Ísafold - 17.05.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.05.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Ekkert »aðkomuskip« má eiga mök við landsmenn, fyr en skipstjóri hefir gert sóttgæslumanni (sýslumanni eða utnboðsmantti hans) fulla grein fyrir heilsufæri manna á skipinu — og sannað, að engar erlendar sóttir sé að óttast. Skal skipstjóri fara einn á land til fundar við sóttgæslumann. Nú gengur einhver erlend sótt (önnur en mislingar eða skarlatssótt) á brottfararstað skipsins, eða einhver á skipinu hefir sýkst á brottfarar- stað þess eða á leiðinni af »erlendri sótt* (þar með taldir mislingar og skarlatssótt), og á þá skipið að hafa uppi sóttvarnarveifu (gula veifu), er það kemur hér við land, og má e n g- i n n fara á land úr skipinu og eng- inn út að skipinu, fyr en læknir hefir skoðað það og yfirvöld veitt því heil- brigðisvottorð. Farþegaskipum er veitt sú tilslök- un, að þau mega strax hleypa far- þegum á land, ef skipstjóri sendir sóttgæslumanni með fyrsta bátnum yfirlýsingu upp á æru og samvisku um það, að enginn hafi orðið veikur á skipinu, sem grunur geti leikið á að um næman sjúkdóm sé eða hafi verið að ræða, enda engin erlend sótt gengið á brottfararstað skipsins, sbr. það sem fyr var sagt. Þessu lík eru sóttvarnarlög ann- ara þjóða. En sá er þó munurinn, að þar er aðgæslan af hálfu landsmanna (lög- gæslumanna) m i k 1 u strangari en hér. Hér eigum við — verðum að eiga — mestalt undir trúmensku skipstjór- anna, að þeir brjóti ekki sóttvarnar- lögin vísvitandi eða af trassaskap, og tekur þetta einkum til farþegaskipa. Það er bein og brýn skylda hvers skipstjóra að hafa stöðuga gát á heil- brigði allra skipsmanna og farþega; ella getur hann ekki »u p p á æ r u og samvisku* ábyrgst að eng- inn hafi oroið lasinn á skipinu á þann hátt, að um næman sjúkdóm geti verið að ræða. Það er svo um a 11 a r farsóttir, að þær leggjast stundum mjög létt á ýmsa menn. Ef skipstjórar vanrækja þessar lagaskyldur sínar, þá getur vel farið svo, að einhver af háskalegustu far- sóttunum, t. d. svarti dauði, berist einhverntíma hingað á land, öllum á óvart. Það er nu öldungis víst, að ísfirð- ingurinn, sem kom með mislingana, hefir hlotið að smitast, eftir að skipið fór frá Noregi, enda segir hann, að einn farþeganna hafi fengið kvef á leiðinni og rauða flekki i framan. En sá farpegi var orðinn albata þegar hingað kom. Eg vil ekki að svo stöddu segja neitt frekar um það mál. En tel miklu varða að öll alþýða manna viti um þessar skyldur'skip- stjóra og geri sér ljóst, 'hvílíkur háski getur hlotist af því, ef sóttvarnar- lögin eru ekki vandlega haldin af hálfu skipstjóra og sóttgæslumanna. Frh. "Vetrartíðin heldur áfram og stórvandræði fyrir dyrum norðan- og austan-lands; hey sögð alveg þrotin á mörgurn stöðum og að þrotum komin víðast hvar. Bregði ekki til bata hið bráðasta, er ekki annað sýnilegt en stórfellir verði sumstaðar, eftir því sem sögur segja. Matvöruúttekt hefir verið óvenjulega mikil hér að undanförnu og óhemju- lega mikil stundum; stendur þetta að sjálfsögðu i sambandi við ótíðina og heyþrptin. Suma daga hefir verið tek- ið ut á annað hundrað tunnur af nig- mjöli við Kaupfélagsverzlun Eyfirð- inga. {vlslendinqur*, j. mai.) Ársfandur Búnaðarfélags Islands 1916. Hann var haldinn í Iðnaðarmanna- húsinu í Reykjavík laugard. 13. maí. Fram var lagður og lesinn upþ reikningur félagsins fyrir árið 1915, ásamt efnhagsyfirliti 31. des. 1915. Eignir félagsins um árslok i^i^vora kr. 78268.91, en höfðu um árslok 1914 verið £1^6139.75. , Eignaauki á ár- inu kr. 2128.16. Hann mátti minst- ur vera eftir lögum félagsins 760 kr. Að eignaaukinn hefirorðið kr. 1369.16 meiri kemur aðallega af því, að vegna ótíðarinnar 1914 og dýrtíðarinnar 1915 var á þeim árum minna full- gert en við var búist af jarðabótum þeim, sem félagið hafði heitið styrk til, og kom því minna af þeim styrkjum í gjalddaga á árinu 1915 en ella mundi. Þær kr. 1368.16 sem spöruðust árið sem leið, eru því skoðaðar sem geymslufé, sem taka megi til á þessu ári. Lofaðif jarða- bótastyrkir, sem ekki eru enn komn- ir i gjalddaga, nema nú 7—8 þús. kr. Þá var gefin skýrsla sú, er lög fé- lagsins mæia fyrir um, um störf fé- lagsins. Fer sú skýrsla hér á eftir: Jaröræktarfyrirtæki, sem félagið hafði afskifti af og styrkti að ein- hverju leyti árið sem leið, voru þau, sem hér segir: Malintrar fyrir áveitu. Sigurður búfræðingur Sigurðsson mældi fyrir áveitum allvíða og sá sjálfur um framkvæmd verksins á einum stað. Um störf hans má vísa til skýrslu hans, sem prentuð mun verða í Búnaðarritinu. Upp í kostnað við mælingu á Staðarbygðarmýrum í Eyjafirði, sem Páli kennari Jónsson gerði, greiddi félagið 300 kr., nálægt helmingi kostnaðar. Upp í kostnað við mælingarnar á Miklavatnsmýri, sem getið er um í aðalfundarskýrslunni í fyrra, greiddi félagið á árinu kr. 547-83. Á þá fé- lagið ógreiddar kr. 2380.05 af þeim alt að 6000 kr. styrk, sem félagið hafði heitið til þeirrar áveitu. Þær eftirstöðvar munu verða greiddar á þessu ári, því að nú hefir verið ráð- in endurbót hennar í sumar, undir forsögn Jóns landsverkfræðings Þor- Jákssonar, með því fé, sem til henn- ar er veitt í fjárlögunum, styrknum frá Búnaðarfélaginu og tillagi frá Ar- nessýslu af leifum lánsins, sem sýsl- an tók til áveitunnar. Tveir menn eystra hafa tekið að sér framkvæmd aðalverksins fyrir tiltekið verð. Til annara ávetiufyrirtakja var veitlur 1453 kr. styrkur. Það voru 300 kr. til áveitumylnu á Hellu- landi í Skagafirði. — Sýrsla um hana er í ársriti Ræktunarfélags Norðar- lands — 100 kr. til áveitu á Gren- jaðarstað, 100 kr. tii áveitu i Teigi i Dalasýslu, 140 kr. til áveita á Brúsastaðamýri í Þingvallasveit, 313 kr. til stíflu í Reykjadalsá í Þingeyj- arsýslu og 500 kr. til stýflu i Laxá til áveitu úr Mývatni. Styrkurinn hefir verið nálægt fimtungi kostn- aðar. Til varnar gegn vatnsáqangi var veittur 710 kr. styrkur, Til að varna landbroti af Fitjaá hjá Efsta- hæ i Skorradal 150 kr., til fyrir- hleðslu við Þverá á Dufþekjubökk- um 200 kr., til fyrirhleðslu við Hall- geirseyjarfljót í Landeyjum 170 kr. og til fyrirhleðslu í Hábæjarhverfi í Þykkvabæ 190 kr. Styrkurinn hefir numið um það bil fimtungi kostnaðar. Til undirbúnings áveiiutilrauna í Miðey og í Fljótshólum var varið 36 kr. Um undirbúning á Hólum í Hjaltadal, þar sem í ráði er að aðaltilraunirnar fari fram, er ekki komin skýrsla né reikningur. Til girðinga, annara en girðinga fyrir kynbótagripi, var veittur 1354 kr. sryrkur. I Laugardal 415 kr. í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 500 kr. i Nesjum i Austur-Skaftafellssýslu 289 kr., á Efri-Fljótum í Vestur- Skaftafellssýslu 75 kr. og á Ölvalds- stöðum í Mýrasýslu 75 kr. Styrk- urinn hefir verið um 3 aurar á stiku. Öllum þessum styrkjum hafði verið heitið fyrir árslok 1914. Frá þvi i ársbyrjun 1915 hefir af fjárhags- ástæðum engum styrk verið heitið til girðinga, annara en fyrir kynbóta- gripi, og er búist við, að svo muni einnig verða framvegis. Til jaxðyrkjukennslu var varið 360 kr.: A Anabrekku, hjá Páli kenn- ara Jónssyni, 240 kr., hér austan f jalls, undir umsjón Búnaðarsambands Suðurlands, 120 kr. Styrkurinn var 40 kr. fyrir hvern nemanda, sem kenslunnai naut í 6 vikur og kenn- arinn að loknu námi gat vottað um að væri vel fær um að fara með plóg og herfi. Um ^róðrarstöðina i Reykjavík verð- ur að visa til skýrslu um hana, sem kemur í Búnaðarritinu. Þess skal getið, að af fé þvi, sem í reikn- ingnum er talið hafa gengið til gróðr- arstöðvarinnar, gengu 760 kr. til garðyrkjukenslunnar — skýrsla um hana kemur í Búnaðarritinu — og til sýnisstöðvanna fjögra 100 kr. til hverrar. Til gróðrarstöðvarinnar sjálfrar gengu um 2500 kr. Arður af gróðrarstöðinni varð í fyrra óvenju mikill. Frh. Islenzkur nútíðar-skáldskapur. Höfuðskáld fjárlagannna. Eftir Arna Jakobsson. Háseta - verkí alliö. Sættir komnar á. Hásetaverkfallinu lauk núna fyrir helgina og urðu hásetar að sætta sig við það að ganga að þeim kjörum, er útgerðarmenn buðu. Þá höfðu þegar svo margir menn boðist fram ril sjómenskunnar á botnvörpungum, að hvert rúm hefði verið skipað, ef eigi hefði staðið á þs?í að æfða neta- menn vantaði. En þeir voru flestir í Hásetafélaginu. Þó ætluðu skip- stjórar að láta skeika að sköpuðu og fara heldur út með óæfða menn en liggja lengur aðgerðalausir í hcfn. K]ör þau, sem útgerðarmenn buðu, voru hin venjulegu og 60 krónur fyrir hverja tunnu lifrar, fulla og á land flutta. Þegar Hásetafélagið sá að hverju fór, þótti því sá kostur vænstur að hætta verkfallinu og gaf meðlimum sínum leyfi til þess að ráða sig í skiprúm með sömu kjörum og öðr- um voru boðin. Verkfallið var hafið til þess að úr þvi yrði skorið, hverjir áttu lifrina, sem á skipin kemur, hásetar eða útgerðarmenn. Hásetar hafa ekki fengið eignarrétt sinn viðurkendan, en þeir hafa fengið loforð fyrir meiri ágóða (premiu) af lifrinni, heldur en þeir fengu áður. En þeij- hefðu senni- lega fengið jafn mikið, þótt þeir hefðu ekki hafið verkfall. Það er gleðiefni að þessu verkfalli skuli vera lokið og er vonandi að hvorir tveggja hafi lært svo mikið á því, að eigi þurfi að óttast að slíkt komi fyrir aftur á næstu árum. Það sem hér að framan er sagt á nær eingöngu við þessa bók; en svo er fleira, sem er sameiginlegt þessari og fleiri sögum þessa höf, og má þar nefna fleira en eitt sem einkennir hann. í sögunum eru víða langar lýsingar á stöðum og persónum, gefnar af höf. sjálfum, en ekki það að hann sýni persónurnar frá sálarlífi þeirra, og staða og náttúrulýsingum ekki þrýst inn i hugsanalíf persónanna samstýlað efn- inu, svo frásögnin verður oft hjáleit og með mótsögnum, t. d. er kaflinn »Hellisbuinn« dæmi þessa. Þetta er af óvandvirkni og er ekki eina dæmið, sem lika gengur hér svo langt, að það verður hjáleitt við aðal atriði sögunnar. Hvernig getur Hjalti t. d. — sem orðinn er að likamleg- um aumingja í hellinum — næstum því alt í einu orðið hamrammur bjargvættur? I þeirri persónu er ekkert viðunandi samræmi, og þó lesandinn geti skapað leiðir til rétt- lætingar á stöku stað, þá eykur það ekki gildi skáldverksins. En sá lýsingarvaðall, sem á sér stað hjá J. Tr., auðgar engar bók- mentir og skilur sjaldnast eftir þau áhrif, sem eru vararíleg. Þau fara inn um annað eyrað og út um hitt. Þegar svo þar við bætist, að margt af þessu er fléttað frásögnum um persónur, sem lesandinn finnur að höf. er með annari en móti hinni, þá fer skáldgildið að minka, að eg ekki nefni, hversu þá má treysta því að nákvæmlega sé farið með efni úr sögu landsins, sem hann kveðst þó vera að fegra. A»nað einkenni J. Tr. er liðlegur stýll með kvellandi stóryrðamælgi, en ekki malsku, því — hvað er mælskan? Hún er ljós hugsana- skipan, steypt í fagra, fáorða en kjarnmikla framsetning málsins. Þetta finst hvergi í bókum J. Tr. og síst í þessari bók. Þar er kald- hamrað stóryrðum — t. d. sumstað- ar í samtölum systkynanna og víðar — og þó á stökustað sé þýður málandinn, þá bætir það ekki úr skák. Margt fleira mætti tina til um þessa bók, sem sýndi ósamræmi og andstæður. T. d. eru lýsingarnar á sambandi alþýðu og höfðingjanna eftir sættina líkastar skripaleikjum, en ekki því að hér sé verið að fara með örlagaþrungin atriði úr'sögu þjóðarinnar. Eg ætla þá að hverfa frá þessari bók en kem að annari bókinni af: Göðum stofnum. II.—IV. Ev. 1915. Sig. Kr. Heita þær sögur: Veislan á Grund, Hækkandi stjarna og Söngva Borga. Þessar sögur eru að því leyti betri en Anna á Stóruborg, að höf. færist ekki í fang £,ð taka fyrir erfið við- fangsefni — hugsjónir eða kenningar — nema lítillega í niðurlagi Söngva Borgu. Er það þakkaverð framför hafi höf. fundið vanmátt sinn til þess að fara meir út á þá braut í skáldskap sinum. Er þá næst að athuga hvert skáld- gildi felst í þessum sögum og í hverju þeim er þar ábótavant. Fyrst er: Veislan á Grund. Þessi saga er lýsing af Grundar- bardaga — aðdraganda og endi — 8. júlí 1362. Mikilúðlegt er efnið, því er ekki að neita. Misjafnt má sjálfsagt á það líta, hversu það er mikill fengur fyrir nútíðarbókmentir, að ritaðar séu skáldsögur í tilefni af grófgerðustu sögnum liðinna alda. Ekki fullvist að grundvöllurinn sé eins ábyggi- legur og sögurnar herma. Frásagnir landsmanna sjálfra um yfirgang konungsvaldsins geta verið litaðar. Þegar svo þar við bætist skáldsögur nútíðarrithöfunda um þessa viðburði er ekki trútt um, að rangar myndir um söguatriði þjóðarinnar geti fest i huga almennings, og þá er ver farið. En gerum nú ráð fyrir, að aðal- atriðin séu rétt, að því er snertir þessa sögu, um sagnir liðins tíma, en þá er að athuga hina skáldskapar- legu meðferð höf. á efninu. Tilvera »Skreiðarsteins« er svo gersamlega utan við náttúrlega lýs- ingu. Karlinn örvasa ber fisk alla daga og vetur líka, / opnu aýhúsi dföstu við veislusal höýuðbólsins, og gestirnir áreita bann ekkert. Þetta virðist með öllu ónáttúrlegt að hafi átt sér stað, en aðeins sýnt þarna til þess að koma fram söguefninu, en verður hér alveg utanveltu við náttúrleg atvik. Annað er tilfinnanlega athugavert i þessari sögu, en það er hlutdraqni höf. á lýsingum sumra persónanna. Það finst hverjar hann hallar á, og það svo áð það er eins og honum sé nautu í því að gera þær sem lakastar og verstar; má hér nefna lýsingu hans af ]óni Skráveifu. Þetta er ekki eina dæmið. Þetta einkennir síðustu verk hans meira og minna, og er það meingalli sem ekki má vera óátalinn. Mikið er af smekkleysum og ósam- ræmi í þessari sögu, og ætla eg að' benda á nokkur atriði, þar sem mest ber á þessu: Landar erlendis. University of Washington Daily 24/8--'16. Hallgrímur viss með meistaratign- ína. Á hinum löngu og dimmu ís- lenzku vetrum hefir Hallgrímur Her- manns, sem er nemandi á háskólan- um hér, haft sér það til dægr&stytt- ingar að tefla skák. Hann óraði þá ekki fyrir því, að þessi dægra- stytting hans mundi verða honum til viðurkenningar í ókunnu landi. En þannig er það nú samt sem áður, því að á skákmóti háskólans, sem nú er á enda, náði hann að sigra Dillinger, sem er taflmeistari norðvestur-fylkjanna i U. S. A. Af 29 töflum, sem Hermanns lék, féll hann að eins i einu, og það fyrir Dillinger. Við aðra kappskák- ina, sem þreytt var, gekk Dillinger frá, eftir að hafa unnið 10 töfl, en fallið á því ellefta, og það fyrir Her- manns. íslendingurinn er nii viss að ná í heiðurspeninginn, sem sá fær, er verður hlutskarpastur í kapp- skákinni, en í henni hafa tekið þátt nokkrir færustu taflmenn sins fylkis, þar á meðal Whright, sem er tafl- meistari í Nevada. (Hallgrímur þessi er sonur Her- manns Jónassonar frá Þingeyrum). Lausn frá embætti hafa fengið síra Jakob Björnsson í Saurbæ i Eyjafirði (einn af elzta prestum landsins), og síra Kristinn Danielsson á Útskálum, báðir meö eftirlaunum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.