Ísafold - 17.05.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.05.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD % TÍmiEiríkssott \ y Tlusturstræfi 6 Q S3 *3/Q)naéar- cPrjóna* og Saumavorur | tp hvergi ódýrari né betri. ^A þvotta* og tJCrainlœfisvorur beztar og ódýrastar. JBeŒföng og óTœfiifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. á sjá. Nú á bóndinn illa æfi: strit og armæðu allan daginn og Líklega órólegan svefn margur maðurinn, þegar komið er i rúmið. Það er ekki eingöngu eignatjónið, sem mönn- am fellur þungt. Öllum, sem nokkra tilfinningu hafa, hlýtur að vera það kvalræði, að sjá skepnur sínar vesl- ast smám saman upp af hungri og harðrétti og vita jafnftamt, að í raun réttri er hér um sjáljskaparvíti að tala. Að lokum kemur sumarið og það er þá líka veturl Heyin eru búin, maturinn eyddur, skepnurnar hrynja niður áti um hagann, ef þeim er þá ekki af miskunsemi styttur aldur, alt sópast burtu, árs-erfiðið, eignir og framtíðarvonir, ekkert er eftir nema örbyrgðin, skuldirnar og samvizkubitið. Svona befir það gengið á hverju alvarlegu harðindavori í flestum sveit- um þessa lands, að minsta kosti hjá þeim, sem djarfast hafa teflt. Sama sorgarsjónin ár eftir ár, þrátt fyrir allar áminningar og allar tilraunir til þess að breyta þessu búskap- arlagi. Hversu sem úr þessu kann að rætast í þetta sinn, þá er það víst, að til einskis er að Jást um orðinn hlut, sem ekki verður aftur tekinn. Þann skaða, sem menn kunna að verða fyrir, verða þeir að bera eins og menn, án þess að leggjast í víl og volæði. Með atorku, sparsemi og góðri útsjón réttir alt við aftur áður langt um líður, þó nú kunni að horfa illa hjá sumum. En jafnframt legst alvarleg skylda á hvers manns herðar: að læra af skaðanum og brenna sig ekki aftur á sama soðinu. Þið Húnvetningar, Skagfirðingar og aðrir góðir menn, sem það ólán kann að henda, að verða heylausir í þetta sinn. Það er bein skylda ykkar, að láta petta verða síöiistíi heyleysisvorið í héruðum ykkar! Það er skylda vegna ykkar sjálfra, konu ykkar og barna. Ekkert teflir öllum ykkar efnahag og framtiðar- horfum í jafnmikla tvisýnu og áhættu- biiskapurinn. Það er skylda vegna bændastétt- arinnar, eini vegurinn til þess, að hún haldi heiðri sínum í landmu. Þó heyleysi og fellir hafi verið hér land- læg mein frá landnámstíð og illur vani hafi sætt marga við þau, þá eru nú komnir aðrir tímar. Að fella skepnur eða fara illa með þær, er nú dæmt hart. Það er skylda vegna skepnanna, sem bæði er synd og skömm að láta lífið kveljast úr, svelta þangað til ekkeit er eftir nema skinin beinin og krókna síðan berar í vorkuldunum. Enginn skal láta sér detta í hug, að þetta sé óframkvæmanlegt þrek- virki, að þetta geti ekki breyzt. Nokkra sjálfsafneitun kostar það, eins og flestir góðir hlutir, en auðvelt væri það, ef ekki væri einn þrándur i götu: afgamall hugsunarháttur fjölda manna. Þessi gamli hugsunarháttur er sá, að vilja setja illa á, vilja hafa fleiri skepnur en hey er fyrir, í von um góðan vetur. Vegna hans er mörg- um meinilla við alla forðagæzlu, öll horfellislög yfirleitt; allar ráðstafanir til þess, að forða mönnum frá hey- leysi og felli. Þeir vilja blátt áfram hafa Jult leyfi til að drepa úr horl Og eitt dregur menn til þessarar fásinnu og annað ekki: gróðavonin. Ef öllum væri það ljóst, að það hlyti að verða tilfinnanlegur skaði að setja djarft á, þá myndi engum detta það í hug. Ef menn væru jafn sannfærðir um þetta hvað fé og hross snertir, eins og þeir eru það um kýr — þá væri alt heyleysi úr sögunni. Það er því vert að athuga, hvort horbúskapurinn sé gróðavegur. Það sannar lítið, þó græða megi á djarfri ásetníngu ár og ár í bili — ef veturinn er þá góður. Flestir búa fleiri ár eh eitt, og ef hér er um nokkra hagnaðarvon að ræða, verður gróðinn i góðu árunum að vega miklu meira en alt tjónið, er út af ber, lambadauði, ullarrnissir, af- notarýrnun margskonar og svo að lokum kolfellir í heilum héruðum stöku harðindaár — því hann er óumjlýjanlegur, ef allir eða flestir setja djarft á. Torfi heitinn í Ólafsdal reyndi að meta tjónið, sem bændur hefðu orð- ið fyrir af illri ásetningu á árunum 1881—1908. Honum telst svo til, að á ári hverju að meðaltali hafi það verið 378.000 kr.l Þetta nemur miklu meira en vöxt- um af hálfum ársheyskap allra lands- manna, jafnvel þó reikn. T. B. væri helzt til hár. En eg skal taka einfaldara dæmi. Ef hver bóndi ætti fyrningar, sem svöruðu hálfum ársheyskap í meðal- ári og héldi þeim við, en setti ann- ars á líkt og gerist (gerði ráð fyrir góðum meðalvetri), þá væri hann byrgur, hvernig sem veturinn yrði, en gæti haft engu færra fé en með djörfu ásetningunni. Felliráhættan væri horfin. En hvað kostar það bóndann, að hafa slíkar fyrningar og láta þær venjulega ónotaðar? Meðalheyskapur á ísl. jörð eru einir 300 hestar af töðu og útheyi til samans. Helmingur ársforðans eru þá 150 hestar. í hverju meðalári ætti heyhestur- inn tæpast að kosta bóndann meira en 4 kr. 150 hestar kostuðu þá 600 kr. Vextir af þessari upphæð (6°/0) yrðu einar 36 kr. Þetta er þá árlega vátryggingar- gjaldið, sem bóndinn þyrfti að borga — 36 krónur1). — Fyrir það fær hann í aðra hönd: 1) Hann missir engin lömb á vorin fyrir fóðurskort og heyleysi. 2) Uil og önnur afnot af skepn- um rýrast ekki vegna illrar meðferð- ar. Skepnurnar verða vænni að haust- inu, ef vel er með þær farið. 3) Hann kemst hjá öllum felli á fé sinu, seln slys eða sjúkdómar valda ekki, kemst hjá því, að leggja dleigu sina i tvísýnu 0% standa alls- laus uppi með konu og bbrn, eý út aj ber. 4) Hann sleppur hjá öllum peim dhyggjum og samvizkubiti, sem hey- leysinu eru eetíð samjara, allri peirri vanvirðu, sem ýellisbúskapnum Jylijir, verður virtur maður 0% vel metinn í sinni sveit. Þorir nokkur að halda því fram, að alt þetta (og fleira mátti þó telja) sé ekki (yllilega 36 kr. virði, jafnvel þó bætt væri við verðrýrnun heys við fyrningu, að fyrningabúskapurinn sé ekki gróðavænlegri, er til lengdar lætur, en djarfa ásetningin?? Min reynsla er að vísu sú, að það séu venjulega verstu búskussarnir, sem verða árlega heylausir, menn, sem aldrei efnast, en gerum eigi að síður ráð fyrir, að hor- og heyleysis- búskapurinn gæfi nokkurn hagnað í aðra hönd, jafnvel töluverðan. Verð- ur þá ekki þessi hagnaður of dýr- keyptur? Er það tilvinnandi fyrir þennan tvísýna gróða, að hafa bæði illa samvizku og sárar áhyggjur á hverju vori, eiga jafnvel á hættu, að missa mestallar eigur sinar, efút af ber, og standa öreiga uppi með konu og börn? Það má líka kaupa peninga of dýrtl Enginn góður drengur vill selja sóma sinn eða sannfæring fyrir fé. Þó Júdas vildi alt til fjárins vinna, þá hefir það aldrei verið tal- in fyrirmynd. En selja ekki þeir menn sóma sinn fyrir fé, sem seilast af ásettu ráði eftir horfellishagnaðinum og er ekki slíkur gróði, þegar hann gefst, sannkallaðir blóðpeningar? Er það yfirleitt leyfilegt, að tefla ekki að eins eigum sínum i slíka tvísýnu, heldur heiðri og dliti íslenzku bandastéttarinnar ? Er það leyfilegt, að kvelja lífið úr skepnum, sem finna til og vita sinu viti, að eins til þess að ná i óvissan gróða? Horfellir hefir ekki þótt nein höf- uðsök, en þetta er að breytast. Eg mintist nýlega á harðindra við einn af helztu mönnum hér. Eg man orðin, eins og hann talaði þau. »Það, sem þarf að gera er, að ausa skömmum yfir bandur, sem ekki skammast sín fyrir að fella úr hor. Hvað er pjófnaður og hvað er jajn- vel manndrdp hjd sliku aruleysi, sem með engu bðru á að hegna en tugt- húsvist«. Eg nefni þetta sem dæmi þess, hve harða dóma heyleysið fær nii hjá mörgum. Sanngjarn er ekki þessi dómur allskostar. Þetta skað- ræðis-biiskaparlag er sprottið af æfa- gömlum, rótgrónum hugsunarhætti, sem margir eru aldir upp við og ekki getur útrýmst í einni svipan. En með hveiju ári og eftir því sem menning eykst í landínu, er fótum kipt undan honum. Þessi gamli Skrælingjabúskapur er dauðadæmdur og allur sá hugsunar- háttur, sem hann er sprottinn af. r Asg. 6. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1, Reykjavik, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaíöt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan aí landi svarað um hæl. Því ekki koma honum nú þegar fyrir kattarnef? Hann hefir fyrir löngu komið nógu illu til leiðar. Og í stað gamla hugsunarháttarins þarf almenningsálitið að verða þann- ig, að hver sd maður, sem kunnur er að pvi, að setja heimskulega á, sé tal- inn óalandi og ójerjandi skaðrœðismað- ur, sem nágrönnum standi voði af, sem sé stétt sinni til skammar, en landinu til niðurdreps — jafnvel þó hann græði í góðu árunum I J) Hér hefi eg ekki tekið tillit til verðrýrnunar á heyi við fyrninguna, sem erfitt er að meta; fer mjög eftir heyinu og verkun þess. Mislingarnir. Avarp til alþýðu manna Mislingarnir 1882, 1904, 1907—8. Þegar mislingarnir komu hingað 1882, höfðu þeir ekki gengið um land alt siðan 1846. Árið 1882 fór sóttin því nær um alt landið og telst svo til, að hátt á annað þúsund manns hafi dáið af völdum misling- anna. Mislingar hafa margsinnis borist hingað síðan um aldamótin, en lang- oftast tekist að stöðva þá. Árið 1904 gengu þeir um Vestfirði og tókst þó að stöðva þá svo, að þeir fóru ekki víðar um land. Þeir komu þá lika upp í Reykjavík, en urðu stöðvaðir. En árið 1907 urðu mislingarnir ekki stöðvaðir; hlaust það af því, að einn farþegi á skipinu, sem veikin kom með, fullyrti — eftir beztu vit- und — að hann hefði haft mislinga og var slept ásamt öllum öðrum, þeim sem lögðu undir þegnskap sinn, að þeir hefðu fengið mislinga áður. Barst veikin út frá þeim eina manni, sem skakt hafði sagt til, og það svo víða, að. ekki varð við ráðið. Hófst sóttin snemma sumars i907oggekk til jafnlengdar 1908. Sóttvörnum var hætt þegar útséð var um að girt yrði fyrir almenna útbreiðslu veikinnar. En fjöldamörg heimili og mjög marg- ar sveitir víðsvegar um land vörðust veikinni engu að síður. Þess vegna er nú margt fólk á lífi, sem fætt er á árunum 1883— 1907 og hefir aldrei haft mislinga. 1907—8 dóu um 3S° manns af mislingum. Hvernig mislingarnir bárust hingað nuna í vor (1916). í þetta skifti bárust mislingarnir til landsins öllum á óvart. 18. apríl rákust læknarnir á ísafirði á mislingaveikan mann. En sá maður (ungur íslendingur) var nýkominn þangað á »Flóru< frá Noregi. Það vitnaðist nú, að Flóra hafði farið frá Noregi um mánaðamótin marz og april; en enskt herskip tók hana hér skamt frá Islandi og hafði með sér til Englands. Kom Flóra ekki til Vest- mannaeyja fyr en 12. apríl, til Rvíkur 13, apríl, fór þaðan 15. apríl (seint),. kom á Patreksfjörð, ísafjörð og Hólmavik, og var á leið til Siglu- fjarðar, þegar mislingasjiiklingurinn. fanst á ísafirði. Þá varð uppvíst, að hann hafði tekið mislingakvefið, með- an skipið stóð við í Rvik, en ekki kent sér meins og farið víða um bæ- inn. Héðan fóru líka margir með skipinu, vestur og norður um land- Mátti þvi btiast við að mjög margir hefðu smitast af þessum eina manni og værD komnir víðs vegar út um land, og mjög litlar líkur til að veik- in yrði stöðyuð, en þó sjálfsagt að gera ítrustu tilraun til þess. Var né. reynt af fremsta megni að rekja feril ísfirðingsins hér, og öllum héraðs- læknum gert aðvarf, þar sem skipið hafði komið, það rannsakað á Siglu- firði og boðið, að hafa uppsóttvarnar- veifu, þar sem það kæmi úr því norðan lands og austan. Það hefir farið sem við mátti bú- ast: Mislingarnir hafa fest rætur í Rvíkurhéraði, Patreksfjarðarhéraði, ísafjarðarhéraði, Hólmavíkurhéraði og Siglufjarðarhéraði (margir verkameno komu þangað og höfðu smitast á leiðinni til Isafjarðar). En úr því skipið fór frá Siglufirði var höfð full gát á því, og hefir hvergi orðið vart við mislinga fyrir austan Siglu- f]örð nema á einum bæ í Reýkdæla- héraði. Þangað hafði komið maður úr skipinu, og enginn grunnr á hon- um, en fékk mislinga, smitaður af ísfirðingnum, eins og svo margir aðrir. í Rvík hafa allir læknarnir lagst & eitt, að stöðva sóttina, þó vonlítið virtist, enda er nii úti öll von um það, að hún verði stöðvuð hér. En Rvík er orðinn svo fólksmarg- ur bær, að það getur ekki framar komið til greina að sóttkvía allan bæinn, nema um einhverja stórháska- lega farsótt væri að ræða. Veit eg að aðrir læknar hér eru mér sam- dóma um það. þær lögskipuðu, kostn- aðarsötrm sóttvarnir geta ekki komið hér að haldi. — Útséð um það. Þess vegna verður nú að hætta. lögvörnum gegn mislingunum urru land alt, eins og 1907. Aökomuskip og erlendar sóttir. >Aðkomuskip< (samkv. sóttvarn- arlögunum 1902) eru öll skip, sem koma hingað frá útlöndum, eða hafa úti á sjó tekið við mönnum eða far- angri úr skipi, sem kom frá útlönd- um. »Erlendar sóttir« (eftir sóttvarn- atlögunum) eru svartidauði, kólera, bólusótt, blóðkreppusótt, dílaveiki (útbrotataugaveiki), gul hitasótt, misl- ingar og skarlatssótt. (Skarlatssóttin er nú orðin landlæg).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.