Ísafold - 24.05.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.05.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 1 Arboe Rasitiussen (í miðja) og kona bans, á leið til hæstaréttar. saka málið og koma fram með til- lögur þar að lútandi. Biskupinn, Poulsen i Viborg, stefndi presti fyrir sig, yfirheyrði hann vandlega, fékk til yfirlestrar prédikanir hans og spurðist nákvæmlega fyrirmeðal sókn- arbarna hans um kenningu hans. Og niðurstaðan, sem biskup komst að við allar þessar rannsóknir, svo og við itrekaðan lestur allra prent- aðra ritgerða prestsins fram til þess dags, og nú tilkynti kirkjustjórnar- ráðinu, var sú, að prestur stæði fyllilega á grundvelli þjóðkirkjunnar. Var þá ekki gert meira í máli þessu og það látið niður.falla í bili. En talsverður urgur var í heimatrúboðs- liðinu og með ýmsum líkt hugsandi mönnum. En árið 191^ gerðist það, sem hleypti öllu í bál. Arboe Rasmus- sen sótti um prestakall á Falstri, er Vaalse beitir. Safnaðarráðið lagði það til, með mikinn meiri hluta safnaðarmanna að baki sér, að Arboe Rasmussen væri veitt embættið. Biskup Lálands og Falsturs, Wegener að nafni, mætur maður annars, en ærið íhaldssamur i guðfræðisskoðun- um, gerði alt sem hann gat til að afstýra þessu, og bar það meðal annars fyrfr, að hann gæti ekki gefið presti með skoðunum Arboe Ras- mussens köllunarbréf (collats). En safnaðarráðið sat við sinn keip. Til- laga safnaðarráðs kom nú fyrir kirkjumálaráðherra og var hann stað- ráðinn í að veita A. R. embættið samkvæmt þessari tillögu. Veiting- arbréfið var skrifað og vantaði nú • að eins undirskrift konungs. Var hanu staddur yfir á Jótlandi og ætl- aði ráðherra Keyser-Nielsen næsta dag sjálfur til Jótlands til þess að fá undirskrift konungs. En þegar hér var komið sögunni höfðu andstæðingar prestsins fyrir nokkru gengist fyrir stofnun allsher- jar félagsskapar (Landsforbundet), til þess að verja kirkjuna og kirkjutrúna eins og hún er kend í lögfestum játningarritum þjóðkirkjunnar. Formaður félagsins varð lic. theol. Henry Ussing, prestur í Valby. Félag þetta fékk óvenju góðan byr um land alt. A skömmum tima höfðu gengið alt að 30 þús. manns i félagið. Og upp frá þessu er félag þetta aðalsækjandi í málinu gegn A. R. Mótmælti félagið þvi harðlega, að presti yrði veitt Vaalse prestakall, skoraði á biskupa að taka einarðlega i taumana og hótaði sprengingu þjóðkirkjunnar dönsku, ef stjórnin veitti A. R. embættið. Nú þóttust biskupar hafa fengið það bakhjarl, þar sem félag þetta var, að óhætt væri að hefjast handa. Kveldið áður en ráðherra hafði áformað að leggja af stað til Jótlands til að leggja veitingarbréfið fyrir konung til und- irskriftar, héldu biskupar allir til Víborgar og áttu þar fund með sér um hvað gera skyldi til að afstýra veitingunni. Varð niðurstaðan sú, að Víborgarbiskup, sá hinn sami er áður hafði lýst yfir því, að A. R. stæði á grundvelli þjóðkirkjunnar, var fenginn til þess að heimta máls- sókn á hendur prestinum, og með þvi tókst þeim að afstýra veitingunni í bili. Nú var mál prests tekið til rann- sóknar. Sumarið 1914 kom það fyrir prófastsrétt og lauk svo, að prestur var sýknaður. Margir vildu nú, að mál þetta væri látið falla niður, svo mjög sem augu manna höfðu opnast fyrir því hve ósæmi- leg slík málshöfðun væri og sú er hér var um að ræða. En enginn var því mótfallnari en sakborningur sjálf- ur. Varð það þvi úr, að málinu var áfrýjað. Gekk það nú til sýnódal- réttar. Þar áttu þeir að dæma í málinu stiftamtmaðurinn í Viborg og biskupinn, sá hinn sami sem eftir að hnfa lýst yfir því, að Arboe Rasmussen stæði á þjóðkirkjunnar grundvelli, lét þrýsta sér til að heimta málssókn á hendur honum ári siðar. Kom þvi sízt flatt upp á menn er sýnódalréttur kvað upp þann dóm í málinu, að prestur skyldi hafa fyrirgert embætti sínu og rétti til að vera prestur i dönsku þjóðkirkjunni. Auk þess var presti dæmdur allur málskostnaður. Fögnuður var nú mikiil í herbúð- um andstæðinga Arboe Rasmussens, *og\jafnvel hér úti á íslandi var þess- um úrslitum fagnað af forvörðum óírjálslyndisins í trúarefnum. Litu þeir svo á, að nú mundi fara að sverfa að nýguðfræðingum hér á landi, og töluðu borginmannlega um hlutina. Sýnódalréttardómurinn var hátiðlega birtur í blaði einu hér í bæ rétt eins og þar væri talað síðasta orðið i þessu máli. En síð- asta orðið var enn ótalað. Málið hélt áfram sinn lögskipaða gang til hæstaréttar og þar hefir nú loks 9. maí verið kveðinn upp dóm- ur í þvi eftir að málaflutningurinn hafði staðið í hálfan mánuð, sem mun vera óvenju langur tími. Mála- flutningsmenn höfðu skipaðir verið þeir hæstaréttarmálaflutningsmennirn- ir Asmussen sækjandi og Liebe verjandi. Hafa dönsk blöð hingað komin skýrt mjög ýtarlega frá öll- um gangi málsins fyrir hæstarétti og flutt ræður þeirra málaflutnings- mannanna fyrir réttinum svo og ýmsar mjög eftirtektaverðar yfiriýs- ingar ýmsra lærðra manna, guðfraeði- kennara (bæði danskra, norskra og sænskra) og presta, sem flestar hafa farið í þá átt býsna ákveðið að telja það óhæfu og óhapp ef rr.aður eins og Arboe Rasmussen verði dæmd- ur. Ræða verjanda fyrir réttinum er afar eftirtektaverð og ánægjuleg og flestum, sem hana lesa, mun finnast nokkurn veginn liggja f aug- um uppi, að eftir slíka vörn' bljóti sakborningur að verða sýknaður eins og lika kom fram. Hér fer nú á eftir Dómurinn: Ummæli ákærða í hinum áfrýj- aða dómi*) eru að sumu leyti óljós, og ákærði hefir fyrir próf- astsróttinum, svo og í bréfi til verjanda, sem lagt hefir verið fyrir hæstarétt, gefið nákvæmari skýringu á ummælunum í veru- legum atriðum og aukið við þau. *) þ. e. dómi sýnóðalréttar, sem dæmdi ákærða sekan afsetningar. Ennfremur hafa verið lagðar fyrir hæsta rétt nokkurar yfirlýsingar frá biskupum landsins, svo og frá prófessorum og prestum. Samkvæmt þeim yfirlýsingum, er ólíkum augum á það litið, að hve miklu leyti ákærði hafi með um mælum sínum riðið verulega bág við kenningu þjóðkirkjunnar. Hæsti réttur telur það nú ekki nauðsynlegt að kveða upp úrskurð um þetta atriði, þar sem þetta mál er einvörðungu um það háð, að hve miklu leyti ákærði sé refsingarverður. Með því að hér verður, eftir því sem málið liggur fyrir, að líta svo á sem ákærði hafi ætlað og haft ástæðu til að ætla, að hann hefði rétt til að koma fram með ummæli sín (at have været i begrundet god Tro með Hensyn til sin Berettigelse til at frem- komme med sine Udtalelser), þá leiðir þar af, að ákærða ber að sýkna og málskostnað að greiða af opinberu fé. Því dœmist rétt vera: SóJcnarprestur Niels Peter Arhoe Rasmussen sTcal vera sýkn af dkœr- um sœkjanda í máli þessu. Máls- kostnaður, þar á meðal borgun til málsflutningsmanna Knuds Peter- sens og Boye Petersens 500 kr. til hvors, til yflrréttarmdlaflutnings- manna Dahls og Johnsens 700 kr. til hvors og til hœstaréttarmála- flutningsmanna Asmussens og Lie- bes fyrir hœstarétti 1500 kr. til hvors, svo og endurgreiðsla á út- lögðu fé til hœstaréttarmálaflutn- ingsmanns Asmussens 167 kr., greiðist af hinu opinbera. Dómnum vel tekið. Fiá því málið kom fyrir hæstarétt er svo að sjá, sem lítið hafi verið utn annað hugsað eða talað í Kaup- mannahöfn, en það. Blöðin fluttu á hverjum degi hinar nákvæmustu fréttir af þvi, sem fram fór hvern dag i réttinum. Og ábeyrendastúk- ur og hliðarherbergi voru dag hvern troðfull af fólki, sem hlustaði með áfergju á hvert orð, sem talað var. Daginn, sem dómur skyldi upp kveðinn, beið fjöidi manna timum saman fyrir utan dyrnar, til þess að komast inn, er þeim væri upplokið. Mikill og almennur var fögnuður- inn'meðal áheyrenda, er háyfirdóm- ari hafði lokið upplestri sinum og eins er fregnin barst með fregn- miðum blaðanna út um borgina og landið. Þó hafa liklega hvorki biskup- arnir né leiðtogar »Landsfélagsins« svo nefnda orðið beint glaðir við fregnina. Er ekki óhugsandi, að þeir hafí sumir hverjir hugsað með sjálfum sér: Betur að við hefðum aldrei arið af staðl En svo leitt sem mörgum góðum manni var það í upphafi, að lagt var út í þessi mála- ferli út af trúar- og guðfræði-skoð- unum manns, sem ailir vissu, að ekki hafði sér annað til óhelgi unn- ið, en að segja það opinberlega, sem hann áleit satt og rétt fyrir guði og samvizku sinni, — þá er eðlilegt, að mörgum þeirra hafi nú legið við að þakka biskupunum fyrir aðgerðir þeirra í málinu, slíkar afleiðingar sem dómur þessi hlýtur að fá á ó- komnum tíma, því að hvaö merkir dómur þessi? Hæstaréttardómurinn í máli Arboe Rasmussens merkir það fyrst og fremst, að með honum er fengið og viðurkenl fullkomið kenningarjrelsi andlegrar stéttar tnanna. Dómurinn slær því föstu, að þjóðkirkjan sé rúmgóð, umburðarlynd og frjálslynd stofnun, þar sem hann leggur þann úrskurð á, að presti sem eftir beztu sannfæringu álitur þann hinn frjáls- lynda, »dogmu«-lausa kristindóm, sem Arboe Rasmussen fyigir fram, réttan vera, og gerir skoðanir sínar hispurslaust og einarðlega heyrin- kunnar, hann geti eftir sem áður verið þjónandi prestur i þjóðkirkj- unni. Dómur þessi merkir þvi næst það, að með hónum er viðurkent jullkom- ið hugsunarjrelsi að pví er trúmdl snertir, ekki síður prestum pjóðkirkj- unnar til handa en oðrum, og ótak- markað rannsóknarfrelsi og óbundið af sérhverju tiliiti til rannsóknarúr- slita eldri tima. Dómur þessi merkir enn fremur, að hin nýja, jrjálslynda trúmálastejna er nú viðurkend að vera jyllilega jafn rétthá hinni eldri stefnu innan kirkjuunar, eða að frjáislyndinu í trúarefnum er veittur þar óskoraður borgararéttur. Dómur þessi merkír enn fremur, að játninga-haftið er tekið af prestun- utn, svo að þeir þurfa ekki að fara í felur með skoðanir sínar, þótt þær enda í mikilvægum atriðum ríði í bág við það, sem kent er í játning- arritum kirkjunnar, sé kenning þeirra að öðru leyti í anda vorrar evan- gelisk-lútersku kirkju. Dómur þessi merkir einnig það, að með honum er hver sá kennimaður, sem veit sig að byggja á gruntl- velli heilagrar ritningar eins og skynsemi hans gerir grein jyrir vitnisburði hennar og eins og pessi vitnisburður nœr tokum á sam vizkn hans, viðurkendur að eiga heimilisfang innan evangelisk-lúterskrar pjóðkirkju, vilji hann sjálfur láta telja sig þar til heimilis. Dómur þessi merkir loks það, að með honum er loku jyrir pað skotið, að sakamál út aj jrjálslyndum trúar- skoðunum presta geti komið jyrir eftir petta innan dönsku kirkjunnar,— og þá ekki heldur innan hinnar íslenzku. Því að geta má nærri, að þessi sam- eiginiegi dómstóll Dana og íslend- inga muni ekki dæma öðru visi í samskonar máli islenzku en hann hefir dæmt hér, ef einhver færi að brjóta upp á málshöfðun út af frá- brigðilegum trúarskoðunum, sem naumast er hætt við, sizt kér eftir. Hvað sagt er um dóminn. Enn hafa ekki önnur blöð borist hingað, er skýra frá dómi þessum en eitt blað af »Politiken« (frá 10. maí), sem dómurinn er hér tekinn eftir. Sem geta má nærri verður blaðinu skrafdrjúgt um dóminn. Út af orðunum í forsendum dómsins »hafi ætlað og haft ástæðu til að ætla« (i begrundet god Tro) tekur blaðið fram í ritstjórnargrein, að svip- að sé komist að orði i eldri hæsta- réttardómi, þar sem Ifversen prestur var sýknaður i hæstarétti í málinu út af þvi, er hann neitaði að gifta múrarann. En sá sé munurinn, að jafnframt og tekið hafi verið fram í þeim dómi, að prestur hafi breytt »í góðri trúc, hafi og verið tekið fram, að framkoma prestsins hafi verið óréttmæt, svo að þótt prestur hefði verið sýknaður í það skifti, þá hefði í liku tilfelli síðar ekki getað verið um sýknunardóm að ræða. Oðru máli sé að gegna með Arboe Rasmussen. Hann sé ekki að eins sýknáður vegna þess, að hann hafi breitt út frábrigðilegar skoðanir sínar »í góðri trú«, heldur sé tekið fram með viðbótinni begrun- det, að til þeirrar »góðu trúarc hafi verið full ástæða. En því næst hafi hæstiréttur ails ekki með einu orði dæmt framkomu A. R. óréttmæta, svo að nú getí hann haldið áfram að berjast fyrir hinum frjálslyndu skoðunum sinum á sama hátt og hingað til, án þess að verða á ný dreginn fyrir dómstólana. Blaðið hefir átt tal við hinn nýja danska kirkjumálaráðherra Poulsen. í því viðtali heldur ráðherra fram hinu sama og blaðið um þýðingu þess, að dómurinn láti þess hvergi getið, að Arboe Rasro. hafi haft á röngu að standa, er hann »í góðri trú«, sem ekki var ástæðulaus, hafi barist fyrir skoðunum sínum hinum nýju, svo að hann geti óáreittur haldið áfram að berjast fyrir þeim í sinu nýja embætti (Vaalse) sem hon- um verði nú veitt. Ráðherrann gleðst yfir, að með dómi þessum sé þjóð- kirkjan viðurkend að vera umburðar- lynd stofnun og rúmgóð þ. e. stofn- un þar sem rými sé nóg fyrir ólíkar stefnur og skoðanir á trúmálum. Eftir Nyköbing Dagblad, sem fólka- þingsmaður Johannes Fog Petersen gefur út, tilfærir blaðið: »Hæstaréttardómurinn er skýr. Hann varð fullkominn sýknunar- dómur, og það er oss hið mesta gleðiefni. Með réttmætri röggsemd hefir rétturinn skorast undan því að gerast villumannadómstóll og taka sér úrskurðarvald í trúarefnum. Með dómi þessutn hefir Arboe Rasmussen hlotið fulla rétting mála. En ósigurinn sem biskuparnir 6 og kirkjulega landsfélagið hafa beðið er óskaplegur. Dómurinn »slær því föstuc, svo að ekkert fær þvi haggað, að í Danmörku er rúmgóð þjóðkirkja Andlegt frelsi innan þjóðkirkjunnar er trygt dönsku þjóðinni með dómi þessum og er það mikil blessun fyrir hið trúarlega líf. Vonandi er að óvinir hinnar umburðarlyndu og rúmgóðu þjóðkirkju reyni beyskju- litið að sætta sig við staðreyndina. Málið gegn Arboe Rasmussen verður síðasta trúvillumálið hér í landic. En hvað segja þeir nú forverðir gömlu stefnunnar hér heima, sem digurbarklegast hafa talað gegn ný- guðfræðingunum íslenzku — prest- urinn í Vigur, Bjatmamenn og, síð- ast en ekki sizt, lögmaðurinn vandlæt- ingarsami, sem verið hefir að leika hæstarétt hér heima upp á siðkastið? Og hvað verður um 7. gr. í »ís- lenzka kirkjuréttinumc nýja? — mundi hún ekki þurfa að umritast? /. H. Gullfoss kom hingað á hádegi á sunnnudag síðastliöinn. Farþegar frá útlöndum um 30, þar á meðal Svelnn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.