Ísafold - 03.05.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.05.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Þýzkalands á sjóoum. Og fái hann einn að ráða, er eigi annað sýnna, en svör Þjóðverja verði þau, að Bandaríkin neyðist til þess að slíta viðskiftasambandi landanna. Sendiherra Þjóðverja i Washing- ton, Bernstoiff greifi, reynir á alla lund að miðla málum, en Mr. Ger- ard, sendiherra Bandaríkjanna í Ber- lín, hefir fengið skipun um það að vera við því búinn að hverfa þaðan með stundar fyrirvara. Ófriðarótti í Hollandi. Snemma í fyrra mánuði gengu tröllasögur um það, að Hollendingar byggjust við því þl og þegar að sogast inn í styrjaldar-hringiðuna. Og vist er um það, að nokkur ótti Tiafði þá gripið Hollendinga. Kvöddu þeir af skyndingu saman allan sinn her, og tók stjórnin allai flutninga- brautir landsins undir sína umsjá. Tvennum sögunum fer um það, hvað þessum ófriðarótta muni hafa Valdið. Ætla sumir, að hann hafi kviknað af þvi, að Þjóðveijar söktu hollenzku fólksflutningaskipi, sem Tubantia hét, og Hollendingar muni eigi hafa þózt meiga þolx það orða- laust. En hitt er talið sennilegra, að Bretar hafi sett þeim einhverja kosti svo harða, að þeir hafi eigi getað gengið að þeim. En hvað sem um það er, þá eru Holletidingar víst sloppnir í þetta skiíti — hvað sem síðar verður. Orvistan hjá Verdnn. í ofanverðum febrúar mánuði hófu Þjóðverjar hina miklu sókn, sem enn er eigi lokið, á frönsku vígja- borgina Verdun, sem stendcr hjá ánni Meuse. Er það ein hin ákaf- asta, grimmilegasta og mannskæð- asta sókn, sem sögur fara af. Þjöð- verjar hafa haft ærinn liðskost og mikið hafa þeir unnið á, en þó er enn langt frá því að þeir hafi náð Verdun. Frakkar hafa varizt af hinni mestu hreysti, en við raman er reip að draga, og hafa þeir þess vegtia orðið að taka á þvi, sem þeir áttu til. Hafa þeir því dregið sam- an sem mest iið á þeim slóðum, en Bretar hafa aftur fært út kvíarn- ar og Iengt orustuvöil sinn að mun, til þess að Frakkar ættu þeim mun miljónum króna til að verj3 hlut- leysi sitt. Eftir styrjöldina verður ísland eitthvert rikasta land í Norð- urálfu. Efnin hafa aukist langt fram yfir það, sem menn hafa gert sér í hug- arlund. En hér skortir hugsjónir. Það er ekki til neins að neita þvi, að hugsjónirnar hafa ummyndað þjóðirnar. Hver þjóð hefir sál, og sálin hefir þarfir eins og likaminn. Hugsjónalaus þjóð er — hreppur. Þingið, sem hún lætur fulltrúa sína sitja, verður — hreppaskilaþing til að kjósa nýjan hreppstjóra. Það lyfti áliti okkar, bæði í okkar eigin augum og annara þjóða, ef við hefð- um eitthvert mark og mið í andleg- um efnum að stefna að. Það væri öllum auðsætt, hve vel það færi á afkomendum þeirra manna, sem skrif- að hafa íslenzku sögurnar. Það findi margur útlendingurinn, hve sjálfsagt það væri fyrir þjóðina, sem átt hefir Snorra Sturluson, að hafa andiegar hugsjónir á dagskránni. Tekjur land- sjóðs 1915 voru þvi sem næst 3 milj- kr., þar af voru innheimtar i Reykjavík xioo þús. krónur. Við ættnm að veita xoo þús. kr. á ári til að styðja listir og byggingar yfir þær. Það er V11 hluti af þvi, sem Reykjavik borgar nú i landsjóð, Vso af þvi, sem aðrir landshlutar greiða. Eg ætlast til, að 25.000 kr. gangi hægra með að verja Verdun. Þykir mikið undir því komið, að Þjóðverj- ar nái ekki borginni og vígjunum þar. Gauga nú og fregnir um það, að tússneskir hermenn séu komnir til Frakklands, og má á því sjá, að mikið þykir bxndamönnum í húfi, er þeir seilast svo langt til lið?. Mun þetta rússneska herlið vera komið frá höfnunum hjá íshafinu, annaðhvort Archangel eða Alexmd- rovsk. Her Þjóðverja, sem sækir á hjá Verdun, stýrir Vilhjálmur keisaraefni þeirra. Er hann talinn ofurkapps- fullur og metnaðargjarn fram úr hófi, og sepja bandamenn að þess gæti nteira í herstjórn hans, heldur en forsjár. Sókn Rússa. Um miðjan marzmátíuð hófu Rússar sókn á austurvígstöðvunum. Þykir sýnt, að þeir muni hafa gert það til þess, ef verða mætti, að þá slotaði nokkuð sókn Þjóðverja í í Frakklandi, því að eigi var tíminn til þess heppilega valinn. Stóð sú sókn líka að eins skamma hrið, því að þá komu votleysingarnar og bönnuðu allar herraðarframkvæmdir. Unnu Rússar ekkert á, en létu margt manna, 140 þúsundir, að því er Þjóðverjar segja. Betur gengur Rússum suður i Litlu- Asiu. Hafa þeir nú nýlega tekið þar af Tytkjum þá borg, er Trebi- zond heitir. Er það hafnarborg við Svartahafið. í Persíu sækja Rússar einnig fram, en þar eru vegleysur einar og sækist þeim því seint. Átásir á Englanð. Þjóðverjar hafa í þessum mánuði gert hverja loftfaraárásina á eftir attnari á England. Hafa þeir kastað niður sprengikúlum á ýmsar borgir, en hveit tjón hefir af því hlotist, er mönnum ókunnugt. Þá hafa þeir og sent þangað flotadeild, sem skaut á borgina Lowestoft, sem er nokkuð fyrir sunnan Járnamóðu. Brezk landvarnarskip tóku á móti Þjóðvetjum og eftir tvær slundir héldu þeir svo undan og heim. Munu þessar árásir aðallega gerðar til þess að halda við hugrekki þýzku þjóðarinnar, því að eigi munu þær hafa svo mjög mikla hernaðarlega þýðingu. Þó eru nú Bretar teknir að ókyrrast all-mjög, og þykir þeim hart að búa undir þessum árásum. Er það nú ofarlega á baugi þar, að stofnað verði nýtt ráðuneyti — loft- flotaráðuneyti, eins og áður er til hermála- og flotamála-ráðuneyti. Telja margir að með því móti einu verði hægt að xbægja flugmönnum Þjóðverja frá landinu, og ef til vill gjalda Þjóðverjum lcftárásirnar í sömu mynt með rentum og renturentum. Jafnframt eru Bretar nú að auka her sinn og er svo að sjá sem her- skyldulögin, er áður náðu að eins til ókvæntra manna, muni nú látin ná jafnt til allra vopnfærra manna í landinu. Suður á Balkan. í Saloniki situr enn her banda- manna og hefst ekki að. Þangað til að borga leikendum og annan kostnað við rekstur leikhússins, 25.- 000 kr. gangi til að styrkja aðra listamenn. En 50.000 kr. á ári gangi fyrst um sinn til að byggja leikhús og listahöll. 100 þús. krón- ur til andlegra samgöngumála á ári er einn sjöundi eða áttundi hluti þess, sem greitt er til samgöngumála á sjó og landi árlega. hafa og verið fluttar leifar serbneska hersins, en Grikkjum er einhver ímugustur á þvi og eru nú sagðar væringar með þeim og Bandamönn- um. Grikkir eru í hinni mestu fjár- þröng og hafa reynt að fá lán er- lendis. Bandamenn vilja eigi lána þeim nema þeir gangi þegar inn i ófriðinn með sér. Miðríkin voru fús að lána þeim fé, en settu svo harða kosti, að þeir þóttu óaðgengi legir. Varð þá fjármálaráðherra Grikkja að segja af sér, en Rallis dómsmálaráðherra bætti við sig em- bætti hans. Er hann skörungur mikill, en þó eru taldar til þess miklar líkur að Skuludis-ráðuneytið muni verða að hröklast frá völdum. Er þá Venizelos talinn líklegastur til þess að taka við stjórnartaumun- um enn einu sinni og mun þá enn til tíðinda draga þar. Rúmenar sitja enn hlutlausir hjá, en þó munu þeir nú vinveittari Miðríkjunum en nokkru sinni áður. Er það til marks um það, að Austur- ríkismenn hafa tekið burtu lið það er þeir höfðu á landamærum Rúmen- iu og sent það á hendur ítölum, en Rússar hara mikitin herbúnað við Duná, þar sem hún skilur^lönd þeirra Rúmena. Þá er og sagt að Þjóð- verjar og Rúmenar hafi geit með rér samning um það í þessum mán- uði, að þeir skuli skiftast á öllum þeim vörum, sem hvorir meiga án vera. Þjóðverjar hafa þegar leyft að flytja mikið til Rúmeníu af efnt- vöru, og enn ftemur hafa þeir nú afhent margar eimreiðir, sem Rúmen- ar höfðu pantað hjá þeim áður en ófriðurinn hófst, og þeir höfðu eigi viljað sleppa fyr. ----------0 -------- 1 1 .. Verkfall. Húsetar á botnvörpu- skipunum hafa gert verkfall. Sam- komulag hefir ekki komist á enn. Goðafoss kom hingaS sunnudag 30. apríl. Meðal farþega voru: Pótur J. Thorsteinsson kaupm., Th. Krabbe verkfræðingur, Pótur Ólafsson kaupm. frá Patreksfirði. x>£nginn getur gizkað á« heitir afar skemtilegur sjónleikur í 4 þáttum, eftir Bernh. Schaw, sem Leikfólag Reykjavíkur ætlar að sýna bæjarbúum næstkomandi sunnudag. Jacob Havsteen, stórkaupm., hafði útvegað gaskol þau í Bretlandi, er e.s. Hekla kom með 1. þ. m. — Skipið hafði lítinn póst meðferðis: Ráðherra hefir látið dómkveðja þrjá menn til þess að meta hvor lóð- in, Hafnarstrætis- eða Hótelsrústa-lóðin, muni vera betri fyrir Landsbankann. Hefir bæjarfógetinn kvatt til þessa: Ásgeir Sigurðsson kaupm., Einar Er- lendsson byggingameistara og Jón Þor- láksson landsverkfræðing. Hjálpar-beitiskip, brezkt, kom hing- að í gærdag, beint frá Englandi, með brezka ræðismanninn, E. G. Cable, er dvalið hefir þar um tírna. Bókafregn. Nýir vegir. Tillögur um fjárhags- mál landsins. Eftir Böðvar Jónsson yfirdómslögmann á Akureyri er ný- kominn út. Verður nánara minst síðar. Tímarit isl. samvinnufólaga, X. ár, 1. hefti er nýútkomið. Efni: Framtíð samvinnufólaganna, Samvinnustarf Dana. Dýrtíð og vöruverðlag, Sam- tíningur. Borgið ekki 2 peninga fyrir einn. Hér er dálitið sýnishorn til sannindamerkis um það hvar kaupiii gerast bezt. »Optimus€ Primusar á kr. 8.60. Blikkfötur galv. n þm. á kr. 1.55, 12 þm. á 1.75, 13 þm. á 1.90 14 þm. á kr. 2 00 fatan. Galv. Blikkbalar með gjörð 22 þm. áv. á kr. 3.50, 24 þm. á kr. 3.85, Galv. Blikkbalar gjarðarlausir 24 þm. á kr. 3.50. Verzl. B H. Bjarnason. Islenzknr nútíðar-ská ldskapur. Höfuöskáld fjárlagannna. Eftir Arna Jakobsson. Fiest stórskáld eru einnig hug- sjónamenn og kennimeistarar, og þegar þau láta verk sin flytja hug- sjónir og kenningar, þarf skáldið að hafa svo mikið vald yfir listnni, að þetta komi einungis fram I hugsxna ferli og lífsbreytni þeirra persóna, sem skáldin skapa, án finnanlegs út- reiknings eða örlagadóma, sniðna af höf sjálfum til þess að koma fram sögulega ákveðnu efni. Hvers vegna hefir bókin »A guðs vegum* orðið eitt af mestu lista- verkum bókmentasögunnar? Sjálf- sagt er það fleira en eitt, en einkum mun það stafa af þvi, að þar er hin háleitasta kenning flutt af ótakmörk- uðu valdi skáldsnildarinnar, með sálarlegum skilningi og röksemdum frá einkalífi persónanna, sem skáldið skapar, og það svo snildarlega, að við fyrsta lestur er það vart finnan- legt, að hér sé skáldið að flytja djúpsetta kenningu og eina af feg- urstu hugsjónum mannsandans. í áður útkomnum bókum J. Tr. virðist Iitið bera á hugsjónum eða kenningum, sem verkin sérstaklega eiga að flytja, og "gátu sögur hans verið sæmileg skáldverk fyrir þvi. Þetta má heita fyrsta bókin, sem höf. færist í fang að beita skáldgáf- unni, gagnvart þessu viðfangsefni, er þá næst að athuga, hvernig það tekst. Við lesturinn finst svo qreinilegur og ópreijanlegur útreikningur höf. á efni sögunnar og allri meðferð kenningarinnar, alveg utanveltu við þær röksemdir,' sem hugsjónin þurfti að fá frá sálarlífi persónanna sjálfra, og meðferð söguefnisins með svo tilfinnanlegum öfgum, að fyrir þetta getur þessi kafli bókarinnar aldrei haft tilætluð áhrif á lesandann, og stafar það af því, að hér vantar hið nákvæma samtæmi, sem skáldlistin heimtar af þeim, sem með hana fara, og ekki síst þegar skáldin fara með þessi efni. Til að sýna þetta með fyistu rök- um þyrfti langt mál og margarupp- tekningar úr bókinni, en til þess að eyða ekki of miklu rúmi læt eg mér nægja að benda á tvent. I fyrsta lagi eru frásagnir og lýs- ingar höf. á óförnm Páls lögmanns í baráttu hans við systirina, svo aug- ljóslega öfgafullar og fjarri eðlilegum hætti, að þær missa gersamlega mátt sinn í huga lesandans. Það minsta sem krefjast verður af þeim, sem segir sögur af liðnum tima, er það, að það verði óútmáanlegt úr vitund lesandans, að þannig hafi pað verið eða þannig hafi það getað verið. En það vantar mikið á, að þetta sé hér. Öfgarnar óþolandi til hrakningar þvi sem höf. er að hnekkja, og lika til stuðnings því sem hann er að reisa. Þetta er i öllnm 5. þættinum og hvað mest í kaflanum »Eftirleitir«. Tit þess að benda á nokkuð nefni eg örfá atriði: Lögm. sækir að Önnu við 12. mann um nótt. Sumir þeirra elta Stein á Fit út í mýrar og fen og sumir út á sanda og eru að bisa við að draga hesta sina upp ýr dýj- um og fenjam alla nóttina 1 bls. 99. Lögm. skipar mönnum við allar dyr á Stóruborg. Einn af þeim, sem brjóta á upp aðaldyrnar, fellur f rot og er óvlgnr 1 Fáir virðast því eftir til að fara í bæinn. Þessir fáu hrekja íólkið nakið og skjálfandi af hræðslu. upp úr rúmunum, og yfirheyrslan byrjar, bls. 100. En i allri htæðsl- uttni fer fólkið með slægustu undan- brögð og flækjnr og það með vaðll og háreysti, og það þó Anna sé hvergi nærri! Svo fer Páll til Onnu, og þar lætur höf. hann brjóta upp kistuna með ódæma öfgalýsingu. Þjóðsagan getur þó um, að hann hafi hlíft kistunni, og þar hafi þá Hjalti verið. J. Tr. hikar ekki við að yrkja öfugt við þjóðsöguheimild- ina, og gerir Pál lögm. þar með að minni og verri manni, en þær heim- ildir gera, sem hann byggir efnið á. Þessi öfgameðferð helzt bókina á enda, og við síðustu niðurstöðu verður hugsanasamhengið laust og utanveltu við útleiðslu efnisins á þann hátt, að höf. slengir saman sjálfs sín ákvörðnnum og hugsana- sambandi persónanna, og við þetta. skapast mótsögu, og er það á bls. 204 og 208. Sverðið lögm. lætur höf. falla sjálfkrafa i fljótið, það hafði lögm. látið vera laust, svo gripið yrði fljótt til þess, bls. 202. Þetta er máli Önnu til sigurs. Og þetta. atvik virðist höf. láta Pál skynja rétt á evrinni eftir björgunina, bls. 204. En heima á Stóruborg skynjar Páll svo, að hann hefði hlotið að drukna m. a. vegna þúnga sverðsins, þó áð- ur væri hann búinn að skynja hiö rétta. Stafar þessi mótsögn af því, að höf. er þar í ógöngum með að finna efninu stað eins og sagan heimtar, og verður hér ráðþrota að skapa eðlilegt samræmi í hugsanalíf persónanna, sem þurft hefði til að gefa hugsjónaútleiðslunni líf og hita en gripur í ofboði til örlagadóma niðurstöðunn-r i vandræðunum, bls. 206. í öðru lagi er það frásögn æfin- týrisins, sem höf. lætur Önnu segja Hjalta. Það er mynd, sem hún dregur upp fyrir honum til réttrar lifsbreytni,. og um leið er það aðalatriðin í sam- lífi þeirra. En þelta æfintýri er svo samstýlað niðurstöðunni, að líkast er, að höf. hafi sett þar fram einfalt reikningsdæmi, sem sýni reiknings- aðferð og útkomuna með. Eða lík- ast þvi, að Anna hafi verið búin að heyra endir sinnar eigin sögu, löngu áður en hún skeði. Það er vandi að semja forspil að niðurstöðu í skáldverkum, og má

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.