Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1916, Blaðsíða 1
.i' Kemur út tvisvar ! í viku. Verðárg. ; 5 kr., erlendis 7*/2 !1 kr. eða 2 dollarjborg- < ist fyrir miðjan júlí J erlendis fyrirfram. ? Lausasala 5 a. eint. XLIII. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjón: Ólafur Djörnsson. Talsími nr. 455. Reykjavík, laugardaginn 3. júní 1916. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ........ ■ — 41. tölublað Albýöufél.bókasafn Templaras. B kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11—B Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4^7 Biejargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og £—7 Ísiand8banki opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd,—10 aiöd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* siód. ,Ijandakotskirkja. Guðsþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúna&arfélagsskrifstofan opin frá 2 Landsfóhirbir 10—2 og 5—6. Landaskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka aagn helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnió opió l*/a—2^/a á sunnud. Pósthúsib opið virka d. 0—7, sunnud. 9—1. Samábyrgó Islands 12—2 og 4—6 Btjórnarráósskrifstofurnar opnar 10—4 d&gl. Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifílstabah»li5. Heimsóknartimi 12—1 t»jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2. Hæst verð ígreiðir kjötverzlun E. Milners, Laugavegi 20 B, sfyrir nautgripl, eldri og yDgri, einnig kálta. Borgað samstundis. EimskipafélagiB. Flutnlngsgjöldin. Eimskipafélag Islands er nú við- mrkent af öllum Islendingum að vera fþjóðþarfa-fyrirtæki. Fjöldi manna sýndi það þegar í verki, að þeir kunnu að meta tilgang þess, og veittu því stoð sina, hver eftir því, sem tök vóru á. Reyndar mætti .sjáifsagt segja, að svo eða svo margir hefðu fctað gert betur, eu dæma ber -eftir árangrinum yfirleitt, og hann varð sá, að ve°na hinna góðu, o# í rauninni eindœma, undirtekta komst ■jélagið á stofn. Nokkurir vóru þvi að vísu and- -yígir frá upphafi, sumpart af þeim gamla v'ana (eða óvana) að vera á móti flestum eða öllum þjóðlegum framkvæmdum, er vér ráðumst í sjálfir — en þeim mönnum fer nú óðum fækkandi —, sumpart af því, að þessir menn »þóttust sjá«, að þetta mundi ekkert gróðaíyrirtæki verða (er í námunda kæmist við fiskiútgerð eða þessh.), sem þó hefir, sem betur fer, i alt annan veg orð- ið. Slíkir menn láta nú ekkí lengur til sín heyra, sem jafngott er. Eng- ar hrakspár hafa á félaginu hrinið «nnþá. »Kappsigling« þess hefir ekki orðið »kafsigling«. — Leyfilegt er einnig að nefna á nafn, að fyrir nokkurum vonbrigðum varð félagið af löndum vestan hafs, og hefir þess áður verið getið í blöðum; bjuggust menn sizt við slíku eftii »prédikanir« fulltrúa þeirra, er þeir sendu hingað, á stofnfundi félagsins. Ókunnugt er mér, hvernig úr þessu hefir ræzt, enda ekki nærri öllum vestmönnum til að dreifa um vanskil þessi. Aldrei hefðu þeir tímar getað komið, er væru betur lagaðir en þessir, til þess að geta fært óllum heim sanninn um nauðsyn þessa félagsskapar. Hún liggur nú í aug- um uppi, ekki sízt þeim, er nærri koma einhverjum viðskiftum. Af þessum sökum varð líka hluttaka talsverð hinum siðari samskotum. — Eimskipafélagsstjórnin hefir, sam- kvæmt þvi, sem hún og aðrir hafa álitið frá öndverðu vera tilætlun, ef ekki fyrirheit félagsins, haldið flutn- ingsgjöldum skipanna mjög lágum, prátt jyrir það, að þau hafa hækkað alveg gífurlega um heim sllan vegna viðskiftaþrengsla og skipaeklu, er af heimsstyrjöldinni hefir leitt. Þetta er í rauninni lofsvert, og það er og verður sjálfsagt og nauðsynlegt, að félagið beiti sér fyrir það að láta þau ekki hækka um hóf fram. Það verður öllum affærasælast. Þeir menn, er um Eimskipafélag- ið hafa ritað upp á síðkastið (svo sem Guðm. læknir Hannesson og síra Magnús Bl. Jónsson), hafa og hælt stjórninni fyrir þetta, og má gera ráð fyrir, að margir séu þeim sammála. En — þó getur þetta at- riði orkað nokkuð tvímælis, eins og nú standa sakir. Mér fyrir mitt leyti virðist það vera vafasamt, hvort ekki heíði einmitt verið, eða væri, hyggi- legra, þegar á alt er litið, að haga sér í þessu eíni nokkuð meir eftir »umheiminum« en gert hefir verið. Og eg get ímynd.rð roér, að ein- hverir kunni við nánari ihugun að komast á sömu skoðun. Um suma veit eg, að þeir eru það þegar eða hafa verið. Þótt markmið félagsins sé, að spara landsmönnum óhæfilega hækk- un á flutningsgjöldum nð og frá landinu, þá er það þó ekki siður það — og öllu fremur á þessum tímum —, að sjá um, að samgöngurnar hald- ist við, að menn geti Jengið vórur sínar hingað eða jiuttar héðan. Það er fyrir mestu, að m. k. i bráð, hitt er auðvitað gott með, ef tiltækilegt þykir. Eimskipafélög annara landa hafa, síðan er ófriðurinn hófst, og þó einkum síðastliðið ár, grætt of fjár, miklu miklu meira en nokkurn hafði nokkurn tlma dreymt um. Alveg ótrúlegar upphæðir. Rakað saman míljónum. Auk þess sem skipaeign- irnar hafa margfaldast í verði. Hin vesælustu hafa þannig getað komið undir sig fótunum og auðgast og vaxið að bolmagni; greitt hluthöfum feikiháa vexti og safnað ógrynnum í varasjóði — til seinni tímanna! En á meðan þessu vindur fram umhverfis oss, berst Eimskipafélag Islands í bökkum, að því er kalla má. Er þessi aðferð rétt? Eg held ekki. Þessa dagana hefir félagið nú aug- lýst, að niður falli hér eftir »afslátt- ur« sá á flutningsgjöldum, er það hefir gefið milli Kaupmannahafnar og íslands, og er það ekki vonum fyr. Satt að segja tel eg það firn, að það skuli, með hinum lágu flutn- ingsgjöldum, Uka hafa gefið afslátt. Þetta segi eg ekki af því, að flutningsgjöldin, eins og þau eru, séu í sjálju sér svo afarlág, ef alt væri með feldu, eða að afsláttur sé í sjálju sér ósanngjarn; öðru nær. En eins og m. a. öll útgjöld félags- ins hafa óhjákvæmilega orðið að hækka ,að miklnm mun, þá er nú öðru máli að gegna. Þótt nokkuð dragi um afslátt þenna, er hann þó ekki aðalatriðið í þessu efni. Það er hin ákvarðaða hæð flutningsgjaldanna alment, sem um er að ræða. Ef Eimskipafélagið 'hefði hækkað flutningsgjöld sln á líkum timum og gert hefir verið annarstaðar og eitt- hvað í líkingu við eða jafnvel að eins eitthvað i áttina til þeirrar hækkunar, þá má — með réttu — segja, og það svar verður víst fljótt gefið, að afleiðingin hefði orðið: iyrst sú, að »Sameinaða« hefðireynt að hækka líka (en því hefir verið með þessu haldið í skefjum) og par ncest, að almenningur hefði orðið að kaupa vörur slnar að ein- hverju leyti enn dýrara verði en þó hefir verið, þrátt fyrir »dýrtíðina«. Það er vitaskuld hart að þuría að láta keppinautinn, hið útlenda félae, rýja landsfólkið, en af því hefði engin hætta stafað fyrir Eimskipa- félagið, i þeirri veru, að hitt hefði staðið eða myndi standa yfir höfuð- svörðum þess, í samkepninni. Eim- skipafélaginu, og báðum félögunum, hefir boðist meir en nógur flutning- ur, meira en pau með nokkuru móti haja séð sér fcert að taka. Og þeir, ssm þurft hafa flutningsins, hefðu viljað mikið tjj vinna, að geta átt þess nokkurn kost að fá vörurnar fluttar. Má líklega rærri því svo að orði komast, að stundum hafi svo ástatt verið, að menn hefðu viljað rétt alt til vinna, ef ekki hefði úr öllu hófi keyrt. Enn er svo, að allmikið af vörum muu ekki hafa fengist flutt, eða ekki á þeim tima, sem óskað var. Menn kvarta og kvarta, að fyrir löngu sé búið að »fylla allar ferðir«, svo að ekkert sé nú annað að hafa en bláberar neit- amr hjá félögunum. Það má vitan- lega segja, að rými skipanna hefði ekki aukist við það, þótt flutnings- gjaldið hefði hækkað, og er það satt. En á þetta er bent til þess að sýna, að ekki hejði staðið á jlutningnum, enda betri tök ef til vill, með hærra flutningsgjaldi, á að útvega flutninga- skip til viðbótar. : Þá er hitt atriðið: Hærra flutn- ingsgjald, hærra verð á vörunum, sem aftur getur verið sama sem, að almenningur verði að gefa meira fyrir aðfluttar lífsnauðsynjar sínar. Því að ráð er fyrir þvi gert, að sú hækkun yrði lögð á vörurnar, eins og annar kostnaður. En mundi þetta hafa numið miklu, eða nema tniklu, í allri hinni gífurlegu verð- hækkun, sem þegar er orðin? Nei, hér gæti að eins verið að, tala um »einn kepp í sláturtíðinni«, örlitmn mun, alls ekki tilfinnanlegan, pegar húið vceri að jafna honum niður á vörurnar. Menn yrðu hans varla varir, yfileitt, þótt talsverð væri hækkunin. » Dýrtiðin « hefir ennpá, þrátt fyrir alt, hvergi nærri saumað svo að mönnum, sem nokkrir bárukviðboðafyrir. Veld- ur því það, að veltiár hefir verið til landsog sjávar,peningastraumur inn i landið og almenn kauphækkun, eink- um hjá öllum almenningsmönnum. En þótt þessu sé þannig farið um fiytjendur og neytendur, að nokkur eða lítil hækkun á flutningsgjöldum fram úr því sem er, hefði orðið og verði peitn sérlega létt að bera (ef ekki með öllu hverfandi), þá mundi þetta samanlagt muna Eim- skipafélagið miklu, og verða »hreinn gróði«. Og á því hefði það að sjálfsögðu fulla þörf. Ekki vegna hluthafanna, til þess 'að geta borgað þeim hærri arð, eins og önnur félög gera; hluthafar Eim- skipafélags íslands eru vel sæmdir með bankavöxtum af fé sínu, eða þeim, sem þeir fá nú. Heldur vegna hins, að félagið þarf að safna í sarpinn, og nota til þess, eins og aðrar hlutusar þjóðir gera, þetta »árferði«, sem jafnframt þrengingun- um veitir til þeirra áður óþektu fjármagni. Þótt vart sé hægt að hugsa sér, að þessir voðatímar úti um heiminn geti versnað, hvað hörmungarnar miklu snertir, geta ókomin ár þó eðlilega orðið erfið- ari á ýmsa lund, og sérstaklega má búast við fjárkreppum og öðru við- skiftaböli. Hví þá ekki að færa sér í nyt eftir mætti, það sem nú er fáanlegt? Hver er þó sjálfum sér næstur. Og óhætt að fullyrða, að allir hlita því boðorði sem stendur. Seinna, þegar almenn »lækkun« verður, á félagið lika fyrir þetta að verða fœrara að fylgjast með öðrum í því. Væri það ekki álitlegt, að Eim- skipafélagið gæti keypt sér nýtt skip fyrit þennan gróða einan? Og væri pessi aðferð ekki einmitt sú allra hentugasta Jjársðfnunar-að- Jerðin, sem tiltæk er með þjóðinni um þessar mundir? Af frjálsum vilja og fúsum hafajnenn þegar lagt fé fram — eg skil ekki, að menn í alvöru amist við þessu áframhaldi. Aldrei mundi slik hækkun á »gjöldum« geta verið svo þörf og þjóðnýt sem þessi yrði. Þess vegna spyr eg: Er pað verjandi að neyta ekki pessa ráðs ? Með einum eða öðrum hætti, þótt dregist hafi fram að þessu að taka það upp (því miður, liggur mér við að segja!). — Orðum mínum beini eg auðvitað einkanlega til stjórnar Eimskipafé- lagsins, sem eg í flestum greinum er harðánægður með. Og ísafold bið eg að flytja þau áleiðis. G. Sv. Erí. símfregnir íií ísafotdar. Stokkhólmi 30. mai 1916. Grikkir mótmæla aðíörum Búlgara í Makedóníu. Enginn kennaraíundur í Kristjaníu. Karlskrona, 2. júní. Þjóðverjar tilkynna að stærsta sjóorusta, sem orðið haíi i ótriðnum, hafi^staðið siðastliðinn miðvikudag í nánd við Hornrií. Þjóðverjar segjast baía sigrað. I>eir segjast hafa sökt orustuskipunum War- spite, Queen Mary, Indefatig- able, tveim bryndrekum og mörgum tundurbátaspillum. Sjálfir segjast Þjóðverjar hafa mist skipin Wiesbaden og Pommern. Austurrikismenn sækja fram gegn ítölum. Erl. símfregnir. (frá fréttarifara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 27. mai. Gallieni, fyrverandi her- málaráðherra Frakka, er látinn. Kaupmannahöfn 28. mai. Ákafar orustur standa hjá Verdun. I»jóðverjar haia tekið Cumieres. Georg Bretakonungur hefir auglýst almenna her- þjónustuskyldu fyrir alla menn frá 18—41 árs aldurs. Austurríkismenn hafa handtekið 24 þus. ítali. Kristján Danakonungur albata. Búlgarar ráðast inn I Grikkland. Kaupmannahöfn, 30. maí. ALusturríkísmenn hafa náð tveimur vígjum hjá Arserio. Búlgarar hafa farið yflr iandamæri Grikklands. — Setuliðið í Rubel-víginu heflr tekið Demir-Hissar og sækja Búigarar fram til Kavalla. Grikkir mótmæla. Kaupmannahöfn 31. maí. bjóverjar hafa tekið her- línu Frakka milli Mort Homme og Cumieres. Þjóðverjar eru að undir- búa fimta herlán sitt og á það að nema 12 miljórð- um marka. Herlið Grikkja heflr horf- ið hurt úr Strumadalmim. Búlgarar hafa tekið Seres. Alþýða manna í Grikk- landi er mjog æst. Struma (áður Strymon) er á, sem kemur upp í Búlgaríu, skamt fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.