Ísafold - 08.04.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.04.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD ingsmean þessa fyrirtækis og hafa þeir allir lýst yfir því, að þeir væru fúsir til að styrkja það áfram með sömu fjárframlögum og síðastl. ár. Eg sé því ekkert, frá fjárhagslegu sjónarmiði, því til fyrirstöðu að fyrirtækið geti haldið áfram. í nafni nefndarinnar vil eg þakka öllum þeim, sem styrkt hafa þennan félagsskap vorn með fjárframlögum eða á annan hátt. Sérstaklega vil eg þakka gjaldkeranum fyrir vel unn- ið starf; einnig organistanum og söngflokk hans; og ennfremur um- sjónarmanni vorum, Helga Jónas- syni. Svo vil eg í nafni nefndarinnar, og eg þykist mega það líka í nafni allra þeirra, sem þátt hafa tekið í félagsskapnum, þakka vorum kæra bróður og meistara próf. Har. Níels- syni fyrir allar þær ánægjustundir, sem vér höfum notið hér á þessum stað. Það hefir verið ráðist á hann op- inberlega fyrir starfsemi hans. Þessu mátti hann búast við. Það er nokk- uð sem kemur fyrir alla, sem braut vilja ryðja fyrir nýjar hugsanir; en hann mun ekki kippa sér upp við það, og hver sem hlustaði á fyrir- lestur hans á sunnudaginn varkann- ast við, hve aðdáanlega hann kann að verja málstað sinn. Að slíkar árásir skaði málefni vort, það held eg, fyrir mitt leyti, ekki. Það mun vera svo með hina and- legu fæðu sem hina líkamlegu, að sé hún holl og maður finni að hún geri manni gott, þá sækist maður eftir henni, hvað svo sem aðrir, sem aðrar skoðanir hafa, segja. Eg vil biðja alla, sem hér eru samankomnir, að votta þakklæti sitt til próf. Haralds Nielssonar með því að standa upp. Fundurinn greiddi prófessornum þakklætisatkvæði í einu hljóði. Og prófessorinn þakkaði í fjörugri ræðu. Meðal annars mintist hann þar á aðal-starfsskilyrðin, sem hann hefði sjálfur sett frá byrjun fyrirtækisins, þau, að söfnuðurinn gæti sagt hon- utn upp á hverri stundu sem væri, en að hinu leytinu hefði hann áskil- ið sér að mega segja alt það á pré- dikunarstólnum, sem sanmzkan byði sér. Auðvitað væri hann fús á að hlusta á allar leiðbeiningar frá safn- aðarmönnum, meðal annars um það, hve varlega skúli tala; en samvizka siálfs hans verði þó æfinlega að vera dómarinn um það, að hve miklu leyti hann eigi að fara eftir leiðbeiningunum. Þvi næst var samþykt í einu hljóði og með öllum atkvæðum fundar- manna að halda fyrirtækinu áfram næsta ár. Forstöðunefndin var endurkosin i einu hljóði: Asgeir Signrðsson konsúll, Einar Hjörleifsson rithöf- undur, Halldór Þórðarson bókbindari, frú Helga Tohnson, frú Louise Jens- son, Olafur Rosenkranz kennari og síra Sig. P. Sívertsen dócent. í umræðum, sem urðu á eftir *nefndarkosningunni, kom fram nokk- ur óánægja tit af þvf, að vegna að- streymis að guðsþjónustunum væri oft örðugt mönnum, sem hefðu að- göngumiða, að fá sæti. Til þess að fyggja sér sæti, yrðu menn að koma nokkuð löngu áður en guðs- þjónusturnar byrjuðu. Það væri ýmsum óþægilegt, og auk þess spilti það loftinu í kirkjunni. Sumir vildu láta loka kirkjunni fyrir öðrum en þeim, sem hefðu aðgöngumiða. For- stöðunefndinni var falið að ihuga málið og ráða fram úr því. ------------«»**»------------ Norræna stúdentasainbandið, er eins og áður er getið komið á lagg- irnar hór á landi, með sérstakri deild í höfuðstaðnum. Næstkomandi föstu- dag b/ður það upp á góðgœti, þar sem er erindi um Suður-Jóta flutt af magister Holger Wiehe. Kvðldskemtanír eru með mssta móti í Reykjavík í vetur. Naumast líður svo nokkurt kvöld, að eigi só til skemtana kvatt á mörgum stöðum. í fyrrakvöld var troöfult í Báru búð til að hlyða á gamanvfsur , o. fl. hjá Bjarna Björnssyni og var hlegið dátt. í gærkvöldi hafði Hvítabandið inni góðgerða-kvöldskemtun. Svo eru Bíóin á öðru leytinu, og alt er þetta mjög vel sótt, eins og d/rtíðin só ekki til. Nýr barnaskóli. Svofelda tillögu um bygging nys barnaskólahúss sam- þykti bæjarstjórn á fimtudag, með 4 : 3 atkv.: »Bæjarstjórnin felur skólanefndinni að taka til sérstakrar yfirvegunar nauðsyn og möguleika þéss að byggja á næ3ta ári nýtt barnaskólahús fyrir bæitm eða viðbót við núverandi skóla- hús.« Flora tekin. í gær barst skeyti um það, að ' Flora hefði verið tekin, eftir að hún fór frá Færeyjum, af brezku herskipi og höfð til Stornoway á Skotlandi. Þetta tefur svo skipið, að naumast muu þess von fyr eu um miðja næstu viku. Gaskol fengin. Loksins kom hið langþráða gaskolaskip, sem von hefir verið á um langan tíma. Leit svo út lengi, að bærinn mundi verða gaskola laus og loka yrði fyrir gaskolanotkun að svo og svo miklu leyti. Farmurinn sem nú er kominn mun, að ,því er gasstöðvarstjorinn segir, endast fram í ágústmánuð. Búið er að gera ráðstöf- un til að ná í annau gaskolafarm svo drjugan, að dugi til sumars 1917. Þurfamannahæ'i. Ná er bæjar- stjórnin búin að samþykkja að kaupa örkina gömlu við Hverfiagötu: Bjarna- borg, fyrir þurfamannahæli. Mjólknrsölu-eftirlit. Efnarannsókna- stofu landsins hefir nú verið falið að hafa eftirlit með mjólkursöiu bæjar- ins og skal greiða henni 60 kr. á mánuði fyrir. Samningurinn er gerður til eins árs. Nýtt ættarnafn. Eiuar Indriðason bankaritari hef'ir fengið leyfi stjórnar- ráðsins til að taka upp ættarnafnið V í ð a r. Messað í dómkirkjunui á morgun kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. , Gullfoss kom í morgun frá Vest- fjórðum til Hafnarfjarðar. Gert er ráð fyrir að bann fari áleiðis til út- Ianda á þriðjudagskvöld. Það er að eins eitt atriði, sem vér vildum athuga. Þjónninn segir um herra sinn, að hann hafi »vitanlega í engu bteytt stefuu sinní og starfsemi í þjóðmálum« síðan Björn heit. Jónsson dó, og verið hans samverkamaður o. s. frv. Vill með öðr- um orðum láta svo skilja, að hin sjálf- sagða og afarnauðsynlega gagnrýning ísafoldar á stjórnmálastarfsemi B. Kr. sfðasta árið, snúist um leið gegn B. J. heitnum. Þessa lævísu staðhæfingu og fjar- stæðu v e r ð u r að kveða niður. Sannleikurinn er Bá, að meðan B, J. naut gat h a n n haldið í hemilinn á B. Kr., svo eigi lenti hann í gönu- skeiðum og öfgum með sínu ofstopa- fulla ráðríki. En síðan hefir breyting orðið á B. Kr., svo að ókleift hefir verið upp á sfðkastið við hann að tjónka. Övildin til einstakra manna og ráðríkið taumlausa fengið með öllu yfirhöndina. Bækur Hjálpræðishersins. Nýlega hefir Hjálpræðirherinn gef- ið úr æfisögu Davíðs Livingstone í íslenzkri þýðingu eftir Halldór Jónas- son cand. phil. Er það bók sem vel er þess verð að kaupa og lesa. Enn fremur hefir herinn haft til sölu (á dönsku) bækur um William Booth.s'tofnaDdi hersins, konu hans og enn fremur um John Wesley, trúboða — alt mjög góðar bækur. Sameínuða ölgerðarhósin 'dönsku (De forenede Bry^gerier) áttu nýlega 25 ára afmæli. Var þá gefið út mjög prýðilegt minningarrit um starfsemi þeirra, þykk bók, prýdd fjölda mynda. Þessi ölgerðarhús eru mjög góð- kunn hér á landi — vegna ölteg- undanna, sem þau hafa haft á boð- stólum, en það eru m. a. Krone-öl, Dobbelt-öl og Maltöl. Sameinuðu ölgerðarhúlin eru eitt- hvert stærsta og merkasta fyrirtæki Dana — i sinni röð. Með pvl að kaup prentata frá o% með pessum degi hcekkar að miklum mun (25*1$) neyðast undir- ritaðar prentsmiðjur til að hœkka verð á prentun að sama skapi. Þetia tilkynnist háttvirtum viðskiftavinum vorum. Reykjavík, 1. apríl 1916. Hlutatélagið Gutenfoerg Þorv. Þorvarðsson. Friöfinnur Guðjónsson. Þórður Sigurðsson. ísafold Félagsprentsmiðjan Olafur Björnsson. Steindór Gunnarsson. Prentsm. Bún Prentsm. 1». 1». Clementz Pétur Halldórsson. Þ. Þ. Clementz. Sími 586. Símnefni: Kjarval Pósthólf 595. Hotel Island nr. 28 a og b (Gengið úr Aðalsrræti) Ráðningaskrifstofa íslands og Ferðamannaskrifstofa ræður karla og konur til allskonar vinnu til lands og sjávar. Leiðbeinir ferðamönnum og útvegar þeim flestar nauðsynjar. Ennfremur annast undirritaður kaup og sölu á fasteignum og lausum munum. Fastur skriístofutími kl. 4—5, en annars er skrifstofan venjulega opin allan daginn. Tf). Tf. S. Tijarvat. Þegar utanbæjarmenn , óska að skrifstofan útvegi sér starfsfólk, þá geri þeir svo vel að láta beiðninni fylgja borgun undir svar. »Þversnm« hernaðurinn er mikill 1 »Landinu<(, þótt eigi muni hann skeinuhættur í landinu. ísafold er að sjálfsögðu þeim, þversum-herrunum, þyrnir í auga, af þvf hún eigi vildi láta þeim haldast uppi í fyrravor að fremja þann verknað, er kostað hefði oss það, að vera nú bæði stjórnarskrár- og fánalausir. Sá verknaður hefir verið nefadur sínu rótta nafni hór í blaðinu og er þeim, eins og eðlilegt er, ekki sem bezt við það. Þrátt fyrir »bannið« hór um árið fyrir starfsmenn Landsbankans að skrifa í blóð deilugreinar, hefir samt B. Kr. látið »þarfasta« þjóninn sinn í bank- anum fara a stúfana með atyrða-grein um Isafold í blaði haus í fyrradag. Eru það sömu brigzlin og fúkyrðin, sem Isafold er orðin vön úr þeim rauni — og kippum vór oss ekki upp við það. Tilhæfulausar sögur ganga hér i bænum um, að Eim- skipafélagsstjórnin hafi átt að halda fund nýlega, og ákveðið að stöðva Gullfoss hér og láta hann hvergi fara vegna ófriðarhættu. Enginn flugufótur er til fyrir þessu eða öðrum sögum af liku tagi. Yfirleitt mun alt of mikið skrafað um og gert úr hættu þeirri, sem nú eigi að vera búin siglingum milli landa af kafbátum og tundurduflum. Leiðrétting. Skipstjórinn á fiskiskipinu Esther, sem bjargaði báta- skipshöfnunnm og getið var í síð- asta hlaði, beitir Guðbjartur Ólafs- son, en ekki Guðjón. Skipstrand. Þilskip frá Færeyjum, »Teistinc að nafni, strandaði á miðvikudag skamt frá Kúðaósi fynr austan Mýr- dalssand. Skipshöfnin bjargaðist. 7fefen Hefler Fyrirlestur eftir prófessor Har. Níelsson fæst i Isafoíd. Verð 2% au. Yeðurskýrsla. Fimtudaginn 16. marz. Vm. logn hiti 1.2. Rv. n. kul, frost 1.0. íf. logn, frost 1.8. Ak. s. andvari, frost 5.8. Gr. logn, frost 6.0 Sf. n.a. kaldi, hiti 0.4. Þh. F. n. kul, 0.6. Föstudaginn 17. marz: v Vm. logn, frost 0.5. Rv. logn, frost 5.5. íf. a. kaldi, 2.2. Ak. v. gola, 1.2 Gr. Sf. n.a. st. kaldi, hiti 1.9. Þh. F. s.s.a. st. gola, hiti 5.2 Laugardaginn 18. marz. Vm. n.v. stormur, frost 0.6. Rv. n. kaldi, frost, 1.5. íf. n.a. kaldi, frost 5.7. Ak. n.v a. kaldi, frost 1.5. Gr. n.a. st. kaldi, frost 3.0. Sf. logn hiti 0.7. Þh. F. logn hiti 2.6. Sunnudaginn 19. marz. Vm. logn, hiti 1.7 Rv. logn, frost 6.3 ísaf. logn, frost 6.3 Ak. logn, frost 5.0 Gr. Sf. n.a. stinnings kaldi, frost 0.9 Þórsh, F. logn, frost 1.3 Mánudaginn 20. marz. Vm. logn, frost 0,5 Rv. logn, frost 5,0 íf. logn, hiti 2,3 Ák. logn, frost 3,0 Gr. logn, frost 9,1 Sf. logn, hiti 1,1 Þh. F. n.a. kaldi, hiti 3,2 Þriðjudaginn 21. marz. Vm. s.s.a. st. kaldi, hiti 3,9 Rv. a. andvari, hiti 1,0 íf. logn, frost 2,7 Ak. s.v. andvari, frost 4,0 Gr. i Sf. n. kaldi, frost 2,3 Þh. F. n.a. st. kaldi, hiti 1,7 Fimtudaginn 23. marz. Vm. s.a. andvari, hiti 1,2 Rv. logn, frost 2,5 íf. logn, frost 4,6 Ak. s. kul, frost 7,0 Gr. s.v. andvari, frost 7,0 Sf. n. st. kaldi, frost 3,7 Þh. F. n. stinnings kaldi, hiti 0,3 Miðvikudaginn 29. marz. Vm. n.v. kul, frost 0,1 Rv.. logu, frost 1,5 íf. n.a. st. kaldi, frost 1,9 Ak. n. sn. vindur, frost 8,0 Gr. Sf. n. st. kaldi, frost 5,7 Þh. F. a.n.a. stormur, frost 3,0 Fimtudaginn 30. marz. Vm. logn, frost 1.8. Rv. n.v. kaldi, frost 2.4. íf. n. rokstormur, frost 7.8. Ak. logn, frost 4.0. Gr. logn, frost 7.5. Sf. n. kaldi, frost 4.0. Þh. F. v. kaldi, hiti 3.0. Sunnudaginn 2. apríl. Vm. a. stormur, hiti 2.4 Rv. a. snarpur vindur, hiti 1.0. íf. n.a. stormur, frost 3.3. Ak. n.n.a. gola, snjór, frost 1.5. Gr. n.a. snarpur vindur, snjór, frost 6.5. Sf. n.a. st.kaldi, snjór, frost, 0.2. Þh. F. s.v. st.kaldi, hiti 8.5.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.