Ísafold - 26.04.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.04.1916, Blaðsíða 3
 ISAFOLD því fagnað með hátíð hjartnanna. Hann lægir deilurnar á heimilunum, hann lysir upp sorgarmyrkrið, hann leiðréttir rangsnúið hugarfar manna, hann hættir lífi og limum til að frelsa aumingjana. Hann er sólin i dimmu hreysunum. En í Hofsfjörð þorir hann ekki að koma. Því að þar hafði hann verið prestur; þar á konan hans heima, bróðir hans og sonur. 20 ár ferðast Gestur. þá legst það í hann, að hann muni eiga skamt eftir ólifað, og vér hittum hann, þar sem hann er á leiðinni yfir fjallið, ofan í Hofsfjörðinn. Kaleik þjáninganna vill hann drekka í botn, hann vill heyra samsveitunga sína formæla Katli presti. Vér verð- um honum samferða bæ frá bæ, enginn þekkir hann, en allir hafa heyrt talað um Gest og þrá að hann komi. >Ö11 sveitin vissi, að Gestur eineygði var kominn. Þeir útheltu blessunaróskum sínum yfir hann. Þeir luktu um hann með kærleik sinumc En hann lætur alstaðar talið ber- ast að Katli presti — hvort þeir muni enn eftir honum? Og ástúðin i augum fólksins verður jafnskjótt að brennandi hatri og stjórnlausri gremju. »Þarna sat hann og laug- aði sig í kvala- og örvæntingar-baði formælinga þeirra«. Svona líður dagurinn. Og á næt- urnar stíga bænarandvörp hans upp til guðs úr hlöðunni, þar sem hann hvílist, — kvöl hins fullorðna og von barnsins, barátta mannsins um náð- ina. Það er sem hann við alt þetta styrkist í mildi sinni og festu gagn- vart mönnunum. Augu hans reka ilskuna á flótta, hið ástúðlega og hreina hugarfar hans knýr tárin fram í augun á hinum rangsnúnu. Þegar hann kveður á morgnana, biður fólkið hann að segja einhver orð að skilnaði, »þau orð, er það þarfnist fyrir.t Og hann segir við ekkjuna, sem er full af gremju: »Láttu hjarta þitt vera opið fyrir öllum kærleik, en lokað fyrir hatri, og sjáðu um, að muuhur þinn sé auðugur að blessunaróskum, en að út úr hon- um komi aldrei formæling.« Og við mikillátan og rogginn bóndann, sem nú stendur eins og barn frammi fyrir dómara sínum, segir Gestur þetta, um leið og hann leggur af stað: »Lyftu dálítið oftar á þig beiningapokanum.« Svona fer hann um, sár og leit- andi, unz hann kemur að bæ bróð- ur síns, heim til konu sinnar og sonar síns. Og þarna mitt í svarta- myrkri örvæntingarinnar, í dauðan- um, finnur hann ljósið og fær fyr- irgefninguna úr höndum kærleiks- ríkra manna og úr föðurörmum guðs. Þessi lýsandi ímynd kærleikans, svo skýr og lifandi, ætti að halda innreið sína i hjörtu allra. Síðan beztu daga Björnsons hefir eigi verið sköpuð göfugri persóna í list Norðurlanda. Eg þekki engan annan, er Gesti verði jafnað til, en biskup »Bien Venu* í bók Victors Hugo: Aumingjarnir. Því er líkt farið nm Gest og þá bók: hann geta þeir jafnt lesið, sem þykir mest vert um æsandi sögur og elska æfintýr- ið, og hinir, sem í kyrþey vilja lifa sig innilega inn í auðugt lundarlag °g göfugan hugsunarhátt eða vilja njóta afburða-listar. Gestur mun marka spor í hug þeirra allra, sem eigi þurkast bráðlega lit aftur. Sú lífsskoðun, sem ber uppi ann- an eins mann og Gest, þarfnast þess eigi, að hún sé útskýrð með orðum. En hinn fslenzki rithöfundur hefir og getað fundið orð, sem voru nógu látlaus og innileg, til þess að þau somdu sér í munni Gests. Þegar hann liggur á banabeðnum, innilyk- ur hann ósk lífs síns í þessi orð: »Ó, ef það væru margir, sem skildu það, að mesta afreksverkið er að af- neita sjálfum sér og flytja frið á jörðu«. Svona lízt nú þessum Norðmanni á »Gest eineygða*. Og hann held- ur víst að það sé miðaldra maður að minsta kosti, er hafi skrifað þessa merkilegu bók, og maður, sem »setið hafi við listalindir* árum saman og notið allra gæða mentunarinnar, eins og hinir rithöfundarnir, er hann skrifar um. Hvað myndi honum finnast, ef hann vissi, að þetta væri bláfátækur bóndason, og þekti æfi- kjör Gunnars Gunnarssonar. »Gestur eineygði* er nú þegar kominn út á fjórum tungumálum og verið að þýða hann á tvö önn- ur (ensku og hollenzku). Von er a honum á íslenzku með haustinu. Svo að íslenzkan verður þó hin sjö- unda í röðinni. En víða hefir Gest- ur komið áður en hann kemur til íslands. Þúsundum saman munu menn lesa þessa fallegu bók á erlendum tungu- málum, þeir er varla vita, að ísland er til. Efasamt, hvort þeir vita, að höjundurinn er Islendingur. Danir munu lika sjálfsagt fúsir að tileinka sér hann. En hinu fá lesendurnir varla gleymt, af því að bókin öll festir það i minni þeirra, að »Gestur eineyqðh er íslendingur. í honum hefir ísland eignast full- trúa erlendis — eignast hann fyrir ekki neitt, alveg ókeypis. Og eftir nokkurn tíma stærir þjóðin sig af honum. Þó tala margir enn sem væri það einhver óþarfa-eyðsla á krafti þjóð- arinnar, að leggja nokkuð til bók- mentanna, og of marga vantar skiln- ing á því, hvers virði og hver sómi það er þjóðar-krílinu Islendingum að eiga ágæta rithöfunda og listamenn. Sumir þeirra, þar á meðal Gunnar Gunnarssón, hafa neyðst til þess að flýja land. En meðan aðrar eins bækur og »Gestur eineygði*, »Fjalla-Eyvindur« og »Galdra-Loftur« afla Islandi frægð- ar erlendis, kveða jafnvel mætustu menn upp lir með það hér heima, að ekki megi veita þeim mönnum skáldstyrk af íslenzku fé, sem riti á erlendum tungum. Þó sjá peir um, að bœkurnar komi jajnframt svo fljótt út á íslenzku sem nokkur bóksali hér heima ýcest til að geýa par út. »Og engan skálda-styrk til danskra skáldaU Mig tekur sárt til þess, að sú setning skyldi standa i »Nýju kirkjublaði«. Eg þekki svo vel ritstjóra þess blaðs, að eg veit það, að þegar hann hugsar sig vel um, kýs hann ekki annan fulltriia fremur frá oss íslend- ingum inn á heimili stórþjóðanna, bæði hin fátæku og ríku, en »Gest eineygða«. Har. Níelsson. Verð á steinolin hefir nu verið hækkað um 15 kr. á tunnu, og kost- &r því hver líter rúma 30 aura fram- vegis. Heppilegt fyrir almenning að daginn er farið að lengja. Kvenfél. Hringurinn. »Hringferð« hans heppnaðist ágætlega, allir að- göngumiðarnir (1500 talsins) seldust, og altaf ös í veitingasalnum í Good- templarahúsinu. Skemtanirnar voru hinar ánægjulegustu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Kinn- arhvolssystur annaðkvóld kl. 8. Hr. Jón J. Straumfjörð skósmið- ur hór í bænum hefir verið skipað- ur pósthússvórður frá 15. des. 1915 að telja, en gegnir þó ekki embættinu fyr en frá 14. maí næstk. Olga, eitt af Lauritzsens skipunum, kom hingað í gær frá Bretlandi hlaðið kolum. Skipið hafði og mikinn póst- flutning meðferðis, um 90 poka alls. Var ekkert af því frá Danmörku. Botn- lupósturinn er því ókominn enn. Gnllfoss liggur ennþá í Lerwick í Englandi. Gunnar Gannarsson rithófundur, sem hór er staddur þessa dagana, en ætlar aftur til útlanda með »Botníu«, les upp nokkra kafla úr »G^sti ein eygða« í Bárubúð í kvóld, kl. 9. Sjálfsagt f/sir marga að heyra hann og sjá. Bækur hans eru farnar að bera nafn íslands út um heiminn. En eng- in þeirra stendur eins framarlega í því að afla þjóð vorri virðingar erlendÍB sem »Gestur eineygði«. Hugmyndir B. Kr. um þingræði. Hér á árunum hélt Björn banka srjóri Kristjánsson fyrirlestur, eftir beiðni sinni, í Stúdentafélaginu um þingræði. Enginn botnaði þá neitt i því, sem hann sagði, og sjálfur hann vitanlega allra sízt. En nú siðast í blaði sínu lýsir hann eða lætur lýsa hugmynd sinni um þingræði. I blaði hans stendur þessi klausa: »Einar Arnórsson tekur við ráð- herraembætti i þrássi við hinn þjóð- kjöina meiri hluta, með tilstyrk minni hlutans, Heimastjórnarmanna, og ber stjórnarskrána fram upp á opna bréfið 1913, en fellur frá fyrir- vara alþingis, þingskilyrðunum.* Enginn efi er á því, að B. Kr. veit, hvað gerðist hér í fyrravor og hvað á síðasta þingi gerðist í stjórnar- skrármáiinu. Alt, sem Einar Arnórsson gerði í stjórnarskrármálinu, þótti meiri hluta beggja deilda Alþingis gott. Eftir- varinn sæli var feldur með rök- studdri dagskrá i neðri deild, þar sem þvi var lýst yfir, að staðýest- ingarskilmálar stjórnarskrárinnar jull- nœgðu ýyrirvara Alpin^is 1914 0% að deildin lýsti yfir ánœgju sinni yfir staðýestingu stjórnarskárinnar. Undir þessa dagskrágátu skilyrðis- laust skrifað 16 af 26 þingmönn- um deildarinnar. í efri deild var sama ályktun gerð með 8 atkv. gegn 5. En af þessum 5 var einn þingmaður (Karl Einarsson), sem þegar frá byrjun taldi það hina örg- ustu fjarstæðu, að fyrirvara Alþingis 1914 væri eigi fullnægt. Karl Finn- bogason, sem að visu var meðal þessara 5, taldi engum réttindum glatað, en fyrirvaranum ekki bók- staflega fullnægt. Likrar skoðunar var Jósef Björnsson. Af þingmönnum neðri deildar voru þessir eindregnir með þversum- skapnum: Sig. Eggerz. Björn Kristjánsson. Vog-Bjarni. Benedikt Sveinsson. Guðm. Eggerz (gamall Heima- stjórnarmaður, en auðvitað nú dygg- ur fylgifiskur Sig. Eggerz bróður síns). Hjörtur Snorrason (sem altafhefir verið dygt hjú B. Kr.) og Skúli Thóroddsen (sem sá ill- gjarnlegar og ráðleysislegar atfarir þeirra og sleit þvi öllu löguneyti við þá siðar á þinginu). Um Jón á Hvanná, Þorleif Jóns- son og Þórarinn Benediktsson er það að segja, að þeir töldu einhvern eftirvara réttari, en töldu þó eigi ráðherra hafa meira aðgjört en svo, að alls ófáanlegir voru þeir til þess að greiða atkvæði með vantrausts- yfirlýsingu. í neðri deild voru þvi — segi og skrifa sjö menn — sem vildu greiða atkvæði með vantraustsyfirlýsingu. í efri deild höfðu þeir síra Kr. Dan. og sjálfsagt Hákon, er vafalaust hefðu þóknast þeim og greitt atkvæði með vantraustsyfirlýsingu. Reyndar lýsti Hákon því yfir á flokksfundi, að hann vildi alls eigi greiða atkvæði með vantraustsyfirlýsingu. En eftir þeirri reynslu, sem menn hafa, má þó óhikað gera rið fyrir að hann hefði brigðað þau orð sín. Jósef Björnsson lýsti því yfir í þingræðu, að hann mundi eigi greiða atkvæði með vantraustsyfirlýsingu. Þeir, sem ráðherra vildu feigan og töldu hafa afbrotið, svo að hon- um ætti ekki að vera vært í embætti, voru því 8 meun eða 9, ef Hákon er talinn með þeim, aí 40 í þinginu, eða einn þriðji hluti stuðningsmanna Sig. Eggerz 1914. í fullu trássi við þessa 8 menn tók ráðherra við og hélt embætti. Það var alt þingræðisbrotið, sem hann framdi. En eftir skoðun B. Kr., og flokks- bræðra hans, áttu þessir 8 speking- ar að ráða lögum og lofum í þing- inu. Þeir áttu að fá að ráða þvi, hvort landið fengi stjórnarskrá sína stað- festa, eða ekki. Þeir áttu að ráða því, hvort leggja skyldi út í óþarfa, og þó vonlausa baráttu við konungsvaldið. Eða hvað hugsuðu þeir? Liklegast að eins að hanga við vöid og leggja niður skottið gagn- vart konungsvaldinu. Það mun aðallega hafa vakaðfyrir þeim. Um fullnægingu fyrirvarans verð- ur síðar talað stuttlega, þótt varla sé þess þörf, þar sem síðasta alþingi hefir berum orðum lýst honum fullnægt og lýst ánægju sinni yfir staðfestingu stjórnarskrárinnar. En »þingræðisgarparnir« B. Kr. og aðrir honum jafnsnjallir telja það eitt auðsjáaniega þingræði, að þeir fái að ráða, enda þótt þeir séu að eins 8 *) eða Vs hluti þingsins. D. *) í þessu sambandi þarf ekki að telja Hákon með, því að hann hefir engu »ráðið« hingað til, og allra sizt atkvæði sínu. Yörnr teknar úr GnllfossL Eimskipafélaginu barst símskeyti frá Lerwick á laugardagskvöldið, þar sem Emil Nielsen framkvæmda- stjóri, sem er einn farþega á Gull- fossi, segir að Bretar hafi lagt hald á um 200 smálestir af óverkuðum saltfiski, sem skipið hafði meðferðis héðan. Mun skipatökuréttur Breta verða látinn skera úr þvi hvort vör- urnar skuli upptækar eða að þeim skuli slept. Samkvæmt upplýsingum sem vér höfum aflað oss, voru það 4 firma, sem þessar vörur áttu að fá. Eru móttakendur allir menn biisettir í Danmörku. Mun Bretum þykja lík- legt að vörurnar hafi átt að send- ast frá Kaupmannahöfn til Þýzka- lands, og þess vegna lagt hald á vörurnar. Eftirtektavert er það, að Bretar tóku fyrst póstinn úr Gullfossi og: munu áreiðanlega hafa rannsakað hann grandgæfilega. Að því loknu ákveða þeir að leggja hald á fiskinn. Lítur helzt út fyrir, að þeir hafi fundið í póstinum einhver sönnunar- gögn þess, að fiskurinn hafi átt að fara til Þjóðverja. Að öðrum kosti mundu þeir áreiðanlega hafa látið skipið halda áfram til Kaupmanna- hafnar óhindrað. (Úr Morgunbl.) t Jónas Guðlaugsson skáld. Lát hans var simað ísafold 18. þ. m. frá Kaupmannahöfn. Hafði hann nýlega verið kominn til Þýzkalands á heilsuhæli, vei»na taugaveiklunar, er hann þjáðist af. Jónas var einn af þeim ungu mönnum vorum, sem fámennisins vegna, og þess er því fylgir, varð að flýja landið sitt og setjast að utanlands. Kennir þess víða í ritum hans, að honum féll það þungt að mörgu leyti. Hann gaf út síðari árin 3 ljóðasöfn og 3 skáldsögur á dönsku, er lokið var lofsorði á. Jónas var gáfumaður mikill, áræð- inn og drengur góður, og er þvi hinn mesti skaði að fráfalli hans. Hann var að eins þrítugur að> aldri. Svar. Herra Aki, eg trúði því eigi í fyrstu ab þú værir höf. greinarinnar í 28 tbl. ísafoldar. En ekki þarftu að segja mór það eftar en tvisvar, og trói eg því nú að höf. greinnarinnar »heiti nú einu sinni Aki.« Þess vegna bið eg nú alla landsins Gísla velvirðingar á því, ef mér hefir komið til hugar að nokkur þeirra hafi sett saman þetta óþokkabull þitt, Aki sæll. Malað,u svo áfram í Aka nafni. 25 U 1916. Bjarni Jónsson frá Vogi. Aths. Höf. er beðinn »velvirðingar« á því, að í síðasta »svari« hans féll framau af inngangurinn, er eigi var síður mergjaður en innihaldið, en hann var svo : »S. T. h e r r a A k i í í s a f o 1 d.« Sjá menn væntanlega, að greinin verð- ur ekki lítið sélegri þannig á sig kom- in, því að annars kemur hún eins og skrattinn úr sauðarlegnum. Þar sem vangá þessi var ekki Aka að kenna, væntir hann þess, að Bjarni reikni honum það ekki til miska á dómsdegi. Út af því, sem Bjarni skrifar hór að framan, verður Aki að láta í ljósi undrun sína á því, að Bjarni skyldi ekki trúa því, að hann (Aki) væri höf. greinarinnar, þar sem hafn hans stóð þó fullum stöfuni undir. Sjón hefði átt að vera sögu ríkari. Vill ná Aki mælast til þess, að eigi verði óðrum hér eftir (og jafnvel ekki nein- um »Gíslum«) blandað inn í þetta merkilega mál. Og ef hann á að verða við þelm óskum Bjarna, að halda áfram að »mala«, leyfir hann sór að æskja þess á móti, að uppgjafaviðskiftaráðunaut- urlnn hætti að g a 1 a. Eða ef haun á þess ekki kost að sjálfráðu — það eru sumir hanar með því marki brendir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.