Ísafold - 27.05.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.05.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Ísíenzh frímerhi Allskon:-,r brúkuð ísleuzk frlmerki keypt háu verði. Menn út um land, sem vilja sel|a frímerki, eru beðnir að senda þau í ábyrgðaibréfum. Borgun send um hæl. Areiðanleg viðskifti. Tiiboð send ef óskað er, þegar um mikið er að ræðs. Frimerkin verða að vera hrein og ógölluö. Lltla búöin, Þingholtsstræti i. Hvernig sem eg lit á málið, er alls engin þörf ættnafna á Islandi og innan þess endimarka. En hinu get eg gengið að, að margir með almennustu nöfnunum finni þörf til þess að einkenna sig. En til þess er gott ráð, sem hlíta má og fullhlíta. Taki hver sem vill kenninafn — hvers kyns sem er, Kamban, Kjarval, Borgfirðingur, Hlíð- dal, frá Vogi o. s. frv. — það er að segja fyrir sjáljan si%, í likingu við viðurnefnin fornu, en ekki sem ættgeng ættnöfn. Þá er öllu borgið, bæði inn á við og út á við. Bezt væri, ef þesskyns nöfn þá væru lipur og þjál í munni. Annais vil eg ekki tala frekar um einstök nöfn. Það hafa aðrir gert. En eg vil segja eitt orð um ætta- nöfn á -son. Hvernig á að beygja þau ? Það má til sanns vegar færa, að segja »son« í þágufalli (slíkt kem- ur víðar fyrir í líkum orðum, t. d. þegar sagt er vönd f. vendi eða því- líkt), en að segja »son« í eignarfalli hneykslar hvert óspilt eyra. Ef beygt er »sonar«, fer ættnafnið vist út um þúfnr, og ef sagt er »sons«, hvað segir óspilt eyra þá? En svo ætti það þó víst helzt að vera. En vera kann, að máltilfinningin hjá sumum sé orðin það sljó, að hún heimti onga ending hér. Það er ýmisíegt, sem bendir á þenna sljóleika. Oft og einatt hefi eg t. d. séð alíslenzk nöfn á skipum höfð óbeygjanleg; t. d. »hann kom með Skálholt«, hún kom með Hólar«. Eg hefi spurt sjálfan mig, hvernig í ósköpunum nokkur íslendingur geti sagt slíkt, lesið slíkt, án þess að hneykslast. Þá geta líklega sömu menn sagt: »þetta er hesturinn hans (Einars) Gíslason;« í mínum eyrum er þetta hræðilegt. Ef nokkuð er fast í mál- inu, er það eignarfallsendingin. »Einski« hafa Islendingar t. d. löngu gert að »ein(s)kis, af því að þeim fanst endinguna síðast í orðinu vanta, alveg eins og Danir hafa löngu farið að segja »deres« (fyrir dere = þeirra). Læt eg svo útrætt um þetta. * * * Ur því að eg stakk niður penna f þeirrí veru, að biðja ísafold fyrir linurnar, get eg ekki látið hjá líða, að hnýta hér við dálítilli athuga- semd um alt annað. Hr. Indriði Einarsson hefir f grein sinni um þýzku þýðinguna á Gretlu sagt tvent, sem ekki má standa mót- mæklaust. Hann kvartar undan því, að mynd af Arna Magnússyni sjáist á sumum bókum (útgáfum) og þykir það ilt eða ófagurt. Eg skil ekki þett.i. Hér er ekki nema hálfsögð sagan. Fullsögð er hún, þegar skýrt er frá, að þessi mynd sézt hvergi nema á bókum þeim, sem Arna nejndin gefur út fyrir rentuinar af peningum Árna sjálfs. Hvað er eðli- legra, en að mynd gjafarans standi á bókum þessum ? Hvernig í ósköp- unum er hægt að fárast út af þessu eða finna að þvi? Það er sjálfsagt, að halda á loft minningu Arna með myndinni af honum, úr því að hún er til. Myndin á Thule-bókunum, örninn, er sannarlega hvorki falleg né eiginlega neitt tákn. Hitt er það, að hr. I. E. finnur að útgáfum íslenzkra rita, og lastar þær — þær séu ekki annað en »orð, crð, orð« (liklega átt við orðamun- inn handritanna). Þett^ er ekki að eins ómaklegt, heldur og óþarfi, þeg- ar hann er að ræða um pýðingar. »Lofaðu svo einn, að þú lastir ekki annan«. Nú er svo að skilja, sem hr. I. E. hlýtur að vita eða skilja, þegar honum er sagt það — að beztu. Þrátt fyrir endurtekin loforð af- greiðslunnar hér, um að flytja ljá- blöðin með þessari ferð »Gullíoss«, urðu þau þó eftir í Leith af skipi þessu, en fyrir góða aðstoð stjórnar- ráðsins, koma þó blöðin engu að síður með e.s. „Island“ 20. júní n æstkomandi. Verzl. B. H. Bjarnason. Verðið er því sem næst sama, sem fyrra ár. markmið hvers kritisks útgefanda er það, að fá frumritið t svo hreinni og upphaflegri mynd, sem hægt er, en slíkt verður ekki gert öðruvísi en með því að safna orðamun úr þeim handritum, sem til eru og til greina geta komið. Sé orðamun slept i útgáfunni, er hún handónýt fyrir alla þá, sem vísindi rækja. Og það erum ekki vér ísl*fidingar einir eða Norðurlandabúar, sem förum þannig að, heldur allir aðrir, og þá ekki sizt Þjóðverjar sjálfir, blátt átram af þeirri einföldu ástæðu, að öðruvisi er ekki hægt að gefa fornrit út svo að vel sé. Einmitt þýðendur eru þesskonar útgáfum fegnastir og geta ekki án þeirra verið. Útgefendurnir gera jafnaðarlegast grein fyrir ritinu, uppruna þess, kostum og .löstum, í formálum (eða sérstökum ritgerðum — eða hvorutveggja). Á pessurn for- málum byggja þýðendur einmitt all- oftast. Það er því alveg ástæðulaust og ómaklegt, að hreyta skætingi í samvizkusama og duglega útgefend- ur. Eða eiga þau að vera launin fyrir starf þeirra, sem þeir vinna með alúð og iðni? Eg get fullviss- að um, að ofsjýnum verður ekki séð yfir því, sem er í aðra hönd. Finnur Jónsson. Ársfandur Búnaðarfélags íslands 1916. Gulbrands-húsaqerðin. Búnaðarþing- ið í fyrra ákvað að fela Guðjóni Samúelssyni, fræðimanni í húsa- gerð, að spyrjast fyrir um þá ný- stárlegu húsagerðaraðferð, sem þá voru nýlega fregnir komnar um hingað. Fór hann til Noregs meðal annars í þeim erindum, og greiddi því búnaðarfélagið honum nokkurn hluta ferðakostnaðarins. Félagið hefir fengið skýrslu frá honum, og er álit hans um það mál einnig prentað í »ísafold« í vetur. Ekki hvetur hann til aðgerða i þá átt að svo vöxnu máli, en telur ástæðu til að gera nokkrar smátilraunir með íslenzk húsagerðarefni. Á félagið von á frá honum nánari tillögum um það mál. Ljáir. í sambandi við utanför Metúsalems Stefánssonar er þess getið í aðalfundarskýrslu í fyrra, að gerð hafi verið tilraun til að fá sýn- ishorn af betri ljáum frá Bretlandi. Þau tilmæli hafa verið endurnýjað. Einnig hefir verið , skrifast á við verksmiðju eina í Vesturheimi um að fá þaðan nokkra ljái til reynslu. Úr hvorugri áttinni hefir félagið enn fengið sýnishorn. Ekki er þó enn með öllu vonlaust um þau. EJnarannsóknir. Skýrsla um þær er þegar komin út í Búnaðarritinu, og er hún ekki endurtekin hér. Tilraunir nieð ostagerð og stnjórgerð. í ársfundarskýrslunni 1914 er getið um gráðaostagerð Jóns Guðmunds- sonar á Þorfinnsstöðum, sem bún- aðarfélagið hafði veitt nokkurn styrk til.i Tilraunir hans hepnuðust furðu vel fyrsta árið, miður annað árið, en þrjðja árið, 1915, ágætlega. Til- raunum þessum verður haldið áfram, og hefir búnaðarfélagið heitið nokkr- um viðbótarstysk til verkfæiakaupa. Gísli Guðmundsson gerlfræðingur er að byrja tilraunir með smjörgerð, aðallega í því skyni að komast eftir því, á hvern hátt smjörið verði bezt fallið til að þola geymslu. Er það afar-mikilsvert vegna þess, að með samgöngum þeim, .sem enn eru, hlýtur smjörið héðan oft að verða orðið nokkuð gamalt, þegar það kemur á markaðinn. Búnaðarfélagið hefir heitið dálitlum styrk til þessara tilrauna (til mjólkurkaupa og tækja). Innan skamms er von á leiðarvísi frá Gísla um smjörgerð. Votheysgerð. Skýrslur um þær til- raunir frá þeim mönnum eystra, nyrðra og vestra, sem við hafði verið samið um þær, komu ekki fyrir árið sem leið, nema ein úr Múlasýslum. En allmargar skýrslur hefir félagið fengið, síðan votheys- gerðarskýrslurnar komu út í Búnað- arritinu 1912. Var í ráði að lára þær koma nú í næst.i hefti Búnaðar- litsins. En þá barst félaginu rækileg ritgerð um votheysgerð eftir Halldór Vilhjálmsson skólastjóra, og þótti rétt að láta hana ganga fyrir. Er vonast eftir að hún muni örva menn til framkvæmda í þessa átt, og er ekki vanþörf á því. — Bíða þá hin- ar skýrslurnar næsta árs. Leiðbeining í húsagerð til sveita. Þau afskifti hafði félagið af henni árið sem leið, að það veitti nokkurn styrk til þess, að Jóhann Fr. Krist- jánsson ferðaðist í fyrra vetur um Borgarfjörð og skoðaði steinhúsin þar. Var ætlað að það mund verða að góðu gagni við störf hans fram- vegis, að hann fengi færi á að skoða að vetrarlagi mörg steinhús með ýmsri gerð og athuga galla, sem i ljós kunna að hafa komið. Kornjorðabúr. Einu kornforðabúri var á árinu sem leið veittur styrkur til skýlisgerðar, þriðjungur kostnað- ar, 115: kr. Það var í Borgarfjarð- arhreppi eystra. Það hefir ekki árað til að koma upp kornforðabúrum þessi árin. En muna ættu menn eftir þeim, þegar kornið lækkar aftur í verði. Landið má ekki vera án kornforðabúra á einhvern hátt, a. m. k. meðan heyásetningsmálið er ekki lengra á veg komið hjá okkur en enn er orðið, og jafnvel hvort sem er — líka til bjargar fyrir menn í ísaárum. Hefir það sézt í vor, hversu mikilsvert það var, að landið átti nokkurt korn, sem senda mátti þang- að, sem brýnust var þörfin. Hvern- ig hefði farið, ef ís hefði verið fyrir landi ? Félagatal. Nýir félagar árið sem leið voru 74, og það sem af er þessu ári 45. Félagatalan alls er nú komin eitthvað á 14. hundraðið. Jón H. Þorbergsson fjárræktar- maður hélt fyrirlestur um fjárdauð- ann 1914. Þá var borin upp og samþykt með samhljóða atkvæðum svohljóð- andi tillaga: »Fundurinn skorar á landsstjórn- ina að gera það sem auðið er til þess, að sem minst vandræði hljótist af því fyrir landið, ef út- flutuingur á saltkjöti til Norður- landa verður algerlega stöðvaður og Englendingar vilja ekki ganga í kaupin. Ennfremur skorar fundurinn á landsstjórnina að láta þegar í stað rannsaka mavkaðshorfur í Englandi fyrir kælt og íreðið kjöt og sauðfé héðan og gangast fyrir. því, að tilraunir í þvi efni, að opna oss slíkan markað þar, verði byrjaður þegar næsta haust«. Tillagan var frá Eggert Briem, bónda í Viðey, en orðunum »og sauðfé* bætt inn f eftir tillögu Bjarnar Bjarnarsonar, hreppstjóra í Grafarholti. Þá urðu nokkrar umræður um nýbýlamálið milli þeirra Jóns H. Þor- bergssonar, Jóhanns bónda Eyjólfs- sonar í Brnu arholti og Bjarnar Bjarnarsonar, en engin ályktun um það gerð. Minning-aroi ö. Þann 1. júní síðast.1. andaðist að heimili síuu Hraðastöðum f Mosfells- sveit, gamli, góðkunni sómamaðurinn Ólafur Magnússon, áður bóndi a Hrís- brú í Mosfellssveit. Hann var fæddur að Fossnesi í Eystri-hrepp í Arnes- svslu árið 1830; ólst upp hjá foreldr- um sfnum og tók við bústjórn með móður siuni, uugur, að föður sínum látnum, þar til hann 28 ára gamall kvæutist Finnbjörgu Finnsdóttur og fluttust þau hjón þaðan suður f Mos- fellssveit; bjuggu þau fyrst i Hlað- gerðarkoti, svo á Varmá, en síðast á Hrísbrú nær fimmtíu ár. Þeim hjónum varð ellefu barna auð- ið, fimm af þeim dóu í æsku, en sex eru á lífi, Magnús bóndi á Hraða- stöðum, Andrós bóndi á Hrísbrú, Finn- bogi vinnumaður á Hrfsbrú, Guðný í Norðurkoti í Vogum, Elinborg og Margrót í Reykjav/k. En auk þess ólu þau hjón upp tvö böru, Aðal- björgu Ingimundardóttur í Minni- Vogum og Stef n Þorláksson í Eeykja- vík. Þeir sem þektu Ólaf sál. munu ekki þykja of mælt þótt sá, er þetta skrif- ar, teiji hann með fremstu mönnum síns tíma í bændastöðuuni. Þótt æfi- saga hans sé hversdagsleg, ber hún þó ijósati vott þess, að þar var enginn hversdagsmaður. Þeir menn, sem vita hvílík örreitissveit Mosfellssveitin var á þeim tíma, sem Ólafur sál. byrjaði búskap þar, hljóta að viðurkenna, að eigi var það á færi meða manna að hefja sig úr blá'átækt til góðra efna á vorn" mælikvarða á ábýlisjörð hans, sem hann tók við, aumu kotgreni, en skilar nú í hendur eftirkomenda sem einni beztu jörð sveitarinnar. Ólafur sál. hafði þau einkenui mikilmennanna, að láta engan tíma ónotaðan, hann hafði nógan tíma til alls; rak störfin, en lót þau ekki reka sig. Hann varð árlega að hverfa niður til sjávar, að afla sér og sínum lífsviðurværis, þegar smáa húið hans hrökk ekki til að fram- fleyta heimilinu; en samtímis starfaði hann svo ötullega að rækt ábýlisjarðar sinnar, að eigi tóku honum aðrir fram í sveitinni; honum er að þakka hve Hrísbrúartún er nú slótt, vfðlent og grasgefið. Hann var maðurinn, sem hataði og fyrirleit af hjartans insta grunni alla ómensku og leti, en virti og elskaði af einlægu hjarta allan dugnað og framtakssemi; unni lfka öllum fram- förum, er hann áleit að miðaði til hagsmuna fyrir land og lýð. Ólafur sál. vara að ytra útlitl all— karlmannlegur, kvikur, harðlegur og ákveðinn í öllu fasi, enda hinn ern- asti fram undir andlát sitt. Það fókk honum angur er hann fann sig þrot- inn að kröftum og gat ekki unnið, því vinnan var honum æðsta lífsgleðin. Mintist hann þá oft á fyrri ár sín, þegar hann hafði fult fjör og 'heilsu, kunni margt að segja frá yngri árum sínum, og var þá sem sólskinsblær færðist á andlit gamla öldungsins. Samfarir þeirra hjóna voru hinar á- kjósanlegustu, enda var Finnbjörg sál. myndarkona í hvívetna, starfsöm, heim- ilisrækin og samtaka við mann sinn á lífsleiðinni, enda tregaði hann konu sína látna og mintist hennar ætíð með sórstakri elsku og virðingu. Ári áður en hann dó, brá hann búi og fluttist til sonar síns, Magnúsar bónda á Hraðastöðum. Hann var jarð- aður hjá konu sinni í gamla kirkju- garðinum á Mosfelli, því þar kaus hann sór hina síðustu hvíld af trygð við gamla kirkjustaðiun, og fylgdi honum til grafar fjöldi bænda og búaliðs sveitarinnar. Hans munu Mosfellingar lengi minn- ast með hlýjum huga og virðingu. Mosjellingur. Eftirmæli. Ekkjan Guðríður Bjarnadóttir and- aðist að heimili sínu Fornaseli í Álfta- neshreppi í Mýrasýslu hinn 24. marz þ. á. Hún fæddist í Straumfirði 19. marz 1842 og var ein af hinum mörgu börnum merkishjónanna Bjarna Einars- sonar og Arndísar Árnadóttur, er bjuggu í Straumfirði. Guðríður sáluga giftist 1871 ekkjumanni Jóni Sigurðs- syni á Álftártungu og átti með hon— um 5 dætur; lifa að eins 2 þeirra. — Eftir tæpa 7 ára samveru misti hún mann sinn. Eftir það bjó hún að eins fá ár, en fór síðan í húsmensku. Dvald- ist hún um mörg ár á Valshamri, hjá þeim hjónum Guðna Jónssyni og Guð- nýju Níelsdóttur. En er eldri dóttir hennar, Anna, giftist frænda sfnum, Bjarna Einarssyni frá Staumfirði, og þau reistu bú í Fornaseli, fluttist Guð- ríður þangað með dóttur sinui. Guðríður sáluga var greiud kona og minnug með afbrigðum. Hún var og mjög draumspök og dreymdi hana oft merka drauma (sbr. Dulrúnir Her- manns Jónassonar, bls. 206—209). Hún hafði og þá einkennilegu gáfu, að sjá feigðarsvip á fólki, svo sem það hefir nefnt verið. Eg get þessa, af því að nú er farið að ræða og rita um alt dularfult. Og mjög þótti Guðríði vænt um bækur Hermanns. En að hún hafi átt þessa einkenni- legu sjón, er víst fáum kunnugt. Hún flekaði ekki slíku, enda var hún dul í skapi og prúð í allri framkomu. Hún var gædd miklu líkamsþreki og var við góða heilsu fram á sfðustu æfiár. Hún var ein af þeim, sem vann verk sitt í kyrþey, en vann það vel og ótrauðlega. — Þó varð hún í rúmið að leggjast sökum þjáningar- fulls sjúkdóms, er sótti hana heim síðustu árin; en það bar hún með þreki og stillingu. Hún vissi, til hvers leiddi, og sagði að það væri síð- asta legau sín. Það lótti henni sjúkdómsbyrðina, að hún var í umhyggjusömum ástúðar— örmum dóttur og tengdasonar. Þótt Guðríður sáluga væri aldrei ráðandi yfir miklum efnum, náði hún miklum vinsældum, og einkum var henui lagíð að draga að sér barnshjörtun, og ekki sízt fyrir þá sök mun minn- ing hennar lengi geymast hór í þessu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.