Ísafold - 11.03.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.03.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD megi láta bjóða sér af svívirðing- um, og það af undirgefnum em- bættismönnum sinum, þvi að Mn er þó höfuð þjóðarinnar og sómi þeirra eða vansœmd hlytur að fara saman. Of gálaus stjórn um þessa hluti getur orðið óstjórn og verra en það. Landsstjórnin hefir shyldu til þess að sjá um sóma og hag sín og allra stofnana lands og þjóðar. Einstaklingarnir geta miklu fremur látið sér í léttu rúmi liggja, þótt rótað sé upp »saur og auri« og að þeim bent í öðrum eins málgögnum og »Landinu« — þótt reyndar svo megi dka í Land- forina, að ekki verði við vært, og þeir þess vegna neyðist til þess, við og við, að láta refsi- vönd laganna hirta þá, aem fyrir slettunum standa. Aggerbecks Irissápa et óvi&jnlnanlega góh fytir húöina Uppftbsld allr* kvenna. Benta narn&sápa. Blf>ii5 hau} - m:>nn yftar jm hana. * * Birting skjala gjaldkeramálsins. Björn bankastj. Kristjánsson lót blaS sitt um daginn flytja mjög eindrsgna áskorun til stjórnarinnar um það, að hún léti birta óll skjöl gjaldkeramáls ins svouéfnda. Stjórnin spurði bankastjórnina að því Jaugardaginn síðastliðinn (4. þ. m.), hvort bankastjórnin æskti þess, að skjöl þessi yrði birt. í gær (10. þ. m.) kom loks svar bankastjórnarinnar, og kveðst hún eigi óska að gera neinar tillögur um það, hvort nefnd skjöl verði birt eða eigi. B. Kr. hefir s/nilega ætlað sór með áskorun sinni í'blaði sínu að fá stjórn ina til að birta skjölin, og ráðast svo á hana fyrir það á eftir, að banka- stjórnin hefði eigi verið spurð. En þegar hann á sjáltur að taka ákvörðun sem opinber s/slunarmaður um málið, reynir hann blátt áfram að »snuða« sig frá því. Það er sitt hvað, að gala nafnlaust í blaði á bak við drengiun, sem laga- ábyrgðina ber og taka sjálfur ákvörðun í sínu nafni. Þegar B. Kr. rótast um án ábyrgðar er hann einstaklega keikur og þykist þá vera heljarkarl. En þegar hanu er spurður sem op- inber sýslunarmaður, þá minkar karl- inn hans. Þá segist hann enga ákvörðun vilja taka. Hann vill eigi taka ákvörðun um sama málefnið, sem hann er nýbúinn að senda landstjórninni ákveðna áskor- un um í blaði sínu! Hann þorir sýnilega ekki að standa við þá áskorun. Er hann bjartveikur eða hvað? Eða er B. Kr. að eins svona skel- eggur, þegar hann h e 1 d u r að hann geti f a l i s t, en anuar, þegar hann er dreginn fram í dagsbirtuna? Eða er ástæðan enn önnur? Snltargaulið í »bankablaðinu«. Það er ekki undarlegt þótt gamlir menn verði þungir á sór og stirðir í hreyf- ingum þegar þeir verða að rogast með heilan hóp af fullorðnum mönnum í vösunum, eins og sagt er að sumir menskir menn verði að gera, en hitt er undarlegra, að ekki lítur lit fyrir, að þeim sem í vasana hafa horfið þyki vistin þar neitt eftirsóknarverð, því að ámátlegt er garnagaulið. Eða spyrjið hann »Arna á öllun. áttum«. ÖHum, sem til þekkja, þykir þaðfara að vonum að »vesalings arnir« æpi og góli að þeim, sem á heiðarlegan hátt vinna fyrir sér og eru ekki öðrum til byrði. Engum kemur það heldur á óvart þó »liðið« gangi út frá því sem sjálfsögðu, að aðrir, sem það ekki þekkir selji sál sína og samvizku fyrir eina máltfö, því að aðrar hugsjónir geta auðvitað ekki fæðst 1 svo bág- bornum og illa þroskuðum heilum, sem verkfæri bankastjórans þjóðarfræga eru útbúin með. Vonandi heldur vika- drengurinn, sem mun vera bezt fóðr- aður, áfram að auglýsa sálarástand samverkamannanna, svo cllum lands lýði verði það sem fyrst ljóst hvílík stórmenni það eru, sem húsbóndi hans hefir stungið í vasa sinn. O r n. Fádæma óskaminfeilni. Eins og menn vafalaust rekur minni til hugði minni hluti Sjálfstæðisflgkksstjórnarinnar í vor, er leið, að reka mciri hlutann úr stjórninni. Varð minni hlutinn sór til verðugs athlægis fyrir það bragð lands hornanna milli. Framhald af þeim leikaraskap er það, að nýlega hafa hinir alfylgislausu þversummenn verið að auglýsa ymsa legáta sína sem verandi kosna í stjórn Sjálfstæðisfólagsins og Sjálfstæðisflokks- ins. — Auðvitað dettur engum, nema þeim sjálfum, í hug að nokkur Sjálfstteðis- maður í landinu taki maak á slíkum skrípalátum. Norræna stúdeDtasambandið. Reybj avíkurdeildi n. Lesendum Morgunblaðsins mun vera kuqnugt um, að hreyfing sú á Norðurlöndum, er getið hefir af sér nýtt samband meðal norrænna stúdenta, sem nefnist Nortæna stúdentasambandið, barst hingað til Reykjavikur á síðastliðnu ári og var stofnuð hér ný deild í téðu sam- bandi um nýársleytið í vetur. Formaður deildarinnar er Jón Helgason prófessor. En áhvaða grundvelli getum við unn- ið saman við frændur okkar á Norð- nrlöndum? Um það flytur landlækn- ir Guðro. Biörnsson erindi í kvöld og má vænta þess að hann hlaupi ekki frá spurningunni hálfsvaraðri. Eðlilegt er að deildin hefji starí sitt með þvi að kryfja þetta málefni til mergjar, þvi að eins og menn vita er tilgangur sambandsins eintritt sá, að auka viðkynningu og efla sam- vinnu i menningarmálum meðal Norðurlandaþjóðanna. Mal þetta er svo mikilsvert, að enginn íslenzkur stúdent ætti að láta það undir höfuð leggjast að kynn- ast því. En til þess er einmitt tæki- færið í kvöld með því að koma á fund deildarinnar í hiskólanum kl. 9. Vér viljum því ráða þeim stúdent- um til að sækja fundinn, sem nokk urn áhuga hafa á stúdentamálefnum. Ohæfilegt Meðj.n menn eru undir kæru, þyk- ir jafnan illa sama að ráðast á þá út af efni því, sem kæran fjallar um. Þar til kæran er úrskurðuð, þykir betur hæfa að láta þá í friði. Um jólaleytið kærði stjórn Lands- bankans gjaldkera sinn og krafðist þess, að honum yrði umsvifalau3t vik ið úr stöðu sinni sakir þess, að hon- um væri ósýnt um störf sín og sakir þess, að .hann væri ekki nógu hlyð- inn eSa geðmjúkur. Meðan bankastjórn og gjaldkeri var að sækja og verja málið, lætur blað annars forstjóra bankans, Björns Krist- jánssonar, sér sama að ráðast á gjald- kerann. Það skýrir frá því, að gjald- kerinn sje að reyna að safna undir- skriftum til meðmæla sór, en verði lítiS ágengt, segir það hneyksli, að hann skuli sitja í bankanum meSan kæran só athuguð. ÞaS fer jafnvel svo langt, að gefa í skyn, aS hentast væri aS setja hann í gæzluvarShald o. s. frv, Þótt drenguriun, sem lagalega ábyrgS ber á því, sem blaSið flytur, hafi eigi séð, hversu óhæfilegt er, eða eigi feng- ið því afstýrt, að blaðið flytti á hans ábyrgð slíka óhæfu, þá hefðu aðstand endur blaðsins átt að kunna betur sóma þess, en raun hefir á orðið. Nú er það alkunnugt, að B. Kr. er aðal- maður blaðsins — þótt hann hafi hing- að til talið hentara að synja fyrir það — og ræður, hvað í blaðinu stendur. Þótt aldrei nema B. Kr. só í nöp við þenna undirmann sinn (gjaldkerann) atti hann blátt áfram af velsæmis- ástæðuni og vegna þeirrar stofnunar, sem honum er trúað fyrir (Landsbank- ans), að sporna við þvl, að slík óhæfa kæmi í blaðinu. Eða finst bankastjóranum það ef til vill sæmandi, að starfmaður einn, sem undir hann er gefinn, og vinnur í stofnun þeirri, sem bankastjórinn er fyrir, verði fyrir blaðaárásum út af starfi sínu í bankanum, meðan mál hans er óútkljáð? Eða vill B. Kr., að það komist þegar í blöðin, ef honum sinn- ast við eiuhverja starfsbræður sína eða uudirmenn í bankanum? Telur hann sór sóma aS því og bankanum hag? V. Hverjlr vilja sanisekir gerast um illinda-faraldur þann í íslenzkum stjórn- málum, sem »þversum«-Ieiðtogarnir með hr. B. Kr. í broddi fylkingar, vilja nú, algerlega ófyrirsynju, hleypa á stað? -/- Það virSist til þess eins gert, aS láta fautaskaps-frumhlaup og gönuskeið »þversum«-forsprakkanna í vor gleymast, með því að smyrja upp nógu frekjumiklum, en jafn-ástæðu- lausum, skamma-dunum á landsstjórn ina, sem það eitt hefir til saka unnið — að meta meira heill 1 a n d s i n s , með því að útvega því langþráða stjómarskrá og fána. en »L a n d s - i n s« — hins laungetna barns B Kr., sem fegið hefði viljað drepa hvort- tveggja í fæðingunni. í lítilsigldan almúga hefir stund- um stirðbusalegum stjórnmálamönnum þótt það hentugt bolabragð gagnvart andstæðfngum sínum að bregSa þeim um »hringlandaskap«, »liðhlaup«o.s.frv. Bankastjóra-Landið notar nú óspart þau átyllulausu brigzlyrði í garð ísa- foldar, sem þó hvorki mun )>blikna né blána« út af þeim, svo oft hefir ámóta heimskulegum glósum verið beint í hennar garð í tíð þess ritstjóra hennar sem málgagn B. Kr. nú misbrúkar svo minninguna um, með því að telja s é r til inntektar, að hvern mann, sem til þekkir, bl/tur að v æ m a vi S, eins og öll viet eru úr garSi ger. Nýtt barnsfaðernismál. Rótt eftir n/árið fæddist hór í bænum blað-laun- krakki einn. Hefir enginn einstakur maður viljað gangast við faðerni hans hingað til. Barnfóstra var þó fengin, og var það gjört að tilhlutun Björns bankastjóra Kristjánssonar. Þá var það, að blaðið »Dagsbrún« kendi Birni krógann alveg umsvifa og umbúðalaust. Björn vildi þó eigi gangast við faðern- inu og lét barnfóstruna í sinn stað synja fyrir, að hann væri faðir króg- ans. »Dagsbrún« taldi þetta yfirskotseið einn. Hún hafði sóð barnið og heyrt og þótti svo líkt Birni. En þá var barnfóstran enn látin rétta upp þrjá fingur og kvéða hart að, að engan þátt ætti B. Kr. í tilorðning þessa barns og eigi gæfi hann með því. Krakkinn hefir verið óspakur og veikur altaf, síðan hann fæddist, af uæringarleysi, enda kvað hann hafa lítið nærst, nema það sem Björn banka- stjóri Kristjánssou hefir miðlað honum úr gnægtabúri sínu. • En um það stinga menn saman nefjum, að eigi hafi þau barnfóstran of Björn verið eiðvör að þ e s s u sinni, því að orgin í krakkanum þykja svo lík B. Kr. og öll skepnan svo nauðalík honum. Kunnugur. ReykiaYftur-anDill. Söngfélagið 17. júní hefir sungið tvö síðasttiðin kvöld. A morgun syng- ur fólagið enn, sföasta sinni þessa söngskrá. Allur ágóði samsöngsins á að ganga til góðgerðafólags hér í bæn- um. Kirkjuhljómleikar Páls ísólfssonar á sunnudaginn var þóttu einkar vand- aðir, bera vott um góða kunnáttu, mikla leikni, smekkvísi og sanna list- greind. Kirkjan var íroðfull. Páll læt- ur líklega aftur til sín heyra um aðra helgi. Sæsfma-slitin. BjörgunarskipiS Geir kom á mánudaginn úr Færeyja-Ieið- angrinum til viðgerðar sæsímanum. Hafðí ekkert að gert sökum þess, að Stóra Norræna bannaði slíkar til- raunir, með því í bág riðu við samn- inginn góða. Skömmu eftir að Geir fór, itom viðgerðaskip hins »mikla« fó- lags á vettvang og komst síminn loks- ins í lag á finitudag, eftir mánaðar- bilun. Tjónið, beint og óbeint af þeim Óskópum er eigi stnátt. Herðir þaS væntanlega sem mest má vetSa á því, aS loftskeytastöð komist hór upp. SUipstrand. Eimskipið Hólar strand- aði við Skotlandsstrendur, er það var á útleið héðan nú síðast. Mannbjörg varð. Jlaður og kona hét erindi, sem Lárus H. Bjarnason prófeosor flutti á sunnudagitin fyrir tilstilli kven- félaga hór í bæ. Eiukar fróðlegt erindi um réttarstöðu kvenna og margskou- ar óréttlæti í löggjöfinni í þeiria garð, en einkum þó óskilgetinna barna. A hinu síðasttalda misrótti mun bragar- bót 8izt mega bíða. Bannlagadomur. I máli þvi', er Ben. S. Þórarinsson • kaupmaður höfð- aði gegn landsstjórninni út af bann- lóguuum í sambandi við atvinnu sína, hefir landsstjórnin verið sýknuð ný- lega í undirrétti. Landskálftakippir fundust hér í bæ á miðvikudag, sumir allsnarpir, hinn snarpasti um kl. ll1/^ árd. Afiabrögð eru alveg fyrirtaksgóð við Faxaflóa og eins í Vestmannaeyj um. Gæftir ágætar og fiskuppgrip, hvort heldur er á botnvörpunga, vól- báta eða þilskip, Alþýðnfræðsla á morgun : Jón Helgason prófesssor flytur kl. 5 erindi sitt um Reykjavík um alda- mótin 1800, fyrir alþýðufræðslu Stúdentafólagsins. Bjarni Jónsson frá Vogi talar um áhrif ófriðarins á samgöngur vorar, kl". 3x/2 á morgun, fyrir tilstilli verzl unarmannafólagsins Merkúr. Mannalát: Helga Bjarnadóttir frá Lambhúsum á Akranesi andaðist í fyrri viku hór í bæuum. Erindi Jóns Helgasonar prófessors um Reykjavíkurbæ kringum aldamót- in 1800 var ágætlega sótt. Talaði ræðumaður nær 2 kl.st., og mundi hafa notið bezta hljóðs miklu lengur, svo fróðlegt þótti áheyrendum mál hans. Hann lýsti allnákvæmlega húsaskipun bæjarins og helztu mónnum í bænum á þeim tima, en það voru afar og lang-afar margra kunnra Reykvíkinga á vorum dögum. Eftir áskorun endurtekur prófessor- inn erindi sitt l'yrir AlþýðufræSslu Stúdentafólagsius á morgun kl. 5. Ekki hætta á öðru en að húsfyllir verði. Gaman verður að heyra frekari frá- sagnir síra J. H. um Reykjavík á örðrum timamótum, en um þaS mun mega gera sór von senn hvað líður. I siðasta blaði, þar sem erindi slra J. H. var getið hafði slæðst inn prent- villa »mikils og mæts fróðleikB«, í stað »mikinn og mætan fróðleik«, Hafa væntanlega flestallir lesiS þetta í mál- fS, en þessa getiS hór af því svo mikil- er hin aulabárðslega smásálar illgirni í land forinni, að jafnvel er reynt að nota prentvillur til að svala sór á ísa- fold. Tveir nýir botnvörpnngar komu hingað í morgun frá Hollandi, annar ti) fólagsins »Haukur« og heitir hann Þorsteinn Ingólfsson, en áð- ur á fólagið Ingólf Arnarson. Hinn til fólagsins »Defensor« og heitir hann Þór. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson og kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól. og kl. síra Har. Níelsson. Eimskipið ísland (skipstj. Aasberg) kom í morgun frá útlöndum. Farþegar : Magnús Magnússon kenn., Hansen bakari, H. S. Hanson kaupm., Jón Vigfússon steinsmiður og fl. Frá Vesturheimi kom Jón Sigurðsson,. fyrrum bæjarfógetafulltrúi, alkominn. Um þetrnskylduvinnuna hefir Guðmutidur prófessor Hann- esson sent Isafold ítarlega grein og athyglisverða. Vegna þrengsla varð henni ekki komið að í þessu blaði, en birtist næst. Látin er hér í bænum ekkjufrú *Anna Pétursdóttir Johnsen, tengdamóðir síra Ólafs frikirkjuprests, í hárri elli,komin á tiræðisaldur. Hún var af hinni kunnu Hjaltestedsætt, systir Björns járnsmiðs Hjaltesteds, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Maður henn- ar, nú löngu látinn, var síra Guð- mundur Johnsen í Arnatbæli, bróðir Ólafs prófasts á Stað og fru Ingi- bjargar konu ]óns Sigurðssonar og jafnframt bræðrungur við forseta. Meðal barna frú Onnu heit. eru .Guðriður kona Ólafs fríkirkjuprestsr Anna kona síra Oddgeirs Guðmunds- sens, Margrét ekkja Jóhannesar Ólafssonar Skagfirðingasýslumanns, en móðir dr. Alexanders Jóhanness. Ðáin er 8. Marts i Þórisholti í Mýrdal Matthildur Tálsdóttir á 78. alduisári,. kona Finnboga hreppstjóra Einars- sonar, hreppstjóra, Jóhannssonar (d. 1879). Matthildur var yngst af fyrri- konu börnum Páls prófasts í Hörgs- dal Pálssonar (d. 1861), og var hún fædd í Hörgsdal 9. des. 1838. Hinn 9. nóv. 1861 giftist htin Finnboga Einarssyni, og bjuggu þau í Þóris- holti um 15 ár (1861 —1877) °g síðan lengi í Presthúsum í Mýrdal, jafnan góðu búi. Fyrir skömmu brugðu þau hjón búi, og flutta sig að Þórisholti ttl Einars sonar síns. Börn áttu þau mörg. Þessi eru i lífi: 1. Einar bóndi í Þórisholti, 2. Kjartan bóndi í Presthúsum, 3. Magnús bóndi í Reynisdal, 4. 3i%- ríður og 5. Matthlas, smiður í Vest- mannaeyjum. Af börnum Páls pró- fasts lifa nú tvö ein: Jón, trésmiður í Húsavík, af fyrra hjónabandi, og af siðara hjónabandi Guðriður prests- ekkja á Flögu í Skaftártungu, móðir þeirra Páls kennara og Gísla yfir- dómslögmanns, Sveinssona. — Matt- hildur var merkileg og sköruleg kona. Finnbogi maður hennar lifir enn, nú blindur, og kominn á ní- ræðis aldur, merkismaður á alla lund. Kristján Ó. Skagfjörð umboðsmaður brezkra verksmiðja. dvelur til febrúarloka 32 Margaret Street, Hull, England.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.