Ísafold - 25.03.1916, Qupperneq 1

Ísafold - 25.03.1916, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) buadin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. * XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. marz 1916. 23. tölublað ----------------------------------------------------\ | Tryggina 1 fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við V. B. Ji. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritfóngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildðala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Ný verzlun. Undirritaður hefir opnað nýja verzlnn á Laugaveg 19 áðnr verzlunin Vegamót. ?ar ern á boðstólnm alls konar Nýlendnvörnr, Tóbak Vindlar, Sælgæti o. s. frv. Ennfremur branðaútsala frá h.f. N ý) a b a k a r í i ð. Virðingarfylst Björti Sveitisson Lífstíginn sex alþýðl. guðspekisfyrirlestrar efíir A. B E S A N T Þýtt hefir Sig. Kr. Pétursson, er nýkomið út og fæst i bókverzl- ununum. Verð kr. 1.50 Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, fyrir nautgripi, eldri og yngri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Landsstjórn og andróður. í landi, þar sem þingræði svo nefnt ríkir, situr sá eða þeir við stjórn, er meiri hluti löggjafar- þingsins trúir fyrir valdameðferð. Ef sá meiri hluti er mjög sterk- ur, er jafnan hættara við því, að stjórnin verði hlutdræg en ella. Hættara við því, að hún hlynni að flokksmönnum sínum framar en rétt er, fari með völdin að vilja flokks síns, án þess að til greina sé nægilega tekið, hvað fyrir beztu sé þjóðinni. Þess vegna er stjórnar-andófs- flokkur nauðsynlegur. 0g það er jafnan bezt, að hann sé nokkuð sterkur. Þá verður hann meira aðhald fyrir stjórnina að fara vel og gætilega með völdin. En andófsflokkurinn getur ver- ið misjafnlega skipaður. Vitrir menn með fulla þekkingu á lands- málum og stjórnarháttum eru hvarvetna til nytsemdar, hvort sem þeir styðja stjórn þá, er að völdum situr, eða ekki, ef þeir eru sanngjarnir menn og sam- vizkusamir. Hinir eru til niður- dreps, hvar sem þeir standa i flokki.| Hlutverk stjórnarandstæðinga er að vanda um það, sem miður fer hjá stjórninni. Ef það er gert rökfast og reiðilaust, þá má hver stjórn vera þvílíkum mönn- um þakklát. Og stjórnarandstæð- ingar, sem vitrir eru og vilja rétt gera, draga hvorki fjöður yfir það, sem vel fer hjá stjórn eða illa. Þar með aýna þeir bæði vit sitt, óhlutclrægni og sanngirni. Og fyrir það auka þeir áhrif sin, því að slíkt er jafnan happadrýgsta aðferðin. En til eru aðrir stjórnarand- stæðingar. Stjórnarandstæðingar, sem leita alt upp, satt og logið, sem stjórninni má til miska vera, gera úlfalda úr hverri mýflugu, láta stjórnina í engu njóta sann- mælis, heldur færa alt á versta veg. í hverju einu, sem stjórn- in gerir og eigi fellur í þeirra smekk, á að koma fram sam- vizkuleysi stjórnarinnar. Hún er á annari skoðun, 0g það á auð- vitað að vera af samvizkuleysi og fantaskap. Nú, meðan ófriðarbálið blossar, hefir það hvarvetna þótt sjálfsagt, jafnt í ófriðarlöndum sem hlut- lausum, að láta innanlandsflokka- deilur liggja i dái — nema á ís- landi. ‘Mönnum hafa alstaðar þótt svo alvarlegir tímar, að bezt væri, að allir yrðu sem bezt samtaka um að halda kyrð og ró í löndunum, samtaka um sam- eiginlega hjálp til að halda uppi stjórn og reglu, til að birgja lönd- in upp o. s. frv. ■*— nema á ís- landi. Hér er flokkur manna, að vísu nauða fámennur, sem elur innan- landsstyrjöldiná, » þversum «-menn svo nefndir. Þessir menn hafa siðan um nýár gefið út blaðnefnu. Blaðið hefir gefið út stefnuskrá, en stefnan er sýnilega engin önn- ur en sú, að svivirða landsstjórn- ina og nokkra menn, sem þeir »þversum«-menn telja líkrar skoð- unar og stjórnina. Þeir »þversum«-menn haga sér algerlega gagnatætt þvi, ■ ssm vitrir stjórnarandstæðingar gera. Þeir hafa svo sem ekkert hreyft aðfinslum við gerðir stjórnarinnar, nema i einu litilsverðu máli, gjaldkeramálinu svokallaða. Og þar hafa þeir skotið langt yfir markið — og því eigi hitt. Ekkert málefni hefir blaðið að sér tekið, það er til þjóðþrifa megi teljast. Alt druknar hjá því í máttlausu sauryrðakasti. Sá maðurinn, sem mest er við blaðið riðinn, sem fékk því kom- ið á laggirnar og leggur því mest til, synjar fyrir hlutdeild sína i því. Svo finst jafnvel honum blaðið auðvirðilegt, að hann blygð- ast sin fyrir, að viðurkenna hlut- deild sína í því, blygðast sín fyr- ir að játa sannleikann. En þar með eru líka áhrifin farin. Enginn málsmetandi mað- ur vill við blaðið kennast, og þá er eigi heldur von að nokkur málsmetandi maður taki nokkurt mark á því, sem í því stendur. í stað þess að ganga hreint og mannslega að verki, er fyrir blaðið fenginn maður óþektur, þekkingarlaus á öllum landsmál- um. Hann er látinn bera laga- ábyrgðina — ef nokkur hefði brjóst í sér til að koma henni fram — fyrir svívirðingarnar, sem hinir, skúmaskotspiltarnir, láta í blaðið. Hér er því ljóst dæmi þess, hvernig andstæðuflokkur stjórnar á eTcki að hegða sér. Andófsblöð geta verið bæði stjórn og öðrum til leiðbeiningar, geta verið siðbót í landinu. Þetta blað, »þversum«-blaðið, er hvorugt, til einkis nýtt — nema til viðvörunar. Sviplegt fráfall. Andrés Björnsson cand. phil. látinn. A miðvikudag 15. þ. mán. hafði Andrts Bjðrnsson cand. phil. farið til Hafnarfjarðar með e.s. íslandi. Þá síðari hluta dags sá fólk, sem var á leið til Rvikur i bifreið til hans skamt frá Hafnarfirði. En siðan spurðist ekki frekar til hans. Var hans saknað á fimtudagskvöld, er leika átti Tengdapabba, og farið að leita hans næsta dag. Var leið- inni haldið áfram laugardag og sunnu- dag, en þann dag um hádegi fanst Andrés helfrosinn sunnan við Arnar- nesvikina, nál. 300 föðmum frá sjó, hallaðist þar örendur upp við stein. Þetta sviplega fráfall Andrésar Björnssonar fær öllum þeim, er hann þektu, mikils harms, því að Andrés var hugljúfi hvers manns. En að fráfalli hans á ungum aldri er og mikið tjón frá almennu sjónarmiði. Því að hann var maður óvenjuvel Enn mn ættarnöfn. Svar til dr. Guðmundar Finnbogasonar. Svo sem vænta mátti hefir dr. G. F. reynt að hrekja nmmæli min um starf nafnanefndarinnar og leit- ast við að færa sönnur á, að orð- skrlpi nefndarinnar væru góð og gild ísleuzk nöfn, mynduð sam- kvæmt lögum og eðli tungunnar. Vitanlega er það óvinnandi verk, en samt mátti ganga að þvi visu, að G. F. mundi hefja endalaust þjark og þrætur um það, að »Hösstar« og »Patfer« væru engu siður rétt mynduð nöfn, en t. d. Sigurður eða Guðmundur. Og sjálfsagt á hann eftir að tala mörg óþörf orð og skrifa raarga staðlausa stafi um það mál. Því að þétt doktornum sé ýmislegt til Hsta lagt, svo sem engum er kunnara en sjálfum honum, og hann sé bæði orðfær maður og ritfær, þá er þó ein sú list, sem hann aldrei hefir lært, en það er að þegja. Það mundi hafa komið honum að góðu haldi nú, ef hann hefði beitt ein- hverju af viti sínu og striti til þess að temja sér þá vandlærðu, en nauð- synlegu íþrótt. I fyrirlestri minum um ættarnöfu- in benti eg á, að litið mark mundi takandi á þeirri yfirlýsing nefndar- innar, að hún vildi ekkert um það dæma, hvort æskilegt væri að ættar- nöfn yrðu tekin upp hér á landi. Færði eg þau rök til þess, að nefnd- in mundi aldrei hafa fengist til gáfaður og mundi, ef feugið hefði að njóta sín til fullnustu, hafa orðið þjóðnýtur maður. Andrés var fæddur 13. des. 1883 í Skagafirði. Lifir faðir hans Björn Bjarnason enn og býr nú á Sauðár- króki, en móðir slna misti Andrés á barnsaldri. í latinuskólann kom hann árið 1900 f annan bekk og útskrifaðist þaðan 1905 með bezta vitnisburði. Næstu 4—5 ár var hann við nám í Khöfn, stundaði norræn fræði, en kom hingað heim 19x0 og dvaldist i Reykjavik síðan, hugsaði til laga- prófs við háskólann, en hneigð- ist meira að rltstörfum og var hann riðinn við ýms blöð höfuðstað- arins, bæði dagblöðin og Ingólf (rit- stióri hans um tima). Einnig ritaði Andrés nokkuð i ísafold og- Þjóð- viljann. Gáfur Andrésar voru svo farsælar, að honum lék flest i hendi, er hann gaf sig að. Hann var prýðilega að sér í íslenzku máli og hagmæltur eink- um á ferskeytlur, svo að fáir munu verið hafa jafningjar hans núlifandi íslendinga í þeirri list. Alþingisvísur síðari ára, þær beztu þeirra, eiga margar ætt sína að rekja til Andrésar heitins. Siðustu árin lagði Andrés talsvert fyrir sig leiklist og lék það mætaveL Síðasta hlutverk sitt í Tengdapabba fór hann svo vel með, að eigi mun gleymast þeim er sáu. Þeir, sem bezt þektu Andrés heit., segja, að lítt hafi hann verið elskur að lifinu, enda mun mega svo að orði þessa starfs, ef hún væri ekki hlynt ættarnöfnunum, enda hefði hún neit- að að semja skrá yfir skammstafan- ir á eiginheitum manna, af þvi að hún teldi það »ekki æskilegt að eig- inheiti manna séu alment skamm- stöfuð*. Nefndin mundi þvi, þrátt fyrir yfirlýsing sína, telja ættarnöfn- in æskileg, en þá hefði hún átt að reyna að færa einhverjar sönnur á það, að þau væru svo mikils virði, að lög tungunnar og ævagömul lands- venja yrðu að lúta í lægra haldi fyrir þeim. Þessu svarar nú dr. G. F. svo, að það geti verið, að af eg (A. P.) væri skipaður í einhverja nefnd, þá teldi eg mér skylt að vinna alt annað verk, en mér væri faiið. Nefndin liti öðruvísi á, en það væri rétt til getið, að hún teldi íslenzkunni engan skaða að »góðum ættarnöfnum*. En Patfer & Co era góð ættarnöfn að hans dómi. Hinu skýzt hann enn undan, að rökstyðja það með einu orði, að ættarnöfn séu oss gagnleg eða nauðsynleg, Hann lætur sér nægja að fullyrða með miklum rembingi, að rök þau, sem eg hefi fært gegn ættarnöfnunum, séu lítilsvirði, og nefnir hann því til sönnunar þau ummæli min, að það sé hégómi, að ættarnöfn muui auka ættræknina. Eg er fús á að endurtaka þá staðhæfingu, að þetta sé hégómi, heimskule^ur htqómi! Aldrei hefir ættræknin verið á hærra stigi hjá nokkurri þjóð en íslendingum í fornöld, ættin var grundvöllur alls skipulags þjóðfélags- ins og ættræknin var ástríða, sem

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.