Ísafold - 18.03.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.03.1916, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Jiosfakjör ísafofdar. Núna um tíma býður ísafold uýj- um kaupendum þessi miklu kostakjör. Þeir fá I. sjálft blaðið frá i. janúar þ. á., meðan upplagið endist. II. fá þeir í kaupbæti 3 af eftir- farandi 11 bókuœ, eftir frjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (6oo bls.) eftir Gustaf Jansson. 2. Heljar greipar (280 bls.) eftir Conan Doyle. 3. Mýrarkotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf. 4. »Pétur og Maríu«, hina ágætu sögu, sem nú er að koma út í blaðinu, strax þegar henni er lokið (í febr.). 5. Sögusafn ísafoldar 1892 (268 bls.) Efnisyfirlit: 1. Prangarabúðin helga, eftir Otto v. Corvin. 2. Snarræði. 3. Niss de Bombell. 4. Ó?ænt vitni. 5. Skjaldmær á 19. öld, eftir F. Arndt. ' 6. Smásveinahælið í New-York. 7. í kastala hersisins, eftir E. M. Vacano. 8. Dismas, eftir P. K. Rosegger. 9. Kastaðu brauði þínu á vatnið. 10. Bænin mín. 11. Illur þröskuldur. 12. Mikii glæfraför. 13. Kjör Gyðinga á miðöldunum, eftir Poul Lacroix. 34. Erfiði og sársauki, eftir Ernest Legonvé. 15. Loddaraskapur og töfralistir. 16. Najevska, eftir Leopoid Sacher Nasoch. 17. Svar fakírsins. 6. Sögusafn ísafoldar 1893 (172 bls.) Efnisyfirlit: ■» 1. Piltur og stúlka, eftir Magdelene Thoresen. að fjölga þeim og leiða i kór. Það skal eg játa, að skárri eru þessi nöfn söm en mörg hin eldri, sem ekki eru annað en ámátlegt dönsku- skotið latmæli af íslenzku nafni, en ef þau eiga að teljast íslenzk — og það verður að gera — þá verða þau að lúta sömu lögum og önnur ís- lenzk nöfn, þeim, sem alþýða manna með óspiltri máltilfinningu setur. En hvernig sem með þau yrði farið, fyndist mér íslenzkan særð svöðu- sári, ef þau kæmust inn í hana í stað eiginnafna vorra hinna gömlu, og eigi sýnt hvað af hlytist, líkt og stýfð væri lifandi grein af fagurii eik og dauðri spítu í staðinn stung- ið inn í stofninn. Hversu haglega sem hún væri skorin og tegld, gæti hún aldrei sómt sér eins vel og greinin sjálf; altaf vantaði yndisþokk- ann eðlilega, lifandi blómin með ilm og angan. »Vantar ei nema sjálfa sál«, sagði biskup einhverju sinni um Esperanto. Sama finst 2. Ósannanlegt. 3. Smávegis. 4. Pelle Dub, eftir August Blanche. 5. Skoðanir manna á Heklu í gamla daga, eftir Ólaf Davíðsson. 6. Járnsmiðurinn í Mrakotin. 7. Baróninn frá Finnlandi, eftir Au- gust Blanche. 8. Presturinn í Lágey. 9. Taflið. 10. Uppruni borgarinnar Kairo. ‘ii. Ólík heimili, eftir August Blanche. 12. Fáheyrð læknishjálp. 13. Smávegis. 7. Sögusafn Isafoldar 1894 (196 bls.) Efnisyfirlit: 1. Giftusamleg leikslok, Amerísk saga. 2. Launabótin, eftir Albert Miller. 3. Öll fimm, eftir Helen Stöckl. 4. Brúðíör eða banaráð, eftir Step- han Lausanne. 5. Edison og fréttasnatinn. 6. Nýja verksmiðjan. 7. Maðurinn spakláti. 8. Flótti Krapotkins fursta. 9. Stofuofninn. 10. Óskemtileg fyrirskipan. 11. Tállaus hugprýði. t 2. Voðaleg nótt. 13. Elding bjargar lífi manns. 8. Sögusafn Isafoldar 1895 (108 bls.) Efnisyfirlit: 1. Hann strauk ekki með hana. 2. Kænlegt lögreglubragð. 3. Voðaleg stund. 4. Bónorð Jóns. 5. Mát í sex leikjum. 6. Saiómonsdómur. 7. Hver er að kalla á mig. 8. Ljónin þrjú, efttr H. Rider Haggard. 9. Skjaldmaerin (Sans-Géne). 9. Sögusafn Isafoldar 1896 (124 bls.) Efnisyfirlit: 1. Sjöunda þrepið. Ensk saga. 2. Hefndin, eftir A. Conan Doyle. 5. Tíu ár gleymd Ensk saga. 10. Sögusafn Isafoldar 1897 (124 bls.) Efnisyfirlit: 1. Milli heims og heljar. Ensk saga. mér um þenna tilbúning. Mér hefir alla tíð þótt hinn forni norræni siður — að nefna hvern mann, karl og konu, sínu natni og kenna við föður sinn og þá við heimili sitt, ef meira þarf — svo eðlilegur, látlaus og fagur í alla staði, að engin leið sé að breyta honum til batnaðar. Og eg ann ættjörð minui þess af alhuga að geyma þann menjagrip norrænna þjóða lifandi á- samt tungu þeirra. Mér finst hún einum dýrgrip fátækari eftir, ef hún varpar honum frá sér. Mér er þvi verulega sárt um hann. Nauðsyn getur brotið lög, og þá dansar marg- ur, þó að hann dansi nauðugur, en hér get eg ekki komið auga á nokkra nauðsyn. Eg get ekki séð, að nokk- ur nauður reki íslendinga til að breyta til í þessu efni. Þörfin er engin og bótin er engin, hvar sem á er litið. Allar þær ástæður, tfr vinir ættarnafnanna hafa reynt að styðja þau með, finnast mér einber 2. Dómarinn með hljóðpipuna, eftir Sacher-Masoch. 3. A járnbrautarteinunum, eftir Max Nordau. 4. Leyndarmálið. Þýtt úr sænsku. 5. Gula andlitið, eftir A. Conan- Doyle. 6. Smásögur (Pantaðar eiginkonur, Hyggilegur fyrirvari, Vilhjálmur keisari vikadrengur). II. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. I—II, alls 662 bls. Þrjár af þessum ágætu sögubók- um fáið þér um leið og þér borgið andvirði árgangsins (5 kr.). En nýir kaupendur utanbæjar verða að senda sérstakt burðargjald (40 au). með andvirði árgangsins, ef þeir vilja fá kaupbætirinn sendan sér með pósti. Ella eru menn vinsamlega beðnir að vitja kaupbætisins í af- greiðslu ísafoldar. Sömu kostakjörum og nýir kaupendur sæta skuldlausijr kaupendur ísafoldar um leið og þelr greiða andvirði þessa árgangrs I Dragið eigi að gerast kaupendur ísafoldar eða greiða andvirði þessa árgangs tneðan þér sætið þessum kostakjörum, að fá í rauninni and- virði árgangsins qreitt ajtur í jyrir- taks skemtibókum, og munið einnig, að Ísafoíd er blaða bezf, ísafofd er fréffa fíesf, ísafofd er íesin mesf. hégómi. Eina undirrótin, sem mér sýnist til þessarar ættarnafnasóttar hér í landi, er hégómleg eftirhermu- fýsn lítilsigldar þjóðar, sem heldur að alt sé »fínna« hjá öðrum en sér, skammast sin þess vegna fyrir siðu sína og þjóðerni sjálfa sig, frammi fyrir öðrum þjóðum, án þess að íhuga, hvort hin útlenda tízkan, sem hún flatmagar fyrir, er í nokkru betri, fegurri eða hentugri. Er ekki slíkt háttalag að setja á sig skræl- ingjamarkið, sem vér unum þó ’svo illa, þegar aðrir gera það ? Mér finst hann stundum helzt til hálfiitur þjóðmetnaður vor íslendinga, í norði óþol og ofrembingur, en á borði, í háttum og lifnaði, auðmjúklegur, snápvís eltingaleikur aftan við aðrar þjóðir. Nefndin lætur það mál afskifta- laust, hvort ættarnöfn eru upptekin eða ekki. Hún hefir einungis gert það, sem henni var falið á hendur, og vafalaust gert það svo vel sem Rafmagnsþörf Reykjavíkur. Eftirfarandi kafli um rafmagns- þörf höfuðstaðarins er tekinn úr á- liti rafmagnsnefndar bæjarstjórnar. Eftir reynslu þeirra kaupstaða og kauptúna hér á landi, sem þegar nafa fengið rafmagn, má áætla að Ijóspörfitt nemi að minsta kosti einum 16 kertaljósa lampa fyrir hvern íbúa. Sé nú áætlað að helm- ingur núverandi gaslampa haldist, og auk þess götulýsingin með gasi fyrst um sinn, virðist meiga ætla að sal- an á rafmagnsljósum muni fljótlega nema a. m. k. 10000 lömpum 16 ljósa. Logi þeir allir samtlmis, eyða 200 þeir kílówatt af rafmagni^ og til þeirrar framleiðslu þarf alt að 400 hestöfl á stöðinni, og þó minna, ef notuð er hin nýjasta tegund lampa. Um aflþörfina til mótora er erfitt að segja. 31. júlí 1913 voru hér 15 gasmótorar, samtals 44 hestöfl. Stein- olfumótorar i bænum nema nú á að gizka 50 hestöflum, en flestir þeirra eru að eins notaðir endrum og sinn- um. Fjögur fyrirtæki eru nú í bænum, sem nota gufuafl, og mundu sum þeirra að minsta kosti bráðlega taka rafmagn að einhverju leyti. Að öllu athuguðu, virðist oss sem gera meigi ráð fyrir að 600 til 800 hestöfl til ljósa og aflframleiðslu mundu seljast mjög bráðlega. Að sjálfsögðu ætti stöðin þegar í byrjun að vera nokkru stærri en þetta, og alt undirbúið und- ir frekari stækkun þegar þörfin út- heimtir; nánari áætlun um þetta get- ur- nefndin ekki gert á þessu stigi málsins, þvi að athuganir og áætlanir þessu viðvíkjandi verða að gerast í sambandi við undirbúningsáætlun þá um stærð og tilhögun og kostnað við rafmagnsstöðina, sem nefndin fer fram á að bæjarstjórnin láti nú gera. Vér leggjum ekki heldur út í það, að gera á þessu stigi málsins áætlun um tekjur stöðvarinnar, heldur verð- ur sú áætlun einnig að vera innifalin i hinum álmenna undirbúningi máls- ins, en benda má á það, að eftir því verði, sem goldið er fyrir rafmagns- Ijós í kauptúnum hér, ættu þau 400 hestöfl, sem vér að framan höfum henni var unt. Ekki virðist hún alls kostar ánægð með skrána, en hitt er ekki láandi, þó að henni auðsjáanlega þyki þessir fuglar sínir fegri en mér þykja þeir. Þar sem nú slíkum mönnum sem þeim, er um þessa nafnaskrá hafa fjallað, hefir eigi tekist að finna betri úrræði en í henni má sjá, til þess að breyta vorum forna sið, án þess að skemma eða misbjóða tungu vorri, bá er ekki við að búast að öðrum takist það. Að minni ætlun er þess enginn kostur, og hefir sú ætlun mín styrkst við þessa skrá. Eg vona því og óska, að svo fari, þegar fólkið kynnir sér hana, að í því sljákki þetta ættarnafna írafár, og verði bókin þannig það sem hún átti að verða: Leiðbeining öllum þeim, sem langar í ættarnafn, en hollari og fullkomnari heldur en til var stofnað — komi þeim að svipuðu liði og viss læknislyf, þeg- ar menn hafa fengið ilt i magann. Alþingi hefir skipað svo fyrir í nafnalögunum, að föðurnafn og ætt- arnafn skuli jafnan rita fullum stöfum, en ætlast auðsjáanlega til að eigin- nöfnin séu skammstöfuð og skipar landsstjórninni að semja skrá yfir þær skammstafanir í eiginheitum Niöurjöfnun- arskráin fæst í Isafold. Reynið Boxcalf-svertuna 9Sun6 og þér brúkið ekki aðra skósvertu úr því. Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup mönnum. Buchs litarverksmiðja Kaupmannahöfn. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja. Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðtir, sem flytja miólk til bæjarins daglega. Afgreiðsk" opin á hverjum virkura degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. áætlað til ljósa, að gefa af sér um 50 þús. kr. árstekjur. En það viiðist oss auðsætt, að þeg- ar borin er saman aflþörf bæjarins til ljósa og hreyfivéla ánnars vegar, og stærð vatnsaflsins í Elliðaánum hins vegar, þá veiður niðurstaðan sú, að við Elliðaárnar er unt að koma upp svo stórri aflstöð, að hún fullnægi bænum um talsvert árabil. Og oss er það ljóst, að stöð, sem væri stærri en Elliðaárnar leyfa, mundi ekki geta borið sig, sennilega ekki um langt árabil, og mundi því verða bænum beinlinis til byrði, í stað þess sem hæfilega stór stöð, gerð með hæfilega stækkun í fram- tíðinni fyrir augum, mun ekki að eins geta borið sig, heldur einnig geta gef- ið bænum vísan árlegan gróða. manna, sem æskilegt þyki að nota. Með þessu gerir alþingi sitt til að rýma burt eiginnöfnum manna i ræðu og riti, en setja ættar- nöfn í staðinn. Ekki trúi eg öðru en að fleirum sárni en mér að sjá löggjafarþingið standa fremst í flokki þeím megin. Kann eg nefndinui mikla þökk fyrir að hún þversynjar stjórnarráðinu um að búa til skrá yfir slíkar skammstafanir og lýsir því yfir, að hún telji þær eigi æski- legar. Eg var rétt búinn að gleyma ein- um ættarnafna-flokkinum á skrá nefndarinnar. Hann er að vísu ekki mjög fjölskrúðugur, en í honumeru þaa nöfnin, er eg get að mörgum þyki viðfeldnust. Það eru keltnesk nöfn og auknefni frá fornöld, sem hafa þann mikla kost, að enginn heyrir í þeim kyn eða merkingu. Það er nú annars ekki kostur á orð- nm, en ættarnöfnum er hann ómiss- andi. Þar er aðalsmarkið á þeim! Þar reið einn úr hlaði heldur en ekki tigulega, með viðurnefni fornt frá víkingaoldinni, Kamban. Eg sé í anda hilla undir heila hersingu á eftir: Gamban og Famban, Fargan og Gargan, Flekon og Lekon og Ramban og Skramban reka lestina.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.