Ísafold - 13.05.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.05.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Háseta-vepkMlið. í haust var htr í Reykjavík stofn- að Hásetafélag og gekk í það megin þorri þeirra sjómanna, sem heimili eiga hér í borginni. Kaus félagið sér stjórn og átti hún að sjálfsögðu að koma fram sem málsvari sjó- mannastéttarinnar hér í Reykjavík. í febrúarmánuði gerði svo stjórn Hásetafélagsins svolátandi samning við stjórn »FéIags islenzkra botn- vörpuskipaeigenda«, sem þá var og nýstofnað: »A sameiginlegum fundi, er við undirritaðir stjórnarmenn í Félagi íslenzkra botnvörpaskipaeigenda og Hásetafélags Reykjavíkur höfum átt með okkur í dag (16. febr.), höfum við samið svo um, að hásetum á botnvörpuskipum og öðrum þeim, er lifrarhlutur ber, skuii greitt fyrir hvert fat lifrar, sem fult er og í land er flutt, kr. 35.00 — þrjátíu fimm krónur — um næstkomandi tvo mánuði, marz og apríl, en eftir þann tíma skal lifrarverðið vera hið almenna, sem borgað í Reykjavík, nema stjórnir beggja nefndra félaga komi sér saman um fast verð til þess tima, er síldveiði hefst i júlí- mánuði«. Undir þenna samning rituðu fjórir menn úr hverri stjórn. Hinn 27. apríl voru fimm botn- VÖrpungar hér inni á höfninni og var þá kallaður saman fundar í Há- setafélaginu og þar samþykt svolát- andi fundarályktun: I »Þar eð þeir tímar eru úti með aprílmánuði, er samið héfir verið um fast verð á lifur við útgerðarmenn, ályktar fundurinn, að allir félags- menn skuli tafarlaust ganga í land af togurum, fáist ekki lögskráð sam- kvæmt lögum Hásetafélagsins«. I þeim lögum er komist þannig að orði: Enginn íélagsmaður má láta skrá- setja sig á togara fyrir»minna kaup, en hér segir: 75 krónur á mánuði og fæðí, enn- fremur alla lifur, sem skiftist jafnt milli skipstjórans, stýrimannsins, báts- mannsins og hásetanna. Skal það vera á valdi skipstjórans, hvort mat- sveinn er ráðinn upp á lifrarhlut eða ekki. Lifrin sé seld hæsta verði, sem unt er að fá, án tilhlutunar frá út- gerðarmanni, sem þó eigi kost á að kaupa lifrina hæsta verði, er aðrir bjóða. Útgerðarmenn töldu þetta atferli Hásetafélagsins skýlaust brot á samn- ingi þeim, sem gerður var 16. febrú- ar í vetur, og vildu þeir eigi verða við þeim kröfum, að skrásetja sam- kvæmt lögum þess félags. Þótti þeim og Hásetafélagið gera nokkuð harðar kröfur með þvi að ætlast til þess, að útgerðarmenn yrðu að hlíta lögum þess. A mörg botnvörpu- skipin voru hásetar og lögskráðir lengur en til 1. maí Qg á sumum til I. júlí. Hinn 28. apríl hófst svo verk- fallið. Gengu hásetar þá af tveimur skipum fyrst, Marz og Eggert Ólafssyni. Daginn eftir gerðu h'ásetar á Braga verkfall og voru þeir þó lögskráðir fram til 20. júní. Með því var fordæmið gefið, og það ljóst, að verkfallið átti að ná til allra skipanna, hvort sem hásetar á þeim voru lögskráðir til lengri eða skemri tíma. Bættust nú fleiri og fleiri í hópinn þangað til öll botnvörpu- skipin voru komin inn, og gengu skipverjar af þeim jafnóðum. Útgerðarmannafélagið reyndi að komast að sættum við Hásetafélagið, er orðin langútbreiddasta skilvindan, því margra ára reynsla hefir sýnt, að hún er bezta og ódýrasta skil- vindan, er til landsins flyzt. Leiðarvisir á íslenzku. Nr. o skilur 65 litra á klukkustund. Nr. 1 skilur 120 litra á klukkustund. Nr. 2 skilur 220 litra á klukkustund. Diabolo-strokkurinn er nýkominn á markaðinn. Salan eykst óðum, hann vinnur vel, sparar tíma og vinnu. Nákvæm lýsing er send þeim er óska. Stærð A. sttokkar 5 litra. Stærð B. strokkar 10 litra. Stærð C. strokkar 15 litra. Ávalt fyrirliggjandi í Verzlun Jóns Þóröarsonar en þess var enginn kostur með öðru móti en því, að kröfur háseta um lögskráningu yrðu teknar til greina. Sunnudaginn 1. maí átti stjórn utgerðarmanna fund' með sér og reit þá Hásetafélaginu bref, þar sem hún kvaðst til samkomulags vilja breyta samningnum, sem gerður var 16. febrúar, þannig, að hásetar skyldu skrásetjast fram til 30. seplember og að þeím- skyldi greitt fyrir hvert lifrarfat hæsta gangverð i Reykjavík, eða þá 35 krónur ef menn vildu það heldur. Hásetafélagið hélt fund þá um kvöldið til þess að ræða um þetta tilboð utgerðarmanna. Var því hafn- að með öllum atkvæðum, og kvaðst fundurinn halda fast við sitt tilboð og annað ekki. Um lögskráningu til ákveðins tíma sagði Hásetafélagið það, að það gæti ekki bundið með- limi sína þannig, en hverjum manni væri frjálst að ráða sig til ákveðins tíma. Enn fremur gaf það loforð um, að verkfall skyldi eigi aftur hafið fyrir 30. september, ef gengið yrði að kröfum félagsins um lög- skráningu. Daginn eftir var hásetum af Braga — 14 talsins — stefnt fyrir rétt og þeir ákærðir fyrir strok af skipi. Þeim bar öllum saman um það, að þeir hefðu eigi haft samtök um það að ganga af skipiuu, heldur hefðu þeir gert það að áskorun eða skipun Hásetafélagsstjórnarinnar. Er því máli enn eigi lokið og mun senni- lega fleiri skipshöfnum stefnt fyrir sömu sakir. Þegar málið var nú orðið svona alvarlegt, kallaði ráðherra Jón Back, formann Hásetafélagsins, á fundsinn og vildi að málið yrði lagt í gerð- ardóm. Hét [ón Back að bera það undir fund félagsins, en gaf engar vonir um að þessu yrði tekið þar. Seinna fekk ráðherra vitneskju um það, að utgerðarmenn' muudu fúsir til þess að gera þessa tilraun til sátta, en þá strandaði það á því, að Há- setafélagið vildi það eigi. Þá var það að bæjarstjórn hófst handa um það að reyna að miðia málum. Skaut hún á aukafundi h. 6. þ. mán. og kaus í málamiðlunar- nefnd þrjá menn. Sú nefnd hefir nú gefið bæjarstjórn skýrslu þá, er hér fer á eftir: Skýrsla bæjarstjórnarnefndarinnar. Reykjavík, 10. maí 1916. A fundi 6. þ. m. kaus bæjarstjórn Rvíkur oss í nefnd til þess að reyna að koma á samkomulagi milli Háseta- félags Reykjavíkur af annari hálfu og Félags islenzkra botnvörpuskipa- eigenda af hinni, ef verða mætti að lyktir fengist á verfalli því, er nú stendur yfir. Með þvi að nefndin sér nú engi ráð til þess að halda samnings- tilraunum lehgur áfram, áð svo stöddu, telur hún sínu starfi lokið, en hún vill ekki láta það bíða næsta fundar að skýra háttvirtri boejarstjórn frá aðal-atriðum þess, er gerst hefir í meðalgöngunni; því er þetta bréf sent öllum bæjarfulltrúunum. Þegar sama kvöldið, sem nefndin var kosin, beiddist hún leyfis að koma á fund Hásetafélagsins til að kynna sér málavöxtu. Leyfði stjórn félagsins það og fékk nefndin þar glögglega og skilmerkilega gerða grein fyrir málavöxtum frá sjónar- miði Hásetafélagsins og gekk þvi næst af fundi eins og áskilið hafði yerið. Daginn eftir, sunnudag 7., beidd- ist nefndin viðtals við stjórn skipa- eigandafélagsins. Var því og vel svarað og sat nefndin lengi á tali við stjórnina. Að lyktum voru rit- aðar upp þær aðalkröfur og sáttar- boð, er stjórnin taldi ekki ólíklegt, að félag skipaeigenda mundi vilja ganga að fyrir sitt leyti og mætti því skoða sem samningsgrundvöll af þeirra hálfu. Þær voru þessar: Gegn yfirlýsingu um aS hásetafélagið hafi brotið samn- ing þann, sem gerður var 16. febr- þ. á. af stjórnum hásetafélagains og útgerðarmannafólagsins, og að hásetafólagið skuldblndi sig til að gera ekki verkfall í 3 ár, til 30. sept. 1919, og falli'st á að allur ágreiningur, sem upp kann að koma á þeim tíma, verði útkljáður af gerðardómi, er sé skipaður 2 mönn- um úr hvoru fólagi og 3 mönnum öðrum málsmetandi, óvilhöllum, er landsstjórnin tilnefnir, vill útgerðarmannafélagið skuldbinda sig um þriggja ára tíma til: að borga hásetum á botnvörpu- skipum minst sama kaup og verið hefir 75 kr. á mánuði og fæði, að óll lifur skiftist jafnt milli skipstjóra, st/rimanns, bátsmannsins og hásetanna. Skal það vera á valdi skipstjórans, hvo^-t matsveinn er ráð- inn upp á lii'rarhlut eða ekki. Lifr- in só seld bæsta verði, sem unt er að fá án tilhlutunar frá útgerðar- manni, sem þó eigi forkaupsrétt að henni, og að á síldveiðum skuli hásetar auk fasta kaupsins hafa 2 aura af hverri síldartunnu eða 3 aura af hverju máli (150 lítr.) og allan þann fisk er þeir draga og frítt salt í hann. Útgerðarmannafólagið skuldbindur sig til að hlíta úrskurði gerðardóms í öllum ágreiningsmálum milli þeirra og háseta. 011 önnur deilumál út af verk- fallinu falli niður, og skal ekki kraf- ist dóms í þeim málum, sem hafin hafa verið út af því, að ráðnir skip- verjar hafa yfirgefið skip sín (strok- ið). Þeir hásetar, sem ekki hafa tekið þátt í verkfallinu, skulu með öllu óáreittir af hásetafólaginu eða einstökum meðlimum þess; viðskifta- bann, sem lagt hefir verið á af há- setafólaginu, skal sk/rlega afnumið. Eftir 30. sept. 1919 gildir samn- ingur þessi um eins árs tíma í senn, nema honum só sagt upp með 6 mánaSa fyrirvara af stjórn annars- hvors fólagsins. Hásetum skal frjálst að ráða sig til lengri eða skemmri tíma eftir því sem um semur viS útgerSarmann. Daginn eftir, mánudaginn hinn 8., átti nefndin 2 fundi með stjórn Hásetafélagsins um framanritaðar íi!!öp:ur og hafði stjórnin miili fundanna borið efni þeirra undir fé- lagsfund. Stjónin kvað þess enga von, að Hásetafélagið mundi ganga að því að gefa yfirlýsingu þá um samnings- rof, sem þar er farið fram á, með því að þeir litu svo á, að samning- urinn 16. febrúar væri eigi fullum fastmælum bundinn lengur en til 30. apríl. Ekki gat nefndin heldur fengið stjórnina til að fallast á það, að leggja deilumál félaganna i gerð næstu 3 ár. Að lyktum ritaði nefnd- in upp þær aðal-kröfnr og sáttaboð, er stjórnin vildi gera fyrir hönd Hásetafélagsins. Þær hljóða svo: Hásetafélagið vill gera samning, er útiloki verkföll meðan hann stend- ur. Skal hann óuppsegjanlegur til 30. sept. þ. á. en síðan má segja honum upp af hvorri hálfis. með . . mánaða fyrirvara, þó aldrei svo, að samningí sé slitið á síldarveiðatím- anum (1. júlí — 30. sept,). 75 krónur um mánuðinn og fæði, ennfremur öll lifur, sem skiftist jafnt milli skipstjórans, stýrimannsins, bátsmannsins pg hásetanna. Skal það vera á valdi skipstjórans hvort matsveinn er ráðinn upp á lifrarhlut eSa ekki. Lifrin só seld hæsta verSi sem unt er aS fá án tilhlutunar frá útgerSarmanni, sem þó eigi kost á að kaupa lifrina hæsta verði, er aðrir bjóða. Á síldveiðum fái hver háseti 2 aura af hverri tunnu af síld sem aflast, miðað við fyrstu söltun, eða 3 aura af hverju síldarmáli. Fisk þann, er hásetar draga, eiga þeir sjálfir og fá frítt salt í hann. Öll deilumál út af verkfallinu falla niður. Allir skipverjar, sem hafa tekið þátt í verkfallinu skulu eiga kost á að ráða sig á sama skip og áður. Al ir hásetar og bátsmenn séu meðlimir Hásetafélagsins. Þetta sama kvöld sátu skipaeig- endur á fundi, og hafði svo verið ráð fyrir gert við þá, að þeir fengju á fundinn til meðferðar kröfur og sáttaboð Hásetaféíagsins. Nefndin beiddist leyfis að meiga koma sjáíf með þær á fundinn til þess að skýra munnlega ýms atriði þeirra nákvæm- ar en hægt væri að gera bréflega í stuttu máli. Fékk hún leyfið, lagði fram kröfurnar og skýrði hvað í þeim fælist, og tók það fram að þær ætti að skoða sem samningsgrund- völl af hálfu Hásetafélagsins, en ekkí sem þeirra síðasta orð í málinu; taldi meira að segja líklegt að Há- setafélagið mundi láta sveigjast til samkomulags um ýms- atriði, heldur en að láta samkomulagið stranda á þeim, og var það sérstaklega tekið fram um s'ðasta atriðið. Að því búnu fór nefndin af fundinum, eins og áskilið hafði verið, er hún fékk leyfið til að flytja þar tillögurnar. Daginn efíir, þriðjudaginn hinn 9., fékk nefndin svohljóðandi bréf frá stjórn skipaeigendafélagsins: Reykjavík 8. maí 1916. I tilefni ,af uppástungu þeirri til samkonmlags á verkfalli háseta á botnvörpuskipum, er nefnd bæjar- stjórnarinnar lagSi fram á fundi »Fó- lags íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda« í gær, leifum vór oss hérmeð aS tilkynna yður, að fundarmenn töldu sér ómögulegt að gera samn- ing við Hásetafólagið á þeim grund- velli, sem það hafði boðið, og sam- þykti fundurinn jafnframt að öllum samkomulagstilraunum við Háseta- félagið út af verkfalliuu skyldi hætt, Hinsvegar höfum vér þegar gert ráðstafanir til þess, að sem flestir botnvörpungar vorir geti haldiS áfram veiSum, og höfum von um aS það heppnist innan langs tíma. I stjórn »Fólags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda<( Virðingarfylst Thor Jensen, Jes Zimsen, Magnús Einarsson, Jón Magnússon. Nefndinni þótti nú vandast málið, er annar málsaðili hafði ályktað að hafna öllunj samkomulagstilraunum í máli þessu. Kom henni til hugar að gera þo enn eina tilraun til að fá blutaðeigendur til bráðabirgðar- samkomulags um verkfallshlé, er nota mætti til frekari sáttaumleitun- ar. Reit hún stjórn beggja félaganna á þessa leið: Nefnd sú, er kosin var af bæjar- stjórn Reykjavíkur til að gera samnings tilraunir milli Hásetafólags Reykjavíkur og Fólags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, leyfir sór að bera fram fyrir fólögin eftirfarandi tillögu: Hvort félagið fyrir sig gefur einum manni úr sinni stjórn fult umboð til þess aS semja um verk- fallshló til 30. sepember þ. á. MaSur þessi sé tilnefndur af stjórn hins félagsins. Það sem þessir menn koma sér saman um skal vera bindandi fyrir bæði félögin. Tím- ann sem hló þetta stendur noti svo stjórnir beggja félaganna til þess að ræða um fullar sættir framvegis. Nefndin biður háttvirta stjórn .... aS leggja tillögu þessa fyrir félagsfund svo fljótt sem unt er og tilkynna síSan íormanni nefndarinn- ar úrslitin. Um kvöldið kom stjórn Háseta- félagsins á fund nefndarinnar og tjáði henni að tillaga hennar hefði verið borin upp á fundi Háseta- félagsins og samþykt af þeirra hálfu. En í dag fékk nefndin svohljóðandi bréf frá stjórn skipaeigendafélagsins: Til nefndar bæjarstjórnar Reykja- víkur út af verkfallsmálinu. Út af heiSruðu brófi hinnar hátt- virtu nefndar til fólags vors, dags. í gær, var fundur haldinn í félaginu í dag, og þar samþykt svohljóSandi fundarályktun: »Þegar vegna þess, að fólagiS telur allar frekari sáttatilráunir til- gangslausar, eftir því hvernig síS- asta tilboSi Hásetafélagsins var háttaS, og eins og verkfallsmáliS nú sfcendur yfir höfuS, neitar fundurinn aS ganga að tilboði bæj-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.