Ísafold - 08.04.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.04.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD J Hct/urfduajffanaMn TJusfursíræíi 22 — Tafsími 219 hefir nú fengið mikið af nauðsynlegri Vefttaðarvöm. f 4^ teR- einl>r> frá o‘24 mtr. til i.oo mtr. " v/ 4^// 9 — tvíbr. lakal. — 0.9S — — 4.35 — ’ Vaðmálsvendar óbleikt i lakið 1.75 Tvistdúkar — Flónel — Sirz. Handklæða- og Þerrudreglar, 20 teg. Handklæði, margar teg. JTlorgunkjólaefm margar gerðir — sérlega góð og ódýr. Garcfinutau hvít, cream og mislit. Rekkjuvoðir með vaðmálsvend, Rumteppi, stór og smá Tvinni — Hortvinni og m. m. fleira smávegis. >Það tekst ekki, þoka, að þú gerir 038 geig, Þótt grúfirðu á ströndum og vogum. Þú situr nú voldug, en samt ertu fe'gi Því sól fer nú austan með logum.« — Sól eilífðarvissunnar — sagði ræðumaður. Alt var erindið um það, hver þörf vaeri á að hreinsa til og lyfta vanþekkingarþokunni í þessu máli af hugum manna. í stuttri blaðagrein er eigi hægt að fara frekar út í að skýra frá er- indi þessu. En því einu vill ísafold bæta við, að sannarlega er meira bragð og meiri uppbygging að erindi eins og þessu — en flestum þeim skyldu- prédikunum sem varir margra prest- anna inna af hendi i kirkjum vorum sunnudag eftir sunnudag. Norsk listasýning í Höfn. Það er enginn kotungsbragur á Austmanninum, þegar hann kemur út fyrir landið sitt til þess að sýna sig og verk sín. Hans sjálfstæða fram- koma yljar skap viðtakandans og vekur traust á verkum hans. — Hér er það gesturinn, sem gefur fyrst og fremst, og viðtakandi tekur hon- um með opnum örmum og býður honum i sína beztu stofu, svo hann geti talað við hann i næði, gestinn sinn ljóslynda með fjallablámann í augunum. í þetta sinn eru það Danir, sem bjóða Norðmönnum að sýna listir sinar í Kaupmannahöfn i sýningar- höllinni Charlottenborg og Dana- konungur sjálfur hefir opnað sýn- inguna ásamt heilli sveit af listavin- um og prófessorum frá báðum lönd- um, þar á meðal Thiis listfræðingi og safnsverði i Kristjaníu — stuðn- ingsmaður hinnar norsku listar, bæði heima og erlendis. Sextiu og fjórir málarar taka þátt i sýningunni og níu myndhöggvar- ar, sem til samans sýna fimm hundr- uð tuttugu og níu verk, og eiga þau að vera, eftir mati nefndarinnar, sem hefir valið þau, nægilega stórt brot af norskri list til þess að sýna í nágrannalandinu. Eg geng úr einum sal i annan og undrast og gleðst yfir, að sjá hvert listaverkið við annað, hvert öðru ólikt, þrátt fyrir hinn áberandi skyld- leika. — Hér er hver sjálfstæðislog- inn við annan marglitur og þó svo einfaldur i sinni rammsterku línu, eins og sjálíur regnboginn. — Það er svo mikil litagleði og lífsfögnuð- ur yfir þessari sýningu. Og hún er svo svöl og frjáls, að hún hefir lik áhrif á mig og norðurljós — hreins- andi og göfgandi — og það er þess vegna ekki undarlegt, að hugur minn hvarfli til vinanna heima, sem hafa vakað yfir okkar fáklæddu listagyðju. — Og það er einmitt þess vegna, að eg ekki get stilt mig um, að rita nokkur orð um þessa sýningu. Skyldleikinn tnilli Norðmanna og íslendinga er svo auðsær hér. Og einmitt í hinni nýju listastefnu sést hann fyrst svo að um munar. Það er eins og hin forn-norræna eðliskend blossi þar upp af nýju, hrein og sterk — en í nýrri mynd. Enda þótt Frakkar hafi létt undir fyrir norskum listamönnum með að finna sjálfa sig og kasta hinni marg- þæfðu hefð (tradition) (með fullri virð- ingu fyrir henni) og íslendingar ekki hafi átt sama fögnuði að fagna, þá er skyldleikinn merkilega áberandi á milli okkar og þeirra — það er sama löngunin — sami óafvitandi verkblær (tendens) hjá báðum þjóð- unum, sem einmitt verður svo áberandi og sjálfstæður, þegar lista- maðurinn verður sér sjálfum megn- ugur — þegar hann fer að skilja sjálfan sig og kryfja sinn verkblæ (tendens) til mergjar — og vel mundi Asgrímur svara sér á slíkri sýningu sem þessari. Og bið eg þann, sem þetta les, fyrirgefningar á, að eg tók mér þennan útúrkrók til Islands um leið og eg tala um listir Norðmanna. En það er einnig vegna þess, að eg i íslenzkri list þykist sjá sjálfstæðis- frjóanga, sem ætti að geta orðið ósvik- ið fræ á metum heimslistarinnar ein- hvern tíma úti i framtiðinni. Og svo að eg snúi mér aftur að efninu, þá ætla eg að nefna að eins nokkra af þeim ágætu málurum, sem gista þessa sýningu, og eg tel þá upp til hópa, yngri og eldri, vegna þess, að eg ætla ekki að útskúfa neinum af þeim, því svo mikil alvara er í þeim og á bak við þá alla, að þeir verð- skulda allir virðingu. Þá finn eg fyrst prófessorinn Kristján Krogh, hinn ágæta þekta málara og læriföður við listaháskól- ann í Kiistjaníu — með mörg lista- verk — og prófessor Halfdan Ström einnig með ágæt listaverk — Eirík Werenskjöld, sem sýnir svo marg- ar góðar dráttmyudir í svörtu og hvitu — Henrik Lund, Gustaf Vils og Rudolf Tygesen, H. Kíttelsen og Kristen Holbö með hesta á fjalli, framúrskarandi málverk. Thorleif Holmböl, Per Debritz, og Per Krogh með stóra listgáfu sem kemur í eftirtektarverðum molum. — Margir eru þeir fleiri, sem eg hefi fest hug- ann við á míaum mörgu ferðum gegn um sýningarsalina — en eg læt nægja að nefna tvo til, sem hafa dregið mig til sin einna sterkast — enda þótt þeir séu hver öðrum ólíkir. Annar er Harald Sólberg, fæddur 1869. Málverk hans eru alveg útaf fyrir sig, og líkjast engu sem eg áður hefi séð á myndum, hann, mál- ar helgiblæ náttúrunnar með hríf- andi rómantískum og einföldum lit- um — það er aðdáun mannssálarinn- ar fyrir hínni hátíðlegn alvöru og kyrð náttúrunnar, sem hann hefir málað. Og hann hefir áreiðanlega hitt nagiann á höfuðið. — Maður verður betri við að horfa á myndir hans, hann er svo þögull og sterk- ur, og svo góður — hann vekur barnið upp í þeirri sál, sem skilur hann — og dregur það mótþróa- laust til sinnar upprunalegu móður náttúrunnar, úti í hinni djúpu hlust- andi einveru. Maður man alt i einu eftir öllum hátíðisdögum heima á Fróni, og sérstaklega nýjársmorgni með léttu frosti, í hálfbirtingunni þegar tunglið er að hverfa á bak við heimafjallið. Hann Sólberg er ein- stakur sem málari, næstum merki- legt að ísland skuli ekki eiga marga alveg eins og hann. Hinn, sá ein- asti sem eg hefi tíma til þess að segja svolítið um 'er Munch — Ed- vard Munch, hinn norski málara- jötunn, og það er engin furða þó að Norðmenn standi framarlega í list- um á heimsmarkaðinum í augnablik inu, þar sem þeir hafa sllkan mann í viðbót við sína eldri listakrafta. Eg ætla mér ekki að fara að lýsa neinu af Munchs listaverkum, heldur að- eins virðingarfylst dáðst að honum. Hann getur skapað svo mörg stór verk enn með sinni víðtæku þekk- ing á listinni og hann hefir háð svo mörg strið í sínum innra manni og unnið sigur ofan á sigur — sem glögt má sjá á verkum hans — að hann hefir alla þá möguleika sem lista- maður getur átt til þess að skapa eitt verkið öðru sterkara og fegurra. Og það er þess vegna að maður trúir hinni svokölluðu yngri lista- stefnu — eftir að hafa séð Munch — svo einfaldan í sinni meistaralegu fjölbreytni (variation). Og maður byrjar að trúa því, að framtíðin eigi í skauti sínu óunnin lönd, sem listin ein getur unnið, og að mögulegt sé að skapa jafn göfga og góða list i framtiðinni sem nútíðarfyrirmyndina, Hellas fornmenjar (antiken) og þá seinni guðsbarna anda, Rafaello, Rem- brandt og Murillo. En á öðru sviði í annari frigerðri mynd, þar sem samlifið milli þjóðar og listamanns er betur vakandi en nokkru sinni áður, þar sem þjóðirnar finna vak- andi en ekki i draummóki, lifsþrótt sinn, og margfalda hann i frjálsbor- inni sköpunarþrá, sem er listarinnar insta eðli. — Þótt þessi sýning Norðmanna hrífi sem heild, og sem framúrskarandi frammistaða, einkum í þeirri nýju listastefnu, þá skoða eg hana alls ekki sem hámark hinnar yngri listar heldur sem sterkan frjóanga, sem okk- ar jarðar lista-anda er óhætt að treysta á — og eg tel það vafalaust, að norska þjóðin eigi eftir að lifa sína lista-gullöld — sem einmitt nú er að byrja að rofa fyrir — og hún muni létta undir fyrir mörgum ljós- þyrstum afleggjara, að trúa sínum eigin sérstæðishvötum, og hlúa að þeim með efnum, sem heyra upp- runa þeirra til, en ekki hinu gagn- stæða, áém hinn varhugaverði kenn- ari, venjan (traditionen), þrykkir inn i hina auðtiúa manneskjusál — og kemur henni til að gleyma sinni nýju fæðingu. Norski listamaðurinn er nefnilega ekki dauðdrepinn á endalausum skóla- bekk, undir yfirumsjón af innilukt- um kennurum — og liströgurum — heldur ekki er hann óskólaður — öðru nær, maðurinn, sem er að berjast við af öllu sínu ærlega eðli, að skapa því stað því fagra, sem hann finnur og sér með öllum sín- um sönsum og ástríðum — svo allir megi sjá það, og gleðjast með honum, hann þarf einungis að vakna og læra, læra sjálfur, til þess að byggja sinn eigin skólabekk — og þá er að taka eftir, hversu langan tíma það tekur fyrir honum að vakna — og það virðist vera tiltölu- lega stuttur timi, sem norski listamaðurinn þarf til þess að rekast á — og hann fer svo að leita eftir því sem til hans friðar heyrir — trúandi á sjálfan sig — heyandi hverja baráttuna ofan á aðra í sinni sterku sál — og hann finnur alt af eitthvað af kjarnanum — sjálfum lífskraftinum. Norðmenn eiga því láni að fagna, að eiga menrT sem hugsa með — og deila sálarkjörum með listamönn- um þeirra, án þess þó að þeir sömu menn taki þátt i sjálfri listasköpun- inni (produktionen). Einn af þeim, sem eflaust stendur fremst, og eg nefndi hér áður, er jens Thiis, vörð- ur listasafnsins i Kristianíu, hann er herra orðsins og því sjálfk jörinn boðberi — enda verið og er hinn sanni brautryðjandi fyrir norskar listir i útlöndum og heima. Einmitt hann, Jens Thiis, er stuðningsmaður hinnar nýrri listastefnu — með at- hugulu auga, margreyndu í lista- safni heimsins, tekur hann eftir frjó- öngunum í listaaíannahópnum norska — og gerist vinur þeirra á ýmsa lund, og greiðir veg þeirra á meðal annara þjóða, þar sem hann má því við koma, sem er oft, þar sem hann er viða þektur í Evrópu sem lista- vinur og framúrskarandi sérfræðing- ingur. I Danmörku er norskum listum vel tekið — og er það meira en bara i orði, þar sem þeir (Danir) hafa á þessari einu sýningu keypt af þeim fyrir nokkra tugi þúsunda króna. Myndhöggvararnir norsku eiga að að eins lítinn sal til málamynda á þessari sýningu. Það er erfitt að flytja myndhöggvara-verk, og áhætta, og það er sjálfsagt þess vegna, að hér eru engin stærri verk — svo sem »Helferð«. Að tölunni eru það niu myndhöggvarar, þar af sjö með eitt og tvö verk. Og hinir tveir, Jón Visdal með þrjú, hliðarmynd af Jónasi og Thomasine Lie — og Ingebert Vik með sjö, þar af er ung telpa í gipsi, Ijómandi fallegæ gjörð — og í hinum ýmsu bronce, marmara og gips myndum, sem fylla þennan litla sal, má l.ita styrkleik og fegurð, sem er sköpuð af listamönn- um, sem finna til og vilja vera sannir. Það er engin furða, þó lista-andi Noregs eigi svo marga góða lista- menn, sem raun er á, þar sem þeir að baki sér eiga sterka og hugprúða þjóð, sem hefir skarað fram úr yfir langt tímabil í siglingum og iðnaði — enda hin fjölbreytta norska nátt- úra með mislyndan illveðursbakka fyrir brimbarinni, geigvænni strönd, á móti sóibjörtum, faðmandi fjöll- um, og sveitasælu blaktandi i sum- arhyllingunum, hefir ekki verið þeim neinn slæmur bakjarl, því þó að andans sjálfstæði sé hjör einnar þjóðar, verður góður fjárhagur einn- ig hennar skjöldur — hin sterka hlíf, sem gerir viljann að veglegri byggingu. Og Norðmenn safna öllum kostunum svo dásamlega saman i eitt, með trúnni á sjálfa sig og sínum sterka vilja — og vinna anda sinn upp og fram í ljósið, sem liggur svo tvískift í hinu norræna eðli, og enginn, sem sér þessa sýningu, og skilur hana sem heild, dylst hugur um að hann stenaur augliti til auglitis fyrir framan lifs- bylgju einnar þjóðar — manneflda og sterka. Og hann finnur bTó'Sið sitt renna hraðara til hjartans en áður. Og með nýrri, blómstrandi lífs-þrá, sendir hann hlýjan huga sinn, laugaðan í þessari fögru sýnr þjóðinni norsku, með alúðar þökk fyrir svo hjartanlega augnabliks-sam- veru. Jóh. S. Kjarval. ----------------------- Guðsþjónustur próf. Har. Níelssonar. Aðalfundur þess fyrirtækis var haldinn þriðjud. 4. þ. mán., og var fjölsóttur. , Fræðslumálastjóri Jón Þórarinsson stýrði fundinum. Formaðurforstöðunefndarinnar,As- geir Sigurðsson konsúll, tók fyrstur til máls. Honum fórust orð á þessa leið: Mér hefir verið falið að skýra frá fjárhag félagskapar vors undanfarandi félagsár. Það er þá svo, að tekjurnar hafa verið kr. 1754.94 og útgjöldin kr. 1703.70; höfum vér því í tekju- afgang kr. 51.24. Þetta má nú kallast góður buskapur, samanborið við árið á undan. Þá höfðum vér í tekjuafgang við reikningslok kr. 26.-64, en Þess t>er að gæta, að það ár fengum vér inn 297 kr. fyrir fyrirlestur próf. Har. Níelssonar. Samkvæmt þessu er nú í sjóði kr. 77.88. Útgjöldin eru aðallega fólgin í borg- un til prédikarans, kr. xooo, og húsa- leigukostnaði. A árinu hefir próf. Har. Níelsson flutt 26 predikanir hér í kirkjunnir en auk þess hefir hann fluttJ. 1 pré- dikun í Akureyrarkirkju og aðra í- Hólakirku í sumarfríi hans og enn- fremur 1 í Hafnarfjarðarkirkju og aðra á Vífilstaðahælinu. Prédikanirnar hafa þannig verið 30 alls, sem próf. Haraldur hefir flutt á árinu. Aðgöngumiðar að guðsþjónustun- um seldust árið 1914 360 — 1915 570 Eg hefi átt tal við ýmsa stuðn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.