Ísafold - 13.05.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.05.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. \ 5 kr., erlendis 7x/2 kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnssan. Talsími nr. 455. Reykjavík, laugardaginn 13. mai 1916. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus við blaðið. 34. tölublað AlþýOnfél.bókasafn Templaras'. 8 kl. 7—!? Borgarstjóraskrifstofan opin virka da«ía 11—8 BÉðjarfógetaskrifstofan opin v. ð. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Lauf&sv. 5 kl. 12—8 og 6—7 ísiandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—iO Alm. fundir fid. og sd. 81/8 siM. Landakotskirkja. Qubsþj. 9 og 6 á helgiun Landakot3spitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—S og 6—8. Ctlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá • '4 ~ 2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn deglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib ■Vf*—2*/a á sunnnd. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Btjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 d&gl, Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahælib. Heimsóknartími 12—1 £“jóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2. Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. þar era fötin sanmnð flest þar ern fataefnin bezt. ‘rrrrrrv irnrnwi wrrrr' * Vandaðastar og ódýrastar Likkistur seljum við undirritaðir. Kistur fyTiriiggjandi af ýmsri gerð. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. Eimskipafélagið eftir síra Magnús Bl. Jónsson Valknesi. I. kafli. Frh. Hlutasöfnunin nýja, alment yfir landið. í nýfengnu bréfi frá Eimskipafél., dags. 17. febr,, er þess getið, að hlutaféð sé þann dag orðið 180 þús., og að ávalt bætist við. Óskandi að það yrði sem mest, þetta sem við bætist. Satt að segja finst mér þetta alt of lítið, sem komið er inn, eftir nær 5 mán. söfnun, okt.—febr. Þó verður ekki af þessu dæmt um hlut tökuna ennþá, þar sem vel geta ver- ið fengin loforð fyrir jafnmiklu eða meira fé á söfnunarlistum, sem ým- ist getur verið óinnheimt, ýmist ósent til Reykjavíkur. Það þykir máske gikksháttur, að líta smáum augum á þessar 180 þtis,, þvi að sumir álífa, að alt sé gott og mikið frá oss íslendingum, þessum guðs- voluðu vesalingum, sem eiginlega geti ekki neitt og ekkert sé af heimtandi. Nú. Þeir, sem vilja heimfæra sjálfa sig til slíks mannflokks, þeir geta ekkert, þeir leggja ekkert fram — þeir grundvalla ekki eða byggja upp íslenzkan verzlunarflota. En eg hélt, að þess kyns fólki færi óðum fækkandi hér á landi, hélt, að þessi gamli vesaldóms-hugsunarháttur, að íslendingar séu sá eini mannflokkur heimsins, sem aldrei geti neitt og eigi aldrei að geta neitt, sem manns- bragð er að — færi óðum þverrandi. Eg hélt, að flestum væri orðið það ljóst, að betra er að vér sjálfir eig- um fleyturnar og ráðum yfir vöru- flutningi vorum að og frá landinu, i stað þess að vera háðir hentug- leikum, jafnvel náð og miskun, ann- ara, og sæta þá oft og tíðum afar- kostum. Eg hélt, að íslendingar væru farnir að fá nóg af þvi, að þurfa jafnvel að knékrjúpa erlendum gróðafélögum til þess að, létta eða hirða reifið af íslenzku sauðunum. — Eg hélt, að alt þetta heyrði til liðna timauum og sögunni, en ekki nútiðar þjóðlífi voru. En ætlar nú hluttakan í Eimskipa- félaginu — í stofnun verzlunarflota íslands — að sanna þetta ?' Sumir munu svara já við þessu, og þykja gott það, sem komið er. Og því er ekki að neita, að íslenzku skipin tvö og hluttakan, sem komin er til hins þriðja, er afarstór og ómetan- leg framför i hugsunarhætti, áræði og manngildi þjóðarinnar frá þvi, sem var fyrir t. d. 20 árum. — Þetta er eg manna fúsastur að við- urkenna og þakka. Og þó er eg ekki ánægður með þá hluttöku, sem orðin er. Og af hverju ? Af því eg veit, að vér get- um miklu betur. Og hví er þá hluttakan ekki eftir getu eða sem næst því? Til þess geta verið ýms- ar orsakir. Fyrsta og eðlilegasta orsökin mundi virðast sú, að á almenningi stæði, að hjá þjóðarfjöldanum séu enn eftir einhverjar drefjar af gamla volæðis- hugsunarhættinum. Eu fyrir mína reynslu og þekkingu set eg þvert nei við, að þetta sé orsökin. Eg hefi hvergi þar komið," hvergi þar hitt almenning að tr áli, að ekki hafi verið vakandi áhugi á þessu málefni, þegar er fólkið áttaði sig á því og fekk að skilja það, og hluttaka á reiðum höndum ; og hún oftast mjög veruleg eftir efnum og högum. Auð- vitað er reynsla min mest eða ná- lega ö!l hér eystra. En eg ætla að óreyndu að gera ráð fyrir, að fólk í öðrum landshlutum og héruðum standi á liku stigi, sem vér hér eystra, að veruskap, þ*oska og menn- ingu, ef það fær að njóta sín. Hlut- takan í Eimskipafélaginu er og á áð verða prófsteinn á þroska þjóðar- innar. Og það er afdráttarlaust mín sannfæring, að almenningurinn, þjóð- arfjöldinn, standist prófsteininn. — Honum er ekki um að kenna. Þá er að leita að öðrum ástæðum. Þvi er ekki að neita, að þegar eg held því fram, að hluttakan geti ver- ið miklu betri en þetta, sem enn er sýnilegt, þá byggi eg talsvert á hlut- töku bændafólksins í sóknum mín- um1). Þar er efnahagurinn svo, að 1V2~ 2 lausafjárhundruð koma að jafnaði á mann. Af þessu (9—12 ám2 * * *) á mann að jafnaði á heimili) á J) Eg efast ekki um, að víða sé eins góð hluttaka í einstökum sveit- um landsins, máske sumstaðar tals- vert betri, en þá er hún því lakari á öðrum stöðum. 2) Þetta er þó oftalið; nóg að gera 6— 9 ær, þar sem hestahundr. eru arðlaus og kúahundruð miklu arðminni, svo og geldfjár. i Hlutafél. ,Völundur‘ Trésmíðaverksmiðja — Timburverzlun Reykjavik. Hefir ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskonar lista til íúsbygginga. Asg. 6. Gunnlaugsson & Co. Ansturstræti 1, Reykjavík, seija: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Linur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörnr. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. *•••«•'■■11 ..................... Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við v. b. n. Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum Pappír og ritföngum Sólaleðri og skósmíðavörum Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. að taka allar nauðsynjar, opinber gjöld og — hlutina tii Eimskipafélagsins. En efnahagurinn er furðu jafn, flest bjargálna fóik; enginn þar yfir og fáir undir. Flestir geta tekið hluti, en fáir eða engir stóra. Eg veit, að þetta er ekki svo í bæjum, kauptún- um og fiskiþorpum. Þar er margt svo fátækt fólk, að það getur ekki tekið hluti, þó fegið vildi. En þar eru þá aftur fleiri eða færri menn á hverjum stað, sem geta tekið allstóra hiuti, sumir jafuvel móti hálfum eða heilum sveitahreppum. Að minni hyggju eru slíkir menn svo margir, að fyllilega ættu að jafna upp öreig- ana, og þó meira til, svo að kaup- túna- og sjávarsveitir stæðu jafnfæt- is eða öllu framar landsveitunum að hlutatöku samanborið við fólksfjölda. Liggur þá ein orsökin til linlegra framlaga hér fólgin? Draga efna- og kraftamennirnir sig í hlé, svo að enginn jafni upp vanmátt fátækling- anna ? Þetta er ekki trúlegt. Eða skyldi maður geta sér til, að gamli hugsunarhátturinn loði lengst við efnafólkið, sem óneitanlega ætti að ganga í.broddi fylkingar? Eg fyrir mitt leyti geri það ekki. — Og hvað skal þó segja? Þess er getið i blöð- unum sem nýlnndu, ef einhver tek- ur myndarlegan hlut. — Og það er rétt að geta þess, því þeir menn verðskulda þökk og virðingu lands síns og þjóðar. — En þetta sést svo sjaldan. En hvernig sem þetta er, þá er eitt víst, og það er þetta: Vér get- um ekki komið á slíku fyrirtæki sem Eimskipafélagið er með fullri rausn og sóma, nema allir vinni saman hlutfallslega eftir efnahag — jyrst og fremst efna- og kraftamennirnir, því um þá munar mest á hvora sveifina sem þeir leggjast. En til þessara manna tel eg efnaðri bændur, stærri útgerðarmenn, embættismenn og síð- ast en ekki sízt verzlunarstéttina. Það getur aldrei gengið, að efnalitla fólkið beri slikt fyrirtæki á herðum sér. Það á að styðja að því vel og drengilega, en hinir eiga að vera máttarstoðin. Þá getur ein orsökin verið sú, að hlutasafnendur ræki ekki söfnunina með þeirri alúð og áhuga sem þarf. Það dugir .ekki að safna að eins á mannamótum eða við tækifæri hjá manni og manni. Hefði eg notað þá aðferð, hefði eg ekki fengið */3 hlutafjárins, er eg fekk. Og ekki einn hlut hefir auglýsingarspjaldið á stofu- veggnum dregið að sér á 3 árum. Eina gagnlega aðferðin er að fara heim á hvert einasta heimili og leita hluta hjá hverju mannsbarni, sem komið er nokkuð til vits og ára, ungum og gömlum, konum og körl- um. Þetta er talsverð fyrirhöfn; en það er ekki unt að safna til neinnár hlítar fyrirhafnarlaust. Og öll söfn- un, sem ekki er þannig framkvæmd, er hálfverk og kák. • Hver safnari ætti og að hafa það hugfast, að hann, með því að ganga slælega að söfnuninni, vinnur tvö- falt óhappaverk: Fyrst og fremst situr hann af nauðsynja-fyrirtæki þann stuðning, sem það gæti fengið. í öðru lagi setur hann óverðskuld- í aðan ómenskublett á sveitunga sína. Enginn hlutasafnari ætti að gefa til- efni til, að segja mætti um hann með sönnu, að ómyndarleg hluttaka sé honum að kenna — þá heldur neita að taka að sér þetta starf trún- aðar og trausts. Eimskipafélagið er lang myndarleg- asta, þarfasta og þjóðþrifa-ríkasta fyr- irtæki, sem nokkru sinni hefir verið hafið á íslandi i hlutafélags sniði. Og landið og þjóðin, framtíðarvel- ferð þess og sómi krefst þess af hverjum góðum borgara, að hann leggi fram sinn hlut, stórau eða smá- an eftir föngum og getu. Og svo væri æskilegt, að sjá með köflum í blöðunum, hvað söfnuninni líður. Að stjórnin færi þess á leit við safnendur, að þeir sendi skýrsl- ur um hluttöku i einstökum hrepp- um með samanburði við mannfjölda og efnahag. Er eg viss um, að allir, sem unna fyrirtækinu, læsu þær skýrslur með ábuga og gleði, ef vel gengur. Sérstaklega þætti okkur hér úti á landshornunum fróðlegt að sjá, hve hár höfuðstaðurinn okkar verður að hlutafé samanborið við fólkstölu. Niðurl. Frá Vestur-lslendingum. Herrar F. H. Berg og Kristján Björnsson frá Wynyard eru væntan- legir heim til íslands í sumar. Þeir lögðu á stað frá New York 22. april, segir Lögberg. Látinn er (14. marz síðastl.) Egg- ert Magnússon Vatnsdal, einn af fyrstu og fremstu landnámsmönnum vestra. Hann var fæddur i Skáleyj- um í Eyjahreppi í Barðastrandarsýslu 9. marz 1831. Heimskr. júli 191S- Herra ritstjóri ísafoldar I Eftirfylgjandi linur viljum við biðja yður að setja i biað yðar, ísafold: Er þörf á barnaheimili á íslandi ? Er nokkur félagsskapur, sem stend- ur fyrir því, að koma slíku heimili upp þar? Gaman væri að fá fræðslu um þetta. Svo er mál með vexti, að hér er maður á ferð, nýkominn frá íslandi, í þeim erindagerðum, að safna fé til slíks fyrirtækis. Þykir mönnum það verk vera nokkuð á huldu. Hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.