði þessa menn á eindæmi sitt. En bankastjórinn þekki auðsjáanlega ekki reglu- gjörð íslandsbanka frá 25. nóv. 1903 (Stjórnartíðindi 1903 A. bls. 272). I 25. gr. þessarar reglugerðar segir 8vo: »Með sampykki full- trúaráðs1 ræður hún (þ. e. fram- kvæmdarstjórnin) útibússtjóra, gjaldkera og bókara 0g víkur ‘) Auðkent hjer.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.