Ísafold - 25.03.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.03.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD ± máli, en lautinantar luktafantar). Þeir læra að skylmast með korðum, likt og við lærðum í skóla, þeir læra að ganga, hlaupa stökkva o. s. frv., og þeir læra að fara með byss- ur, og er auðséð að margir eru erkiklaufar, sem »ana með stál og blý« og ferst handverkið álíka ó- höndulega og Sveini dúfu. En eitt eitt þótti mér kyndugt, sem eg sá í gegnum gatið. A löngum þver- slám eða gálgum héngu einkennis- búnir mannabúkar, auðsjáanlega út- troðnir með heyi, margir í röð; þeir áttu að heita skapaðir í manns- ins eigin mynd, en ófrýnilegir skratt- ar voru þeir, og fötin gauðrifin, eins og fljótskilið var. Því eftir gefnu merki voru dátarnir látnir gera hvert áhlaupið á fætur öðrú með beittum byssustingjum i þessa aumu Mökkur- kálfa. Dátunum þótti auðsjáanlega gaman að þessu, og við hvert á- hlaup æptu allir heróp og þustu fram eins og kólfi væri skotið. Til þess að gera æfinguna erfiðari og raunvcrulegri, voru heykarlarnir látn- ir dingla fram og aftur, eins og hengdir bófar í hvassviðn. Þegar svo hermennirnir komu þjótandi, gátu .þeir ekki ætíð sætt lagi til að stinga þá, heldur mistu þeir þeirra og duttu sjálfir; eða líka kom það fyrir að hrísmagarnir sleagdust fram- an í andlitin á þeim og fipuðu fyrir þeim. ---------- «»»<.------------ 1 grein Árna Jóhanns- sonar bankaritara í 20. tbl. ísa- foldar hafði fallið úr dagsetningin á »lofbréfi« bankastj. til hans, sem átti að vera 12. jan. Frá 30. nóv. til 12. jan. hefir bankastj. ver- ið að hugsa svarið! Annars er Isafold hulin ráðgáta hvað hr. Á. J. meinar með þessari yfirlýsingu sinni, jafn óviðkomandi og hún virðist öllu því, sem gert hefir verið að umtalsefni í ísafold. Ef hr. Á. J. ætlar sér með yfir- lýsingunni að kveða niður hugmynd- ir manna um innanbankanjósnir þær, sem fram hafi átt að fara fyrir annan bankastjórann, — er hætt við, að árangurinn verði ekki nægi- legur. Jarðarför Andrésar sál. Björnssonar cand. phil. fer fram mánudaginn 27. þ. mán. og hefst í húsi Skúla alþm. Thoroddsen við Vonarstrœti kl. 2 e. h. Vandamenn hins látna. næstum því á hættu að verða til at- hlægis, ef maður fer að rökræða þær í alvöru. Doktorinn spyr: Úr þvi að atviksorðsendingin -an merkir hreyf- ingu frá (t. d. i »héðan«), hvers vegna má þá ekki nota hana sem ættarnafnsendingu og 14ta hana merkja, að maður sé komin af þeim og þeim manni (Snorran = afkomandi Snorra) eða ættaður frá þeim og þeim bæ (Bakkan = frá Bakka)? Ef einhver kynni að hafa á móti því að hafa atviksorðsendingu sem nafnorðsend- ingu, þá bendir doktorinn á, að mörg nafnorð hafa endinguna -an (t. d. gaman). »Mér þælti gatuan að sjá það sannað, að qaman væri ekki islenzka«. Manni er nú ekki fullljóst, hvort það er atviksorðs- endingin eða nafnorðsendingin, sem doktorinn vill hafa fyrir ættarnafns- ending. í nafnorðum hefir -an ekki merkinguna »frá«, þá merkingu hefir það í atviksorðum. Nafnorðs- endingin getur því samkvæmt merkingu sinni ekki verið ættarnafns- ending, en hins vegar er það ekki viðkunnanlegt að lögskipa að atviks- orð skuli vera nafnorð. Hér eru því góð ráð dýr og fyrir því úrskurðast, að -an í Snorran er nafnorðsending, sem hefir sömu merkingu ogatviks- orðsendingin -an, en er að öðru leyti sama eðlis og -an í »gaman«I Eg get ímyndað mér, að þeir sem hvorki hafa lesið nefndaralitið né séð ritgerð G. F. í ísafold 15. þ. m., triii ekki að eg fari rétt með, að þetta sé meining mannsins. En svo er nú eigi að síður, þetta er vörnin fyrir Manntjón. Vélbáturinn Resolut frá Akranesi brotnaði í lendingu i Sandgerði í gær. Einn maður druknaði, Magnús Guðmundsson frá Efstabæ áAkranesi. Mannskaöaveður geysar i gær og í dag, norðan stormnr. Þegar ísafold fór i press- una vantaði enn 5 báta frá Sand- gerði og 2 úr Leirunni, sem farið höfðu til fiskjar í gærmorgun. Alþýðufræðsla. Prófessor Jón Helgason flytur á morgun síðari hluta af hinu afar- fróðlega erindi, um Reykjavík kring- um 180O. „Eftir tillðgum" og — ekki „eitir tillögum". í blaði Bj. Kr. er stjórnin ann- ars vegar skömmuð fyrir það, að hún fór ekki eftir tillögum Bj. Kr. og hinna bankastjórnarmann- anna um afsetningu gjaldkerans. í sama blaði er stjórnin skömm- uð fyrir að hafa farið eftir til- lögum nefndar þeirrar, sem kos- in var af Stúdentafélaginu, há- skólaráðinu og stjórn Bókmenta- félagsins samkvæmt fjárlögum til að gera tillögur um uthlutun styrks til listamanná og rithöf- unda. Stundum er stjórnin skömmuð fyrir að hún virði vilja þingsins að vettugi, en stundum skammar blaðið hana fyrir, að hún fer að vilja þingBÍns, eins og t. d. fyrir það, að síra Valdemar Briem fékk skáldastyrk. Það vildi þingið. Slík er samkvæmnin, eins og oft vill verða, þegar ásetningur- inn er sá einn, að skamma ein- hvern og svívirða fyrir alt, sem hann gerir eða lætur ógert. ættarnafnsendingunni -an 1 Um varnir doktorsins fyrir end- ingunum -star og -fer skal eg verða fáorður, með þvi að mér er kunnugt, að annar maður, sem er miklu lærð- ari bæði mér og doktornum í mál- fræði, ætlar sér að taka kenningar hans um þau atriði til athugunar. Eg'læt mér nægja að geta þess, að hvorki -sta né -fer eru til sem rót eða stofn í íslenzku og eru þeir forn- gripir því óhæfir til orðmyndunar í voru máli. Rétt til gamans vil eg geta þess, að doktorinn fræðir menn á þvi, að forfeður vorir hafi »tekið orðið fell upp« í málið við hliðina á íjall, og að þess vegna getum við tekið Jer upp við hliðina á ýjörður. Af þessu' sest', áð 'döktörínn heldur að fell sé yngra en fjall og nægir það eitt til að sýna að hann hefir ekki hugmynd um, hvað klofning er og átti hann þó að vita það, þegar hann fór upp úr .fyrsta bekk. Er það nokkur furða, þótt slikur lær- dómsmaður finni dálitið til sín ? Doktorinn er einna linastur" á endingunni -on. Hann játar jafnvel, að deila megi um hana, af þvi að svo langt sé siðan, að málið feldi hana niður. En þó vill hann halda í hana- Aðalatriðið er, hvort endingin ssting- ur í stiif við önnur hljóð málsins, svo að'engin orð hljómi neitt svip- að«. Ef svo væri, gæti verið var- hugavert að taka hana upp. »En tökum nti t. d. nöfnin Björnsson (frb. bjösson), Hákon og Tungon«. »Eg fyrir mitt leyti treysti mér ekki til að gera upp á milli þeirra«; o. s. Samkvæmni. Það var fyrir þremur árum eða svo, að Björn Knstjánssön bannaði ein- um starfsmanni bankans að skr f 1 í opinber blöð um landsmál. Þessu banni mun sá starfsmaður hafa trú- lega fylgt. Þetta mun hafa verið gert af umhyggju fyrir bankannm, bæði til þess, að bankinn nyti sem b. zt starfskrafta mannsins og tii þess að bankinn yrði enn síður við þau mál bendlaður, sem bonum komu ekki við. Og ein ástæðan kann loks að hafa verið sú, að Birni hafi þótt gaman að sýna vald sitt yfir þess- um manni, eins og fleirum i bank- anum. En sjálýur hefir Björn Kristjáns- son vasast i öllum mögulegum mál- um siðan hann varð »bankastjón«. Hann hefir alt af setið á þingi, skrifað í blöð, bæði undir nafni og nafnlaust, og nú siðast gefið út nýtt blað, sem hann hefir að vísu ekki þorað að kannast við, en allir vita um afstöðu hans til þess. Björn Kr. hefir jafnan átt i erjum sakir opiiiberrar framkomu sinnar. Hiin hefir i seinni tíð venð þannig vaxin, að fáum sæmilegum mönn um hefir getist að henni. Veiklun hans á heilsu, pólitískur gauragang- ur og bakdyiamakk hans alt hefir eðlilega háð honum mjög í stöðu hans. Ef það hefir verið heppileg ráð- stöfun bankans vegna að banna ein- um lægra starfímanni hana, að láta af afskiftum af landsmálum, hversu miklu nauðsynlegra mundi banka- stofnuninni þá eigi vera það, að bankastjórarnir legðu alla starfs- krafta sína fram í þarfir bankans? Eða dettur nokkrum manni ann- að í hug en að stof.mnin hljóti að liða tjón, beint og óbeint, við það, að forstjóri hennar er að vasast í öllum mögulegum opinberum mil- um, baka sér þjr með óvinsældir frv. Eg þori ekki að ábyr^j.ist, hvað maðurinn kann að meina með þessu furðulega tali. Þessi þrjú nofn, sem hann tilfærir, h.ifa ekkert sameigin- legt nema tvo s ðustu stafina. Er það meining hans, að hvert það orð segi sig í íslenzka ætt, sem hefir tvo siðustu stafina sameiginlega við eitt- hvert islenzkt orð. Þá getur íslenzkan farið að færa út kvíarnar. Þá er t. d. hægt að sanna í snatri, að ættar nafnsendingin -sen er svo íslenzk sem fremst verður ákosið. Tóugren — forarfen — Finnbogasen 1 Treystir G. F. sér að »gjöra upp á milli« þessara þriggja orða ? Mér >þykir nú raunar, þrátt fyrir alt, ólíklegt. að G. F. ætli sér að halda fram slíkri kenningu. En hvað meinar hann þá með þessu skvaldri? Var það aðeins tilgangurinn að þyrla upp ryki, ef verða mætti að einhver léti blindast af þvi? Einna hneykslanlegast athæfi nefnd- darinnar er það, að hún tekur innan úr sumum nöfnum, hleypir úr þeim heilum atkvæðum, til þess að full- nægja þeirri kynjareglu sinni, að ekkert ættarnafn megi vera nema tvö atkvæði. Þannig koma fram undranöfnin Villvaz (Villingavatn), Óldal (Ólafsdalur), Birtholt (Birtinga- holt), sem eru eins og þau séu kynjuð frá Furðuströndum. Nefnd- in rökstyður þessa tillögu sína með því, að viðlíka úrfellingar komi fyrir i málinu: Laxdælir fyrir Laxárdælir, Önfirðingar fyrir Önundarfirðingar. Eg benti á í fyrirlestri minum, að þessar úrfellingar færu fram sam- — þvf miður verðskuldaðar — eins og á sér stað um B. Kr. Eða hversu mikinn tíma ætli B. Kr. hafi t. d. afgangs til að sinna bankaaum, þegar hann situr á þingi og er i pólitísku leiðargra-braski? Mundi bankanum ekki hallkvæm- ara, að B. Kr. — ef störf hans i þarfir bankans eru einhvers virði, sem ætti að mega gera ráð fyrir — hugsaði éinvörðungu um bankann, og hætti pólitískum gauragangi sín- um? En það er eigi nóg með það, að B. Kr. hegði sér svona sjálfur. Nii er hann ennfremur tekinn að nota eina af undirtyllum sínum i bank- anum til þess að rita miður sæm- andi samsetning um ýmsa »vini« sína (B. Kr.) blaðið, sem hann gef- ur út. Þessi maður hefir lengi verið þægt verkfæri í hendi B. Kr. i bankanum, en nú hefir hann fært svo út kvíarnar, að brúka þenna þjón sinn til þess að skrifa óhróð- ur í »blaðið«. Sú samkvæmnil Audax. t Anton Bjarnasen kaupmaður í Vestmannaeyjum lézt aðfaranótt 22. þ. m.; hafði hann fengið snert af heilablóð- falli sama dag fyrir ári síðan og náði ekki fullri heilsu aftur. Varð hann 52 ára (f. 7„,des. 1863), en foreldrar hans voru þau Pétur Biarnason, forstjóri Brydes-verzl- unar í Vestmannaeyjum, er lézt 35 ára gamall 1870, og frú Jó- hanna, f. Rasmussen, af dönskum ættum; faðir Péturs var aftur Jóhann Bjarnasen, einnig for- stjóri Brydes-verzlunar þar í Eyj- um, er sömuleiðis varð 35 ára og dó sama mánaðardag (1. maí) og sonurinn. Systkini Antons kvæmt vissum reglum, og að það gæti ekki náð neinni átt, að ætla sér að veita þeim alment gildi með valdboði. G. F. játar. nii að hann hafi ekki hugmynd um að slíkar reglur séu til og gerir sig sem digrastan og segir, að eg hafi ekki unnið slík stórvirki, að eg geti heimtað að orð mín verði tekin trtianleg sann- analaust. Mér virðist nú fremur óviturlega mælt, að stórvirki geti heimilað mönnum svo barnalega kröfu, enda hefi eg aldrei og mun aldrei fara því á flot, að mér verði trúað þótt eg fullyrði eitthvað tit í loftið. En hitt er satt að eg hélt að hver einasti skólagenginn maður á landinu vissi, að það er eðli sumra afleiðsluendinga, að þær þola ekki nema eitt eða tvö atkvæði fyrir framan sig. Fyrir framan -dælir má ekki standa nema eitt atkvæði og því er stag Laxdælir, Haukdælii o. s. frv. í hinu nýrra máli þekki eg undantekningana Aðal- dælir. Fyrir framan -ingur mega ekki standa fleiri en tvö atkvæði, og því er sagt Seyðfirðingur, Súgfirð- ingur. Undantekningar: Hvalseyj- arfirðingnr (í fornu máli) ög Aðal- dælingur í nýrra máli og ef til vill má finna fleiri. Fyrir framan -verji má ekki standa nema eitt atkvæði. Undantekning: Oddavetjar. Þessu'm reglum, sem gilda að eins fyrir vissar afleiðsluendingar, vill nú G. F. rnega beita hvar sem honum sýnist. Sér nú ekki hver maður, að þetta er alveg ótrúleg lokleysa? Að það er sama sem að hræra öllu málinu heit. eru þau: Júlíana, kona Jóns Arnasonar kaupm., Nikolaj kaupm., Jóhanna (í Ameríku), Friðrik og Karl (dáinn), og hálf- systir Anna, ekkja Friðriks Gísla- sonar ljósmyndara. Kvæntur var Anton heit. Sigríði, dóttur síra Guðm. Johnsens í Arnarbæli og eignuðust þau 2 syni, Axel og Óskar, en 2 syni hafði hann átt áður. Jóhann, verzlunarmann í Eyjum og Karl. Anton heit. ólst að nokkru upp hjá síra Gisla Thorarensen á Eyr- arbakka, var við verzlunarnám í Khöfn eitt ár, en síðan i þjón- ustu Brydes-verzlunar, lengst af forstjóri hennar í Vestmannaeyj- um og nokkur ár í Vík í Mýrdal, unz hann fyrir nokkrum árum byrjaði sjálfur verzlun þar í Eyj- um. Anton heit. var gervileikamað- ur mikill og afburða karlmenni. Á yngri árum var hann beztur glimumaður þar um slóðir, átti hann og oft glímubrögð vié ólg- andi sjó þar við Eyjar, er hann fór um borð að afgreiða skip (var hann afgreiðslumaður Sameinaða félagsins um langt skeið) og kunna þeir Eyjabúar að segja frá karlmensku hans og ráðfimi, er til óvænna virtist horfa. Dreng- lundaður var hann mjög og svo áreiðanlegur í öllum viðskiftum, að til hans var tekið. Hjálpfús var hann einnig og minnist sá, er þetta ritar, hans með þakk- látum huga. Var þvi eigi að furða, að hann væri vinsæll maður, og eiga þeir Eyjabúar þar á bak að sjá góðum dreng. A. I. Vegna anna i prentsmiðjunni kom ísafold ekki út á miðvikudag. En í dag koma út tvö tölublöð nr. 22 og 23. saman i einn graut, að ætla sér að að beita þeim reglum, sem aðeins gilda í ákveðnum tilfellum, hvenær sem manni sýnist og eftir eigin geð- þótta. G. F. spyr ofur einfeldnis- lega: hvers vegna hafa þessar af- leiðsluendingar forrétt? Hvað mein- ar maðurinn með svo undarlegum spurningum ? Hvers veg'na má ekki segja Önfjörður (og því siður Ön- fer) Súgfjörður (og því síður Stigfer)^ Hann verður að spyrja íslenzkuna sjálfa, mig tjáir ekki að spyrja um slikt, þvi að jeg hefi ekki sett henni lög. Og hygg eg að honum væri hollast að átta sig sem fyrst á þvi, að slík lagasetning er jafnvel honum ofurefli, þótt hann sé ekki litill fyrir sér. Eg lýk uý máli mínu að þessu sinni. í grein dr. G. F. er ýmisktgt fleira sem athuga þyrfti, t. d. bæði hin smekklega samliking hans um hrifuna og tal þans um veslings p-ið, sem þann vill útskúfa tir ættarnöfn- um. En eg nenni ekki að eltast við slíkt í þetta skifti. Og vil eg enda þessar línur með þeirri ósk, að ef dr. G. F. skrifar aftur eða talar um þetta ínál, þá verði vitið meira og vindurinn minni cn i þessari síðustu ísafoldargrein hans. Arni Pdlsson. Mannalát. I Tjaldanesi vestra er látinn Röfn- valdur R. Magnússen. Þann 9. þ. mán. lézt frú Petrína Hjörleifsdóttir kona síra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar, komin á sjö- tugsaldur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.