Ísafold - 17.05.1916, Page 1

Ísafold - 17.05.1916, Page 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis F/% kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. iint. - XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 17. maí 1916. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 3 6. tölublaö Ali>ýöufél.bókasafn Templarns. 8 kl. 7—0 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—B Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 12—3 og 5—7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 siöd. Alm. fundir fld. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Guósþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankaatj. 10—12. Landsbékasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—3 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn dagiangt (8—9) virka dago helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—2*/a á sunnud. PóathÚ8Íb opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Bamábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.B opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 l>jóómenjasafnib opió sd., þd. fmd. 12—2. „Hver á að stjórna Landsbankanum?“ Hr. Björn Kristjánsson hefir ritað, eða látið einhvern leigumanna sinna rita, grein í blað sitt með þessari fyrirsögn. Þó að hvorttveggja sé, að blaðið lesa sárfáir og hitt, að grein þessi sé svo úr garði ger, að flestir sjái, hversu óumræðilega skökk hún er að efni öllu, þykir þó réttara að benda á og reka helztu vitleysurnar i henni. Aðalniðurstaða hr. B. Kr. er þessi: Stjórn Landsbankans er einvðld yfir bankanum. Enginn geti því keypt lóð undir bankann né ákveðið gerð hans nema hún, enda beri nenni fult einræði um það. Þær undantekningar verður hr. B. Kr. frá einveldi sínu þó að kannast við, að ráðherra skipi bókara og féhirði, að ráðherra skipar bankastjóra og víkur þeim frá, og að ráðherra hafi heimild til að krefja bankastjórnina skýrslna um alt, er hag bankans varðar, og að ráðherra getur látið rann- saka allan hag bankans hvenær sem hann telur þess þörf. Loks verður hr. B. Kr. að kann- ast við það, að bankastjórnin bað siðastl. vor um heimild stjórnarráðs- ins til að kaupa lóð undir bankann og játaði pá, að.uppdráttur að banka- húsinu fyrirhugaða skyldi að sjáljsöqðu verða lagður undir sampykki stjórnar- ráðsins. Reyndar reynir hr. B. Kr. nú að »kjafta sig* frá þessu með því, að bankastjórnin hafi að eins af kurteisi við landsstjórnina lagt þessi atriði undir hana. En segir þó óbein- línis í öðru orðinu, að þar með hafi bankastjórnin brotið lög, því að að lögum hafi hún einveldi yfir þessu, og geti ekki skotið af sér ábyrgð sinni í þessu efni. Ef B. Kr. & Co. ber þetta einveldi samkvæmt lög- gjöfinni, þá hefir hann drýgt sýnt lagabrot með því að heita því, að uppdráttur bankahússins skuli lagður undir samþykki stjórnarráðsins. En hver trúir því, að B. Kr. hafi sfðastl. vor farið að brjóta banka- lögin af eintómri kurteisi? Nýlega sýndi hann stjórnarráðinu þá kurí eisi, að neita að taka við bréfi þess, af því að bréfberi kom eftir »banka- tímac, milli kl. 4 og 5 e. h., en hitti þó B. Kr. sjálfan við banka- dyrnar. Og nýlega sýndi sami B. Kr. þeim þremur mönnum, sem dómkvaddir voru til að meta, hvor af tveimur ákveðDum lóðum væri hentugra bankastæði, þá kurteisi, að koma eigi, samkvæmt ósk þeirra, til viðtals við þá. Og svo ætlar þessi herra eftir alt saman að telja mönnum trú um, að hann hafi af eintómri kurteisi afsal- að sér þvert ofan i lög — eins og hann »skýrir« þau nú — embættis- rétti sinum I! Enginn neitar því, að Landsbank- inn sé landsstojnun á sama hátt sem t. d. Landsbókasafn, Háskólinn, Mentaskólinn, sima- og póststöð o. s. frv. Af því leiðir eftir eðli máls- ins, að landsstjórnin hefir alveg sam- svarandi vald yfir Landsbankanum og yfir nefndum stofnunum. Eftir hlutarins eðli hefir landsstjórnin yfir- stjórn Landsbankans eins og hinna stofnananna. Til þess að sýna og sanna, að þessi fullyrðing um vald landssljórn- arinnar yfir Landsbankanum sam- kvæmt hlutarins eðli byggist jafn- framt beint á þvi, hverir sérstaklega jjármunalegir hagsmunir landssjóðs séu við bankann tengdir langt fram yfir aðrar landsstofnanir, skal þessa getið: a. Landssjóður leggur bankanum til xo þús. króna stofnfé 1' upphafi (lög nr. 14, 18. sept. 1885, x. gr.). b. Landssjóður gefur út 750 þús. kr. í seðlum, er hann hefir lánað bankanum sem starfsfé (lög 1885, 2. gr. og lög nr. 2, 12. jan. 1900, 1. og 2. gr.). Af þeirri upphæð á bankinn að greiða rentu í landssjóð r °/0, og 2 °/0 í varasjóð sinn. c. Ef bankinn skyldi verða lagður niður — en það stóð til á þingi 1901 meðal annars fyrir ötula fram- göngu B. Kr. — þá á landssjóður að fá allar eignir hans, sem afgangs verða skuldum. En landssjóði ríður mjög á, að þær eignir verði sem mestar, því að sú skylda hvilir þá á landssjóði, að innleysa alla þá seðla- fúlgu, sem hann hefir samkvæmt áð- ursögðu lánað bankanum (lög 1885, 32. gr.). d. Landssjóður hefir lagt til 200 þús. kr. sem tryggingarfé 1. flokks veðdeildarinnar (lög nr. 1, 12. jan. 1900, 2. gr.), og mundi því tapa þar, ef veðdeildin tapaði meira en svo, að hún gæti fullnægt skyldum slnum. e) Landssjóður stendur í ábyrgð fyrir alt að 5 miljónum króna fyrir 4. flo'kk veðdeildar Landsbankans (lög nr. 51, 10. nóv. 1913, 3. gr.). f. Landssjóður leggur Landsbank- anum til 100 þús. kr. á ári næstu 20 ár frá og með árinu 1914 að telja, eða alls 2 miljónir króna. Fyrir þessari upphæð á landssjóður að vera innskotseigandi í bankanum, eða einskonar félagi Landsbankans, og fá vexti af upphæðinni, en þeir fara vitanlega eftir því, hvernig bank- anum er stjórnað (lög nr. 50, 10. nóv. 1913, 1. gr.). g. Landsbankinn á að greiða i Byggingasjóð 7500 kr. á ári (lög nr. 29, 20. okt. 1905, 3. gr.). h. Stjórn Landsbankans gaf út og lét festa hér upp á götum um allan bæ í byrjun stríðsins í ágúst 1914 auglýsingu þess efnis, að menn mættu óhræddir leggja sparifé sitt í Landsbankann hvernig sem færi, því að landssjóður ábyrgðist það. Þetta má til sanns vegar færa, fyrst og fremst af því, að landssjóður verður innskotseigandi að 2 milj. króna í bankanum, í öðru lagi af því, að landssjóður á að levsa inn seðlana, ef bankinn hætti, en ef sparisjóðs- eigendum þyrfti t. d. þá að borga með varasjóði bankans, yrði ekkert eftir handa landssjóði til að leysa inn seðlana, eða minna en ella hefði orðið. í þriðja lagi mundu margir telja landssjóði siðferðislega skylt, að halda sparendum, er trúað hefðu bankanum fyrir fé sínu, skaðlausum. Þar sem landssjóður er beinlínis eigandi bankans og því fjárhagur landssjóðs fasttengdari bankanum en nokkurri annari landsstofnun, getur hver heilvita maður séð, að það er samkvæmt hlutarins eðli, að lands- stjórmn hafi eigi siður vald yfir bankanum en öðrum stofnunum landsins. Til þess að hagga þessari setningu, þyrfti mjög eindregna lagaheimild og tvimælalausa. Það þyrfti að vera tvímælalaust tekið fram í lögum, að bankastjórnin væri einráð um hann að öllu leyti. Og skal nú athugað, hvort svo sé. 1. Af því að bankinn er lands- stofnun, skipar ráðherra bankastjóra og víkur peim jrá (lög nr. 12, 9. júli 1909, 1. gr.). 2. Ráðherra skipar féhirði og bók- ara og víkur peim frá (1. 1909, 4. gr.) og ákveður veð pað, er jéhirðir d að setja (s. 1. s- gr.). 3. Ráðherra setur bankanum reglu- gerð, og kveður þar á um samband bankastjóra sín á milli, og um sam- band þeirra við gæzlustjóra (lög 1885, 8. og 22. gr., 1. 1909, 3. gr.). Svo liggja allar reglugerðir veðdeildanna og útibúanna undir samþykki stjórn- arráðsins. 4. Sampykki ráðherra parj til að stofna útibú, eða ajgreiðslustoju erlendis (lög 1885, 9. gr. og 1. nr. 28, 22. okt. 1912). 5. Ráðherra skipar annan endur- skoðenda bankans, og úrskurðar og kvittar reikninga bankans (1. nr. 2, 12. jan. 1900, 3. gr.). 6. Bankastjórninni er skylt að veita ráðherra alla pá vitneskju um hag bankans, er hann óskar, og hann get- ur látið rannsaka allan hag bankans, hvenær sem honum- pykir pttrja (I. 1909, 6. gr.). 7. Ráðherra undirritar, með banka- stjórn, öll veðdeildarbréf (bankavaxta- bréj) bankans. 8. Stjórnarráðið geymir lögum sam• kvæmt tryggingarfé sumra veðdeildar- jiokkanna, enda pótt bankinn leggi pað sjáljur til (1. nr. 27, 20. okt. 1905, 3. gr., 1. nr. 13, 9, júli 1909, 3. gr.). 9. Utgája og innlausn bankaskulda- bréfa samkv. lögum nr. 82, 22. nóv. 1907 liggur undir ejtirlit landsstjórn- arinnar (1. 1907, 5. gr.). ’ 10. Sampykki stjórnarráðs parj til ákvörðunar um vaxtahæð aj innláns- jé með sparisjóðskjörum (reglugj. bank- ans 18. okt. 1911, 32. gr.). Það ákvæðið, sem tekur af öll tvi- mæli, er þetta: Bankastjórar annast öll dagleg störf bankans og stýra peim með að- stoð gæzlustjóra (l. 1909, 3. gr.). Dæmi þau (1—10), sem áður voru nefnd, eru dæmi upp á störf, sem eigi geta talist »daglcg störft bank- ans, og það er því i fylsta samræmi við 3. gr. laga 1909, að bankastjórn- in getur eigi ráðið þeim til lykta ein saman. Til daglegra starfa heyra t. d.: lánveitingar, uppgerð reikninga, við- taka innlánsfjár, innheimta, útborg- anir innlánsfjár og aðrar greiðslur, sem samfara eru venjulegri banka- starfsemi. Þá er og í fullu samræmi hér við, að bankastjórar skuli undirskrifa, svo að skuldbindi bankann, ef gefa skal út eða framselja víxla, er hann gef- ur út eða á, önnur verðbréf eða aðr- ar skriflegar skuldbindingar (l. 1909, 4. gr.). Þess konar, t. d. kaup og sala víxla eða verðbréfa, heyrir undir dagleg bankastörf. Svo er það í fylsta samræmi hér við, að féhirðir megi eigi greiða neina fjárhæð úr bankanum, sem sam- pykki bankastjórnar parj til, nema með samþykki beggja bankastjóranna (1. 1909, 4. gr.). Þó gildir þetta ekki, ef ágreiningur er meðal þeirra eða annar er forfallaður. Þá er nóg samþykki annars bankastjórans og annars gæzlustjórans. Bæði hlutarins eðli og lög bankans eru pví í jylsta samræmi. Sljórn Landsbankans er ekki einvaldari yfir honum en forstjórar hverrar annarar landsstofnunar. Þeir annast Hka dag- leg störf þeirra stofnana, sem þeir eru fyrir settir, en hafa jafnt ein- veldi eða réttara sagt jafn lítið ein- veldi og framkvæmdarstjórar Lands- bankans. Vald forstjóra Landsbankans er hið sama í öllu verulegu og t. d. framkvæmdarstjóra íslandsbanka. Hluthafafundur svarar þar til Alþingis gagnvart Landsbankanum og banka- ráðið til stjórnarráðsins gagnvart Landsbankanum. — Ekki er að furða, þótt B. Kr. mis- skilji stöðu sina sem bankastjóri, úr því að hann misskilur þannig lög bankans, að hann heldur, að pau veiti honum cinvcldi yfir bankanum, fult einræði um stjórn hans. Liklega veit B. Kr., að hann get- ur ekki sett upp útibúsholu frá bank- anum, eða ákveðið sparikjóðsvexti, nema með samþykki stjórnarráðsins. En þó finst honum hann eiga lög- varið einræði yfir þvi, hvar og hvern- ig aðalstöð bankans er sett. Næst er B. Kr. tekur að skýra lög bankans, ætti hann að bera sig saman við einhvern lagamann, eða betri lagamann en hann hefir haft í ráðum nú um hríð, ef nokkur hefir verið. Og óneitanlega er það hart, að þörf skuli gerast til þess, að eyða tíma til þess og hafa fyrirhöfn fyrir því, að kenna bankastjóra Lands- bankans allra einföldustu grundvall- aratriðin um stöðu hans. F. Siðasta heyieysisvorið. Eftir Guðm. Hannesson. I. í þau 10—20 ár, sem eg var læknir á Norðurlandi, hefi eg séð heyleysi og felli vofa yfir höfði al- mennings, eins og geigvænlegt Damoklesarsverð, séð það hanga á mjóum þræði, sem hrokkið gat sund- ur, er minst vonum varði. Hingað til hefir þó almenningur sloppið hjá voðanum. Stórfeld harð- indi og hafísar hafa eigi skollið yfir. En eftir fréttum þeim að dæma, sem daglega hafa boiist í vor að norðan og viðleitni ýmsra Norðlendinga til þess að flytja héðan hey með afar- kjörum norður, má telja það vist, að heyleysi hafi verið óvenjulega mikið og fellir vofað yfir heilum sveitum, hversu sem úr kann að hafa ræzt. Vonandi er, að allur þorri manna hafi sloppið hjá reglulegum felli, en viðbúið, að skepnuhöld verði slæm og að þeir verði fyrir stór- tjóni, sem lakast voru staddir. En þó alt kunni að hafa slarkast af, án þess að almennur fellir yrði, hlýtur tjón héraðanna að vera geysi- mikið og ekki hefði mátt miklu muna til þess, að það yrði afskaplegt. Hvernig hejði farið, ef veturinn hefði gengið snemma i garð 1 Hvernig, ej hajís hejði lokað öllum samgöngum og legið jram á sumar ? Hvernig, ej gagngerður bati dregst að mun úr pessu ? Alt þetta gat komið fyrir. Þess vegna eru þetta alvarlegar spurningar. Mér er sem eg sjái alla þá sorg- legu sjón — vorharðindin, þar sem verst er statt. Síðustu árin hafa fyrningar eyðst og síðasta sumarið var óvenjulegt grasleysi. Menn hllfð- ust við að skerða bústofninn, svo að stórskaði hlytist af, förguðu ekki fleiru en svo, að heyforði væri að eins sæmilegur fyrir meðalvetur eða rfflega það. Kýrnar voru byrgar, féð svo að sæmilegt mátti heita, en svo var aragrúa hrossa bætt ofan á og þeim ’nafa fæstir ætlað hey að nokkru ráði. Veturinn byrjar vel og allir gera sér beztu vonir. Svo breytist eftir nýárið, og það svo, að tekur fyrir alla jörð. Tugum saman komn hrossin á gjöf á bverjum bæ. Menn ugga ekki að sér eftir góðu tfðina Nú eyðast heyin afskaplega með hverri viku og hverjum mánuði. Öllum verður það ljóst, að haldist þetta fram á sumar, lendi alt I voða og enginn veit hvenær batinn kem- ur. Það fer að leggjast áhyggju- og kvíðamartröð á allan fjölda bænda, fyrst á þá, sem djarfast hafa teflt en siðan á þá, sem betur voru á vegi staddir. Daglegu vonirnar um bráðan bata bregðast aftur og aftur. Sömu harðindin haldast látlaust. Nú er reynt með öllu móti að fara svo drýgilega með sem kostur er á, reyrr að kaupa mat til fóðurdrýginda, ei alt eyðist og skepnurnar taka að látc

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.