Ísafold - 24.05.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.05.1916, Blaðsíða 1
? Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7l/2 < kr. eða 2 dollar;borg ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. LauBasala 5 a. eint. ISAFOLD Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ; er ógild nema kom- 1 in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- i laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstióri: Dlafur Björnssan. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 24. maí 1916. 38. tölublaö A.Iþýðufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11—8 Beejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—8 og i~? Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 6—7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—lOsioö, Alm. fundir fid. og sd. 8»/s siðd. Landakotskirkja. Guísþj. 9 og 6 s helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlan 1—8 Landsbúnaðarfélagsskriístofan opin frá 12— 2 Landsféhirðir 10—2 og B—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 18—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) vírka daga helga daga 10—12 og 1—7. Nattúrugripasafnið opið l>/»—2>/t á sunnnd. Fósthdsið opið virka d. 9—7, sunnnd. 9—1. Samábyrgð Islands 12—2 og 4—8 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—1 dagl. Talsími Keykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—8. Vifilstaðahæliö. Heimsóknartimi 12—1 J»jóðmenjasafmð opið sd., þd. í'md. 12—2. Síðasta heyleysísvorið, Eftir Guðm. Hannesson. II. (Síðaii kafli). í orði kveðnu kannast flestir við, að þetta þyrfti að verða síðasta hey- leysisvoiið og horbúskapurinn að hverfa úr sögunni. En undir niðri er fjöldi manna sanníærður um, að við pessu verði ekki gert, að heyleysi og horfellir hljóti að vera hér viðurloðandi með- an landið byggist. Þessir menn hafa það hörmulega álit á islenzkri bændastétt, að hún geti aldrei séð, að horbúskapurinn sé stórtjón og annað ekki, að menn- ingarbúskapur geti aldrei þrifist hér 4 landi, þó öllum öðrum þjóðum hafi hann orðið til stórhagnaðar. Þeir halda, að engia gróðafluga sé syo baneitruð, að islenzkir bændur gini «igi yfir henni ver en nokkur þorsk- •ur, jafnvel þó sómi stéttarinnar liggi við, að endalaust muni bændur stofna %æði mannorði sínu og aleigu í voða, ef hin minsta von sé til þess, að ná í nokkra skítuga blóðpeninga. Eg er algerlega laus við þessa skaðræðistrú og islenzkir bændur <eiga ekki slíkt álit skilið. Það var einu sinni sú tíðin, að kjr voru settir svo djarft á, bæði hér á landi og annars staðar, að þær voru reisa í hörðum vorum eða féllu Jafnvel úr hor. Nú munu þess fá dæmi, að minsta kosti norðanlands, að kúm sé ekki ætlað sæmilegt fóður í hvaða ári sem er. Sjálfsagt hafa margir triiað því fastlega fyr, að bændur kæmust aldrei svo langt, að ekki yrði hor- fellir á 'kiim. Þessi trú hefir þó orð- ið sér til skammar. Það var einu sinni sú tíðin, að kindur voru settar svo djarft á, að horfellir hlaut að verða, ef nokkuð verulegt bar út af. Nii ætla flestir "kindum sínum sæmilegt fóður, þó ekki séu það allir. Væri ekki ann- að að fóðra en kýr og kindur, myndi öllu borgið, ef vetur e.t ekki ódæma harður. Að miklu leyti höfum vér lært gætilegan ásetning fyrir féð. En herzlumuninn vantar. Það, sem oss er mest áfátt í, er t Skúli Thoroddsen alþ m. ingismaður eftir nokkura legu og undanfarandi vanheilsu hin andaðist sunnudaginn 21. síðustu ár. — Hann var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. jan. 1859, og voru foreldrar hans hið nafnkunna skáld Jón Thoroddsen sýslumaður og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir frá Hrappsey. Var Skúli næstelstur þeirra bræðra fjögra, er allir urðu nafnkunnir menn. Hann útskrifaðist úr latínuskólanum árið 1879, tók embættispróf i lögfræði við Hafnarháskóla árið 1884. Var fyrst málflutningsmaður í Reykjavík, en varð skömmu seinna sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði. Þar lenti hann í fyrstu orrahríðinni, og urðu fleiri áður lauk. Árið 1892 hófust mál hans vestra, »Skúlamálin«, en þeirri ákæru á hendur honum lauk svo, að hann var alsýknaður af hæstarétti 1895, en varð þó að láta af embætti. Þótti sem hann hefði verið ofsöknum beittur og vann hann sér þá þegar mikið orð. Var hann þá og tekinn að hafa afskifti af lands- og stjórnmálum, og nrðu þau afskifti mikil, er fram i sótti, og öll í hina frjálslegustu átt. Hann átti vestra mikinn þátt í kaupfélags- og verzlunarmálum, rak sjálfur verzlun, er hann hafði látið af embætti og eins er hann hafði fluzt suður til Bessastaða, er hann keypti, og síðan hingað 'til Reykjavíkur. Vegna þjóðmálaáhuga síns stofnaðí hann blaðíð >Þjóð- viljann«, er hann var ritstjóri að og hélt úti til seinustu áramóta. Skiili var fyrst kjörinn á þing af Eyfirðingum árið 1890, rúmt þrítugur, og hefir verið alþingismaður síðan. En 1893 var hann þingmaður ísfirðinga og nú síð- ast Norður-ísafjarðarsýslu. Kvæntur var hann Theodóru Guðmundsdóttur (prófasts Einarssonar). Lifir hún mann sin'n með 12 börnum (af 13) og eru meðal þeirra Guðmundur læknir á Húsavík, Skúli cand. jur., Unnur gift Halldóri Stefánssyni lækni, o. fl. Hefir frú Theodóra ávalt verið talin hægri hönd manns síns, í hinni mikilvægu þjóðmála- starfsemi hans allri. Skuli var mikill maður á velli og hinn álitlegasti. Skörungur á þingi og hvar sem hann kom fram, meðan kraftar Jeyfðu. Ahugamaður og mælskumaður og einarður vel, Hafði einatt með hóndum hin vandasömustu störf í opinberum málum þeim, er hann fekst við, eða undir hann komu á þingi, og varð kunnur af. Þó mun landsmönnum nú og framvegis sérstaklega minnisstæð framkoma hans í millilanda- nefndinni, Dana og íslendinga, árið 1908, er hann átti sæti í. Ætíð var hann í fjárlaganefnd á þingi, og sat nú í milliþinganefnd í launamálunum. * Starfsemi hans í opinberum málum verður nánar minst síðar í blaði þessu. ásetningur hrossa. Þeim er víða bætt ofan á aðrar skepnur fyrirhyggjulaust, og það eru þau, sem voðinn stafar af framar öllu öðru. Allur hrossa- búskapur bænda verður að gerbreyt- ast, í þá átt, að reynt sé að hugsa minna um höfðatöluna en kyngóða verðmæta gripi, sem vel sé farið með og fult fóður ætlað. Þetta búskaparlag hafa nágranna- þjóðirnar tekið upp fyrir löngu og stórgrætt á því. Ef vér eigum að græða á hrossarækt, hljótum vér að fara að þeirra dæmi. Anmrs étur tjón hörðu áranna upp allan gróð- ann í góðu árunum, þó töluverður geti hann verið. Nei, það er engin hætta á því, að horbúskapurinn haldist hér við að eilifu nóni. Aldrei hefir verið biiið eins vel á landinu og nú og með hverju ári breytist margt til batnað- ar. Sii framförin, sem nii ríður mest á, er, að reka af sér slyðruorð- ið og gera fellirinn landrækan! Þetta stendur hvorki í valdi þings né stjórn- ar. Bændur einir geta rekið þennan óvætt af höndum sér hvenær sem •þeir vilja. En hvernig eigum vér þá að losna við heyleysi og felli? Hver úrræði eru bezt og hentugust af þeim, sem um er að tala? Að sjálfsögðu er það ak>erle$a óum- flýjanlcqt, að bœndur hafi kappnóq fóð- ur handa öllum skepnum sínum, ekki fyrir meðalvetur, heldur fyrir harð- asta vetur, sem leqst snemma að og helst látlaust til fardaqa. Og það má enginn ætla sér að útvega sér fóð- urbæti að vetri eða voti. Á haustin verður ýóðrið að veraýengið. Að setja á aðfl'utt fóður, sem fyrst á að út- vega að vetrinum, er ekkert annað en að setja á hafísinn. Þó svo vildi til í vetur og vor, að allar samgöng- ur væru opnar og þar á ofan að landssjóður lægi með miklar mat- vörubirgðir, þá var hvorttveggja til- viljun ein, sem ekki er að treysta framvegis. Það er þá um tvo kosti að velja: i) Áð leggja hvorki aðaláherzluna á fyrningar né fækkun skepna að haustinu, þó heyskapur verði rýr, heldur kaup á útlendum eða innlend- um fóðurbteti, — ekki að vetri eða vori, heldur strax að haustinu. 2) Að hafa aldreibúin starri en svo, að hey séu nœqileq ýyrir allar skepnur. Til þess að komast hjá því, að rýra of bústofninn í grasleysisárum, um yrði þá sjálfsagt að hafa rlfleqar jyrnin^ar. Um þessa tvo kosti hafa bændur að velja. Að setja nokkra skepnu á guð og gaddinn skyldi engum koma til hugar, sem vill bóndi heita. Og sá er kosturinn beztur, sem að öllu samtöldu gefur mestan hagn- að í aðra hönd, en það hlýtur aftur að verða misjafnt eftir því hvert verð er á kjöti, heyi og fóðurbæti. Án þess að eg ætli að reikna hér saman, hversu verð á heyi og fóð- urbæti svari hvort til annars, þá má eflaust fullyrða, að oft geti það orðið gróður hagnaður að kaupa ýóðurbaii, ekki sízt lýsi, í samanburði við að fækka mjðg fénaði. Má meðal ann- ars benda á grein Jóns Þorlákssonar verkfr. í Lögr. 1914 (bls. 100). Ef verð er skaplegt á fóðurbæti og flutn- ingar ekki mjög erfiðir, þá getur slíkt fóður orðið jafnvel ódýrara en hey. Eins og öllum er kunnugt, gripa nii bændur ætíð til fóðurbætiskaupa, ef i harðbakka slær að vorinu og hefir oft komið það að gagni. Korn- ið er þá tekið hjá kaupmanninum —¦ eý pað er pd til — með því verði, sem hann setur á það. Þessi aðferð er auðvitað mjcg hættuleg og dýr. Venjulegar birgðirkaupmanna hrökkva skamt til fóðurkaupa, ekki sízt er hafís legst að landi. Um annað get- ur ekki verið að tala, en að heilar sýslur slái sér saman í vænan skips- farm að haustinu til og kaupi þá jafnframt með stórkaupaverði. Laus- lega telst mér svo til, að heill farm- ur »Goðafoss« (rúm 1000 tonn) sé 2—^ja vikna fóður handa skepnum öllum í Húnav.-, Skagaf).- og Eyja- fjarðarsýslum. Ef bændur hafa framtakssemi til þess að koma þessu í verk / tíma, þá er ekki nema gott um það að segja. Eg geri þá ráð fyrir, að fyr- irfram væri það athugað, hversu þetta svaraði kostnaði með því verði i heyi, fóðurbæti og kjöti, sem væri það árið. Fóðurbætiskaup bænda eru nii að öllum jafnaði gerð fyrir- hyggjulítið, verða dýrari en ástæða er til og engin, er hafls bannar sigl- ingar. Þá er og ekki farið að gefa fóðurbæti fyr en hey eru komin að þrotum, i stað þess að gefa hann jafnt allan veturinn. Þó framfaramönnum kunni ef til vili að lítast bezt á fóðurbætiskaup- in, þá segir mér svo hugur um, að treglega gangi að koma þeim í það lag, sem nokkur trygging sé í 0: nægar birgðir að haustinu. Þær þurfa nefnilega að vera aþkapleqa miklar, ef verulega á að muna um þæn Hætt þykir mér og við, að hinn gíf- urlegi kostnaður vaxi mönnum í aug- um. En ef þessu úrræði er slept, er um ekkert annað að gera, en gamla margreynda fyrningabúskapar- lagið, að hafa ekki biíið stærra en svo, að heyin séu kappnóg fyiir all- ar skepnur. Fyrst vil eg taka það fram, að það takmark, sem forðagæzlulögin stefha að o: nægilegt f óður fyrir næsta vet- ur, er alqerle^a ran^t, algerlega ófull- nægjandi. Reynslan hefir sýnt það, að forða- gæzlumönnum getur algerlega skjátl- ast í þvi, hvað heyin hrökkvi, hafa jafnvel orðið snemma heylausir sjálfir!1) Stundum eru heyin óvenju- lega létt, stundum illa verkuð og ber þetta alt að sama brunni: að fyrn- insrar verður hver bóndi að haýa, setja drjúgum minna á, en ætk mætti að heyin leyfðu. En hve miklar purfa p& Jyrnin^arn- ar að vera ? Ykja miklar þurfa þær ekki, ef að eins er hugsað um það, að vera byrgur fyrir veturinn. En þetta er ekki nóg. Næsta sumar getur orðið grasleysis- eða óþurka- sumar og þá verður bóndinn neydd- ur til þess, að fækka fé sínu óhæfi- lega mikið. Fyrir þetta sker má sigla með rlflt%um fyrningum, og i) Slíkir forðagæzlumenn ættu að losa sig við starfann.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.