Ísafold - 13.05.1916, Qupperneq 4

Ísafold - 13.05.1916, Qupperneq 4
4 ISAf OLD Tilkynnine. Með því að allar sáttatilraunir milli Hásetafélags Reykjavíkur og »Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda« hafa orðið árangurs- lausar, og sömuleiðis enginn árangur hefir orðið af málamiðlun Stjórnarráðsins eða Bæjarstjórnar, hefir félag vort nú fastákveðið að hætta öllum samkomulagstilraunum út af verkfallinu. — Hinsvegar hefir félagið ákveðið að bjóða þeim hásetum, er vilja ráða sig og lögskrá á skip félagsins, eftirfylgjandi kjör: 1. Kaup almennra háseta verði 75 — sjötíu og fimm — krónur á mánuði. 2. Hásetum skal greidd aukaþóknun, er miðuð sé við það, hversu mikil lifur er flutt í land úr skipi, og skal aukaþóknun þessi fara eftir því að verð lifrarinnar telst 60 — sextíu — krónur fyrir hvert fult fat.-Aukaþóknun þessi skiftist jafnt milli skipstjóra, stýrimanna, bátsmanna og háseta á skipinu. Skip- stjóri getur ennfremur ákveðið að matsveinn taki þátt í auka- þóknuninni. 3. Verði síldveiðar stundaðar, skal hásetum, auk mánaðarkaupsins, greidd premía, 2 — tveir — aurar á fiskpakkaða tunnu, eða 3 — þrír — aurar á hvert mál (150 lítra), og ennfremur fái skipverjar fisk þann, er þeir draga meðan skipið er á síld- veiðum, og frítt salt í hann. Þeir sem vilja sinna þessu, geri svo vel að snúa sér til skip- stjóranna. Reykjavík 9. maí 1916. í stjórn »Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda«. - Thor Jensen. Jes Zimsen. Magnús Einarson. Jón Magnússon. Aug. Flygenring. /. og 2. kennarasfaða við barnaskóla Ólafsvikur er laus. Umsóknarfrestur til 15. jiilí 1916. Kenslutími frá 1. okt. til 15. apríl. Laun eftir fræðslulögunum. Þeir sem óska að fá 2. kennarastöðuna, að veittri 1. kennarastöðu, geti þess í umsókn sinni, sem sendist til skólanefndar Ólafsvíkur. Guðm. Einarsson, p. t. form. skólan. Klæðaverksmiðjan MÁlafoss“ heíir nú sannfært viðskiftamenn sína um hver hagnaður er fyrir þá, að láta hana vinna úr ull þeirra, enda hefir vinnan stöðugt aukist, sem von er, þar sem verksmiðjan, þrátt tyrir dýrtíðina og þar af leiðandi hækkun á öllu, hefir bætt við sig útlendum sérfræðing (spunameistara) og hækkar þó ekki vinnulaunin, en tekur sömu lágu vinnulaunin sem áður, sem eru mikið lægri en annarstaðar hér á landi, t. d. eru kemb- ingalaun 10% lægri en annarstaðar, og önnur vinna eftir því. Nýtt er það thér á landi, að geta fengið spunnið bæði þráð og band, en þetta gerir verksmiðjan »Álatoss« nú og framvegis fyrir þá, er þess öska. Bogi A. J. Þórðarson. TJföragðsgoft að augftjsa í Ísafoícf. U rsmíðastofa í stóru kauptóni, sem liggur vel við lífvænlegustu sveitum landsins, fæst ’ keypt í byrjun júní n. k. Verkfærin nýleg og af beztu gerð. Verkefni fylgir kaupunum. Viðskifti ná þegar mikil og viss. Nánari upplýsingar gefur hr. úrsmiður )ón Hermannsson, Rvík. arstjórnarnefndarinnar í brófi henn- ar til félagsins dagsettu í gær. Félagið heidur því fast við sam- þyktir sín.ar á fundi 8. þ. m., enda hafa fólagsmenn nú þegar gert ráðstafanir samkvæmt þeim, Bem eru ósamrýmanlegar fyrgreindri til- lögu bæjarstjórnarnefndarinnar«. t>etta leyfum vór oss hór með að tilkynna nefndinni til andsvara téðu brófi hennar. Virðingarfylst. »Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda«. Thor Jensen p. t. formaður. Er nú skýrt frá þeim atriðum nefndarstarfsins, er oss þykir mestu varða, að eigi séu rangfærð í frá- sögnum manna á milli, en engi þörf þykir að skýra frekara frá ráða- gerðum nefndarinnar og málaleit- unum margvíslegum, sem allar hafa því miður að lokum orðið árangurs- lausar. K. Zitnsen. Magnús Helgason. Kristján V. Guðmundsson. Til bæjarstjórnar Reykjavíkur. Kristján Siggeirsson bifreiðarstjóri, sem hefir dvalið í Vestmannaeyjum í vetur við útveg, fótbrotnaði fyrir nokkrum dögum; hafði bólga hlaupið í fótinn og liggur hann nú á sjúkra- húsi Vestmanneyinga. Hjálpræðisherinn. Stabskapt. S. Grauslund lagði hornsteininn undir hið nýja Gisti- og sjómannaheimili hersins fimtudag 11. maí síðastl. að viðstöddu fjölmenni. Hefir herinn f því tilefni gefið út smárit, sem heitir : »Sága her- kastalans« eftir prófessor Jón Helga- son; þar er einnig ágrip af sögu kast- alans, síðan herinn eignaðist hann, eftir stabskapt. S. Grauslund og myndir af öllum deildarforingjurn Hjálpræðishers- ins á íslandi til þessa tfma. Ritið er bæði fróðlegt og skemtilegt. Tilboð um leigu á Elliðaánum hafa komið þrjú. B/ður Einar Erlendsson kr. 3500,00, Pótur Ingimundarson kr. 4000,00 og Sturla Jónsson kr. 4100,00. Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík flytur fyrirlestur f kvöld í húsi K. F. U. M. um rétt fátæklinganna (nýjar tillögur um stöðu sveitarstyrk- þega í þjóðfólaginu). »Enginn getur gizbað á« hefir Leikfélag Reykjavíkur sýnt þrisvar og hafa áhorfendur skemt sér ágætlega. Og óhætt mun að fullyrða, að mis- lyndisrugl Orækju í Morgunblaðinu á fimtudaginn, viðvfkjandi leikritinu, munu sárafáir eða öllu heldur alls engir taka undir. Frú Vilborg Sigurðardóttir, ekkja eftir síra Magnús Jónsson í Laufási, lézt 8. maí síðastl. á heimili sonar síns, Jóns Magnússoriar bæjarfógeta í Reykja- vík, 87 ára gömul. Messað í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun ki. 12 á hádegi síra Ól. Ól. Aðkomumenn í bænum : Ingimund- ur Magnússon póstafgreiðslumaður í Bæ og Sigurður Eggerz sýslumaður. Prófessor Jóni Helgasyni hefir verið boðið til Danmerkur f sumar af stjórn danska lýðháskólafélagsins til þess að flytja fyrirlestra á háskóla- námsskeiðj (Universitets Kursus) fyrir lýðháskólakennara og kenslukonur. Námsskeið þetta verður haldið dagana 23. ágúst til 3 septbr. á landbúnaðar- skólanum í Dalum á Fjóni. Prófessorinn gerir ráð fyrir að þyggja boðið. „Tidens Tegn“ dagblað í Kristjaníu, heftr það eftir stórþingsforseta Kastberg, sem nýkominn er frá Frakklandi, að 3000 Norðurlandabúar séu í stríðinu á vest- ur-vígstöðvunnm, og þar af um 700 V estur-íslendingar. 2. hefti Eimreiðarinnar er nýútkomin. Efni: Vald. Er- lendsson: Böð og bakstrar. Konráð Vijjálmsson: Jón blindi (saga). Þorv. Thoroddsen: Sirius. Jón Trausti: Óboðinn gestur (saga), Anna Thor- lacius: Gamlar minningar (I. Frönsku prestarnir). Jakob Jóh. Smári: Kvæði I.—XI. Þorv. Thoroddsen: Tvær meinlokur í sögu íslands. Stgr. Matthíasson: Um viðleggi og gervi- limi. Álfgeir Kárason: Bogga (saga). Ennfremur: Ritsjá og Hringsjá eftir Valtýr Guðrgundsson. Diplomierte jung*e Reichsdeutsche, die 6 Jahre an einer Schule tátig gerwesen ist, der russischen Sprache vollkommen máchtig, schwedisch verstehend, musikalisch, sucht Anstel- lung als Lehrerin oder Gesell- schafíerin. Zeugnisse stehen zur Verífigung. Adr.: Selma Oest, St. Johannesgatan 6, Uppsala, Schweden. Tilsalgs. Et parti Hestesko. Nærmere opl. ved billet mrk. »3260 Sæt, 305« til Höydahl Ohmes Annonce- Expedition, Kristiania. Nýlátinn (3. maí) er Sigmundur Grímsson bóndí á Skarfsstöðum í Dalasýslu, 77 árá að aldri. Fæddur 30. sept. 1839. — Hann var einn af merkisbændum sinnar sveitar. Tvö hlöð koma út af Isafold í dag, nr. 34 °g 35- Fram skilvindan skilur 130 litra á kl.stnnd og kostar að eins 65 krónur. A seinustu árum hefir enginn skilvinda rutt sér jafnmikið til rúms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hún stendur öðrum tegundum Framar Hún er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, slcilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrnm fremri, heldur þeirra Fremsf Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.