Ísafold - 13.05.1916, Side 1

Ísafold - 13.05.1916, Side 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 71/, kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ísafoldarprentsmiðja. Rítstjári: Úlafur BjörnsSDU. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 13. maí 1916. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupatidi skuld.- laus við blaðið. 35. tölublað Alþýöufél.bókasafn Teœplaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka dafra 11—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og ci—7 Bæjargjaldkfcrinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og £—7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 siðd. Alm. fnndir fid. og sd. 8*/a síbd. Landakotskirkja. önösþj. 9 og 6 á helgam JLandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—S Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiróir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka dagn helga daga 10—12 og 4—7. líAttúrngripasafnib opi?) VJa—2*/» á snnnnd. Pósthúsih opið virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Samábyrgð Islands 12—2 og 4—6 Stjómarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíknr Pósth. 8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vífilstaftahælib. Heimsóknartími 12—1 f»jóbmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2. Hæst verð greiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, fyrir nautgripi, eldri og yogri, einnig kálfa. Borgað samstundis. hersum-menskan. Orsakir klofningsins. Þegar »þrímenningunum« tókst í fyrra að bjarga stjórnarskránni úr því strandi, sem hún var komin i, í höndum Sig. Eggerz, þá kom það brátt í ljós, að óheppilegt var fyrir ■friðsamlegt starf. í framtíðinni og framgang þjóðnýtra mála, að Björn Kr. var ekki einn þeirra manna, sem kallaðir voru á konungs fund. Það er nú einu sinni svo í þessu landi, að ráðríkur og efnum búinn banka- stjóri er maður, sem taka verður til- lit til. Og þar eð svo fór, að fram hjá honum var gengið, þótt öll »sanngirni« mælti með því, að hann fengi að vera með, gamall þing- maður, þá varð það orsök til þess, að upp úr sauð i óvildinni til þeirra Einars Arnórssonar og Sv. Björns- sonar, en þá skoðaði B. Kr. sem sína verstu keppinauta á pólitiska skeiðvellinum. Leiddi þessi slysni til þess, að þeir B. Kr. og Sig. Eggerz »fundu hvor annan«, þótt þeir hefðu ekki verið neitt »skotnir« hvor í öðrum á umliðnum tímum, að minsta kosti ekki um þær mundir, sem B. Kr. var dubbaður upp í bankastjóra og Sig. Eggerz ráðherra. Leiðir þessara tveggja manna lágu nú fylhlega samaD, því báðir þóttust þurfa að ná sér niðri á þeim, sem leyfðu sér að bjarga stjórnarbótinni úr ógöngunum, þessutn »burgeisutn« að þakkarlausu. Þeim fanst þeir þurfa að hefja sig upp úr því djúpi gleymskunnar, sem þeir voru að sökkva í, og tóku nú tneð ólátum að klóra í bakkann. Ástæður Sig. Eggerz. Aðrar sýnilegar eða skynsamlegar ástæður — -ef svo mætti að orði komast — fyrir þversum-brölti Sig. Eggerz, er ekki hægt að fiuna, en þær, að hann var á nálum yfir því, að menn mundu skoða það sem klaufaskap hans að kenna, er stjórn- arskrá og fáni strönduðu í ríkisráð- inu, í höndum hans, en öðrum manni tækist með lagni að bjarga hvorutveggja á þeim grundvelli, sem þingið hafði ætlast til. Þessi hræðsla Sigurðar var að vísu ástæðulaus, því að enginn mundi hafa farið að sak- ast um orðinn hlut, og ekki er held- ur hægt að sanna það, að sakir hafi staðið svo, þegar -hann var í ríkis- ráðinu, að hægt hafi verið að fá því framgengt, sem Einari Arnórssyni tókst síðar. En hafi það verið að einhverju leyti óhöndulegri fram- komu Sig. Eggerz að kenna, að Danir settu sig þversum fyrir því, að hann fengi málunum framgengt á réttum grundvelli — samkvæmt því er Alþingi ætlaðist til, þá bætir framkoma hans síðar lítið úr skák. Þegar það varð ljóst, að E. A. gat bjargað stjórnarskránni á grundvelli Alþingisfyrirvarans, þá kastaði fyrst tólfunum um framferði Sig. Eggerz. Er menn athuga rækilega og óvil- halt háttalag þeirra félaga, Sig. E. og B. Kr., um og eftir staðfesting stjórnarskrárinnarj og festa sér vel í minni alla málavexti og kringum- stæður, þá mun flestum fljúga í hug orðið glópska og þykjast sjá á þeim stimpilinn: »pó!itiskur fíflsháttur«. Samverkamennirnir. I fylgd með sér fengu svo þessir félagar nokkra dygga þjóna banka- stjórans og aðra tvo menn, sem eru svo viti bornir, að þeir hafa alt af fundið það á sér, að- pólitiskt líf þeirra, eða tiiverumöguleiki á pólitiska sjónarsviðinu er undir því einu kominn, að alt logi hér í æs- ingum og sifelt rifrildi haidist í land- inu, og flokkar skiftist á hártogun- um og stagli um þá . hluti, sem fara að miklu leyti fyrir ofau garð og neðan hjá öllum almenningi. Ann- ars er ekki laust við, að margur hafi kýmt að þessari innilegu sam- úð grískudósentsins þjóðfræga og bankastjórans, sem nú hafa svarist í fóstbræðralag. Þeir sem kunnugir eru, minnast þess, þegar gamli mað- urinn hefír verið að stynja og and- varpayfir »flokksómaganum frá Vogi«. Það er ekki laust við, að sumum detti í hug, að »nota flest í nauð- um skal«. Ágreinings-atriðiö. Þegar þversumliðið var komið í ráðaþrot, fann það upp á því snjall- ræði, að halda þvi fram, og þykjast gera það í alvöru, að Alþingi hefði ætlast til, með stjórnarskrárbreyting- unni og samþykt »fyrirvarans«, að knýja skyldi fram viðurkenningu eða yfirlýsing danska valdsins um það, að Danir hefðu engan rétt til þess að hafa gát á eða eftirlit með því, hvort »sérmálalöggjöf« vorfæ:iekki inn á það svið, er snertir samband landanna, einkum út á við — sam- málasviðið svokallaða —. Þeir vildu fá Dani til að afneita, i heyranda hljóði, að þeir þættust hafa nokkuð »kontrol« yfir löggjöf vorri; þrátt fyrir það þótt þeir hefðu gengið inn á það, að konungurinn ákvæði, að lög þau, er alþingi samþykkir, væru borin upp í ríkisráðinu danska. Þetta var og er »kjarna-atriðið« í öllu stagli Sig. Eggerz um »meðferð eða uppburð sérmálanna eftir regl- unum um sérmál«; ef meun annars reyna að finna nokkurt vit út úr allri þeirri grautargerð. Hygnari Sjálfstæðismenn hölluð- ust að rökum núverandi stjórnar cg sáu, að þetta var ekki til- tilgangur þingsins, heldur hitt, að fá nýja stjórnarskrá og fána, án þess að kaupa það með neinum missi á réttindum vorum. Allir, sem kuuna að lesa og báru við að hugsa, vissu það líka, að Sig. Eggerz hafði ekki, þegar hann var í ríkisráðinu, farið fram á neina yfiilýsingu um »rétt- leysi« Dana til eftirlits, enda hafði hann ekki fengið öeitt umboð til þess. En þegar nú bankastjórinn og »lífvörðurinn« börðu í borðið, og staðhæfðu alls konar fjarstæður (t. d. að »opna bréfið« væri að eilífu i gildi), þá skildust vegir. Gætnari menn eður þeir, sem voru minni ofstopamenn, i Sjálfstæðisflokknum, sáu brátt að lítið vit var í þvi að byggja nýja deilu um sambandsatriði á samþykt stjórnarskrárinnar. Aðal- atriðið var að ná henni og fánanum úr strandinu, án þess að missa neins í af rétti vorum, og það tókst. Það hefði líka ekki lýst litlum hyggindum, eða hitt þó heldur, að hefja slíka deilu eða halda henni áfram, eins og þversummenn ætluð- ust til, og það þótt hún hefði verið á meira viti reist, en raun var á, eins og tímarnir hafa verið viðsjár- verðir og allur þjóðarbúskapur okkar í mikilli hættu nú nærfelt tvö síð- ustu áriu, þegar enginn getur reikn- að út, hvað yfir getur dunið, meðan æðið geisar í allri Norðurálfunni og á miklum hluta hnattarins. Samkvæmni þversum- liðsins. Þversummenn þóttust í fyrstu ætla að sigla háan sjó og stýra beint að markinu. Þeir þóttust ætla að »gera upp« við Dani. En brátt kom i ljós, hvílíkur hugur fylgdi máli. Ef nokkurt vit eða sam- kvæmni hefði átt að vera t framferði þeirra, ef nokkurt hlutfall eða jafn- vægi hefði átt að vera milli orða- skvaldurs þeirra og gjörða eða fram- kvæmda, þá hlutu þeir að ætla sér að setja mál sitt fram við Dani á þessa leið: Ef þið gangið ekki inn á skýringar okkar og ■ kröfur þegar í stað þá eigum við enga samleið lengur; ef þið viljið ekki lýsa yfir því skýrt og skorinort, að þið hafið haft á röngu að standa og hafið engan rétt til þess að vera að hnýs- ast í löggjöf vora, þá skiljum vér við ykkur »upp á stundina«. En heldur þú, lesari £Óður, að nokkur »þversummaður« hafi þorað að ympra á skilnaðarhugmyndinni ? Nei, eg held nú siður. Það vai þvert á móti, eins og komið væri við hjartað í foringjunum, ef það orð var nefnt á nafn við þá, þegar mestur var á þeim völluiinn. Ja, hverju var líka við að búast? Haja pessir öýugsnáðar nokkru sinni unnið nokkuð Jyrir pá steýnu? Hvernig ætti B. Kr. að berjast fyrir skilnaði ? Það væri einkennileg sjón. Hjart- veikir menn geta ekki beitt sér fyrir slík mál. Hvernig er hægt að hugsa sér, að þræl-afturhaldssamir menn leggi út í slíka baráttu ? Og hvern- ig hefir »pólitík«t B. Kr. verið í þeim atriðum, þar sem hann hefir mátt ráða ? Og ekki var þess heldur að vænta, að Sig. Eggerz þyrði að taka afleiðingunum af þversum-gaspri sinu. Hvernig ætti hann líka alt í einu að gerast skilnaðarfrömuður? »Stjórn- mála«-fortið hans gerir það ekki lik- legt. Fyrst bauð hann sig fram til þingsetu á móti ákveðnum skilnað- armanni, og eftir að hann komst á þing, var hann með hangandi hendi ; Sjálfstæðis-flokknum. Hann var dauðhræddur við stefnuskrá þeirra, er þann flokk fyltu. — Eftir að hann var orðinn ráðherra flokksins, gerði hann ekki annað en að draga úr því, við hvert tækifæri, að skilnað- ur væri nefndur, og fékst ekki til að stiga neitt spor með flokknum, sem miðaði í þá átt. Viðkvæðið var alt af hjá honum: Við verðum að fara varlega, það er bezt að fara gætilega að Dönum, og um fram alt að spilla ekki samvinnunni, með því að láta þá skilja á okkur, að við viljum skilnað við þá! Nei, það er sannarlega ekki að vænta oeinnar ákveðinnar stefnu eða samkvæmni úr þversum-áttinni. Ein- tómt gaspur og fálm út í loftið, hræsnisraus og æsingar; að kreppa hnefana í buxnavösuuum, senda mönnum tóninn, og æíla andstæð- ingum sfnum hinar verstu hvatir, að standa þversum fyrir öllum þörf- um framkvæmdum, og vera öfugir við öll hyggindi, það er, í fæstum orðum sagt, aðalstefna bankastjóra- liðsins. TJppskeran. Framtíðin mun sýna það, hvort þversum-görpunum tekst að blekkja þjóðina og villa heimildir á sér. Von- Skrifstofustjórinn og fjármálaþekkingin. Altaf gleður það mannsins hjarta að lesa það sem kunningi minn Indriði Einarsson skrifstofustjóri rit- ar. Ætíð er það hispurslaust, gaman- samt en græzkulaust, ekki sjaldan öllu heldur skáldskapur en rökfastur útreikningur. Er þetta ekki að undra er skáld á í hlut. Seinustu greinar hans um íslands- banka eru af sama tægi. Það kemur þar upp úr kafinu að fjármálaþekkingin er öll hjá skrif- stofustjóranum. Sumir hafa haldið að hún flytti út úr landinu með Páli Torfasýní, en sem betur fer, hefir hún orðið eftir þarna á 3. skrifstofu hjá Iudriða Einarssyni. Það væri reyndar margt að segja um þessa fjármálaþt'kkingu, ef út i það væri farið. Til dæmis er upp- runi hennar dularfult fyrirbrigði. andi er hún svo þroskuð, að hún kunni að meta þá rétt og greini eyrun, sem gægjast undan húðinni. Það verður fróðlegt að sjá það, á sínum tíma, hvernig þversum-skút- unni reiðir af. Ekki er snekkjan illa útbúin, þar sem bankastjórinn legg- ur til kjölfestuna og heldur um stýrið, uppgjafa-viðskiftaráðunautur- inn og bókavörðurinn nýi eru f andþófi og frelsishetjan úr Bprgar- nesi »situr í austri«. Engum mundi það á óvart koma, þótt að gæti borið, að skútunni hlektist eitthvað á, og sípt mundi þeim að líkindum bregða við sjálfum, þótt þá ræki »í strand« enn einu sinni og þeir yrðu að leggja »landið« undir fót. Þeir munu í einfeldni sinni þykjast 'geta tórt, eins fyrir þvi, á allskonar fyr- irvörum og eftirvörum, varnöglum og varaskeifum. Einn af mörqum. ------------------ t MeinnThoíðfensen bóndi á Móeiðarhvoli varð bráð- kvaddur að heimili sinu 29. f. m. Ekki bar þó andlát hans að með öllu fyrirvaralaust, því nokkurs sjúk- leika hafði hann kent um skeið og var hann hér i Reykjavík til lækn- inga síðastliðið haust og fekk við það heilsubót nokkra í bráð. En jafnan hafði hann ferlivist og var vel hress, og er því fráfall hans svip- legt nokkuð. Þorsteinn var fæddur á Móeiðar- hvoli 2. september 1833 og var hann elztur þeirra barna Skúla læknis Thorarensens og Ragnheiðar siðari konu hans og heitinn eftir móður- föður sínum, síra Þorsteini Helga- Satt er það að skrifstofustjórinn lærði fyrir löngu síðan þjóðmegunar- fræði, en það vita þeir sem ein- hverjar fræðigreinar hafa numið, að sá lærdómur er dálftil undirstaða, sem fljótt fyrnist og annað ekki. Nú er það því miður svo, að hér í bænum er og sérstaklega hefir verið svo mikill hörgull á nýjum nýtilegum bókum og tímaritum um fjármál og þjóðhagsfræði, að í þau geitarhús,- sem hafa verið miklu verri en Akureyri, var ekki mikla ull að sækja. Þegar eg kom hingað var ekki annað í þeím fræðum á Landsbóka- safniriu en hrafl af gömlum skrudd- um, flestum úreltum. Og ekki man eg eftir að mikið sé í fórum skrifstofustjórans. En einhvernveginn hefir þó fjár- málaþekkingin dottið þarna niður í skrifstofuna, liklega af himnum ofan, hafi hún þá ekki verið tekin á hlaupareikning í íslándsbanka. Svona goðborinni þekkingu er skylt að halda á lofti og það þess heldur sem hún er auðlærð. Hún er inni- falin í 3 atriðum: Hið fyrsta er að pjóðinni beri að

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.