Ísafold - 08.04.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.04.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tviavar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendia V1/^ kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefauda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjori: Úlafur Ejörnssan. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1916. Talsími nr. 455. ------------------------ ■ -» 27. tölublað Alþír>ufól.hókaaftín TeœplarftS. 8 kl. 7—8 Borgar8tjóra8krifstofan opin virka daga 11-8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i. »'3 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 12—8 og 7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 bí&ó. Alm. fnndir fid. og sd. 8^/a slód. Landakotskirkja. önósþj. 9 og 6 á helgiun Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—S Sjandsbúnaóarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 LandsfóhirBir 10—2 og B—6. Landsskialasafnió hvern virkan dag kl. 12—2 Landsslminn opinn daglangt (8—0) virka helga daga 10—12 og 4—7. ISáttúrugripasafnib opib V/a—2»/a á sunnud. Pósthúsió opi?> virka d. 9—7, snnnnd. 0—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 StjórnarráBsskrifstofurnar opnar 10—4 dagí. Talsimi Reykjaviknr Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—0. Vlfilstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1 Þjóftmenjasafnió opih sd., þd. fmd. 12—2. virnmnimtmriijij: I Klæðaverzlun ■ : H. Andersen & Sön.: I Aðalstr. 16. svo mikið þykist eg þó hafa kynst helztu gögnunum, að þar af niegi nokkurn veginn sjá aðalstefnuna. Við athugun málsins kemur fyrst til greina, hver sé grundvallarhug- sjónin, er það byggist á. Þann skilning hefi eg lagt í málið frá því fyrsta er það kom til minna eyrna, að annars vegar bygðist það á ýtnis konar ýramkvœmdapörý, en hins vegar á því fá ódýrati eða qefins vinnukraft til framkvæmdanna. Og enn hefi eg eigi getað fallið frá þeirri skoðun að grundvallarhugmyndin hafi helzt hald í þessum ástæðum. Einmitt á þessa sveifina mun og mikill fjöldi manna hafa hallast við aðalskoðun málsins og einmitt af þessum ástæð- um hafa litið hýrt til þess í fljótu áliti. En nú virðist vera farið að slaka til við þessari meginskoðun og hallast fremur að hinu: hvað míkil Stofnsett 1888. Sími 32. þar ern fötin sanmuð flest þar eru fataefnin bezt. BC raiiiwiiffiifgijrnrr rrrj] Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, fyrir nautgripi, eldri og yngri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Þegnskylduvinna — þegnskyldusjóður. Eins og við er að búast, eftir á- itæðum, eru þegar farnar að heyrast nokkrar raddir um þegnskyldumálið. Þótt það að visu kunni að vera hæpið í sumum greinum, að leggja málefni, sem ekki hafa öðlast neina fullkomna gerð undir þjóðaratkvæðið, þá ætti það þó að hafa þann kost, sé það gert með nokkrum fyrirvara, að almenningur-vaknaði fremur til umhugsunar í sámbandi við þau. Þá ætti og síður að vera hætt við því, að eftir á risi upp óánægja út af þvi, að löggjöfin hafi gengið að baki þjóðinni og bundið hennt erfið- ar byrðar, án þess að virðá hana viðtals, eins og stundum befir jafn- vel þótt eiga sér stað. Mikill hluti kjósenda mun og vera svo á sig kominn um hugarfar, að telja það þakkarverða kurteisi af þinginu, að bera málið undir atkvæði þjóðarinn- ar, og þá jafnframt undir álit henn- at og tillögur. Svo bezt er og von um samvinriu og samkomulag milli löggjafa og kjósenda, að hvorir líti með gætni til annara. Eftir ástæðum hlýtur þegskyldu- hugmyndin að hafa mjög djúptæk áhrif á þjóðina. Fyrir stórfeldum nýjungum eru menn venjulega við- kvæmir. Þarf því sem bezt að at- huga hvert stefnt er, áður af stað er lagt. Nokkur gögn eru nú þegar kom- in fram í málinu, bæði með og móti. Eg hefi eigi átt þess kost, að sjá eða heyra alt það, er um málið kann að hafa verið ritað og rætt. En vinnumentun muni hafast upp úr því. Óneitanlega sýnir þetta leiðinlega veilu i málinu. — Af meðmælend- um virðist því nú veifað sem aðal- kosti, að landslýðurinn muni komast til nýs lífernis í vinnuvilja, lagni, aga, stundvisi og framsýni o. s. frv. — fyrir framgang þess. — Er þar ekki gripið i veikustu þræðina í öll- um vefnum? Eins og fleiri er eg þeirrar skoðunar, að svo stuttur vinnunámstími, sem helzt hefir verið tilnefndur — 3 mánuðir eða minna — mundu naumast hagga náttúru- ýari nemenda. A því er enginn vafi að menn eru misgefnir til vinnu frá náttúrunnar hendi — bæði um lagni og vilja og annað í þá átt. Þeir sem eru íjölhæfir að gerð og hafa þtótt og vilja til að vinna sér og landi sínu gagn — þeir kynnu að geta tekið þaðan með sér nokkurn þroska í þessum efnum. En slíkir menn eru ætíð líklegir til að afla sér þess konar þroska og finna tæki- færin sjálfir. Þeir sem miður eru gerðir i þessar stefnur mundu senni- Iega hverfa aftur til sins »gamla manns*, sérstaklega þar sem marg- breyttar og misjafnar kringumstæður mundu kalla þá til ýmislegra starfa, eins og oftast vill verða. Það er og á allra viti og ætti að geta gefið nokkra hugmynd á þessu sviði, að allmargir hafa unnið, jafn- vel svo árum skiftir, undir sttmileqri stjórn, bæði t. d. á búnaðarskólum, á fýrirmyndar-heimilum, við vega- gerð og önnur þesskonar stærri vinnubrögð, og siðast, en ekki slzt, á skipum, þar sem segja má, að lífs- nauðsyn heimti oft og einatt greið og rétt handtök og reglubundna stjórn. í slíkum kringumstæðum hafa menn átt kost á að læra að koma til verks á vissum tíma og að halda sér að verkmu. Þeir hafa átt kost á að læra að hlýða o. s. frv. Og þótt á þessum sviðum hafi eigi verið beitt hávísindalegri vinnuaðferð, þá hefir þar margt verið sniðið eftir beztu fyrirmyndum, sem búið var að þrautreyna og þóttu nothæfar með framfaraþjóðum. Og nokkrir sæmilegir ávextir liðlegra vinnubragða munu þegar vera til með þjóðinni, sem eiga það fyrir sér, að þroskast á eðlilegan og algengan hátt. Og þó er af sumum meðmælendum þegnskylduvinnunnar næstum því ályktað sem svo, að þjóðin sé sið- leysingi um vinnubrögð og vinnuvit. Að vísu er mikið ábótavant i þeim efnum. En það mun að mjög miklu leyti liggja i glundroða þeim, sem fyrir mörgum verður á þvi, að finna sér ákveðið starfsíwd samkvæmt að- alnáttúruhvötinni, og þar af leiðandi f þvl, að geta eigi verið með lifi og sál í starfinu, hvert sem það nú er. En slíkt mun vera allra þjóða brest- ur, sem eigi verður upprættur með vissum handtökum við eina eða tvær staifs-tegundir i nokkrar vikur — einu sinni á mannsæfinni. — Dygð in, sem liggur í náttúrufarinu, hefir löngum reynst góður leiðbeinandi. Og hún á að glæðast fyrir áhrif mentunarinnar, sem nú lætur svo mikið til sin taka — í það minsta á yfirborði þjóðlifsins. Að öðrum kosti væri hin minni og meiri hátt- ar mentun eitthvað annað en ment- un fyrir lífið. Áhugi og alúð i þvi, að leggja sig eftir sem haldkvæm- ustum tökum við hvað eina, er bundinn við menningarlegan hugs- unarhátt. Og hann er að aukast og styrkjast; á það benda framfarirnar, sem enginn heilsýnn maður neitar að eigi sér stað. — Það er tvísýnt til bóta, að blanda framstreymi menn- ingarhugans með annarlegum og ó- reyndum stefnum, þar sem lögskyld- unni er ætlað að knýja fram starfs- vilja og krafta. Lögskyldun til gjalds er almenn og alþekt með öllum þjóðum. En lögskyldun til vinnu hefir ætíð þótt eiga eitthvað skylt við þrælahald. Vitaniega er það ekki fullkomlega réttur skilningur; en það verður oft að taka tillit til og slaka til fyrir ríkjandi, röngum skoðunarhætti, ef liðlega á að fara. Þjóðinni kann að vera vant nokk- urra góðkosta. En þeir skapast eigi fyrir sterk glaumyrði eða nauðung- arþjónustu. — Þótt eg vilji með fögnuði taka hverri nýrri hugsjón, sem fæðist og vilji gjarnan að þær fæðist sem flest- ar og giftusamlegastar, þá verð eg þó að finna það í þeim, er sé fram- kvæmanlegt, eftir ástæðum og ásig- komuiagi í samtiðinni. Frh. Erindi Haralds prófessors Níelssonar. Tvisvar sinnum, hefir Haraldur Nielsson prófessor flutt erindi sitt um »kirkjuna og ódauðleikasannan- irnar* og hvortveggja sinnið fyrir troðfullum stærsta samkomusal bæjar-\ ins. En það var eigi einungis, að margt væri fólkið. Hitt var eftir- tektaverðara, að honum tókst að halda svo athygli áheyrenda sinna i nærri 2 kl.st. samfleytt, að slík ró, svo eindreginn áhugi á að hlusta eftir, mun harla fátítt, ef eigi eins dæmi við erindisflutning í þessum bæ. Er það bæði, að málið sem pró- fessorinn gerði að umtalsefni vekur sívaxandi umhugsun manna hér á Iandi og eins hitt, að prófessor H. N. mun að öllu samanlögðu standa flestum, ef eigi öllum núlifandi ræðu- mönnum íslenzkum á sporði um þá list, að kunna að flytja erindi fyrir almenningi. Sú lisí felst auðvitað í fleiru en einu, en drýgsta stoðin mun þó ef- laust undirstraumurinn bakvið það sem hann fer með, svo augljós óbifanleg sannfæring um sannleik- ann i því og brennandi áhugi á, að boða öðrum þann sannleika. Erindið var, eins og áður segir mjög langt og því engin tök á að birta af þvi nema örstutt ágrip, enda verður væntanlega prentað síðar meir. Ræðumaður gat þess í byrjun, að erindi sitt væri að nokkru leyti varnar- ræða út af árásum, sem gerðar hefðu verið á prédikunarstarfsemi sina. Hann kvaðst líta svo á, að sálar- rannsóknir nýrri tima vörpuðu nýju ljósi yfir frumkristnina og varði hann einum kafla erindisins til að skýra það fyrir mönnum. Þá sýndi hann fram á, að ýmsir prestar og jafnvel biskupar á Eng- landi væru sálarrannsóknum eindreg- ið fylgjandi. Sumir enskir prestar hefðu ritað bækur um málið, aðrir fengist við tilraunir 20—30 ár. Eitt hið eftirtektaverðasta í erindi hans var þýddur kafli, sem hann las upp úr grein eftir enska prestinn Dearmer, doktor i guðfræði, er hann hefir nýlega ritað í fremur íhaldsamt kirkjutimarit enskt (Guardian). Þar er ekki að eins talið leyfilegt að fást við þessar rannsóknir, heldur talin bein skylda prestanna að kynna sér málið alt sem rækilegast og fræða söfnuðinn sem rækilegast um það. I greininni segir dr. Dearmer, að menn leiti nú, svo þúsundum skiftir, að sambandinu um alt Eng- land og fjöldi manna hafi sannfærs um, áð þeir tali við látna ástvini sína. Þetta hafi eigi aðeins huggað þá, heldur haft þau áhrif á trú þeirra, að guð sé orðinn þeim hinn eini veruleiki og þeir séu betur kristnir en þeir hafi nokkru sinni áður verið. Enn sagði ræðumaður frá því, að enskur biskup, Weldon, sem ferðað- ist hér um land fyrir nokkrum ár- um, hafi nýlega flutt erindi um sam- band við ósýnilegan heim. Heldur hann því fram, að ódauðleikasannan- irnar séu að hrúgast upp, svo að eigi verði undan þeim komist og hver sá, er vilji leita sannleikans, verði að vera við því búinn að taka með djúpri samúð og lotning öllum sönnunum fyrir tilveru ósýnilegs heims og samhandinu milli lifandi manna og dáinna. Síra H. N. minti á, að Sir Oliver Lodge, hinn heimskunni brezki vis- indajötunn, hefði fyrir nær 3 árum kunngert það heiminum úr öndvegi vísindanna, að ódauðleikinn (þ. e. annað líf) væri vísindalega sannaður og að biskupinn í Birmingham, dr. Wakefield, hefði haldið afarmerka ræðu í dómkirkjunni þar, sem svar við þessari yfirlýsing vísindamanns- ins. I þeirri ræðu hefði hann neit- að því, að kirkjan ætti ekki að taka þátt i leitun sannleikans og í tilraunum vísindamannanna. Hver sú kirkjudeild, er legðist það undir höfuð, hlyti að stirðna upp og deyja. Þessa ræðu hins brezka biskups hefir síra Matth. fochumsson þýtt á íslenzku, eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu og sendi hana Kirkjublaðinu. En þar hefir hún þó eigi birzt enn fram á þennan dag. A það mintist síra H. N. enn- fremur, að ef danskir vísindamenn og danskir prestar heíðu ritað aðrar eins bækur um þetta mál eins og Englendingar hafa gert mundi hér vera annað hljóð í strokknum. Þrátt fyrir allan þjóðernisrembinginn ís- lenzka væri því samt svo farið, að vér værum taglhnýtingar Dana í flestum efnum og nú virtist jafnvel ekki hættulaust að vera á undan Dönum fyrir oss hér heima, í skiln- ingi á andlegum efnum. Þetta segði hann, þótt honum væri vel við Dani og mæti mikiis menning þeirra. Ræðumaður gat þess og, að hann ynni sálarrannsóknunum meðfram fyrir þá sök, að þær hefðu orðið til þess að sprengja utan af sér ýmsa þröngsýnisfjötra, er sumir hefðu verið lagðir á sál sína í guðfræðis- deild Kaupmannahafnar háskóia. Erindi sití hóf prófessorinn á smellnum samlikingum út af þoku- kvæði Einars Hjörleifssonar og mál sitt endaði hann á þessum snjöllu línum í kvæði Þorsteins Erlings- sonar (»í landsýn«):

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.