Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD L. V. ERICHSEN Grundlagt 1880 Specialist i Bödkerværktöj Nörrebrogade 55 N. Godthaabsvej 66 F. Retknive Krumknive Studsknive Stemstudsere Mrk. John Bull Rodger Bros sælges med fuld Garanti. Alm. Krös, & Ligeskærehövl, Gærpehövle, Tværhövle, amrk. Betrækhövle Köbanhavn Forlang Katalog — Krös amrk. Facon. Tæng8ler Drivringe Bundtrækkere -Krö8jern og Tænder Passere m. & a. Bue Amrk & alm. Spundsbor Værktöj t. Spunds- ringe, Beslag t. amrk. Krös, Hager, Kamsöm Nitter, Stifter. TJIisfingavarnir i Vesfmanmyjum Samkvæmt beiðni sýslubúa og með ráði landiæknis hefir Stjórnarráðið fyrirskipað að lögvörnum gegn mislingum skuli beitt í Vestmannaeyjum. Þess vegna tilkynn- ist hérmeð að e n g u m verður leytð landganga í Vestmanna- eyjum sem ekki getur fært sönnur á að hann hafi haft mis- linga. Sýslumaóurinn í ^QSímannaQyjum. sízt furða, þótt honum sárni við hæstarétt, og að hann vilji gera dóminum sem allra lægst undir höfði. Því öll »kirkjuleg« skrif hr. G.Sv. frá þvi, er hann flutti fyrirlesturinn t Stú- dentafélaginu sællar minningar til þessa dag, hafa farið í þá átt að gera þrengslin og umburðarleysið sem mest innan þjóðkirkjunnar, þ. e. a. s. hvað prestana snertir; fyrir aðra má hún auðvitað vera eins rúmgóð og umburðariynd og vill. En nú hefii hæstiréttur með sýknun A. R. ein- mitt viðurkent »hina rúmgóðu og umburðarlyndu þjóðkirkju*, einnig að því er prestana snertir. Hver sá prestur, er sé sér þess meðvit- andi að byggja á grundvelli heii. ritningar, sem er aðal og einkenni evang. lúterskrar þjóðkirkju, hann eigi þar fullkomlega heimilisfang, þótt hann enda eins og A. R. fari í verulegum atriðum i bág við skiln- ing og skýringar játningarritanna. Að hr. G. Sv., batnar ekki vitund í þessu, sést bezt af því hvern dóm hann leggur á það, sem hann kallar »sleggju-ályktanir« mínar. Það meiðir mig ekki vitund, þótt hr. G. Sv. kalli ályktarif mínaraf dóminum þessu eða hvaða nafni öðru sem honum gott þykir. Alyktanir mínar eru jafn- réttar fyrir því. .Látum svo vera, að hæstaréttar- dómurinn leggi engan úrskurð á það, hvort A. R. hafi gert sig sekan í villutrú, eða hvort hann hafi rofið prestaheit sitt (eg lít nú svo á, að hann hafi með dómnum svarað þeirn spurningum neitandi), þá hefir hann þó með því að sýkna A. R. og þá um 'leið að úrskurða hann réttbæran til að vera þjóðkirkjuprest 1) viðurkent kenningarfrelsi presta í dönsku þjóðkirkjunni; en því hafði yfirrétturinn hafnað með því að dæma A. R. embættismissi. En viðurkenn- ing kenningarfrelsisins hefir í sér fólgna 2) viðurkenning fullkomins hugs- unarfrelsis að því er trúmál snertir ekki síður þjóðkirkjuprestum til handa en öðrum og ótakmarkaðs rannsókn- arfrelsis. En þar sem kenningar- frelsi ásamt bæði hugsunarfrelsi og ótakmörkuðu rannsóknarfrelsi er við- urkent með sýknum A. R., þá veit eg ekki, hvernig nokkur maður treystir sér til að neita því, 3) að frjálslyndinu í trúarefnum sé veittur óskoraður borgararéttur innan þjóðkirkjunnar og þá um leið ein trúmálastefnan viðurkend jafn rétthá jannari innan hennar, sé ekki horfið út af hinum sjálfsagða grundvelli heilagrar ritningar. En af kenningarfrelsinu og förunautum þess hugsunar- og rannsóknarfrelsinu leiðir, að 4) játningahaftið er tekið af prest- unum. Enginn hefir gengið betur fram í því hér heima en einmilt hr. G. Sv. að reyna að koma þeirri • skoðun argasta þröngsýnisins inn hjá almenningi, að játningarnar væru lagabönd, er bindi prestana á klafa . þeirra skoðana og kenninga, sem þar væri haldið fram, svo að sérhver fráviking frá þeim væri ekkert minna en afsetningarsök. Nú er sú grýlan að engu gerð. En frá því augnabliki sem játningafarginu er létt af prest- unum, þá er líka 5) Wormsborgar-meginreglan við- urkend, sem telur heilaga ritningu skynsemina og samvizkuna megin- skilmerki evangelisk-lúterskrar kirkju, svo að hver sá kennimaður, sem veit sig að byggja á grundvelli heil- aqrar ritningar eins og skynsetni hans gerir grein fyrir vitnisburði hennar og eins og þessi vitnisburður nær ökum á samvizku hans, eigi þar leimilisfang, vilji hann sjálfur láta telja sig þar til heimilis. Þegar hr. G. Sv. er að barma sér út af þvi, að hæstaréttardómurinn hafi enga ákvörðun í sér fólgna um 3. gr. grundvallarlaganna (=45 gr. stjórnar- skrár okkar), sem þó hafi verið bú- ist við, þá stafar þetta af þvi, að hr. G. Sv. sér ekki eða vill ekki sjá það, að hæstiréttur hefir með þvi að leggja með sýknuninni þann úrskurð á, að A. R. eigi sem prestur heimilisfang i þjóðkirkjunni, gefið þá skýringu sem þurfti á ummræddri grundvallarlaga grein bæði að þvi er sneitir hugtakið evangel. lútersk kirkja og hugtakið »þjóðkirkjac. En þar sem þessu hvorutveggja má heita slegið föstu með sýknun A. R., þá er að síðustu með dómi þessum 6) loku fyrir það skotið, að saka- mál út af frjálslyndum trúarskoðun- um presta komi aftur fyrir hæstarétt. Hæstiréttur hefir tekið af skarið i þvi efni með þvi að sýkna A. R. Og þegar svo er komið, að ekki er lengur til neins að koma með slik mál fyrir hæstarétt, þá þætti mér gaman að sjá framan i þann sem í alvöru færi að brjóta upp á sliku. Jafnvel maður eins og herra G. Sv. mundi kinnoka sér við að byrja á slíku, og vita þó allir, að par vantar ekki viljann. Nei, það verður ekki útskafið, að hæstaréttardómur þessi »merkir« ein- mitt það, sem eg tók fram i grein minni. Það Jelst alt i pessu eina meginatriði málsins, að hastiréttur hefir með dómi lagt pann úrskurð d, að prestur með jafn frábrigðilegum skoðunum og A. R. sé ekki hegningar- verður, p. e. eigi áýram heimilis- Jang innan pjiðkirkjunnar sem pjón- andi prestur, enda mun það brátt á daginn koma. Blaðið »Politiken« skýrir frá viðtali við A. R. og kirkju- málaráðherra, og báðir gera ráð fyrir, að A. R. muni bráðiega setjast i embætti það sem prestur í Vaalse, sem biskuparnir vildu af týra að honum yrði veitt. Blaðið getur þess og, að Vaalse-söfnuður stórhlakki til að fá hinn sýknaða prest. Að hr. G. Sv. skilur þetta ekki — eða pykist (?) ekki skilja það — það hefir engin minstu áhrif á stað- reyndina. Það breytir ekki heldur neinu um mikilvægi dómsins út á við, sem hr. G. Sv. gefur í skyn, að sýknun hins íkærða hafi verið aðeins af persónu- legum (subjectivum) ástæðum, úr þvi að hæstiréttur, jafnframt þvi sem hann tekur fram, að A. R. hafi haldið fram skoðunum sinum »í grundvall- aðri góðri trú«, legst það með öllu undir höfuð (sem hr. G. Sv. sárnar mest), að taka það fram, að þetta sem A. R. gerði »i grundvallaðri góðri trú« hafi samt sem áður verið rangt. Eitt dæmi af mörgum úr grein hr. G. Sv., sem sýnir, hve lítið hann botnar í þessu máli, er þessi klausa hans um mig út af orðum mínum um merkingu dómsins: »Hann (I. H. ) verður ekki öðruvisi skilinn, en að hann ætli, í nlvöru (?), að nú sé leyft og leyfilegt að kenna alt, sem nöfnum tjáir að nefna, innan vé- banda þjóðkirkjunnar*. Það er nú vitanlega ekki í fyrsta skifti, að slíkur misskilningui á kenningarfrelsi presta lætur á sér bóla. Sömu heimskunni hefir einatt verið veifað framan i þá menn, er börðust fyrir kenningar- frelsinu. Og heimskan er ekki minni þótt hr. G. Sv. haldi henni fram en aðrir. Þessir menn gleyma þvi, að þjóðkirkjan er og verður kirkja Jesú Krists, og að kenningarfrelsi merki ekki og hefir aldrei þá merkingu haft hjá nokkurum heilvita manni, að prestum í kirkju Jesu Krists sé heimilt að kenna »alt, sem nöfnum tjáir að nefna«, heldur er með kenn- ingarfrelsi presta átt við, að söfnuð- irnir eða kirkjufélagið heimti það eitt af prestunum, að þeir kenni samkvœmt heilagri ritningu ejtir beztu samvizku. Einmitt þetta kenningar frelsi var innleitt hér hjá oss með nýju- handbókinni 1910, þar sem biskup brýnir fyrir vígsluþegum frá altari, að þeir »prédiki guðs orð hreint og ómengað svo sem það er að finnaf hinum spámannlegu og postullegu ritum og í anda vorrar evangelisku lútersku kirkjm. Og nú sex árum síðar er það spor stigið hjá Dönum með sýknunardómi hæstaréttar í máli A. R., að þeir verða að breyta presta- heiti sinu i nákvæmlega sömu átt. Þar er ekkert undanfæri. Þegar hr. G. Sv. segir, að eg og vinir mínir »þykist nú næsta glaðir yfir dómi hæstaréttar*, þá er þtr af miklum ókunnugleika talað. Eg get fullvissað hr. G. Sv. um, að hér er um meira að ræða en að »þykjast*. Eg hefi ekki lengi meðtekið öllu meiri fagnaðarúðmdi en það var mér, er einn af vinum minum hringdi mig upp i símanum, til þess að færa mér þá fregn, að hæstiréttur hefði algerlega sýknað Arboe Rasmussen. Var það fyrst og fremst vegna manns- ins sjálfs, sem sýknaður var og eg þekki lítilsháttar persónulega, því næst vegna máleínisins, sem með því var útkljáð cftit sc-x áia býsna látlausa baráttu og æsingar, og loks vegna þeís, hvilikur skellur þessi sýknunardómur hlyti að verða á hr. G. Sv. og aðra líkt hugsandi menn, eins og þegar hefir á daginn komið. Stóryrði hr. G. Sv., fúkyrði hans og brigsl, læt eg mér í léttu rúmi liggja. Þau eru ekki annað en það, sem vænta má úr þeirri átt eftir allri framkomu hans í »umvöndun- arstarfi« hans fyrir hönd rétttrúnað- arins(l) og sanna ekkert viðvíkjandi því, sem hér er mergurinn málsins. Eg strika yfir þau öll sem vandræða- tiltektir manns, sem hefir vondan málstað að verja og vill heldur í úr- ræðaleysi sínu veifa röngu tré en engu. /. H. H. PENS’ Spejlglas og Vinduesglas Köbenhavn K. St. Kongensgade 92. Framhaldsskýrsla um samskot til sjúkraskýlis að Stórólfshvoli. Frá, ritstjóra ísafoldar kr. , 20.00. Úr Vestur-Landeyjahreppi frá Gríms stoSum kr. 5.00. Úr Vestur-Eyjafjallahreppi frá Stóra dal kr. 8.00. Úr Ásahreppl: Frá U nhól kr. 5.00, Tobbakoti 1.50, Húnakoti 2.00, Hrauk 2.00, Litla Rimakoti 3.00, Suður-Nýjabæ 0.50, Vatnskoti 2.00, samast. öðru býll 3.00, Háarima 2.00, Stóra-Rimakoti 5.50, Nýjabæ 10.00, Mel 4.00, Miðkoti 2.00, Jaðri 1.00, Skinnum 4.00, Brekku 1.00, Búð 3.00, samast. öðru býli 2.00, Hávarðarkoti 2.00,' Hákoti 1.00, Dísukoti 2.00, Vesturholti 2.00, Oddsparti 1.00, Skarði 2.00, Borgartúni 2.00, Háfshól 2.00, Sandhólaferju 33.00, Sauð- holti 10.00, Kálfholti 25.00, Kálf holtshjáleigu 2.00, Hamrahól 2.00, Syðri-Hömrum 3.00, samast. öðru býli 1.00, Húsum 2.00, Króki 3.50, Her- ríðarhól 20.00, Heiði 3.00, Hárlaugs- stöðum 3.00, Seli 3.00, Asmundar- stöðum 5.00, samast. öðru býli 5.00, Berustöðum 22.50, Hellnatúni 2.00, Asi 5.00, samast. öðru býli 5.00, samast. þriðja býli 6.00, Askoti 2.00, Bjólu- hjáleigu 5.00, Vetleiísholti 5.00, Bjólu 9.00, samast. öðru býli 35.00, Syðri- Hömrum 1.00, Ægisíðu 16.00, Hrafn- tóftum 6.00, Ráðagerði 5.00, Vetleifs- holtsparti 6.00, Vetleifsholti 2.00, Götu 1.00, Rifshalakoti 4.00, Gíslakoti 3.00, Lindarbæ 5.00, Vetleifsholtshellir 1.25. Samtals kr. 334.75 U r Holtahrep pi: Frá Arbæjar- helli kr. 12.00, Arbæ 20.00, Arbæjar- hjáleigu 10.00, Litlu-Tungu austur- bæ 5.00, Litlu Tungu vesturbæ 5.00, Efri-Rauðalæk 10.00, Brekkum aust urbæ 5.00, Brekkum vesturbæ 10.00, Syðri-Rauðalæk 30.00, Arnkötlustöð- um 5.00, Moldartungu miðbæ 15.00, Moldartungu vestasta bæ 3.00, Þjóð- ólfshaga austurbæ 8.00, Þjóðólfshaga vesturbæ 6.50, Lýtingsstöðum 8.00, Hvammi 10.00, Nefsholti Þorleifur 3.00, Götu 5.00, Marteinstungu 5.00, Halls- túni 6.00, Bjálmholti 12.00, Ölvers- holti 5.00, Ölversholtshjáleigu 10.00, Kaldakinn 15.00, Pulu 9.00, Mykju- nesi vesturbæ 5.00, samast. austurbæ 3.00, Skammbeinsstöðum vesturbæ 12.00, Skammbeinsstöðum austurbæ 10.00, Þverlæk 3,00, Stúfholti vestur- bæ 2.00, Akbraut 4.00, Kaldárholti 18.00, Haga 8.00, Saurbæ 3.00, Gutt- ormshaga 10, Hreiðri 5.00, Kvlárholti austurbæ 10.00, Kvíárholti vesturbæ 12.00, Raftholti 10.00, Gíslaholti 10.00, Kambl 5.00, Guðlaugi Einars- synl Moldartungu 5.00, Arna Halldórs- syni Brekkum 2.00, Sigurði Sigurðs- syni Brekkum 2.00, Ingimundi Guð- mundssyni Brekkum 2.00, Ólöfu Daníelsdóttur Haga 4.00, Eyfriðl Eiríksdóttur Saurbæ 3.00, Hannesi Friðrikssyni Arnkötlnstöðum 2.00, Guð- mundi Gunnarssyni samast. 1.00, Salvör Runólfsdóttur Bamast. 1.00, Mensalder R. Mensaldersyni Moldar- tungu 2.00. Samtals kr. 383.50 Ú r Austur-Eyjafjalla- hreppi: Frá Eystri-Skógum 12.00, Ytri-Skógum 10.00, samast. öðru býii 10.00, Drangshlíð Gissuri 8.50, samast. öðru býli 10,00, Skarðshl/ð Ólafi 9.00, samast. Hjörleifi 11.00, Hrútafelli Þor- steini 18.00, samast. Tómasi 7.00, Hrútafellskoti 5.00, Eyvindarhólum 5.00, Hólakoti 7.00, Klömbru 7.00, Stóru Borg 1.50, Selkoti 5.00, Selja- völluin 6.00, Þorvaldseyri 13.00, Hlíð Guðjóni 5.00, samast. Sigurbergi 5.00, samast. Sigurgeiri 5.00, Steiuum Andrósi 12.00, samast. Jóni 2.75, Bamast. Ólafi 4.00, Leirum Ólafi 4.25, samast. Gísla 3.65, Berjaneskoti Þóiði 3.60, Berjanesi 3.50. Samtals kr. 193.75 Til skýringar við áður auglýst sam- skot úr Hvolhreppi skal að gefnu til— efni þess getið að samskotin frá Argilsstöðum voru úr Kristjánsbæ. Efra-Hvoli 9. apríl 1916. Iljörgvin Vigfússon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.