Ísafold


Ísafold - 03.06.1916, Qupperneq 1

Ísafold - 03.06.1916, Qupperneq 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 772 kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD tsafoldaiprentsmiðja._Ritstjórí: Dlafur Björnssan. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðlð. XLIII. árg. Reykjavik, laugardaginn 3. júni 1916. 40. tölublað Nokkur orð um þjóðmálastarfsemi Skúla Tkoroddseus. Ungur fór Sk. Th. að hugsa um landsmál og láta sig skifta hag al- mennings. Má að líkindum finna ræt- ur þess hlýja hugar, er hann jafnan bar til alþýðustéttarinnar, m. a. i rækt föður hans, hins þjóðkunna skálds, við »fólkið«, svo sem sagna- lýsingar hans bera ljósan vottinn um. En eðlilega fékk Skúli þá fyrst tækifæri til verulegra afskifta um þessi mál, er hann, að loknu há skólanámi, hafði tekið hér embætti; var þá margs að gæta og mörgu úr að bæta, enda gerðist hann þegar ör til úrræðanna. Er hann var orðinn sýslumaður i ísafjarðarsýslu, gerðist hann brátt umsvifamikill í störfu.n sínum. Kom hann reglu á embœttisrekstur sýslunnar, er áður þótti all mikið ávant. Tók og um sama leyti að gaifa í umbótamálum og jramkvcemd- um fyrir sýslubúa; átti mikinn þátt í kaupjilagsskapar-störfum vestra og stóð fyrir honum um langt skeið eða fram um aldamót siðustn. Munu þeir ísfirðingar kunna honum mak- legar þakkir fyiir það starf hans, er stórþýðingu hafði á þeim tima eigi síður en nú á dögum og jafnvel miklu fremur, til bætandi áhrifa á verzlunarástandið. Ekki vóru menn á eitt sáttir um nýjmgar þær ýmsar, er hann vildi beitast fyrir bæði sem embættis- maður og einstaklingur — en við það skirðist hann ekki, ef hann taldi þær verða mundu til þrifa sýslubú- um sínum. Yrði oflangt mál að telja þær hér. En vert er að minnast, að hann gerði ýtarlegar tilraunir ti) þess að koma inn þeirri hugsun hjá mönnum, að þeim bæri, hverjum f sinu lagi og öllum saman, að sajna í sjóði jí því er þeir mættu, svo að til framkvæmda væri tækt, er nauð- synlegar væru, en eigi yrðu gerðar fyrir sakir fjárskorts. Gáfu menn þó orðum hans minni gaum en vera mátti. Þektastur um landið varð Sk. Th. þó af starfsemi sinui við alpjóðar- mál, er hann fékst við sem blaða- maður (ritstjóri »Þjóðviljans«, en það starf hafði hann alla tíð á hendi, auk prentsmiðju-reksturs) og alpinqis- tnaður. (Máiaferli hans, »Skúlamálin«, verða hér ekki talin, þótt ekki yrði hann minna af þeim kunnuij. Hafa það sagt menn, er þá vóru á þingi, er hann kom þar fyrst (frá 1890), og aðiir, er til þektu, að við miklu var þá þegar búist af Skúla, og var hann fasmikill og lét fljótt til sín taka. Vóru menn lítt vanir þeim byltingahug. Þingmensku hæfileika hans var getið í ísafold, við andlát hans. Mi með sanni segja, að á fá- um bar meira allan þann tíma — þann aldarfjórðung —, er hann átti sæti á alþingi íslendinga. Það einkennir öll pin°stðrj hans og nejndarstörj, að hann var sí- hugsandi um það, að ekki yrði gengið á rétt oinstak- linganna nó skert frelsi þjjðarinnar. Gat sumum þá fundist stundutn, að hann sæi þar ofsjónir, en ávalt var hann sann- færður um réttmæti síns málstaðar og fylgdi honum öruggur — og óhlífinn —, hver sem i hlut átti og við hvern sem var að eiga. Vin- sældúm átti hann þvi ekki ætíð að fagna, var og hvergi nærri við allra hæfi í umgengi og þótti einrænn, ef því var að skifta. Af þeim sök- um mun það og hafa verið mest- megnis, að hann náði aldrei veru- legutn foringjatökum á samflokks (eða samflokka) mönnum sínum. — Þarf ekki að telja dæmin, hefir og áður í blaðinu verið vikið að þeim störfum. Ötull þótti hann til allra vinnubragða, meðan kraftarnir biluðu ekki. Hann er með réttu talinn einn aðalfrömuður i umbótum á högum verkamanna- og húsmanna stittarinnar, og hefir átt drjúgan þátt i til- lögum um þau mál og lagasetning- um. Vildi hann að engin bönd hvildu á þeim stéttum framar öðr- um, og ekki vistarband á vinnujólki, og varð til úr því »leysingin« al- kunna, sem bændur hafa litt fagn- að. Fyrir rittindamílum kvenna barð- ist liann, unz fram komust, þá er allflestir vóru orðnir á það sáttir. Atvinnumálin hafa á þingi átt sér engan betri meðmælandi; áhugi hans fyrir þvt að hlynna að framkvæmd- um fyrir kjördæmi sitt eigi sízt, var alkunnur og talaði hann með fjálg- leik fyrir styrkveitingum til þeirra af hálfu landssjóðs. Taldi hann sem var, að til einskis væri almannafé betur varið, þótt með því væri hann og, að veittur yrði »styrkui« til, margs og margra, er meiri tvisýna lék á um arð og réttmæti. Þjóðjrelsismálin vóru honum þó hin síðari árin fyrir öllu, einkum þó frá árinu 1908, er haun átti sæti í millilanda-nefndinni. Gat hann víst ekki hugsað sér, að nokkurt hlé yrði eða gæti orðið á umræðunum um »sambandið við Dani«; var einnig hinn einbeittasti þar, eins og kunn- ugt er oiðið. En þess ber að geta, að hann var sá af þingmönnum, er fyrstur lagði til, að stjórnarskrár- deila siðustu ára, um ríkisráðsatriðið, yrði leyst með þeim hætti, sem síð- ar hepnaðist, að konungur »réði« því, að forminu til, hvar mál ís- lands yrðu borin upp fyrir honum. Þótt Sk. Th. hefði sína galla — en það hafa allir —, er þó óhætt að segja, að vandfylt verður skarð Skúla á þjóðmálasviði voru, ef miðað er v^.Þann tima, er hann var i fullu fjört. Svo sérkennilegur var hann og mikilhæfur, svo réttelskandi og áhuga- samur um heill lands og þjóðar. Slíkuni mönnum má missýnast oft, til þess að þeim verði ekki fyrir- gefið. Ef Skúla Thoroddsen hefði enzt lengur heilsa og aldur (farinn að kröftum hin siðustu ár, og hálf- sextugur nú, er hann lézt), hefði hann sjálfsagt átt margt þarft verk eftir að vinna. G. " ---------I 4»----------- 111 muiaiuij Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Simi 32. : þar ern fötin sanmnð flest : þar ern fataefnin bezt. iimiiimfJLiiiiuiiiii V'andaðastar og ódýrastar Líkkistur seljum við undirritaðir. Kistur fyTirliggjandi af ýmari gerð. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. Hr. G. Sv. og liæstaréltardómnrinn. Mér kom það sízt á óvart, að hr. p. Sv. þættist eiga erindi fram á iítvöllinn út af ummælum mínum i næstsíðasta ísafoldarblaði um hæstaréttardóminn í máli Arboe Rasmussens prests, enda kemur hann þar fram í allri sinni einkennilegu og alþektu lögmanns dýrð. Því er sem sé svo farið, að hér úti á ís- latidi hefir enginn öllu meiri ástæðu til að finna sig illa snortinn af téð- um dómi en einmitt hr. G. Sv., eftir allan þembinginn- á móti okk- ur hinum svoköfluðu nýguðfræðing- um á næstliðnum árum. Það mun fleirum hafa fundist en mér, að þessi hæstaréttardómur væri blátt áfram rothögg á alla hans lögmanns- framkomu þar, Þvi er þá ekki heldur nein furða, þótt hr. G. Sv. sé það í bili hugleiknast allra hluta, að draga sem allra mest úr merk- ingu þessa hæstaréttardóms, og koma þeirri skoðun inn hjá "almenningi, að dómurinn sé einskis virði. Hann flýtti sér þá lika, lögmaðurinn, að kveða þann dóm upp um dóm hæstaréttar, að þar væri »farið i kringum það, sem allir töldu áður vera kjarna málsins*, svo að menn séu »algerlega jafnnær og áður um þrætuatriðið eins og það vai i raun og veru, þrátt fyrir þennan hæsta- réttardóm« Það kynni nú að vera, að æðsta dómstóli rikisins væri ekki siður trú- andi til þess en hr. G. Sv. að vita nokkurn veginn og skilja, hver er »kjarni« þeirra mála, sem hann hefir til meðferðar. Og hæstiréttur tekur það þá lika fram berum orðum í forsendum dómsins, að kjarni máls- ins (»det nærværende Sag alene drejer s':g om«) sé, hvort ákærði sé hegn- ingarverður (hvorvidt tiltalte er stafskyldig). Hvað annað var kjarni málsins? Yfirrétturinn (þ. e. sýnódalréttur) hafði gert Arboe Rasmussen hcgn- ingu, embættismissi, íyrir að hafa haldið fram frábrigðilegum skoðun- um viðvíkjandi trú og kenniugu. Og þessum afsetningardómi hafði Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. H. af flestura nú fáanlegum Vefnadarvörum, í fjölbreyttu úrvali. Vegna tfmanlegra innkaupa getur verzlunin boðið viðskiftamönnum sin- um þau beztu kaup sem völ verður á í ár. Ennfremur befir verzlunin: Pappir og ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Odýrar yörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. verið áfrýjað til hæstaréttar, Úr hverju var þá að skera fyrir hæsta- rétt öðru en því, hvort sá afsetning- ardómur væri réttur, hvort prestur- inn hefði verðskuldað þá hegningu, sem þessi dómur hafði gert honum ? Um þetta sama snerist þá eðlilega lika aflur málsflutningurinn fyrir hæstarétti á undan dómnum. Oll hin mika ræða sækjanda fyrir léttinum var til þess gerð, að færa sönnur á, að A. R. væri sekur af- setningar fyrir villutrú og villukenn- ingar og fyrir rof á prestaheiti sfnu. Og sækjattdi krefst þess að lokum, að hæstiréttur annaðhvort staðfesti dóm yfirréttarins eða herði á hon- um, — þennan dóm, sem gerði ákærða þá refsingu, að hafa fyrirgert embætti sinu (kjóli og kalli) og greiða allan málskostnað. En hæstirétlur svarar, að A. R. »skuli vera sýkn af ákærum sækjanda í máli þessu«. Ræðu verjanda fyrir hæstarétti var nákvæmlega eins farið. Hún snýst og öll um það sem kjarna tnálsins, hvort A. R. sé hegningarverður. Hún miðar öll að þvi, að ónýta dómsástæður sýnódalréttar og sanna, að maður með skoðunum A. R eigi heimilisfang innan þjóðkirkjunnar og geti verið prestur þar. Hann skor- ar því að lokum á dómendur, að ónýta hinn áfrýjaða dóm og sýkna ákærða. Hvorttveggja þetta gerir hæstiréttur eins eftirminnilega og freknst verður ákosið, með því að úrskurða, að A. R. »skuli vera sýkn af ákærum sækjanda í máli þessu«, og allur málskostnaður greiðast af opinberu fé. Hæstiréttur vissi betur en hr. G. Sv. hver var kjarni málsins. Því varð dómurinn eins og hann varð. Þá segir hr. G. Sv., að hæstirétt- ur hafi ekkert útkljáð urn það með dómnum, hvort A. R. hafi gert sig sekan í villutrú, eða hvort hann hafi rofið prestaheit sitt eða hvort 'hann vegna skoðana sinna og kenn- inga geti verið þrestur í þjóðkirkj- unni«. Hvað gengur að lögmann- inum ? Er ekki þetta nokkurnveginn greinilega útkljáð með sýknunar- dóminum ? Litum á siðasta atiiðið, það, *hvort R. geti vegna skoðana sinna og kenninga verið prestur í þjóðkirkj- unni«. Yfirrétturinn hafði lagt þann úrskurð á, að A. R. geti ekki verið prestur i þjóðkirkjunni, vegna skoð- ana sinna og kenninga, svo sem ósamrímanlegra kenningu og trú þjóð- kirkjunnar, og þess hvernig hann hafi haldið þeim frám. Hvað gerir þá hæstiréttur með því að sýkna A. R. af ákærum sækjanda annað en að leggja þann úrskurð á, að A. R. geti vegna skoðana sinna og kenn- inga verið prestur í þjóðkirkunni ? Furðulegt tel eg að hr. G. Sv. skuli í alvöru(?) vilja neita jafnauð- sæum hlnt. Hvað hin atriðin snertir, hvort A. R. hafi gert sig sekan í villutrú eða hvoit hunn hafi rofið prestaheit sitt, þá má segja, að hæstiréttur hafi leitt þau hjá sér (að öðru leyti en þvi, sem þeim er svarað f og með sýkn- uninni) er hann drepur ekki á þau í forsendum dómsins. Hæstiréttur vill ekki vera villumannadómstólU Þessi tvö atriði séu algerlega and- legs eðlis, guðfræðileg deilu-atriði eins og framlagðar yfirlýsingar biskupa, prófessora og presta nóg- samlega sýni. Fyrir því heldur hann sér að þvf svo sem kjarna málsins, hvort maður með skoðun- um A. R. geti verið áfram þjóð* kirkjuprestur. Eg efast ekki um, að ef svarið hefði orðið neitandi, þá hefði hr. G. Sv. ekki talið hæstarétt hafa »farið kringum það, sem allir töldu áður vera kjarna málsins*. En um leið og dómurinn leggur úrskurð á þetta, sem hæstiréttur telur kjarna málsins, en hr. G. Sv. neitar að sé kjarni þess, hefir hann um leið lagt þann úrskurð á, að þjóð-. kirkjan sé það sem Grundtvigsmenn í Danmörku hafa kallað »rúmgóð stofnun og umburðarlynd* (en rum- melig og taalsom Institution). Hvort hr. G. Sv. hefir skilist þetta, veit eg ekki, en hafi honum skilist það, er *) Þetta orð hefir hr. G. Sv. auð- sjáanlega ekki skilið, og má það merkilegt heita. Hann fræðir les- endurna á að í dönskunni muni hafa staðið »Kætterdomstol=trúvilludóm- ur«. Nema hvað? Verður það ekki sama tóbakið? »Villumaður« er sá sem fer með villu í trúarefnum (=hæreticus, Kætter, sbr. Fritzners Orðabók III. bls. 947, »Úvinurinn Ccrinthus villumaður«. Það er eins og orðin »villimaður« og »vill»mað- ur« hafi ruglast saman f höfði hr. G. Sv.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.