Ísafold - 27.05.1916, Side 1

Ísafold - 27.05.1916, Side 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7^2 kr. e5a 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ' Reykjavík, laugardaginn 27. maí 1916. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl.) buadin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. • og só kaupandi skuld- laus við blaðið. 39. tölublað Aiþýðafél.bókasatn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virkaðagall -8 Bœjaríógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i 7 JÖæjargjaldkerinn Lanfásv. 6 kl. 12—8 og 7 íslandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 -iOd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gnbsþj. 9 og 6 á helgvim Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. JLandsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan ©pin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Xjand88kjála8afnið hvern virkan dag kl. 12—2 Ii&ndasfmmn opinn daglangt (8—9) virka duga helga daga 10—12 og 4—7. Káttúrngripasafnib opib l*/a—2*/s á sunnud. Pósthúsib opib virka d. 9—7. snnnnd. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráhsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavíknr Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 X>jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2. LttrrfTiXDmtiiit tTirrrr Klæðaverzlun H. Andersen & Sön.f Aðalstr. 16 S * % M fá m Stofnsett 1888. Sfmi 32. þar ern fötin sanmuð flest þar ern fataefnin bezt. T’g t f i'mTPrfiivnfrrri'rf Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljum við undirritaðir. Kistur fyíirliggjandi af ýmsri gerö. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9? Hæst verð greiðir \ kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, fyrir nautgripi, eldri og yogri, einnig kálfa. Borgað samstundis. Ófriðurinn. Yfirlit Hernaður í Austurvegi. Eystrasaltsfloti Rússa er álíka minni floti Þjóðverja sem sá floti er minni brezka flotanum. Var það því hverjum tnanni auðsætt þegar í önd- verðu, að ójafn leikur yrði það, ef ‘flotum Rússa og Þjóðverja lenti sam- an í rúmsjó, enda hafa Rússar tqkið hinn sama kost í Eystrasalti sem Þjóðverjar hafa tekið i Norðursjó, að liggja sem mest á höfnum inni og láta vígvélar og tundurdufl hlífa sér við árásum. Þegar Þjóðverjar voru í fyrra sum- ar komnir norður fyrir Mitau og bjuggust til þess að taka Riga, var þeim það ljóst, að þeim mundi það eigi auðvelt nema borgin yrði sótt bæði á sjó og landi. Sendu þeir því þangað flotadeild og átti hún fyrst i böggi við nokkurn hluta af flota Rússa. En Rússar höfðu eigi skipakost jafngóðan og hörfuðu því inn í Rigaflóa. Hugðust Þjóðverjar að kreppa þar að þeim, en svo fór, að Rússar gátu varist með falibyss- um í landi og tundurduflum og kaf- sprengjum í flóanum. Mistu Þjóð- verjar þar nokkur herskip og flest smá, en urðu að hverfa aftur við svo búið. Eitt höfðu þeir þó unnið: Þeir höfðu komið mestöllum flota Rússa i sjálfheldu og gátu því öruggir haldið uppi siglingum í Eystrasalti. En þá gripu Bretar til þess ráðs, sem Þjóðverjnr höfðu áður beitt í Norðursjó. Þeir seDdu kafbáta inn í Eystrasalt og komu þeir Þjóðverj- um alveg að óvörum. Tóku þeir þegar að gera usla á siglingaleiðum þar og höfðu valdið Þjóðverjum miklu tjóni i haust. En þá urðu þeir að hætta, sökum þess, að is lokaði öll- um höfnum Rússa. Nú hefir ísa ieyst aftur og er svo að sjá, sem hvorir tveggja búist til stórræða. Bandamenn (Bretar og Rússar) reyna að hefta alveg sigling- ar milli Þýzkalands og Norðurlanda. Hafa kafbátar þeirra sökt mörgum kaupförum Þjóðverja og nýjustu skeyti herma það, að siglingar þeirra til Sviþjóðar og Noregs hafi alger- lega stöðvast um hríð. í annan stað hafa Þjóðverjar við- búnað mikinn i Eystrasalti. Fara fregnir af því, að þeir hafi þar stór- kostlegar flotaæfingar, og sundin inn í Eystrasalt hafa þeir girt með her- skipum. Hafa þeir haft þar nú fyrir skemstu eftirlit með siglingum frá Gautaborg, og stöðvað sænsk skip, sem voru á leið til Bretlands. Urðu Sviar þessu sáigramir, og hafa blöð þeirra, jafnvel þau, er Þjóðverjum eru hollust, farið hörðum orðum um þessar tiltektir. Það er eigi talið ólíklegt, að Þjóð- verjar hafi nú i hyggju að láta til skarar skríða hjá Riga. Hefir Hinden- burg hafið þar sókn, og þykir þá mega búast við því, að flotinn eigi að hjálpa til sem fyr. Sumum þykir og líklegt, að flotinn muni eiga að sækja að Rússum á Álandseyjum, sem nú hafa verið víggirtar allram- lega. En eitt er víst: Þjóðverjum mun þykja sér bezt gegna, að gera nú þegar hreint fyrir sínum dyrum í Eystrasalti — hinu eina hafi, sem þeim hefir verið opið til þessa. TJppreistin í írlandi. Hún hefir nú algerlega verið bæld niður, með harðri hendi. - Uppreist- armenn börðust fræknlega, en skorti samheldni og góða stjórn, svo að þeir hlutu að verða undir. Mann- fall varð nokkurt af hvorum tveggja, en »það er langt frá því«, segir Asquith stjórnarformaður, »að svo Sé sem sagt er, að uppreistin hafi verið kæfð í blóðií. Fjölda margir uppreistarmenn hafa verið dæmdir af herrétti og hafa 15 eða 16 verið teknir af lífi. Voru það helztu forsprakkarnir. 80 hafa verið dæmdir til hegningar, en 1706 til útlegðar. Hér með eru þó eigi taldir þrlr menn, sem voru skotnir dómlaust I herskálunum í Dyflinni. Það er þó eigi loku fyrir það skot- ið, að fleiri muni verða dæmdir og sumir til dauða, og sumum útlaganna ef til vill gefið frelsi aftur. Úr ýmsuin áttum. Þá er Rússar höfðu tekið Erzerum og Trebizond í Litlu-Asiu, tóku Tyrkir sér varnarstöðvar hjá bæ þeim, er Erzingen heitir og bjuggust þar við ramlega. Var þeim eigi þaðan að þoka. Sendu þeir nú þangað nýtt lið og ný hergögn og hafa ný- lega hafið grimmilega sókn á hendur Rússum. Hafa Rússar hrokkið fyrir á sumum stöðum, en svo varð mikið mannfall i liði Tyrkja, að þeir ent- ust eigi til þess að halda sókninni áfram. Suður á „ iandamærum Persiu og Mesopotamia sækja Rússar fram og stefna í áttina til Mosul. Þegar síðast fréttist, höfðu þeir von með að komast bráðlega til borgarinnar. Mosul stendur við ána Tigris, og um hana liggur járnbrautin til Baghdad, og eru Rússar þvi komnir þarna að baki Tyrkja. í Egyptalandi eiga Bretar í stöð- ugum brösum við Tyrki og Araba. Eru Atabar þeim illvígastir og hefir nú alveg nýlega Arabaforingi einn í Sudan farið með her manns á hend- ur þeim. Eru það hraustir menn og herskáir, sem hann hefir, en hálfviltir og kunna eflaust lítt til hernaðar, eins og hann er nú. Islenzknr nútíðar-skáldskapur. Höfuðskáld fjárlagannna. Eftir Arna Jakobsson. Þá er sagan: Hakkandi stjarna. Mér er óskiljanlegt það erindi, sem þessi saga getur átt til heimkynna bókmentanna. Hún er af konn — Kristínu dótt- ur Bjarnar Jórsalafara — sem liggur í rúminu þroskaár æfinnar og er að því kömin að deyja, en ris þá alt i einu á legg og giftist i sömu and- ránni. Svo líða tólf ár. Á þeim tíma mæta henni raunir og mótlætj. Þá er hún gift öðru sinni, og er þá glæsilegasta konuefnið á öllu íslandi. — Vill vera drotning! Veikindi þessarar konu eru í sam- bandi við stjörnuspádóm, sem faðir hennar kom með sunnan úr löndum. Þó stafa veikindin ekki af trú henn- ar eða annara á spádóminn, þvl hún er orðin veik, þegar faðir hennar kom heim, bls. 110. Svo liggur Kristín i rúminu í mörg ár, og að síðustu álitur konan, sem vakir yfir henhi, að hún muni ef til vill vera dáin, bls. 142. En á næsta augna- bliki er hún alheilbrigð og þeim um- skiftum lýst á þessa leið: ». . . Það var sem blóðið brytist í stórum bylgjum um allar æðar hinnar sjúku stúlku. Hörund henn- ar roðnaði og augun fengu nýjan Ijóma. Höndin, sem Halldóra hélt um, var ekki lengur hönd á liki, heldur líktist hún hönd á nýfæddu barni, sem dregið hefir að sér lífs- loftið í fyrsta sinn*. Sbr. bls. 144. Og daginn eftir hleypur hún um bæinn sem alheilbrigð, eftir rúmlegu í mörg ár !$ Hvernig á að skilja þetta ? Og hvað er þessi sjúkdómur? Ekki er það móðursýki, því sú veiki byrjar ekki með tíu ára aldri. Athugum lýsingu veikinnar. Byrj- ar á bls. 110. Þar er þetta: ». . . Hún varð máttvana, fekk við og við taugateygjur og þjáðist af svefnleysi. Lengi var svo, að af henni bráði, svo að hún gat verið á ferli, en brátt lagðist hún algerlega í rúmið*. * Svo heldur lýsingin áfram og á næstu blaðsiðu er þetta: ». . . Hún vildi lifa og var ein- ráðin í því, að berjast gegn dauðan- um af öllum mætti, þar til hún yrði yfirunnin. Og allur hennar líkami tók sinn þátt í þessari baráttu. Hún óx og þroskaðist liggjandi í rúminu og var holdug og sælleg og kendi sér einsk- is meinsc, bls. m. Lýsingin heldur áfram og á næstu síðu er þetta: ». . . — þessi hálfi svefn, annað eðli hennar, eða ef til vill aðalsjúk- dómurinn. Þess vegna var hún mátt- laus, blóðlaus og lystarlaus . . .« og ». . . Þess vegna iá hún iðulega í köldu svitabaði og fann til ósegjan- legrar þreytu, hvað litið sem hún hreyfði sig í rúminu*. Hvernig í ósköpunum á að skilja þetta? Það er eins og J. Tr. sé hér 10 ára barn að skrifa fyrsta stíl- inn sinn. Ekki kemst höf. hjá því í þessari sögu, að lesandinn fái ekki að skilja, að hann er með annari persónunni, en móti hinni. Kristín er hans, Þor- leifur ekki. Þetta er á bls. 135 og 138. Þar segir höf.: ». . . Hann stóð um stund sem steini lostinn, og það lá við, að hann færi að biðja guð í huganum, að skifta þessari jarðnesku hamingju ofurlitið jafnar milli þeirra systkin- anna«. En á næsta augnabliki lætur höf. Þorleif segja við systur slna, sem hann álitur vera í andarslitrunum: »Trúirðu því enn, elsku systir mín, að þú munir lifa mig?« Sami blærinn. Sama aðferðin sem fyr. — Þetta á sjálfsagt að réttlætast með því, að illu uppeldi Þorl. sé um að kenna. En þau áhrif sjást ekki frá Þorl. sjálfum, heldur koma þau þarna á eftir i frásögn móðurinnar, og gefa þá alls enga skýringu um, að þetta ósamræmi hans sé réttlæt- anlegt frá höf. hendi. í seinni þættinum sézt aðalþungi sögunnar — ef hann er nokkur — í samtali Kristlnar og Halldóru brúð- kaupsdaginn i Viðey. Sú skýring er þar gerð á lífsum- skiftum Kristinar, að auk þess yfir- náttúrlega, hafi henni aukist þróttur við þann ásetning, að bæta föðurn- um upp sonarmissinn. En þá verða hugsanir Kristínar viðvikjandi gift- ingunni nokkuð hjáleitar og skritnar í meðferð höfundarins. Þann mann, sem hún ætlar að eiga, hefir hún vart þekt nokkuð fyr, eftir sögunni að dæma. En hún elskar hann af því að hún hlakkar til að eiga börn með honum! — væntanleg stór- menni — bls. 189, og endar þau' ummæli sín á þessa leið: ». . . Er eg ekki sæl, Halldóra min, að vera nú að ganga að eiga mann, sem eg hefi jafnmikla ást á?« Alt samtal kvennanna — Halldóru og Kristinar — þennan dag, er lík- ast þvi, að höf. væri að kaldhamra efni á steðja, en vantaði baeði eldinn og eldsneytið til að kveikja á arn- inum og móta gullið. Er þetta því grátlegra, þar sem það hefir einkent íslenzkt kveneðli fyr og siðar, að eiga í sér fólgna djúpa og hreim- mikla strengi ástalífsins með öllum einkennum þroskaðra tilfinninga. Eitt sýnir þó þessi saga, sem bæk- ur J. Tr. hafa ekki áður sýnt, og á hún þó pað erindi til lesenda verka hans, en það er, hvernig honum tekst að beita skáldgáfu sinni við yrkisefni um samband sálarinnar við óþekt öfl handan við haf dauðans, eða leiðirnar »milli himins og jarðarc. Næstum á öllum tímum hefir það veigamesta og fegursta, sem heim- urinn hefir eignast af skáldlegri speki, verið fléttað i sambönd þessa við- fangsefnis. Mörg beztu æfintýra- skáldin eiga sínar dýrustu perlur í skauti þessa efnis. Þetta hefir verið — og er — skáldskaparins helgasta mál. Og oft eru örlagaþræðir sálar- lífsins raktir til enda i sambandi við þetta viðfangsefni. Get nefnt ótal dæmi, en læc mér nægja að benda á hin látlausu en þó snildarlegu skáld- tök Einars Hjörl. i leikritinu »Syndir annarac, Nú tók J. Tr. þetta yrkisefni til meðferðar, og get eg vart hugsað mér jafn átakanlega nppgjöf við að >

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.