Ísafold - 11.03.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.03.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD þeim frá, en er ein1) um að ráða aðra sýslunarmenn og víkja þeim frá«. Og þetta fyrirmæli i reglu- gerð íslandsbanka hefir verið tek- ið eftir annari fyrirmynd. Það hefir þótt sjálfsagt, eins og það er, og hefir aldrei komið að skaða og enginn farið fram á að breyta því. Ástæðau fyrir því, að fram- kvæmdarstjórn banka er eigi heimilað að ráða einstöku æðstu starf8mennina, er auðsæ. Banka- stjórar geta verið glæframenn, þeir geta verið heiftræknir og hatursfullir, þeir geta verið gjarn- ir á að hlynna að óhæfum vild- armönnum sinum, þeir geta þurft að nota starfsmenn bankans til að dylja með "sjer fjársvik við bankann eða annað, sem miður fer. Ef þeir hefðu ótakmarkað vald til að skipa bókara og fé- hirði og víkja þeim frá, þá eru líkur meiri fyrir því, að þessir atarfamenn, sem mest veltur á, yrðu ístöðuminni og því tilleiðan- legri til að dylja óhæfur með yfirboðurum sínum. Það má ineira að segja hugsa sjer, að rógsam- ur, hrokafullur, illgjarn, ósvífinn og ómentaður aulabárður kynni að geta logið sig í bankastjóra- stöðu, maður, sem best kæmi það, að geta hlífðarlaust notað starfs- menn sína undirgefna sem verk- færi í sinni hendi til rógburðar bæði um samverkamenn sina í bankanum og aðra starfsmennn hans suma. Eða ef einhver ein- sýnn eða blindur pólitískur of- stækismaður yrði bankastjóri, mundi honum eigi geta orðið hætt við því, að veita stöður bankans eftir pólitískum verðleikum, og líta minna á hitt, hvað væri stofnuninni fyrir beztu? Yfirstjórn bankans á að vísu rjett, og henni er skylt að taka í taumana, þar sem slíkt kæmi fyrir. En slík afskifti hljóta ein- att að koma of seint. Svo hefir það reynst annarstaðar, og svo mundi það reynast hjer. Jafnvel hafa starfsmenn í bönkum oft vafið svo héðni um höfuð banka- stióranna, að þeir, sem þó eru ávalt við höndina og öllu kunn- ugir, hafa eigi orðið varir við, að starfsmennirnir hafa dregið sér stórfé úr bönkunum áður en bankastjórar eða yfirskoðunar- menn höfðu hugmynd um það. Landsbankinn er víst eini bank- inn, þar sem bankastjórnin þorir að kvarta yflr því, að hún hafl of lítið vald í þéssu efni. Hún þykist eigi geta stjórnað þessum starfsmönnum, bókara og féhirði, af þvi að hún geti eigi ógnað þeim með brottrekstri úr stöð- unni, hvenær sem henni býður svo við að horfa. TJndarlegt er þetta. Símastjóri, póstmeistari og ýmsir fleiri hafa t. d. fuila stjórn á sínu fólki, þótt eigi skipi þeir það eða víki því frá eftir geð- þótta. Póstmeistari skipar t. d. eigi póstafgreiðslumenn,' heldur ráðherra. Þar hefir eigi bólað á öðru en að bezta samvinna væri milli hans og þeirra, þótt póst- meistari hafi eigi skipunar- eða frávíkningarvald. Skyldi ekki mega hugsa sér, að munurinn fæiist í því, að póstmeistari væri fult svo hæfur til að stjórna fólki sínu sem t. d. Björn bankastjóri Kristjánsson, sem ólmur vill fá lög til að mega reka bókara og féhirði Landsbankans, þegar hon- um gott þykir? Eftir sama mælikvarða, sem Liljan íslenzkt skátablað. Útgefendnr Vær- ingar K. F. U. M. Blaðið kemur út einu sinni í mán- uði og kostar út um land i kr., er greiðist fyrirfram. AUir íslenzkir drengir ættu að kaupa blaðið og kynnast skátahreyf- ingunni. Afgr.m. er: G. H. Pét- ursson, Skólavörðustíg n, Reykjavik. hr. B. Kr. leggur á þetta atriði, ættu t. d. skólastjórar ekki held- ur að geta stjórnað skólum af því að þeir skipa hvorki né af- setja kennarana. Háskólaráðið gæti ekki stjórnað ritara háskól- ans eða dyraverði af því, að það skipar þá ekki. Það ætti og eftir skoðun B. Kr. að vera ómögulegt fyrir landsbókavörð að stjórna bókasafninu af þvi að hann get- ur ekki að lógum hótað samverka- mönnum sínum, bókavörðunum afsetningu, hvenær sem hann æskti þess. Það ætti að vera ómögulegt að vera þjóðskjala- vörður, af því að hann hefir eigi vald til að reka aðstoðarskjala- vörðinn frá stöðu hans, hvenær sem hann lysti o. s. frv. Og þannig mætti lengi rekja. En þó að nú bankastjórnin skip- aði bæði bókara og féhirði, eins og hina starfsmenn bankans, þá er hnúturinn eigi leystur fyrir því. Hugsum oss bankastjórn, þar sem einn vill þetta og annar vill hitt, eða bankastjórn, sem alls eigi getur ákveðið sig til þess, er hún skuli gera, eða vill eitt í dag og annað á morgun, hvernig mundi slík fálmstjórn ráða fram úr mál- inu? Nei, vandinn liggur ekki í því, hver skipar eða afsetur starfs- mennina. Alt er undir því komið hvort bankastjórnin er fœr um að stjórna mönnum. Ef hún er fær til þess og hæf að öðru ieyti, þá skiftir minstu, hver skipar starfs- mennina. En ef hún er ófær til að stjórna, þá mundi sá annmarki ekki hverfa fyrir því, þótt hún skipaði mennina sjáif. Þá mundi alt lenda í eilífum rekistefnum, yfirheyrslum yfir starfsmönnum hverjum um annan, illdeilum og brottrekstri. Pétur mundi tekinn í dag, en rekinn á morgun, og brottrekBturinn mundi bygður á því, að hann hefði eigi nógu fljótt og með nógri auðsveipni' fram- kvæmt einhvern hégóma, sem einhver úr bankastjórninni í ein- feldni eða af illgirni hefði fundið upp á. Páll mundi svo tekinn af því, að einhver úr bankastjórn- inni telur hann þægilegt verk- færi í sinni hendi. Síðan yrði hann rekinn af því að þær vonir, sem til hans voru settar, kynnu að hafa brugðist o. s. frv. Með þessumótiyrðu eilíf manna- skifti í bankanum, sífeld skifti á þeim mönnum, sem einna mest veltur á, féhirði og bókara, einn kæmi í dag og færi eftir mánuð, annaðhvort rekinn eða af því að honum yrði eigi vært undir hefnd- arhendi og fyrir rógburði og læ- vísi yfirboðara síns. Því skipulagi, sem allar aðrar siðaðar þjóðir hafa lengi reynt og reynzt hefir vel, er mjög var- hugavert að breyta, enda þótt einn' einasti valdasjúkur maður fari' þeBS á leyt. Vémundur. Samsöngur. Söngfélagiö »17.júní« söng loks opinberlega í fyrsta sinn á þess- um vetri undir stjórn kennara þess, hr. Sigfúsar Einarssonar, á fimtudagskvöldið í Bárubúð. Það var ætlun félagsins að haida samsöng þenna jafnvel nokkru fyrir jól, en fjarvera og veikindi ýmsra meðlima hefir valdið því, að ekki var hægt að halda hann fyr. Félagið hafði í þetta skifti tek- ið upp þá nýtízku hér á landi, að setja aðgöngumiða með hærra verði tvo "fyrstu dagana fyrir sam- sönginn, en með vanalegu verði samsöngsdaginn. Þetta hafði mjög lítil áhrif á söluna, því flestsætin seldust með hærra verðinu, og sýnir það, að þrátt fyrir alla dýr- tíð, sem svo mikið er rætt um á þessum tímum, þá veigrar fólk sér ekki við að leggja á sig auka- skatt, til þess að fá að heyra söng félagsins. Lögiu sem sungin voru, voru alls 11 að tölu, þar af 4 (nr. 2, 6, 10 og 11 á söng8kránni) lög sem félagið hafði sungið áður, hin ný. — Það virtist, eins og oftar, að fólki geðjaðist bezt að þeim lögum, sem þekt voru áður t.d. Forðum tíð og Ólafur Tryggva- 8on. Hið síðarnefnda er líka stór- frægt lag, eem hlýtur að vinna við það, að heyra það sem oft- ast, einkum þegar það er jafn vel sungið og hér á sér stað. öll voru lögin á söngskránni mjög vel valin. Fyrstu tvö lögin (Hell dig og Sommernatt) virtust mér einna bezt sungin og var hreinasta unun að hlusta á hið síðarnefnda. Einsöngur hr. Einars Indriða- sonar í Álenzka þjóðlaginu naut sín ekki eins og skyldi, og ein- söngslag hr. P. Halldórssonar »Kan det tröste« var heldur ekki eins vel sungið og oft áður, hverju sem það var að kenna. Aftur var mikil ánægja að heyra ein- söng hr. Ragnars Hjörleifssonar í laginu »Eyrarrósin«, sem er eitt af þeim lögum, sem almenningur hlýtur að hafa ánægju af að hlusta á aftur og aftur. Veigamesta lagið á söngskránni var auðvitað Pílagrímskórið úr Tannháuser. Það er stórfenglegt lag, en rnjög örðugt að syngja svo vel fari. Veldur því talsvert snögg skifti á tóntegundum. Enda þótt félagið skildist að flestu leyti vel við lag þetta, þá fann maður þó strnx, að her vantaði »það, sem við átti að éta«, en það er undirspil. Lagið er búið til með það fyrir augum, að spilað sje undir á alls konar hljóðfæri (orchester) og hlýtur það því að tapa miklu við það, að ekkert hljóðfæri sé með. Auk þess er afar hætt við að lagið verði ekki sungið »hreint«, ef hljóðfæri er ekki að styðjast við. Með íslenzka textanum, sem er i söngskránni, fylgir skýring um, hvernig á að syngja lag þetta, og þeir sem heyrt hafa lagið sungið í leikhúsum ytra, kannast við það. Það er hópur pílagríma, sem maður heyrir syngja, fyrst í fjarska, síðan nálgast hann og fer fram bjá manni, en fjarlægist síðan meir og meir, þar til mað- ur heyrir að eins óminn af söngn- um. Söngstjóri fór ekki eftir þessu, heldur lét syngja allan fyrri hlutann veikt, en siðari hlut- ann sterkt. Bellmanns lagið um »Magi- straten i'Telje* gerð mikla lukku, eins og öll Bellmanns lög, sem félagið hefir sungið. Væri ekki ástæða fyrir félagið að gjöra það að fastri reglu, að hafa eitt Bell- manns lag að minsta kosti á hverri söngskrá? En félagið og söng- stjóri má ekki gleyma því, þegar sungin eru Bellmanns lög, að þá þarf textinn að njóta sín, ekki að eins á þann hátt, að hann sé rétt og skýrt borinn fram, heldur líka með því að áheyrendur geti séð á andlitum söngmanna, að hug- ur fylgi máli. Steinn. Land-forin. Hór í bænum er fyrir skðmmu byrjað að koma út nýtt blað, er nefnir sig »Landið«. Það er pólitíakt málgagn nokkurra þvers- um manna, þ. e. þeirra — fáu — manna, er að síðustu varð bert um, að vildu um fram alt hindra heppilegan framgang stjórnar- skrár- og fánamálsins. En blaðið er stofnað, aðallega eða eingöngu, af Bimi Kristjánssyni bankastjóra, og fyrir hann kemur það út. Þótt hann hafi verið svo ófeil- inn, að lýsa yfir því í blaðinu, að hann »ætti ekki einn eyri í því« (hvort sem það stafar af þvi, að hann skammast sín fyrir það, eða af hræðslu við að verða bendlaður við ósómann í þvi), þá hafa allir það fyrir satt, að hann svo sem eigi blaðið, eða langmest í því. Enda er það á allra vitoiði, að hann bæði reri að því öllum árum, að blaðið stofnaðist (þótt langsóttur yrði að vísu róðurinn), og að í blaðinu stendur alt, sem hann vill, og ekkert, sem hann ekki vill! Blaðið er blóð af hans blóði og hold af hans holdi. Hann skrifar rétt alt, sem í því stend- ur, eða lætur skrifa. Því að ekki ber að hafa það að marki, þótt greinarnar séu nafnlausar og maður sá, sem léð hefir sig til þess að kallast ritstjóri blaðsins, afskrifi þær, áður en þær fara í prentstniðjuna, og lesi prófarkir af þeim! Allfiestar saurslettur blaðsins eru með marki Björns Kristjáns- sonar. Það leynir sér ekki. Það er víst óhætt að segja, að nœrri hvert tölublað, sem út hefir kornið af málgagni þessu, hefir inni að halda hóp meiðyrða um einstaka menn, ber brot við hegn- ingarlög landsins — sérstaklega er meiðyrðunum hrúgað saman um núverandi ráðherra, bæði sem einstakling og sem stjórn- anda. Mætti þetta af ókunnug- urn þykja harla merkilegt, þar sem blað þetta annars vegar þótt- ist vera í heiminn borið til þess að berjast fyrir »hollum trúar- vakningum« og bæta »siðferðis- ástandið«(!), og þar sem hins vegar ekki verður öðru vísi á þetta litið, en að hér sé banka- stjórinn að halda úti ósvífnu árdsa- blaði gegn landstjórninni. En þeir, sem til þekkja, falla ekki í stafi yfir þessum fyrirbrigðum. Þeir vita sem sé, að trúar- og siðferð- isblærinn er að eins hafður að yfirskini, — það er sauðargæran, sem úlfurinn hefir smeygt sér í, til þess að blekkja og villa hina lítilsigldari. í skjóli þess á svo að vera óhætt að níða menn og rægja! Að pilturinn, sem ráðinn er til »ritstiórnar« að blaðinu, hefir undirgengist þetta, má margan furða; enginn vissi til, að hann ætti útistöður viö neinn, og nú stendur hann þarna (þó ekki sé nema að forminu til) sem svæs- inn árásamaður manna, sem ekk- ert hafá gert honum nema gott, ef nokkuð er. En þetta starf hans ber víst að skoða sem einn af þeim »bitum« eða »beinum«,. sem hann er alt að tönlast á í »Landinu«. Um bankastjórann gegn lands- stjórninni er það aftur á móti að segja, að þar mun hann.ekki geta setið á strák sínum. Fyrst og fremst hefir nú ráðherra óneitan- lega það tvent í fari sínu, sem í augum B. Kr. eru höfuðsakirnar ^ Hann er einn þeirra manna, sem nefndir eru lærðir menn (eða mentamenn) og þar á þar á ofan lögfræðingur. Er það kunnugt, að þetta verkar á B. Kr. eins og rauð dula á vissa skepnu, og er líklegt, að* þetta komi meðal aunars af þvír að af slíkum mönnum hafi hann hlotið verstar búsifjar. Við þetta — almenna — bætist nú einnig það sérstaka, að i'áðherra E. A. varð til þess að bjarga stjórnar- skránni og fánanum, sem B. Kr. vildi hvorttveggja feigt. Gramur út úr pólitlkinni og fleiru verður hann nú að skeyta skapi sínu á »andstæðingum« sínum, með þeim þokkalega hætti, sem »Landið« hans ber merkin af. Og það^hjá- kátlegasta er, að trúlegastgengur hann upp í þeirri dul, að enginn haldi að hann sje neitt við þetta riðinn, af því að nafnið hans^ stendur þar ekki! En fingrat'örin er ekki svo auðvelt að afmá. En hvernig getur þetta gengið,, spyrja menn? Hvernig getur það gengið, að einn af æðstu embætt- ismönnum Landsbankans, banka- stjórinn, haldi þessu áfram, til skammar og skaða stofnuninni fyrir sjónum allrahugsandi manna? Þarf ekki annað en minna á skrif blaðsins (sem þóttist hafa það á stefnuskrá sinni, að »vernda« Landsbankann!) út af nýjasta bankamálinu, afsetningarkæru bankastiórnarinnar á gjaldkerannr svo og óhróðursgreinar um gjald- kerann, sem vitanlegt er undan hvaða rifjum erum runnar; geta- slíkar skriftir alrjrei gert annað en að skaða stofnunina að áliti — og það er álitið, sem er henni mest um vert. Þótt ekkert sé um það rætt, hver áhrif fram- koma B. Kr. í seinni tíð muni hafa haft og hafa innan bankans, þá er hitt ómótmælanlegt, að all- ur gauragangur hans í pólitíkinni og ofstopi, sbr. einnig hlutdeild hans í heitrofinu alrœmda á kon- ungstilboðunum síðastl. vor, get- ur ekki gert bankastofnuninni annað en bláberan skaða. Orðum bankastjóra, sem á að vera fyrsti trúnaðarmaður í fjármálum, ætti að mega treysta, og sé það bertr að hann eigi hlut að slíkum hneykslanlegum heitrofum sem þeim, er getið var, er þjóðin varð úthrópuð fyrir utan lands og inn- an (hún galt þar þessara sæmd- armanna), þá á ekki og má ekki taka vægt á slíku atferli. Einhver takmörk verða líka að' vera fyrir því, hvað landsstjórn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.