Ísafold - 25.03.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.03.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. VerS árg. ( 5 kr., erlendis kr. eða 2 dollarjborg- 1 ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ■w*«— Uppsögn (skrifl.) buadin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld- laus við blaöið. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. marz 19x6. aiþýeafil.bókasafn Templara*. 8 kl. 7—B Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—9 og l—'S Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 5—7 tslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 c i5d, Alm. fundir fid. og sd. 8*/* siód. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 8 á helK.iim Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 19—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn dagiangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib 11 /a—2*/a á sunnud. Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth. 8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. V’ifilstaðahœlið. Heimsóknartimi 12—1 f>jóðmenja8afnið opið sd., þd. fmd. 12—2. niivv innnmniTimj Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sfmi 32. þar ern fötin sanmnð flest þar ern fataefnin bezt. Landsvinna eða sýsluvinna? Hiðurl. Bygging bæja. Ef vér hugsum oss, að menn þessir væru notaðir til húsagerðar. til þess að steypa veggi ibúðarhúsa, sem nota má til óæfða menn, ef þeim er vel stjórnað, þá má ganga að því sjálf- sögðu að öll gerð húsanna yrðiJyrir- ýram vandkga huguð. Landið bæri að nokkru leyti ábyrgð á því, að verk þegnskyldumanna gætu litið sómasamlega út og verið til fyrir- myndar. Það myndi láta húsagerðar- fræðing hafa hönd t bagga með út- liti bæjanna og fyrirkomulagi. Tvo verkstjóra yrði það að leggja þessum hóp til, því óhentugt myndi að hafa 20 óæfða menn í senn við byggingu á einu húsi. Ef landið legði verk- stjórana til, sparaðist sýslunni kaup peirra, en auðvitað legðist þá sú byrði á landssjóð. Að verksstjórar gerðu allt sitt til að kenna þegn- skyldumönnum verkið og vekja at- hygli þeirra á öllum aðalatriðum er að húsagerð lúta, má telja sjálísagt. Þegnskyldumetin myndu lara að steypa einýalda veggi, svo að samikgir varu i alla staði, læra verk, sem nálega hver maður i sveitum þyrfti helst að kunna og eflaust ýmsan aukreitis Jróðkik, sem f^ri eftir þvi, hve verk- stjóri væri háefur maður. Þegar þessir menn þyrftu síðar að byggja hlöður, fjárhús og þvílíkt yrðu þeir að mestu leyti einfærir um það. Með nauðsynlegri aðstoð trésmiða og öllu efni við hendina má gera ráð fyrir því, að þessir 20 menn gætu bygt 4 bæi af meðalstærð á hverju sumri, steypt veggina. Með þessum vinnuhraða tæki það náiega heila öld að byggja upp alla bæi sýslunnar. Nú væri það hvorki nauðsynlegt né sanngjart að gefa bændum vinn- una. Sýslan myndi að sjálfsögðu reikna sér kaup fyrir mennina, en þó svo lágt, að hagur yrði nokkur fyrir bændur i samanburði við að nota annan vinnukraft. Ef bóndi sæi mönnum fyrir fæði, drægist það frá kaupinu. Komið gæti til talsað gefa honum gjaldfrest á meira eða minna af kaupinu, leyfa honum að afborga það á nokkrum árum. Kaup það, sem sýslan fengi, gengi svo aftur til þess að standast kostnaðinn af mönnunum og væntanlega yrði nokkur afgangur, sem verja mætti til verklegra framkvæmda i sýslunni, til endurbóta á þegnskylduvinnunni eða þvilíkt. Að sýslan fengi sinn kostnað uppborinn er vafalaust. Tæpast verður því mótmælt, að ýmsir kostir fylgdu slíku skipuljgi. Greiða myndi það fyrir byggingu bæja, hústn yrðu fegurri og hentugri, verkið traustara og betur vandað, eu þegnskyldumenn lærðu nauðsyn javerk, sem síðan gæti komið þeim að gagni, lærðu ef til vill nokkuð af góðri skipulegri verkstjórn, samveru við félaga sina úr öðrum sveitum o. fl. Ef verkstjóri væri vel hæfur maður, gæti ýms aukreitis kensla komið til tals, því vinnutimi yrði aldrei mjög Iangur. Vegagerö. Efflokkurinn væri látinn einn að vegagerð, þyrfti ekkinema einn verkstjórann. Eg geri ráð fyrir þvi, að landssjóður kostaði mælingu vegarins og yrði öll gerð hans með fullri forsjá. Allt kapp myndi lagt á það, að vinnan væri sem hagan- legast unnin, verkstjórn og öll tæki góð, að fyrirmyDdarsnið yrði á öllu verkinu og framkvæmd þess. Kost- naðinn við mannahaldið yrði að sjálf- sögðu að greiða af vegafé sýslu og hreppa, þó búast mætti við þvi, að nokkur styrkur fengist og úr lands- sjóði, ekki sizt er flutningabrautum er lokið. Eflaust myndi þetta sýslunni nokk- ur hagur. Vegagerðin yrði vandaðri, betur huguð og gengi auk þess greiðar, er 2o manna flokkur starf- aði að henni allt sumarið, ef til vill ár eftir ár. Verkstjórn og vegar- mælingar fengi sýslan ókeypis. En minna lærðu þegnskyldumenn af þessu starfi en húsagerðinni, nema verkstjóri væri þvi betri maður. Tjón þegnskyldumanna. Varla verður um það deilt, að hvort held ur sem land eða sýsla á i hlut, þá er það gróði að fá verkamenn kaup- laust. — En þá er á hitt að lita, að þegnskyldumenn missi af sumarkaupi sínu og bíða þannig fjármunalegt tjón. Eg er ekki viss um, að mjög mikið sé úr tjóni þessu gerandi. Mér er sagt, að unga fólkinu vilji oft hald- ast illa á kaupi sínu, og gangi það í súginn hvort heldur sem er, er tjónið litið. AUt veltur á þvi, hvort það tækist, að gera þegnskylduvinn- una, sem eg vildi kalla sýsluvinnu, ef sýsla á i hlut, eins og eg bef gert ráð fyrir, að verklegum skóia sem kendi eitthvað verulega þarflegt. Nú eyða allir, hvort heldur sem er, stóifé til þess að ganga á allskonar skóla og þá oft misjafna, og ekki ætti það að vera ókleyft að láta ekki sýsluvinnuna verða lakasta skólann. Reynslan ein getur úr þyí skorið, hvort mönnum yrði vinnan tap eða gróði. Útlenda reynslan bendir á tjónið yrði ekki tilfinnanlegt. Ef það tækist að ala upp reglulega góða verkstjóra, sem ekki að eins kynnu verk sitt, heldur væru auk þess lag- aðir til þess að hafa góð áhrif á unga menn og leiðbeina þeim í öðrum nytsömum hlutum, þá er einsýnt að vinnan gæti orðið ágæt- ur skóli og borgaði sig vel. Þá njóta og þegnskyldumenn síðar góðs af öllum þarflegum framkyæmdum i sinni sýslu. Landsvinna. — Sýsluvinna. Það mun hafa vakað fyrir flestum að þegnskylduvinnan yrði landsvinna, að öllum mönnunum yrði fyrst safnað á einn stað, t. d. suður til Reykja- vikur, og þeir síðan sendir í allstór- um hópum til vegagerða, í Flóaáveit- una, hafnarbyggingar eða þvíl. Þessu fyrirkomulagi fylgja vissir kostir, sem eg hirði ekki að telja upp, eink- um ef um stórvaxin landssjóðsfyrir- tæki væri að ræða t. d. Flóaáveituna eða þvílikt, en aftur yrði kostnaður landssjóðs mikill við það að sjá 8oo mönnum fyrir fæði og öllum nauð- synjum, sjálfsagt yfir ioo.ooo kr. á ári, auk þess erfitt að koma þessu bákni af stað i byrjun, sjá fyrir hæf- um verkstjórum o. fl. Ferðalög mannanna fram og aftur, hlytu að kosta mikið. Það er þó einkum ein mótbára móti þessu fyrirkomulagi, sem mér virðist þung á metunum, sú að sjdljum hiruðunum veitir ekki aj mönnunum til nauðsynkgra starja, jajnvel pó peir varu hálju fleiri. Það veitti ekki af 30 mönnum til húsibygginga einna i A.-Húnavatns- sýslu, væri meira að segja langt of lítið til þess að vel væri. En sýslan þarf auk þess menn til vegagerða o. fl. — Að öllu athuguðu sé eg ekki neina gilda ástæðu til þess að taka mennina úr sýsluOum og neyða þær til að kaupa daglaunamenn í þeirra stað. EJ pegnskylduvinna atti að komast d liggur pví eflaust nœst að hún yrði sýsluvinna, að hver ynni í sinu héiaði. Héraðssamþykt. Svo framarlega sem atkvæðagreiðslan sýnir að þegn- skylduvinnan hafi verulegt fylgi i landinu má búast við að undirtektir verði mjög misjafnar í héruðum. 011 líkindi til þess að mörg héruð séu henni algerlega fráhverf, önnureftil vill fylgjandi. Nú myndi það ýms- um vandkvæðum bundið að neyða menn til þegnskylduvinnu máske 1 heilum héruðum og isjárvert mjög er engin neyð rekur til þess. Hjá þessu mætti komast ef vinnan er sýsluvinna. Þá lægi það beint við að semja heimildarlög, sem leyfðu héruðum með ákveðnum skilyrðum að koma á fót þegnskylduvinnu hjá sér með héraðssamþykt. Landssjóð- ur rétti þeim þá hjálparhönd til þess að koma þessari nýjung af stað, legði til verkstjóra og þvil. Hyrfu nú ein eða tvær sýslur að þessu ráði yrði tilraunin mjög viðráðanleg og kost- aði engin ósköp. Á 5—10 ára frestr' fengist þá reynsla fyrir þessu og ár frá ári myndi smá bætt úr þeim göllum sem á hefðu orðið í fyrstu. Ef sýslunum gæfist þessi tilraun vel og almenningur yrði ánægður með hana, tækju smám saman fleiri sýsl- ur þetta upp. Þeir sem fyrstir hefðu riðið á vaðið, hefðu þá sóma af því. Slik hægfara þroskun, eftir þvi sem reynslan yxi, er hálfu hyggilegri leið en að leggja alt laDdið í óvissa og afardýra tilraun. Mér finst það svo ógætilegt, að þó öll héruð greiddu atkvæði með þegnskylduvinnu, myndi eg hiklaust greiða atkvæði móti alls- herjarþegnskylduvinnu, ef eg væri á þingi. Kæmi það hins vegarfram. að rif- legur meiri bluti i fáeinum héruð- um væri fylgjandi þegnskylduvinnu, myndi eg fúslega greiða atkvæði með þvi, að þeim yrði ley t að koma henni á hjá sér og fengju nokkurn styrk til þess af landsfé. Hvað virðist pér ? Flestir sem um þegnskyldumálið hafa ritaÖ, munu hafa gert ráð fyrir allsherjar-lands- vinnu. Eg hefi skrifað linur þessar til þess að vekja eftirtekt á því, að líkkgasta skipulagið og varkgasta er ekki landsvinna heldur sýsluvinna.1) Þetta vildi eg að þú athugaðir áður en þú greiðir atkvæði. Mjög mikils vænti eg ekki af þegnskyldunni, en eg teldi það vel farið ef örfá héruð vildu riða á vaðið °8 f?er* slíka tilraun, sem myndi vekja athygli stjórnmálamanna víðs- vegar um heim, að minsta kosti ef hún gengi vel. Mætti eg ráða at- kvæðagreiðslunni kysi eg að i 1—3 sýslum væri mikill meiri hluti mál- inu fylgjandi, en allar hinar alger- lega fráhverfar því. Svona lit eg á máhð. En — hvað virðist þér? Guðm. Hannesson. -------- —‘i 8 iaw --- Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn utan- rikistjórninni i London. London, 19. marz. Flotamálaskrifstofan tilkynnir, að 50 brezk, frönsk og belgisk loftför og flugbátar, ásamt 15 flugvélum, hafi snemma i mcrgun ráðist á þýzkan flugbát, varpað sprengikúl- um á járnbrautarstöðina í Zeebrtigge og loftskipaskýlið i Houltabe í nánd við Zeebrtigge. Varð tjónið mjög mikið. Hvert loftfaranna hafði með sér 200 ensk pund af sprengikúl- um. Öll komust þau óskemd heim aftur. London 20. marz. Fjórir þýzkir flugbátar flugu yfír austuiströnd Kenthéraðs á sunnu- daginn og vörpuðu niður sprengikúl- um. 3 karlmenn, ein kona og 5 börn biðu bana, en 17 karlmenn, 5 ') Aftur hefi eg gengið fram hjá mörgum þýðingarmiklum atriðum til þess að lenga þetta mál ekki um of. 22. tölublað Tieten Tieííer Fyrirlestur eft r prófessor Har. Nielsson fæst i Isafold. Verð 23 au. konur og 9 >örn meiddust. Alls vörpuðu Þjóðverjar niður 48 tund- urkúlum. Ein þeirra féll á spitala Kanadamanna i Ramsgate; vjrð af tjón nokkuð, en engiijn beið bana. Tjón varð nokkuð á húsum og nokkur smáhús féllu i rústir. — Bone flugforingi elti einn flug- bátanna 30 milur út á Norðursjó; stóð þar orusta i fjórðung stundar en lauk svo, að þýzka loftfarið varð að setjast. Mörg skot hæfðu þýzku vélina og njósnarmaðurinn var drcp- inn. Erl. símfregnir (frá fréttaritara íaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn 19. mara. Gallieni hermálaráðh. heflr aagt af sér. Heitir aá Loque, sem tekið hefir við af honum. »Stóradmíráll« von Tirpitz, flpta- málaráðherra Þjóðverja, heflr sagt af sér embættinu. Hefir Capella yfirflotaforingi tekið við ráðherra- embættinu. Ákafar orustur geisa enn & ve8turvígstöðvunum. Sókn ítala hefir verið stöðvuð. Vegna illviðra við Skotlands- strendur, hefir ekki verið unt að ná Hólum út. Óvíst það takist úr þessu. Kaupmannahöfn 21. marz. Svo virðist sem Bússar séu að heija sókn. Hjá Isonza eru aðeins smáskærur. I»jóðverjar haia tekið gufuskipið Thyra, eign Sameinaða. Kaupmannahöfn, 22. marz. Edvard Brandes fjármálaráðherra Dana, liggur veikur af lungnabólgu. Christopher Hage gegnir emb*tti hans á meðan. Danska skipinu Skodsborg sökt. Þrír menn fórust. Khöfn 23. marz. Bússar hafa tekið lspa- han í Persíu. Bússar hafa haflð sókn á allri herlínunni. Þjóðverjar halda áfram áhlaupinu á vesturvíg- stððvunum. Þeir haia tek- ið nokkurn hiuta Auri- court skógarins. -----— ...........

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.