Ísafold - 22.04.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.04.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD það hafa ýtt undir stjórnina að taka fyrri kostinn, að undanfarið ár var fjárhagur almennings tiltölulega góð- ur, og því ekki ólíklegt að fjársöfn- un gengi grdðlegar en ella. En hvernig sem þessu var farið, þá verður ekki móti því mælt, að nóg höfum vér að gera með þriðja skip- ið. Tvö skip segja lítið til vöru- flutninga vorra. F.f vér eigum nokkru sinni að sjá sjálfir um alla flutninga að landinu og frá því — og engnm dettur nú annað í hug en að stefna að því takmarki, — þá þurfa mörq skip til þess. Það hljóta mörg ár að líða áður en að vér komumst svo langt áleiðis, enda hyggiiegra að rasa ekki um ráð fram. Arðvænlegasta skipiO. Það mun hafa vakað fyrir stjórninni, að nýja skipið yrði allstórt, en einfalt flutn- ingaskip líklega 15—2000 lestir að stærð með litlu farþegjarúmi. Slík skip eru auðvitað mun ódýrari en sæmileg farþegjaskip af sömu stærð, gerðin oftast nokkuð frábrugðin og hraðinn talsvert minni. Þó eg sé enginn sérfræðingur í því er að skipaútgerð lýtur, er mér kunnugt um, að slík flutningaskip eru miklu ódýrari í rekstii en farþegjaskipin og miklu minni kostnaður sem legst á hvert tonn af farmi. Til flestra vöruflutninga eru þau því drjúgum arðvænlegri en önnur skip, Eg hef því ætíð haft þá trú, að vér íslend- ingar hefðum átt að byrja á því, að eignast slikt einfalt og óbrotið vöru- flutningaskip, þó hitt yrði ofan á hjá stjórn Eimskipafélagsins. Eg tel því engan vafa á því, að þetta nýja skip verði Eimskipafélaginu mikill styrkur og mikil féþúfa ef verðið fer ekki fram úr öllu hófi og stjórn- in er góð. Með því má flytja alls- konar þungavöru til landsins tiltölu- Iega ódýrt, og sækja hana lengra en hentugt er á minni skipum, fara skreiðarferðir til sjálfra framleiðslu- landanna og spara sér á þann hátt óþarfá milliliði. Úr því að hagur félagsins sýnist standa á föstum fót- um og stjórnin fara vel úr hendi, fæ eg ekki betur séð, en að það hafi verið vel ráðið, að hefjast straxhanda, til þess að geta bætt við þriðja skipinu. Verðið. Þegar stjórn Eimskipa- félagsins hóf fjársöfnunina var gert ráð fyrir því, að komast mætti af með 300.000 kr. til þess að afla sér þriðja skipsins. Þetta hefir eflaust látið nærri áður en skipaverð hækk- aði til mikilla muna, en sennilegt þykir mér að þessi upphæð hrökkvi skamt, eftir því sem verð er nú orðið á skipum. Eg þykist vissum að hafi 300.000 kr. þótt nægilegt fé þá, muni ekki nú veita af 400.000 kr. og vanséð hvort þær nægja. Eg efast ekki um, að stjórn félagsins dragi heldur skipasmiðina en að sæta afarkostum meðan stríðið stendur yfir, en því miður eru allar horfur á því, að skip verði mjög dýr í mörg ár eftir að það er um garð gengið. Má því gera ráð fyrir, að skipið hljóti að verða mun dýrara en áhorfðist hversu sem að er farið. Fjár8Öfnunin. Eg hef getið þess áður að fjársöfnun félagsins hafi fengið betri undirtektir en margir skyldu ætla. Mun mörgum þykja fróðlegt að sjá hversu hún hefir gengið til þessa og hverjir hafa mest af mörkum lagt. Það er eins og af því megi sjá að nokkru leyti hverjir reynast ötulastir að efla sjálfstæði íandsins er til /ramkvæmdanna kemur, því virkilegt sjálfstæði landsins er að mjög miklu leyti undir því komið, að slík og því lík fyrirtæki sem Eimskipafélagið vaxi og dafni. Stjórn félagsins hefir sýnt mér þá velvild að láta mér í té eftirfarandi skýrslu. Hún sýnir hve mikið fé var komið inn 4. apríl þ. á. og hve mikið hver kaupstaður og sýsla hefir lagt til. Er héröðunum raðað eftir því hve mikil upphæð kemur á hveru mann í héraðinu. *) Kaupstaðir: (Mannt. 1914) Kr. Á mann: Akureyrar- og Oddeyrarkaupstaður . 12.875 ísafjarðarkaupstaður . 2.425 Reykjavíkurkaupstaður 18.525 Seyðisfjarðarkaupstaður 1.100 Hafnarfjarðarkaupstaður 650 Sýslur: Norður-Þingeyjarsýsla 9.700 Norður-Múlasýsla. . . 12.450 Suður-Múlasýsla . . . 20.565 Vestmanneyjasýsla . . 6.625 Vestur-Skaptafellssýsla 6.775 Suður-Þingeyjarsýsla 12,925 Húnavatnssýsla . . . 12.125 Skagafjarðarsýsla . . 12 100 Barðastrandasýsla . . 8.900 Rangárvallasýsla ... 9.650 Strandasýsla......... 4.625 ísafjarðarsýslur ... 15-338 Mýrasýsla............ 3-675 Austur-Skaptafellssýsla 2075 Borgarfjarðarsýsla . . . 4.125 Snæfells- og Hnappa- dalssýsla 5.775 Gullbr.- og Kjósarsýsla 5.125 Eyjafjarðarsýsla .... 6.675 Árnessýsla ...........5.725 Dalasýsla ...........1-3 50 Samtals 201 460 6.44 1.41 i-35 1.22 0.28 6.29 4 20 4.20 3.69 3-55 3-44 3-^5 2.83 2.75 2 42 2.39 2.33 1.93 1 81 1.67 1.50 1 22 1.16 0.94 0.62 2.29 ÖBrum fremri. Fjársöfnunin hefir þá i aðalatriðunum gengið þannig, að farið er fram á 300 þús. kr., en eftir tæpt ár hefir safnast á 300 þús- undið og er þó söfnuninni ekki lok- ið, jafnvel ekki óliklegt að alt féð greiðist sem um var beðið! En hverjir eru hér öðrum fremri, stór- tækastir, ötulastir og trúaðastir á að vér getum siglt vorn eigin sjó ? Akureyri skipar heiðurssætið i þetta sinn, og er það ánægjulegt fyrir gamlan Akureyrarbúa. Þar koma að jafnaði 6.44 kr. á mann. En fleiri eru þar efnamenn tiltölu- lega en í Norður-Þinqeyjarsýslu, sveita- héraði sem leggur til 6.29 kr. á mann. Báðar Múlasýslurnar eru hníf- jafnar (4.20 kr.), en 3—4 kr. koma á mann í Vestmanneyjasýslu, Vestur- Ska ftafellssýslu, Suður- Þmqeyjarsýslu og húnavatnssýslu. Þessi héröð eru þá fremst í flokki i þetta sinn og öðrum til fyrirmyndar. Smátæk þykir mér Eyjafjarðarsýsla með 1.16 á mann, og skömm þykir mér koma til Reykjavikur með 1.3 52,) að eg ekki tali um uppgangsbæinn Hafnar- fjörð, sem rekur lestina með 38 aur- um, hér um bil hálfu minna en lægsta sveitahéraðið: Dalasýs!a. Eftirtektavert er það, að Akureyri og Norður-Þingeyjarsýsla voru lika með allra hæstu héruðunum við fyrri fjársöfnunina til Eimskipafélagsins. Á Akureyri komu þá 6.75 kr. á mann en í N.-Þingeyjarsýslu 6.25 kr. Að eins Reykjavík fór fram úr þessu með 8.39 kr. á mann. SmiBshöggiB. Þannig skiftist þá féð 4. apríl eftii héruðum, hvernig J) Þó ber þess að gæta að flestir stórefnamenn eru við sjávarsíðuna, og er því meira fjár að vænta það- an en úr sveitahéruðum. 2) Þess má þó geta, að enn hefir verið tiltöluiega lítið unnið að fjár- söfnuninni í Rvík og því all-liklegt, að Reykvíkingar bæti drjúgu við. sem útkoman verður er söfnuninni er lokið. Hún hefir vissulega feng- ið góðar undirtektir og gengið framar öllum vonum, en eftir er þó að leggja smiðshöggið á þennan þriðja >fossinn.« Vér þurfum að safna 400 þús. kr. ef duga skal og þá þarf allmikið fé að bætast enn við. Þetta vex mér ekki í augum. Kaupstöðunum einum væri engin vorkunn að bæta fé þessu við, en eflaust leggja líka ýmsar sýslur sinn skerf til þess sem á vantar. Hér er ekki um nein guðsþakka samskot að ræða, ekki um að tapa einum eyri að því séð verður, heldur mjög álitlegt gróðafyrirtæki, sem þar á ofan er landsnauðsyn hversu sem á það er litið. Úr því stjórn Eim- skipafélagsins er svo stórhuga að færa strax út kvíarnar, þá er það skylt að láta ekki á fénu standa. Hennar er svo að sjá um að það komi aftur með góðum arði til hluthafanna. Tímarnir breytast. Ósjálfrátt dett- ur- mér í hug hversu tímarnir breyt- ast og alt er í hraðri framför hjá oss. A mínum skólaárum var það merkisdagur í Rvík er póstskipið danska kom á 1 —2ja m£naða frecti. Allar hugsjónir og framkvæmdir sið ustu áranna befðu þá þótt draummórar einir, botnvörpungaútgerðin, véla- bátaútvegurinn, íslenzkt eimskipafélag stofnað með samskotum sem nema hátt upp í millión króna og íslenzk- ur fáni — í íslenzku ríki! Enginn skal telja mér trú um, að enginn sé dugur í þjóð, sem fleygir þannig áfram bæði i hugsjónum og fram- kvæmdum. Bersýnilega eru fram- tíðarhorfur hennar glæsilegri nú en nokkru sinni áður. Vér erum að auðgast og mannast með ári hverju. Áður langt um líður sigla skip vor um höfin með íslenzkum fána, og Danir hafa algerlega horfið frá öll- um sínum fyrri kreddum um »stöðu Islands í ríkiuu.« Bankabyggíngarmálið Blað B. Kr. hefir alt á hornum sér um þessar mundir. Fyrir skömmu komst það svo vel og viturlega að orði, að það sagði að ráðherra væri að »prakka« lóð frú M. Zoéga upp á bankann. í næstsíðasta blaði sér B. Kr. þó svo sóma sinn, að hann lætur blaðið jeta þetta ofan í sig — sjálfsagt af ótta — við málshöfðun — og setja í staðinn »pressa«, þ. e. að ráðherra eigi að vera að þvinga bankastjórn- ina til að kaupa þessa lóð. En B. Kr. hefir eigi aðgætt það, að ráðherra þarf alis eigi að »pressa« eða þvinga B. Kr. til að kaupa neina Ióð undir bankann. B. Kr. hefir sem sé enga helmild til að kaupa neina lóð handa bankanum án sam- þykkis stjórnarráðsins. Og stjórnar- ráðið getur, ef það vill, keypt hvaða lóð, sem því sýnist, undir bankaun. Auðvitað fær B. Kr. að gera tillö^ur sínar um það mál, og eftir þeim verður vafalaust farið, ef þær sýnast skynsamlegar. Annars hefir frú Zoéga sýnt það tvímælalaust, hversu rakalaus sá á- burður B. Kr. er á ráðherra, að hann (ráðherra) væri að »prakka« lóð hennar eða »pressa« inn á Lands- bankann, með yfirlýsingu sinni í »Visi« á dögunum. Það var banka- stjóri Björn Sigursson, sem falaði lóðina ?f frúnni. En ráðherra hefir aldrei beðið hana eða aðra um lóð þessa. Annars verða skjöl um mál þetta birt bráðlega, og sést þá hið sanna í þvi. Það er annars ekkert nýtt þó að B. Kr. láti blað sitt flytja hitt og annað ósatt. En hversvegna lætur hann það ekkert minnast á þann sannleika, að B. Kr. réði tvo bygginga- meistara bæjarins til að sjá um bygginguna síðasl. sumar, og sagði, að þeim væri óhætt að ráða þegar verkafólk til að vinna að henni, því að þá átti svo sem að byggja það sumar, að hann auglýsti eftir tilboðum um aðflutning á sandi og möl til bankastæðisins milli Hverfigötu og Ingólfsstrætis, að hann hefir hringlað frá einni lóðinni til annarar og hefir alt af verið að því síðan gamli bankinn brann. Nú sem stendur sýnist helzt vera völ á 2 lóðum: annari milli Austur- strætis og Vallarstrætis, vöruhúss- og hótel-lóðunum. Þetta er vafrlaust bezta lóðin, sem unt er nú að fá. Hún er vitanlega dýr, en það sýn- ist mjög litlu máli skifta, hvort lóð undir slíka stofnun sem Lardsbank- ann er 10 þúsundum króna dýrari eða ódýrari. Það vinst margfaldlega upp í auknum viðskiftum, ef lóðin er þeim mun betri en aðrar lóðir, Vöruhúss- og nokkur hluti hótel lóð- arinnar eru taldir helzt til mjóir. En með því að fá ræmu með því að fá ræmu með fram Vallarstræti hjá bænum, sem verða mundi sam- tals um 56 fermetrar, gæti enginn að lóð þeirri fundið að því leyti. Og að sú ræma gæti kostað 30—40 þús. krónur, gæi engri átt náð. Fimtungur eða sjöttungur þeirrar upphæðar er það allra mesta. Hin lóðin er niðri á stakkstæði, fyrir austan Johnson & Kaaber. Hentug til vörugeymsluhúsa, en ekki undir Landsbankaon. Hún kostar um 101 þúsund krónur. Satt er það, að hún er stærri en hin. En rangt er það, að eigi geti bankinn eins fært út kvíarnar á Vöru- húss- og hótel-lóðunum. Sú lóð er 56 metrar á lengd, og má byggja á henni allri. Bankinn þarf að sögn bankastj. 38 metra. Verða þá eftir 18 metrar með götu, eða nokkru meira en lóðin undan Herdísarbúsi. Þar gæti bankinn bygt og leigt út meðan hann þyrfti ekki á því að halda, en tekið síðar til sinnar notk- unar. . Svo að þegar á alt er litið, verð- ur Austurvallar-lóðin litlu eða engu dýrari en hin. En margfalt betur löguð til bankastæðis. Enda er kunnugt um það, að sumir úr bankastjórninni telja þá lóð langbeztu lóðina, sem hægt er að fá. B. Kr. mun vera sá eini í banka- stjórninni, sem fyrir engan mun vill fá lóð þessa, hverjar sem ástæðurn- ar eru. B. Hugarfarið, Menn munu hafa tekið eftir, að síðan snepillinn hans »Lands«banka- björns fæddist, hefir verið stagast á því í hverju blaði, að Sjálfstæðis- menn væru keyptir af stjórn lands- ins til fylgdar við hana, eða gefið í skyn, sð þeir, sem styðja ráðherr- ann gerðu það einungis aft von urá: einhvern bitling eða mútur. Sýnir þetta dáindis félegan hugs- unarhátt, og er ekki ósamboðið blaði, sem ætíð er fult af hræsnis skvaldri og kerlingarmælgi. Aumingja ung- lingnum, sem lét flækja sér út í það að bendla nafninu sínu, sem fæstir þektu áður, við snepilinn, er vor- kunn. Hinum lítilsigldu sálum, sem að bankablaðinu standa — en þora~ þó ekki að kannast við það — og hafa nautn af því að dansa i kring um gullkálfinn í mammonsmusterinu, skal það ekki of gott að þjóna lund sinni, og enginn býst við göfugrt hugsunarhætti af fylgifiskum gamla mannsins, en lýsir sér í málgagnl þeirra. Það er ofur skiljanlegt, að vinum B. Kr. þyki það lfklegast, að menn vilji hafa eitthvað fyrir snúð' sinn eða hafi ekki ákveðnar skoðanir f landsmálum fyrir ekki neitt. X. Fortíðin. Það er hálf epaugilegt að sjá »Banka- blaöið« nua möimum um nasir hringlf í stjórnmálum eðá þykjast vera að svara öðrum um pólitíska fortíð þeirra, Öllum sem til þekkja hl/tur að detta í hug sú skoplega sjón, að sjá mann gefa sjálfum _ sér rokna kjaftshögg. Þekkja ekki veslings mennirnir, sem að blaðinu hans Björns standa, stjórn— málaferil »Landsdrottins síns«. Man enginn þessara manna hvernið B. Kr, reyndist i »Bræðingnum« ? Gekk í hann og skrifaði undir hann, en reyndi 8VO að ganga frá nafuinu sínu. Rám- ar velmetinn grískudósent og nýdubb- aðan bókavörð ekkert í þá frammistöðuí’ — En þeir lesa líklega ekki í penann hjá ritstjórninni. — Hafa menn alveg gleymt æfiferli Sig- urður Eggerz? Yill lífvörður B. Kr. ekki rifja upp fyrir sér hvíl/kur sjálf- stæðisgarpur S. E. var þegar Kristján Jónsson varð ráðherra? Skreið hann ekki sjálfur upp í ráðherrastólinn i skjóli skoðanaleysis, og fól hann sig' ekki lengi á þingi í utanflokkaskúma- skoti ? Man nú enginn »kappann« Guðm,- Eggerz? Heimastjórnarmanninn og nó þversummanninn ? Eða vita þeir menn ekki, sem fylgst- hafa með þingsögunni og verið háfa kunnugir í Sjálfstæðisflokknum hverj- um Þorleifur í Hólum hefir þjónað, hvernig sem alt hefir snúist hjá hús- bónda hans? Og svo eg fari út fyrir þingið, þá vil eg spyrja þá, sem voru kunnugir’ Sjálfstæðisfólaginu áður en þversum- menn brutust út úr því, hvort þeir muna ekki lengur framkomuna hans: Jörundar — vinar bankastjórans — við undirbúninglnn undir síðustu kosning- ar hér í bænum. Líklega hafa ekkí allir gleymt því, er hann gerði sitt? ýtrasta til að eyðileggja sigur Sjálf- stæðismanna með makki og daðri við andstæðingaflokkinn. Lengra nenni eg ekki að telja. Aunars er það all—einkennilegt, að ekki verður annað sóð af grein (meiafc- aralega vitlausri) / »Landinu« 14. þ. m. eftir Kjósanda(?), en að ritsmiðir blaðsins telji Sveini Björnssyni það til lasts og ámælis, að hann var á móti »Grútnum«, og telji það vítavert, að hafa verið »fyrirvaramaður«, sem þeir sjálfir voru! Greinin er reyndar einn hrærigrautur og endileysa, svo varía er takandi mark á neinu, sem þar stendur, og ber hún ljósan vott um salarástand þessara öfugsnáða, sem fylla flokk bankastjórans. Sjálfstceðismaður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.