Ísafold - 27.05.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.05.1916, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Ansturstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrilatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af lándi svarað um hæl. 3ÐDIQÍ ;□ TírniEiríksson TTusfurstræfi 6 0 vÁ □ *ffo)naðar- cRrjona- og Saumavörur □ □ hvergi ódýrari né betri. þvotía- og <Xroinlœtisvorur beztar og ódýrastar. JÍQÍfiföng og cKœfiifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. □ □i koma þar nokkru í samræmi, er sýndi skáldlega efnismeðferð. Það eru vjikindin og sýnir þær, er hún sér í legunni, sem allar eru skuggsjár að komandi æfiatriðum hennar og aðstandenda. Það er alt og sumt. Ekkert samband sálarinn- ar við hið hulda handan við haf dauðans, eða samband iiðins tíma og nútíðar eða framtíðar. Ekki neisti af skáldlegri speki eða mannlífslík- ingum — finst ekki, þó leitað væri með logandi ljósi — sem þó var auðvelt að koma fyrir í sambandi við veikindin og stjörnuspádóminn. Hætti svo við þessa sögu. Þetta nægir til að sýna, að hún er svo mikið brot á móti listinni, bæði í heild og einstökum atriðum, að það hvorki á né má fyrirgefa. Kinnroða- laust getur enginn hugsað til þess, að þessi saga sé gefin út af Sigurði Kristjánssvni, sem nefndur hefir'verið Gyldendal ísl. bókmenta. Dómurinn í máli síra Arboe Rasmussens. Próf. síra Jón Helgason hefir, eins og vænta mátti, þotið upp til handa og fóta og komið grein í síðustu ísafold um mál síra Arboe Rasmus- sens hins danska og dóm hæstarétt- ar í því. Af því að beint er þar nokkurum vingjarnlegum orðum til min (í enda greinarinnar, þótt nafn- ið sé eigi nefnt), fyrir þá sök sjálf- sagt, að eg hefi ekki þagað um að- farir nýtízku- o% andatrúar-quðjrœð- inganna hér hjá oss — síðast í vet- ur í stælu allmikilli í »Lögréttu«, sem eg læt mér nægja að vísa mönn- um til —, skal eg drepa á þetta mál örfáum orðum. Ekki skal umtalið lengt með því, að fara út í >sögu málsins*, enda þótt J. H. greini þar mjöq einhliða frá, að ekki sé meira sagt. Hann og vinir hans þykjast nú næsta glaðir yfir dómi hæstaréttar, enda þótt þeir væru áður að snupra menn fyrir það, að vera að taka tillit til >danskra« dóma! En yfir hverju gleðjast þeir? Til þess að lesendur ísafoldar geti séð dóm þenna óbrjálaðan, skal hann settur hér orðréttur á frummálinu, sem margir þeirra munu skilja: »De i den indankede Dom om- rr.eldte Udtalelser aí tiltalte er til Dels uklare, og tiltalte har foi Provsteretten sarnt i en for Hojeste- ret fremlagt Skrivelse til Defensor nærmere forklaret og suppleret Udtalelserne paa væsentlige Punk- ter. Der er derbos for Hojesteret fremlagt en Række Erklæringer íra Landets Biskopper samt fra Professorer og Præster, hvorefter Sporgsmaalet om, hvorvidt tiltalte ved sine Udtalelser er kommet i afgö- rende Srid med Folkekirkens Lære, er Genstand for forskellig Bedom- melse. Hojesteret finder det nu ikke nodvendigt at træffe en Af- görelse af dette Sporgsmaal, idet nærværende Sag alene drejer sig om, hvorvidt tiltalte er strafskyl- dig. Da han nemlig efter det fore- liggende maa antages at have væ- ret i begrundet god Tro med Hen- syn til sin Berettigelse til at frem- komme med Udtalelserne, vil han som Folge heraf være at frifinde, hvorhos Aktionens Omkostninger bliver at udrede af det offentlige. Thi kendes for Ret: Sogneprest Niels Peter Arboe Rasmussen bor for Aktors Tiltale i denne Sag fri at* være. Aktio- nens Omkostninger, derunder i Salarium til Sagforeine Knud Pe- tersen og Boie Petersen joo Kr. til hver, til Overretssagforerne Dahl og Johnsen 700 Kr. til hver og til Hojesteretssagforerne As- mussen og Liebe for Hojesteret 1500 Kr. til hver samt Godtgorelse for Udlæg til Hojesteretssagforer Asmussen 167 Kr., udredes at det offentlige*. Eins og sjá má af dómi þessum, þá er svo lanqt frá, að hann »merki« það, eða með honum sé viðurkent það, sem J. H. leyfir sér að fullyrða, að einmitt hið gagnstaða á sér stað. Því að, eins og eg get úrr í Lög- réttu siðast (24. þ. m.), þá er með honum ekkert útkljáð um það, sem um var þrætt, sem sé: hvort A. R. hafi gert sig sekan í villutrú eða villukenningum (miðað við ev. lút. lærdóm), eða hvort hann hafi rofið prestaheit sitt, eða hvort hann vegna skoðana sinna og kenninga geti ver- ið prestur i þjóðkirkjunni. Heldur ekki er nein ákvörðun um 3. gr. grundv.lag. (= 45. gr. i stj.skr. okk- ar), sem þó var búist við. Hæsti- réttur hefir komið sér hjá þessu öllu, en að eins hallað sér að því, að ekki sé hægt að refsa síra A. R., af þvi að álíta verði — þrátt fyrir hin »óskýru« ummæli hans (eða vegna þeirra?) —, að hann hefði flutt kerin- ingu sína í grundvallaðri »góðri trú«, þ. e. haft nokkura ástaðu til a ðœtla, að hann bryti ekki bág við lærdóma þjóðkirkjunnar, og er þar óefað m. a. átt við það, sem áður hefir verið getið um (i Lögr.), að A. R. hafði orð biskups Poulsens Jyrir því, að hann stæði á »grundvelli þjóðkirkj- unnar«, þótt biskupinn kæmist síðar á aðra skoðun. Menn eru því algerlega jafn nær og áður um þrætuatriðið, eins og það var í raun og veru, þrátt fyrir þenna hæstaréttardóm. Að eins vita menn það, að bæstiréttur gat ekki rejsað A. R., af pví að það skilyrði þótti skorta, að sakborningurinn hefði þurft að ætla sig vera að fiytja villukenn- ÍDgar 1 Óneitanlega vel farið í kring um það, sem allir töldu áður vera kjarna málsins. — Því um síður er nokkuð með dómi þessum sagt um andatrúna, sem nýtízku-guðfræðingarnir hér blanda saman við trúarlærdóma þjóð- kirkjunnar. Síra A. R. hefir ekkert verið við hana riðinn, og því ekki fyrir neitt slikt sóttur fyrir dómi. Og engum mun heldur dyljast (og líklegast jafnvel ekki próf. J. H.), að sú samblöndun á andatrúnni við kenningar kirkjunnar, sem bækistöð sína hefir hér í Reykjavík (hjá próf. síra Har. Níelssyni), er algert fyrir utan hin evangelisk-lútersku þjóð - kirkjutakmörk. Þegar litið er til alls þessa, væri ekki að furða, þótt menn ræki upp stór augu, er menn lesa sleggju- ályktanir J. H. í ísafold. Jafn-ósvifn- ar fullyrðingar og umhverfingar á réttu og röngu, út úr berum skjal- legum orðum dómsins, minnist eg ekki að hafa séð áður settar fram af guðfræðingi, í málefni, er hann telur varða trú manna og samvizku, og hafa menn þó stundum átt ýmsu að venjast úr þeirri átt. Hann verður ekki öðru vísi skilinn en að hann ætli, í alvöru(f), að nú sé leyft og leyfilegt að kenna alt, sem nöfnum tjáir að nefna, innan vébanda þjóð- kirkjunnar — og hann vill telja mönnum trú um, að p«íisé»merk- ing« hins áminsta dóms, sem, eins og greint hefir verið, aðeins sýkn- ar sakborninginn af persónulegum (»subjektivum«) ástæðum! Getur óskamfeilnin komist lengra? Getur æstur hugur leitt menn meir afvega? Og þó tekur dómurinn pað einmitt qreinileqa Jram, að hann leiði pað hjá sér, að ótkljá þá spurningu, »að hve miklu leyti sakborni hafi brotið algert bág við kenningar þjóðkirkj- unnar með ummælum sínum«. Að því alveg sleptu, að nú telur J. H. orð verzlegs dómstóls (ef eitthvað væri á þeim að græða) æðsta mæli- kvarðann í trúarefnum! — — Prófessorinn tilfæfir í grein sinni álit tveggja blaða danskra (»Poli- tiken«‘) og »Nyköbing Dagblad«) um dóm hæstaréttar, þótt ekki verði séð, hvaða þýðingu þau geta haft í þessu atriði fyrir oss hér.á Islandi, blaða, sem engan veginn dæma óvilhalt, þar sem pau hafa einmitt borið uppi og hlaðið undir síra A. R., síðan er þrefið byrjaði þar í lahdi um kenningar hans, og hefir þeim þó víst ekki, né neinum þar, komið til hugar önnur eins »útlegging« á dómnum og próf. J. H. Býst eg við, að eins hyggilegt sé að láta þau alveg liggja milli hluta, því að ekki er síður bægðarleikur að safna andstæðum ummælum úr öðrum blöðum dönsku'm, sem nógur forði er af, þótt J. H. geti þeirra ekkí, enda er öðru nær en að sénar séu nú afleiðingar þessara málalykta í Daninörku. — Eg skal þó að eins taka fram, úr því að próf. gefur til- efni til þess, að einkennilegt þykir mér, ef það er rétt, sem hann segir, að annað af blöðum þeim, er hann nefnir, hafi verið að hrósa hæsta- rétti fyrir það, að hann »skorast undan því að gerast villumanna- dómstóll*. Er virkilega farið hér rétt með? Án þess að eg hafi átt }) Þar fékk guðfræðisprófessorinn líka bandamann — »guðleysingja- blaðið« danska!! kost á að sjá þetta blað, vildi eg gera mér í hugarlund, að þar stæði »Kætterdomstol« = trúvilludómur. Ef svo væri, þá er það óneitan- lega dálítið annað, þótt það ef til vill komi ekki að sömú notum í penna próf. J. H.! G. Sv. ---------♦>•:•<«-------- Viðurnefni m. ra. í haust, löngu áður en eg vissi nokkuð um nafnanefndina og störf hennar, flutti eg í íslenzku stúdenta- félagi hér í Höfn lítinn ræðustúf um íslenzk viðurnefni. Eg rakti málið frá því á 14. öld — likt og nefndin gerir í áliti sínu, og þarf eg ekki nð endurtaka það hér. Eg benti á hvi- líkur aragrúi af auknefnum var til á íslandi alt í frá fornöld; þessi auk- nefni auðkendu og einkendu eignar- mann þeirra — oftastnær, að ein- hverju l^yti. Þess konar einkenning gat verið þörf og heppileg. Auk- nefnin gátu gengið i ættir, en þá sem aðalnöfn, ekki sem auknefni. Fjöldi dæma. En ættanöfn í vorum skilningi voru ekki til. Þau eru ekki eldri á Islandi en frá 17. öld og eiginlega ekki eldri en frá því um 1800; þá koma upp -sen-nöfnin og nokkur önnur. Nú eru menn farnir að ;aka sér ættarnöfn, á mis- munandi hátt (Kamban, Péturss, Hal- dórs, Kolbeins o. s frv.), og nú litur út fyrir, að þetta ætli að áger- ast, nú eftir að alþingi hefir samið jg sett lög um málið. Málið hefir vakið allmikla hreif- ingu í Reykjavík; ræður og rit hafa birst um það, og fara þær helzt allar á móti þessari hreifingu, telja hana óþarfa, óþjóðlega, að eg ekki nefni gys það, sem gert hefir verið að sumum skrípanafnatilbúningi nefndar- innar. Það má líta á málið frá ýmsum hliðum. Málfræðishliðin, sem sumir hafa lagt svo mikla áherzlu á, er hér einskis virði eða lítils. Það eru ékki þaðan, sem mótbárurnar geta komið með nokkurn afli. Vera má að ekkert afl geti stöðvað þessa hreifingu. Eg er alveg á sama máli um hana yfirhöfuð sem þeir Arni Pálsson og Maqnús Helgason. Eg lít á málið aðallega frá spurningunni um pörf eða vanpörj slíkra nafna. Að þau séu allsendis ópjóðleg, þar um þarf engin orð að hafa. Það er enginn, sem í alvöru lætur sér detta í hug að verja þau frá þvi sjónar- miði. En það er svo margt þjóðlegt sem fellur einmitt nú á dögum, þegar alt er að breytast, og af ýms- um ástæðum, bæði á íslandi og all- staðar annarstaðar. Orsökin til breytinga ætti helzt að vera pörj, þörfin á því að lostia við hið gamla og (stundum) úrelta, og fá annað í staðin. Er nú nokkur pórj á þessum nöfn- um, ættanöfnum ? Ekki frá innlendu íslenzku sjónar- miði, eftir því sem eg fæ best séð. Ættarsamband hefir verið tekið fram —- mundi það styrkjast við ætta- nöfnin, segja sumir. En þessu hefir verið svarað skarpt og rétt. Aldrei hefir það verið fundið ísiendingum til foráttu, að þeir vanræktu ætt sína eða vissu ekki deili á benni, Annarhver maður, ef til vill fleiri, á sfna ættartölu, og minni íslendinga er þar ótrúlega staðgott og stætt. Það er vist áreiðanlegt, að sú ástæð- an, skortur af ættartilfinning eða ættarþekking, er harla léttvæg, ef ekki með öllu þýðingarlaus. Mín reynsla er sú — og er eg enginn ættfræðingur —, að nöfnin sjálf séu alloftast bezta leiðbeiningin. Ekki aðalnafnið eitt, ekki föðurnafnið eitt, heldur bæði saman. Það er ótrúlegt, hvað áreiðanlegt slíkt nafnasamband hefiifcverið til að sýna ættina. En. nú er líklega komið los á þetta sem annað — einkum eftir að sá ósiður er kominn á, að fólk lætur börn sín heita út i loftið og velur þeim oft hin verstu ónefni. Eg játa þaðr að Jónar Jónssynir eiga bágt, og að þar getur orðið villisamt. Eg kem að því síðar. Nú er heldur ekki hætt við — eins og oft áður — að heimildir um nöfn manna og ætterni þeirra glundraðist eða týnist. Alt er bókað vandlega 9g rækilega; bækurnar kom- ast í skjalasafnið og geymast þar um aldur og æfi (vonandi). Það er ekki hætt við því, að framtíðargrúskarar verði í neinum vandræðum með okkur, sem nú lifum og ættfærsla okkar. Frá því sjónarmiði er alls engin þörf á ættanöfnum. Inn á við má segja — mótmæla- laust — að þörf á þeim sé alls engin. Sú ástæða, að vér íslendingar eig- um að vera sem aðrar þjóðir, er ekki svaraverð. Ef hún ætti að gilda, drægi hún dilk á eftir sér. Hvar skyldi þá staðar numið?, ef henni væri fylgt út í æsar. En svo er sagt, að út á við sé 6- hjákvæmilegt að hafa ættanöfn eða nota föðurnafn svo. Það er satt,, að i útlöndum er þetta svo. Það er eðlilegt, að t. d. hér í Danmörk sé Jónsson, Gíslason o. s, frv. skoð- að sem ættarnafn, og er það skað- laust, eins þótt um kvenmann sé að ræða. »Helga Gíslason* er hér eðii- legt og sjálfsagt, en hvers vegna þessi sama Helga getur ekki kallað sig Gisladóttir heima á íslandi fyrir og eftir dvöl sína hér, það er óskilj- andi. Eg ætla, að hún fengi bréf héðan frá vinkonu sinni eða vin> með áskrift »Gíslason« með skilum eins fyrir þvi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.