Ísafold - 05.04.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.04.1916, Blaðsíða 1
^^*V^."V"II"* ^*p ¦ < Kemur i'it tvisvar ' í viku. Verð árg. > 5 kr., erlendis 7l/2 kr. eSa 2 dollarjborg- " ist fyrir miðj&u júlí \ erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. AFOLD Uppaógn (skrifl.) buHdin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIIL árg. Reykjavík, miðvikudaginn 5. apríl 1916. 26. tölublað JUþýBufél.bókaBafn Templaras. 8 kl. 7-» Borgarstjóraakrif'stofaii opin virka daga ) 1 —B Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i—1 iBæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 1—1 tslandsbanki opinn 10—4. JU.U.M. Leatmr-og skrifstofa 8 érd,—10 jtCi'. Alm. fundir fid. og gd. 8'/« sl&d. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 8 á help.um iiandakotsspitali f. sjnkravitj. 11—1. Iiandsbankion 10—3. Bankastj. 10—12. liandsbókaaafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8 Lanasbáaa59»félag»skrifstofan opin fra 113-2 íianíwféhiröif^lO^a og 6—6. ¦KTaíasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 L/Ánága'iminn opinn daglangt (8—9) virka dagi helga^tga-lO—12 og 4—7. JNattúrngripasafnio opio l'/a—2V> » snnnp^. Pósthúsio opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1. •Bamabyrgö Islands 12—2 og 4—8 •StjðrnarraBsskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. "Talsimi Eeykjavlknr Pósth.B opinn daglangt 8—10 virka daga, holga daga 10—9. Vífilstaoahælio. Heimsóknartimi 12—1 »jóðmenjasafniö opið sd„ þd. fmd. 12—2. Lífstiginn •sex alþýðl. guðspekisfyrirlestrar efiir A. B E S A N T Þýtt hefir Sig. Kr. Pétursson, ¦er nýkomið út 0° fæst í bókverzl- ununum. Verð kr. i.jo Jarðarför Benedikts sál. sonar míns er ákveðin föstudaginn 7. þ. m. og byrjar með húskveðju kl. 11'/., á heim- ili mínu, Lindargötu 4. Bergþóra Einarsdóttir. Hvorum treystir þjóðin betur? Meiri hluti þjóðarinnar hefir á tindanförnum árum eindrsgið ósk- að þess, að fá framgengt ýmsum bráðnauðsynlegum umbótum á stjórnarskrá landsins. Málið ætl- aði að stranda á mótþróa dönsku stjórnarinnar, af því að hún áleit, að eitt atriði í stjórnarskrárbreyt- ngunni.— ríkisráðsspursmálið — snerti samband landanna og hagg- aði því. Sjálfstæðisflokknum tókst með lagi og hyggindum að sigla fyrir skerið og bjarga stjórnar- skrárbreytingunni, en lið Björns bankastjóra — þversummennirn- ir — vildu halda áfram árangurs- lausu og gagnslausu þrefi við Dani og eyðileggja með því nýja stjórnarbót. Það hefir verið einlæg ósk alls þorra íslendinga að fá viðurkend- an sérstakan þjóðfána, sem hægt væri að nota bæði á landi og alstað- ar þar sem íslenzk skip sigla, hvort heldur við strendur landsins, á höfum úti eða á erlendum höfn- um, þar sem þörf er á að sýna þjóðernismerki sitt. Fyrir at- beina meiri hlutans úr hinum gamla Sjálfstæðisflokki tókst þjóð- inni að stíga fyrsta sporið í þessa átt — mjög mikilsvert spor, sem gerir hið næsta auðveldara — þrátt fyrir það, þótt þversum- menn — með Björn Kr. í farar- broddi — gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð til þess að hindra heppilegar lyktir þess máls. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sann- færst um það á síðustu árum, að gagnslaust er að deila við Dansk- inn, að svo vöxnu máli, um rétt- arstöðu landsins eða samband ís- lands við Danmörku. Allur þorri kjósenda á landinu mun óska þess, að alt samninga-þjark um sambandsmálið sé látið liggja niðri eða hvíla sig um óákveðinn tíma. Stjórnarflokkurinn — meiri hluti hluti gamla Sjálfstæðisflokksins — hefir gert sitt til, að fánýtt þras og vafningar hættu, og má teija þá menn, sem þann flokk fylla, lánsmenn, þar sem þeir hafa stutt að því, að þjóðin hætti að eyða tíma sínum í árangurslaust skvald- ur, en getur nú beitt öllum sin- um > kröftum til undirbúnings und- ir það, að heimta allan sinn rétt með fullum krafti. Þjóðin hefir oft á umliðnurn árum óskað að fá næði til þess að vinna með óskiftum kröftum að innanlandsmálum og efling þjóðarbúsins. Hún hefir óskað að fá næði til þess að þroskast and- lega og efnalega. Hún hefir séð, hversu margt er hér ógert, hversu margt er í lamasessi og flest skamt á veg komið. Allur al- menningur veit það vel, að þess- ari litlu þjóð veitir ekki af óskift- um kröftum, ef lagfæra á alt, sem aflaga fer, og koma í verk þeim framkvæmdum, sem fyrir hendi eru og nauðsynlegar eru til þess að efla velmegun og vel- líðan í landinu. Að þessu vill Sjálfstæðisflokkurinn (stjórnar- flokkurinn) styðja. Hann vill að menn sameini krafta sína til þess að hrinda af stað ýmsum þjóð- þrifa fyrirtækjum, sem hafa orðið að bíða þess, að þjóðin hefði tíma til þess að sinna þeim með allri alvöru. Sjálfstæðisflokkurinn (stjórnar- flokkurinn) vill styðja að þvi, að íslendingar nái að ráða sem fyrst yfir samgöngum á sjó — milli íslands og annara landa — og hafna milli, og vill að samgöng- ur batni sem mest og bráðast innanlands. Hann vill, að menn vinni sleitulaust að því, að koma í lag öllum tryggingarmálum landsmanna. Hann vill styðja að þvi, að álit þjóðarinnar vaxi í útlöndum og um leið aukist láns- traust hennar. Hann vill styðja að því, að þjóðin fái næði til þess að hugsa sinn hag, til þess að líta i kringum sig og sjá hvar hún stendur. Flokkurinn vill styðja að því í einu orði sagt, að menn sameini krafta til þess að að framkvæma þau mál, sem enga bið þola, en hafa orðið að sitja á hakanum af því að þjóðin hefir verið annars hugar. En þversum-flokkurinn? Hvað vill hann? Hann ætlar þjóðinni að lifa á fyrirvara og eftirvara, að minsta kosti á meðan Björn tórir. Gárungarnir hafa líka haft það í flimtingi, að flokkurinn væri ekki annað en nokkrir »vara«- liðsmenn Björns bankastjóra. Ekki verður annað séð en að það só aðalmarkmið flokks B. Kr., að eyða tíma og kröftum þjóðarinn- ar í tómt þref, sem engan árang- ur ber, að slanda þversum fyrir öllum þörfum og þýðingarmikl- um málalyktum, að berjast með skömmum og skætingi, og rífa niður alt, sem þeim betri menn og vitrari byggja upp, að ala á ulfúð og persónulegum illdeilum í landinu og styðja ekkert mál, sem að gagni mætti verða fyrir þjóðina. Það ætti ekki að vera vandi fyrir þjóðina að gera upp á milli öfugsnáðafiokks B. Kr. og Sjálf- stæðismanna þeirra, sem björguðu 8tjórnarskránni og fánanum og hafa gert sitt til að koma á friði í landinu og hætta stagiinur við Dani, sem eyddi mestum tíma og kröftum fyrir þjóðinni, en var fyrirsjáanlega árangurslaus leið til sjálfstæðis. Það ætti ekki að vera neitt vafamál, hvorum þjóðin treystir betur, þegar menn athuga með gaumgæfni framkomu og stefnu hvors um sig, bankastjóraflokks- ins annars vegar, þar sem hygg- indamaðurinn og fjármálaspek- ingurinn, hinn góðkunni grisku- dósent, er ujidirforingi, og Sjálf- stæðisflokksins, sem styður nú- verandi stjórn. K j ó s a n d i. Tjón af ofviðri hefir orðið talsvert á Vestfjörðum siðustu daga. Á Suðureyri við Tálknafjörð rak upp þilskipið Sigurborg. Á Bildudal rak upp þilskipið Tjálfinn, en skemdist varla neitt. En annað skip, Talisman frá Eyja- firði, sem einnig rak upp, skemdist talsvert. Sama máli er að gegna um skip, er Proppés bræður áttu,- Christian, er rak upp á Þingeyri. 1 Tfrni Eiríksson í U Nusfurstræfi 6 Q Q ^H/Qfnaðar- <^rjona~ og Saumavörur Q Ejj hvergi ódýrari né betri. "3 n þvotía~ og t&Creinlœfisv&rur WÁ beztar og ódýrastar. J&GÍfíföng og <£œ/lifœrisgjqfir hentugt og fjölbreytt. Verzlunarskóli Islands. Eins og áður hefir verið auglýst verður inntökupróf til miðdeildar haldið 28. þ. m. fyrir þá, sem þess óska. En það verður einnig haldið i haust, á venjulegum tíma — í byrjun skólaársins. Reykjavík i. april 1916. Jón Siverfsen. Bókmentafélagið verður 100 ára á þessu ári og heldur afmælisdag sinn 15. ágúst; þann dag 1816 var á fundi í Kaup mannahöfn samþykt lagafrumvarp fýrir það og þarmeð ákveðið, að bæði þau félög, er Rask hafði stofn- að á íslandi og í Kaupmannahöfn (30 marz. s. á.), skyldu sameinast og vera tvær deildir í einu félagi, er skyldi heita hið islenzka Bókmenta- ýélag. Stjórn félagsins er nú að undirbúa veglegt minningarrit og vegna þess og útgáfu annara bóka i ár er nauðsynlegt, að þeir, sem ætla nii að ganga í félagið, segi sem fyrst til sín, sbr. auglýsingu i þessu blaði frá bókaverði félagsins. Tala félags- manna hefir aukist mjög árlega hin siðustu árin, og á þessu jubilári mun mega vænta mikillar aðsóknar í fél- agið. Þeir, sem inntöku óska, munu eiga að senda tillagið fyrir þetta ár (6 kr.) með inntökubeiðninni. Bftirmæli. — ~ ¦ 'O ¦ Frú Sigrirjur Eiriksdóttir, prófasts- ekkja frá Auðkdlu í Húnavatnssýslu, er andaðist i Skildinganesi hinn 23. marz, var fædd 8. febrúar 1830 á Hamri í Mýrasýslu. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Sverrisson, er þá var sýslumaður í Mýrasýslu, og seinni kona hans Kristín Sigurðardóttir frá Skarði á Landi. Arið 1836 var faðir hennar skipaður sýslumaður í Rang- árvallasýslu; ári siðar fluttist hann þangað búferlum og bjó eftir það á Kollabæ í Fljótshlíð til dauðadags 1843. Frú Sigríður ólst upp hjá foreldr- um sínum og síðan hjá móður sinni til ársins 1845. Þá giftist Ingibjörg systir hennar Eggerti Briem sýslu- manni í ísafjarðarsýslu, og fór húnl þá með þeim mági sínum og systur þangað vestur og dvaldi hjá þeim hjónum 11 ár, síðast á Espihóli i Eyjafjarðarsýslu. Þá giftist hún árið 1856 síra Jóni Þórðarsyni presti á Auðkúlu i Svínadal í Húnavatnssýslu, og siðan lifðu þau hjón í ástríkasta hjónabandi i 29 ár. Þá mætti henni sd þunga sorg, að maður hennar dó, og var hún þá að eins eitt ár eftir það á Auðkúlu, en fór siðan að Litla- dal, sem er kirkjujörð frá Auðkúlu; þar var hún þangað til árið 1907, að hún flutti til Reykjavikur og var nokkur ár hjá þeim Guðrúnu dóttur sinni og Eggerti Briem yfirdómara tengdasyni, sinum, en síðustu 6 árin dvaldi hún hjá þeim hjónum Brynj- ólfi Gíslasyni og Guðnýju dóttur sinni í Skildinganesi, og þar andað- ist hún hinn 23. rnarz þ. a. 86 ára að aldri. Þau séra Jón prófastur og frú Sigriður eignuðust alls 13 börn, þar af dóu 7 á unga aldri, en 6 lifa: Vilborg, gift Eiríki Gíslasyni pró- fasti á Stað í Hrútafirði. Guðný, gift Brynjólfi Gíslasyni bónda í Skildinganesi á Seltjarnar- nesi. Theódór, prestur á Bægisá i Eyja- fjarðarsýslu, kvæntur Jóhönnu Gunn- arsdóttur frá Laugalandi. Guðriin, gift Eggerti Briem yfir- dómara i Reykjavík. Þóra, gift Stefáni presti Jónssyni á Auðkiilu í Hiinavatnssýslu. Kristín, gift síra Ríkarði Torfa- syni bókara við Landsbankann. Frú Sigriður var mesta höfðings- kona, fríð sýnum og tiguleg. Hiin hafði óvanalega fagra og fullkomna söngrödd og unni mjög sönglist og skáldskap, » A yngri árum, eftir að hún fór úr foreldrahúsum, var hún önnur hönd frú íngibjargar systur sinnar í 11 ár. Seinna, eftir að hún giftist, var hún manni sínum hin ástrikasta eiginkona, hagsýn og hyggin í allri heimilisstjórn, börnum sínum bezta móðir og umhyggjusöm húsmóðir hinum mörgu hjúum sínum. Auk sinna eigin barna ólu þau hjón upp 6 fósturbörn. Auk þess, sem hún stundaði heimili sitt með hinni mestu prýði, átti hún einnig góðan þátt í félags- málum. Þannig var það, að um 1870 stofnaði hún með fleirum ágætiskonum í sinni sveit, Auðkúluprestakalli, félags- skap, sem hafði það markmið, að efla andlega og verklega menningu ungra stiilkna, og hélst hann um nokkurt skeið, eða þar til kvenna-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.