Ísafold - 25.03.1916, Qupperneq 2

Ísafold - 25.03.1916, Qupperneq 2
2 ISAFOLD kveða um hann, að eigi hafi hjá honum farið saman gæfa og gerfi- leiki. Jarðarför Andrésar fer fram næst- komandi mánudag. Sjön er sip ríkari. Eftirfarandi fróðlega og skemtilega bréf, hefir Steingrímur Matthíasson læknir sent ritstjóra ísafoldar — frá dvöl sinni í Berlinarborg i siðast- liðnum janúarmánuði. Berlin, 20. jan. 191$. Pension Kromat Charitétrasse. Kæri vin I Þó eg eg dagsetji þetta bréf i Berlin þá skrifa eg það eiginlega í Höfn — sbr. þegar ónefndur blaða- maður skrifaði símskeyti um bardag- ann suður í Makedoniu, glæfraferðir þar innan um elda og kúlnahríð, sitjandi í makindum, saddur af góð- um mat, drekkandi vín og reykjandi vindil heima hjá sér. En sannleik- urinn • er þessi, að eg tók saman í huganum þetta bréf meðan eg var í Beriin. Þaðan mátti eg ekki skrifa neitt nema annaðhvort á þýzku eða dönsku, auðvitað alt gagnrýnt af bréfasnuðrurum áður enn því væri hleypt yfir landamærin og þá hættan sú að ek-kert kæmist leiðar sinnar nema að miklu leyti ólæsilegt vegna svörtu klessanna, sem þeim herrum þóknast að mála lesmálið með, þar sem það þykir varhugavert. Það var því ekki annars kostur en að skrifa bréfið i huganum og smygla þvi yfir landamærin sem andlegu og ómateríaliseruðu bréfi, velgeymdu inni í mínu heilabúi. Því svo langt eru þeir þó ekki komnir enn, frem- ur enn á dögum skáldsins Heine, (sbr. kvæði hans um það þegar toll- gagnsýrði alt þjóðlífið í svo ríkum mæli, að slíks mun tæpast finnast dæmi hjá nokkurri annari þjóð i Norðurálfunni. Og alla stund siðan hafa íslendingar verið frábærlega ættrækin þjóð, enda er sjón sögu ríkari, að hvergi hefir ættfræðin blómgast svo sem hér og skil eg ekki, að nokkur maður dirfist að ve- fengja, að það sé ættræknísmerki. Þess má lika nefna dæmi, að út- lendingum, sem kynst hafa þessari þjóð, hefir fundist mikið til um, hvað. ættartilfinningin væri sterk hér og jafnvel látið í ljós nokkurn ótta um, að af nenni kynni að stafa talsverð óhollusta í þjóðlífinu. Enda er vert að minnast þess, að ætt- ræknin hefir líka sínar skuggahliðar og þær ekki litlar, og stundum hefir mönnum hér á landi fundist hún fullnærgöngul við lög og iandsrétt. En ef það væri nú satt, að ætt- ræknin væri að þverra hér — en það væri áreiðanlegt úrkynjunarmerki — er það þá ekki fnllmikið traust á húmbúginu, að trúa ættarnöfnum til þess að lækna slíkt mein? Eg er hræddur um, að engin nöfn eða nafnbætur geti hjálpað, ef blóðið rennur ekki til skyldunnar af sjálfu sér. Vinir ættarnafnanna ættu nú sem fyrst að færa skynsamleg rök fyrir sínu máli, ef þeir á nokkurn hátt geta það. Hingað til hafa þeir vað- ið hér uppi röksemdalaust, eins og G. F. enn þá reynir að gera. Og þeir tveir formælendur ættarnafna, sem lagt hafa orð í belg út af þeim þjónarnir voru að rannsaka farangur hans á leiðinni yfir þýzku landamær- in) að þeir geti horft inn í hausinn á manni og séð alla þá andiegu bannvöru, sem þar er hrúgað saman. Þeir áfklæddu mig inn að skyrt- unni og þukluðu á mér gegnum nærklæðin. Það var billega sloppið, því sumir verða að leggja frá sér hverja spjör, og ef sérstakur grunur hvílir á einhverjum eru læknar látn- ir 'rannsaka þá itarlega með spegl- um og kíkirum, því það má geyma bréfkúlur inni í hlustunum, nösun- um o. s. frv. Óþverrasaga um Gott- skálk þjóf rifjaðist upp fyrir mér. Þetta var í Warnemiinde. Eg bý nálægt Charitéspítalanum í kosthúsi (pension). Matmæður mín- ar eru tvær systur, meykonur, og er sú eldri svipuð Melankton eftir því sem hann er mér kunnugur af myndum, en hin er likari því sem hún væri náskyld sjálfum Luter. Þær hata báðar Englendinga og grettu sig, þegar þær heyrðu að mér væri vel við þá. Allir Þjóðverjar hata Englendinga eins og fjandann sjálfan, vorkenna Frökkum, fyrirlíta Rússa og hafa djúpa andstygð á ítölum.— Við borðið er talað um siðustu sigr- ana og eru mötunautar mínir (flest alt ófríðar ungfrúr og einn herlækn- ir) á eitt sáttir um að bráðum taki Þjóðverjar Suezskurðinn. En hús- mæðurnar andvarpa og óska þess að bráðum komist friður á, því stöðugt þrengist í búi. Nú má ekki lengur skamta kjöt tvo daga í vikunni; hvorki á þriðjudögum né föstudög- um sést kjöt á borðum, nema eitt- hvað hafi gengið af daginn áður. Stundum fæst fiskur í þess stað, og þá finnur enginn til þess, en suma kjötlausu dagana fæst heldur ekki fiskur i búðunum. Þá þykir nú sumum grána gamanið, og þó eg sé fylgjandi kenningum Hindhedes, þá fanst mér kálið fremur bragð- lítið og sumar súpurnar, undirstöðu- litiar fyrsta daginn. En maður venst öllu, svo fúrðankga fljótt — og umræðum, sem sprottið hafa af til- lögum nafnanefndarinnar, biskupinn og dócent Holger Wiehe, hafa ekk- ert annað á borð að bera, en að ættarnöfnin hafi sigrað í öðrum mentalöndum álfunnar og því sé sjálfsagt að taka þau einnig upp hér á landi. Hr. Wiehe játar þó að oss reki enginn nauður til þess, og er það hverju orði sannara. Ef allir aðrir ættarnafnavinir vildu skrifa undir þessa játning docentsins, — og það ættu þeir allir að geta með góðri samvizku, — þá væri mikið unnið. Því að vonandi eru þó flestir íslend- ingar sammála um, að ekki geti komið til mála að breyta gamalli venju og drýgja stórsyndir móti tung- unni, nema nauðsyn beri til. En ef ættarnafaamenn ætla að halda áfram sókn sinni gegn hinni innlendu nafnvenju, þá þurfa þeir eitthvað annað að aðhafast en að éta sömu staðhæfingarnar hugsunarlaust og rök- semdalaust hvor eftir öðrum. Þá þurfa þeir, eins og eg vék að i fyr- irlestri mínum, að sýna og sanna með góðum rökum og glöggum dæmum, að íslendingum hafi staðið eða geti staðið einhver hætta af nafn- venju sinni. Þeir þurfa að sína, hvar og hvenær og hvernig íslendingar hafa haft tjón af því að bera ekki ætt- arnöfn. Ef þeir ekki geta það, er alt þeirra tal um ættarnöfn mark- laust mál.------ Dr. G. F. er mér þó ekki reið- astur fyrir andmæli mín gegn ætt- arnöfnunum yfir höfuð. Hitt er verra, Alþyðufræösla Stúdentafélagsins. Prófessor Jón Helgason flytur erindi: Þegar Reykjavík var 14 vetra. (Síðari hluti.) sunnudag 26. marz 1916 kl. 5 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 15 aura. Hjúkrunarkona Sjúkrahús í sveit á Austurlandi vantar hjúkrunarkonu í vor. Gott kaup. Nánari uppl. á afgr. ísafoldar. það sem eg sætti mig við eftir hálfs- mánaðartíma, það sætta Þjóðverjar sig við eftir mánuð og meira. — Það er eins og með brauðið. Fyrst kvörtuðu allir undan því, að þeir fengju ekki nóg, en nú eru allir ánægðir, og fá þó ekki nema 1.900 grömm til vikunnar. Brauðið er gott; það er líkast sigtibrauði. Aftur er hið svo nefnda stríðsbrauð bragð- lítið, hart og þurt. í því er mikið af kartöfluméli, og er næringalítið. Það fæst brauðmiðalaust, annars þarf hver að hafa brauðmiða til vikunnar- Verst er smjörleysið. Suma dagana er ómögulegt að fá smjör og smjör- líki því síður. Þess vegna koma fyrir smjörlausir dagar, »og það var versta vikan* mundi Magnús sálar- háski hafa sagt. Þá fáum við ávaxta- mauk eða hunang ofan á brauðið — og auðvitað þrífst maður vel fyrir því, en viðbrigði eru það fyrst i stað. Eg get vel hugsað mér að sumit hér í Berlin breyti bæninni og segi: »Gef oss í dag vort dag- legt smjör = því skrifað stendur: maðurinn lifir ekki af einu sarnan brauði. Herinn situr fyrir öllum þeim matarforða sem hægt er að útvega, og þar eru margir munnar, og svo að jeg hefi ekki sýnt Patfer og Ön- fer, Seylon og Sómstar, Apvaz og Víkvaz og öllu þeirra friða föru- neyti tilhlýðilega virðingu. Jeg vil nú að visu ekki lá Guðmundi, þó að honum taki sárt til sinna, það er ekki annað en fagur vottur þess, að ættræknin er þó ekki aldauða vor á meðal. Hitt hefði honum átt að vera ^vorkunnarlaust að færa fram varnir fyrir þetta skuldalið sitt eins og siðuðum manni sæmir án gorgeirs og gleiðgosaláta. Hann leitast þá fyrst við að sanna, að alveg standi á sama, hvers kyns ættarnöfn séu. 1 nefndarálitinu er reynt að rökstyðja þessa kynvillu Guðmundar og nefndarinnar með þvi að vitna i, að kenningarnöfn geti verið í öllum kynjum, og þess vegna megi ættarnöfn vera það líka. í fyrirlestri mínum sýndi eg nú fram á, að kenningarnöfn væru annars eðlis en heitið, heitið tákn- aði mauninn sjálfan, en kenning- arnafnið eitthvert einkenni hans, Þess vegna gæti kenningarnafnið verið hvers kyns sem vildi, en hitt væri óhagganlegur sannleikur að ís- lenzkan veldi karlmönnum karlkend heiti, en kvenmönnum kvenkend heiti. Með orðinu heiti átti eg auð- vitað bæði við eiginheiti og ættar- heiti. G. F. játar nú að vísu, að það sé rétt sem eg hefi sagt um kenningarnöfnin. En um ættarnöfn- in gegnir öðru máli. »A. P. veit ekki hvað ættarnöfn eru.« »Ættar- nöfn táknar ættina, en eiginheitið einstaklinginn.« Eg veit nú að vísu bætast allir fangarnir við, sem nú eru hátt á aðra milljón. Fyrstu dagana bjó eg í veitinga- húsi. Þar var nóg af öllu og ætíð fiskar í stað kjöts kjötlausu dag- ana, og nóg af smjöri. Eins er ef maður borðar á góðum kafli- og matarhúsum (Restaurants). En einu varð eg hissa á. Það er ekki dýrara að lifa i Berlin heldur en Kaupmannahöfn, jafnvel þó markið sé reiknað með sínu gamla gildi ; en þegar þess er gætt hve þýzkir peningar eru í litlu gildi nú, þá er það töluverður ávinningur að býtta dönskum peningum í þýzka. Eg hafði áður enn eg fór fengið hvert mark fyrir 65 aura, sem ann- ars er talið næstum 90 aura virði. Ef ekki væri svo margir örðugleikar á að fá þýzkar vörur fluttar heim (útflutningsbann, tollar, og Englend- ingar, sem nú eru farnir að rann- saka farangur farþega hvað þá póst- sendingar), þá væri það áreiðanlega stór ávinningur að ferðast til Þýzka- lands eingöogu til að kauþa vörur. Hvar sem gengið er um göturnar, verða fyrir manni hermenn. Eg ýki það ekki, að 4.—5. hver mað- ur er hermaður. Þeir eru allir klæddir þessum gráu einkennisbún- ingum, ýmist með borðalagða húfu eða gaddhjálm. Mikið at þessum hermönnum eru nýliðar, sem verið er að æfa, og mikið líka hermenn, sem hafa heimfararleyfi til að hitta kunningja og ástvini, og enn er mikið af þeim örkumlamenn, með stirðan fót sem staulast við staf, hafa hendi í fatla eða afhögna limi, en eru samt notaðir til friðsamlegri her- starfa. A hverjum morgni vakna eg við að hermannafylkingar ganga taktfast við hljóðfæraslátt og trumbuslátt eft- ir götunni neðan við gluggann, og venjulega ríf eg mig upp úr rúminu til að horfa á hópinn. — Það er eitthvað einkennilegt við hverrar þjóðar hermenn, að þvi sleptu, hve einkennisbúningarnir eru sitt ekki, hvort kettinum leyfist að horfa á konginn og mér á G. F., en mig langar þó til að benda honum á, að hér kemur hann þvi upp um sig, að það er hann, sem eftir tveggja ára ættarnafnasmíðar ekki veit hvað ættarnafn er. Ættarnafnið táknar bœði alla attina 0% hvern einstáklinq attarinnar. Maður, sem ber ættar- nafnið Sörensen, heitir líka Sörensen, notar ef til vill aldrei nema upp- hafsstafi skírnarnafns eða skírnar- nafna sinna, svo að jafnvel þeir, sem mest eiga mök við hann, vita aldrei, hvaða nafn eða nöfn hann hlaut í skíininni. Og hvernig getur þá nokkur maður með fullu viti neitað, að Sörensen sé persónulegt heiti mannsins? Og hvers vegna hefir nafnanefndin verið að smíða öll sín kynlausu viðrini, nema vegna þess, að ættarnöfnin eru heiti, sem eiga að notast bæði af karli og konu, Og þess vegna þurfti að flýja út úr ríki íslenzkunnar, því að hún á ekk- ert orð, sem gripur yfir tvö kyn. Eg get tæpast skilið að G. F. haldi þessu bulli sínu til streitu, ef ber- serksgangnrinn einhvern tíma rennur af honum. Þá hamast G. F. að mér vegna þess, að eg hefi sagt að það hneyxli hvert óspilt íslenzkt eyra að heyra konu nefnda son. Hann er ósköp reiður út af þeirri staðhæfingu minni, og kvartar yfir að það sé alt of »ríkt i eðli manna að úthrópa það, sem þeir hafa ekki vanist, stara á það eins og naut á nývirki og stanga það eftir mætti.« Skárri er það nú með hverju sniði. Hver þjóð hefir sitt sérstaka göngulag. Dönsku dátarnir ganga meinleysislega eins og friðsamlegir borgarar, og skjóta engum skelk í bringu, en Þjóðverj- ar fara geyst og skálma áfram af fítonskrafti, eins og eitthvað mikið standi til, og þegar fylkingin mætir á vegi sínnm hershöfðingja, þá lyfta allir hægra fæti og stappa* f jörðina og verður ekki lítill hávaði af því, þegar þeir fara um steinlagðar göt- urnar. Heyrist þá dynur af fótataki þeirra langar leiðir. Franskir her- menn eru langt um smástígari en þýzkir, og ekki eins ægilegir til að sjá; aftur hefir mér fundist enskir hermenn ganga mjög rösklega og liðlega, eins og allir væru fimleika- menn, er færu til kappleika. En þýzka herfylkingin »geysist áfram til að vinna sér frægðc, líkt og sagt er um Akkilles. »En þó lízt mér maðurinn ógæfusamlegurc sagði Guð- mundur ríki, og svipað finst mér um herfylkinguna, en »stríðsvél« (Krigsmaskine) er ekki illa til fundið að kalla svona fylkingu. Skamt frá þar sem eg bý er her- mannabústaður (Kaserne), og í garð- inum framan við húsin eru dátarnir æfðir. Garðmúrinn er svo hár, að ekki er hægt að sjá yfir hann af götunni, en á stóra hliðinu er dálítið gat fyrir varðmennina til að gægjast út um. Eg sé daglega fólk, sem götuna gengur, teygja sig upp að þessu gati, til að gægjast inn, og sama geri eg. Þarna inni í garðin- urti eru undirforingar að æfa nýlið- ana. (Undirforingjar (Sergeants) köll- uðust skerjafantar á Hafnarstúdenta- *) Þetta stapp hermannanna finst öllum útlendingum gorgeirslegt og tilgerðarlégt i fyrstunni, og eg sá í enskum blöðum, hve það lét illa í eyrum Belgja og Englendinga þegar Þjóðverjar »marsjeruðu« inn í Bryssel og Antwerpen. »Goosestepc eða gæsaspor kölluðu Englendingar þaðr og »prancing movements*, og bætir ekki úr skák þegar í takt við stapp- ið var sungið »DeutschIand, Deutsch- land öber allesc. .... dembanl En getur nú ekki heim- spekingurinn skilið, að það sé nokk- ur ástæða til þó, að mönnum þykt ekki sem viðkunnanlegast að hafa endaskifti á merkingum orða? Eða kynni hann vel við að heita Guð- mundur Finnbogadóttir ? Eða hvern- ig litist honu.n á blikuna, ef vits- munamaðurinn G. F. væri nefndur flónið G. F. ? Eg get auðvitað ekki- hugsað mér G. F. sem naut, ea gaman hefði eg samt af að sjá hanm stara á slík »nývirkic. — Ekki sér G. F. heldur nein missmiði á þvíF að hafa orðið son óbeygjanlegt, þegar það er ættarnafsending. Eru ekki orðin »gleði«, »ellic og fleiri slík orð óbeygjanleg? »Og hafa þau einkarétt til þess að vera óbeygjan- leg?« Þessari spurningu doktorsins ætla eg ekki að svara, og honum er velkomið að trúa því og reyna að fá aðra til að trúa því, að það sé af heimsku og fáfræði að eg svara ekki.. En bullið og fimbulfambið geta náð því hámarki, að eg verð orðlaus. En þó er meira blóð í kúnnii Doktorinn snýr sér þessu næst að því að verja ættarnöfnin, sem enda á -an, -on, -fer og -star. (Snorran, Hveston, Súgfer, Sómstar). Eg hefi sagt um þessi nafnskrípi, að þau væru volapiik og kæmu íslenzkunni ekkert við. En doktorinn er hvergi smeikur, hann tekur á sig viðlíka lærdómssvip eins og Pétur djákni í Erasmus Montanus og býðst til að sanna, að þau séu öll réttmynduð og ramíslenzk. En allar eru þær »sannanir« þess eðlis, að maður &

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.